Þjóðviljinn - 24.10.1990, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 24.10.1990, Qupperneq 2
FRETTIR Á þingpöllum viö umræður um bráðabirgðalög ríkisstjómarinnar má þekkja Pál Halldórsson, formann BHMR og Birgi Björn Sigurjónsson hagfræð- ing samtakanna, en á bak við þá situr Kristján Thorlacius fyrrum formaður H(K. Sótt að Steingrími Steingrímur Hermannsson: Ekkert óeðlilegt við að setja bráðbirgðalög, enda var meirihluti jyrir lögunum á þingi. Anna Olafsdóttir Björnsson: Ríkisstjórnin á að segja af sér. Hjörleifur Guttormsson: Get ekki stutt þennan gerning Sjaldan hefur verið brýnni nauðsyn til að setja bráða- birgðalög en í sumar, sagði Steingrímur Hermannsson, Frfl., þegar hann mælti fyrir frumvarpi til laga um launa- mál; sem er staðfesting á bráð- birgðalögunum vegna kjar- samninga BHMR og ríkisins. Forsætisráðherra benti á að hefðu lögin ekki komið til hefði orðið víxlverkun launa og verð- lags með tilheyrandi verðbólgu og óstögugleika í efnahagslíf- inu; því hefði ríkisstjórnin ekki getað látið 4,5 prósent launa- hækkun BHMR ná fram að ganga. Steingrímur ítrekaði að dómi Félagsdóms í deilu BHMR og ríkisins hefði ekki verið raskað, heldur hefði forsendum hans ver- ið breytt með lögunum. Hann Happdrætti SÁÁ á Norðurlandi Dregið var í happdrætti SÁÁ á Norðurlandi í lok september. Vinningar komu á eftirtalin núm- er: 944, 2012, 2527, 2598, 2682, 2910, 4915, 5397, 5893 og 5954. Vinninga ber að vitja á skrifstofu SÁÁ á Norðurlandi, Glerárgötu 28, Akureyri. Sími 96-27611. SÚMBAR frá Túrkmenistan Hér á landi er staddur þjóð- laga- og dansflokkurinn SUM- BAR frá Túrkmenistan og mun flokkurinn koma fram víða um land. Flokkurinn kemur hingað til lands í tilefni Sovéskra daga MIR, Memningartengsla Islands og Ráðstjómarríkjanna, en félag- ið hefur efnt til slíkra daga undan- farin 14 ár. í gærkvöldi var opnuð sýning á ljósmyndum og ýmsum þjóðlegum munum frá Túrkmen- istan í sýningarsalnum að Vatns- nesvegi 12 í Keflavík. í kvöld kl. 20.30 verður fyrsta sýning SÚM- BAR- flokksins í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Á sagði að það væri ekkert óeðlilegt við það að ríkistjómin hefði sett bráðabirgðalög, þar sem hún hefði meirihluta íyrir þeim á þingi og hefði það verið kannað rækilega áður en lögin voru sett hinn 4. ágúst s.l. Anna Ólafsdóttir Bjömsson, Kvl., sagði að þetta mál kæmi þremur mánuðum of seint til kasta þingsins og væm það for- kastanleg vinnubrögð af hálfu ríkisstjómarinnar að fjalla þannig um þetta eitt hið stærsta mál landsins. Hún taldi að ríkisstjóm- in ætti að segja af sér. Þetta er sýndarumræða, sagði hún um umræðuna um frumvarpið, því þingmenn geta engu breytt þegar lögin hafa verið í gildi þetta lengi. Hjörleifúr Guttormsson, Abl., sagðist ekki geta stutt frumvarpið ffekar en að hann hafí getað stutt morgun liggur leið Túrkmenanna til Akureyrar og verður sýning í Sjallanum annað kvöld kl. 20.30. Á fostudag verður svo sýning i íþróttashúsinu á Húsavík. SÚM- BAR- flokkurinn verður í Austur- Landeyjum kl. 14 á sunnudag og lokasýningin verður svo í Há- skólabíói, sal 2, mánudagskvöld- ið 29. október kl. 20.30. Á efnis- skrá flokksins em verk túrkm- enskra tónskálda og tónskálda ffá öðmm sovétlýðveldum, svo og þjóðdansar frá Túrkmenistan og víðar. lögin í sumar. Hann sagði að mál- ið snerist ekki um launamál held- ur gmndvallarleikreglur. Hann taldi í hæsta máta óeðlilegt að sett væm lög ofan á niðurstöður æðsta dómsvalds í landinu: Félags- dóms. Leikreglumar hefðu verið brotnar þar sem ekki var staðið við gerða samninga. Þórhildur Þorleifsdóttir, Kvl., gagnrýndi þá skoðun Steingríms að ekki hefði verið þörf á að kalla saman þing í sumar þar sem tryggt væri að meirihluti þing- manns styddu lögin. Hvar er þá réttur stjómarandstöðunnar, spurði hún. Birgir Isleifur Gunnarsson, Sjfl., og Ragnhildur Helgadóttir, Sjfl., töldu bæði bráðbirgðalögin vera dæmi um mikinn siðferðis- brest p stjómmálum og hvatti Ragnhildur Steingrím til að segja Verðlækkun á lambakjöti Á mánudag gekk í gildi 20% verðlækkun á lambakjöti ffá haustinu 1989 úr úrvalsflokki og 1. flokki-A. Gildir verðlækkunin til loka nóvember. Lambakjöt úr úrvalsflokki verður boðið í hálf- um skrokkum í pokum. Pokamir em merktir „lambakjöt á lág- marksverði“. Smásöluverðið verður 417 krónur á kílóið, eða það sama og var á 1. flokki-A í sumar. Niðurhlutun verður; ffam- partur í súpukjöt, hálfúr hryggur sagaður þversum, læri í heilu og 6 til 7 rif. Um er að ræða mjög tak- markað ffamboð, eða samtals 60 til 70 tonn. Lambakjöt úr 1. flokki-A býðst neytendum með ýmsum hætti. Verð á heilum skrokkum, skipt að ósk kaup- anda, verður á 346 krónur kílóið. Áheitasöfnun í Nupsskóla Árleg áheitasöfnun nemenda í Héraðsskólanum að Núpi verður nk. laugardag. í fyrravetur ýttu þeir bíl ffá Núpi til Þingeyrar en af sér vegna ummæla hans um að ríkisstjómin hefði haft tryggan meirihluta í sumar á þingi fyrir setningu laganna. Steingrímur sté í pontu og svaraði flestu á sama veg og áður og sagði að bráðbirgðalög væru alveg jafngild öðrum lögum og að það hefði verið vandlega athugað áður en lögin vom sett að brýna nauðsyn bæri til setningarinnar. Ólafúr Ragnar Grímsson, Abl., svaraði spumingum Þór- hildar og sagði að ríkið myndi ekki greiða málskostnað BHMR fyrirfram, það væri dómstóla að ákveða hver greiddi málskostnað. Fjármálaráðherra sagðist nú þeg- ar hafa átt viðræður um kjaramál við mörg aðildarfélaga BHMR og að þeim viðræðum yrði haldið áfram. -gpm árið þar áður rem þeir báti nokkr- ar ferðir yfir Dýrafjörð. Að þessu sinni ætla nemendur að tengja áheitasöfnunina því málefni sem brennur hvað heitast á Vestfirð- ingum, læknaþjónustunni og því ófremdarástandi og öryggisleysi sem ríkir í þeim málum á Vest- fjörðum. Þeir ætla að ganga með „sjúkling“ á sjúkrabörum ffá heilsugæslustöðinni á Þingeyri yfír að heilsugæslustöðinni á Flateyri, eða 53 kílómetra. Jafn- framt munu nemendur senda heil- brigðisyfirvöldum áskorun um skjótar og varanlegar úrbætur í heilbrigðisþjónustunni á Vest- fjörðum. Þeim peningum sem safnast verður varið til uppbygg- ingar á félags- og æskulýðsað- stöðu að Núpi í Dýrafirði. Áheit- um verður safnað meðal Vestfirð- inga og fyrirtækja á Vestfjörðum á næstunni. Þeir sem vilja styrkja framtakið geta lagt inn á tromp- bók nemendafélagsins nr. 736 í Sparisjóði Mýrahrepps að Núpi. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum Bamageðlæknafélag Islands Loðna Bullandi veiöi „Það virðist vera eitthvað af loðnu á miðunum og eftir veiði helgarinnar geri ég ráð fyrir að fleiri muni leggja í hann,“ sagði Sturla Þórðarson, fyrsti stýrimaður á Berki NK 122. Bullandi loðnuveiði var á mið- unum, 40-50 sjómílur norðaustur af Langanesi um helgina en þá fengu þijú skip samtals hátt á fjórða þús- und tonn og kom Börkur NK þá með fúllfermi inn til löndunar eða um 1100 tonn. Fijálst verð er á loðn- unni og sagði Sturla að þeir hefðu fengið um fjögurþúsund krónur fyr- ir tonnið hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað, sem er lítilsháttar hækkun ffá byijun vertíðar í fyrra- haust. Sturla sagði að eftir svo góða byijun væri því ekki að neita að fiðringur væri kominn í mannskap- inn um borð. -grh Ólétta Kaffi óæskilegt Þær konur sem drekka meira en 4 bolla af kaffi á dag, eiga mun erf- iðara með að verða óléttar en þær konur sem drekka færri bolla. Þetta kemur fram í Neytendablaðinu, málgagni Neytendasamtakanna sem kom út fyrir skömmu. Að þessari niðurstöðu komust vísindamenn í Harvard-háskólanum í Bandaríkjunum. Þeir rannsökuðu kaffídrykkju kvenna sem líklegar voru til að verða þungaðar og í ljós kom að rúm 80% þeirra sem drukku mikið kaffí, þurftu að reyna ári leng- ur en hinar til að verða bamshaf- andi. ns. Fram-Barcelona Naumur sigur Börsunga Spænska stórliðið Barcelona vann nauman sigur á Fram í fyrri leik liðanna í evrópukeppni bikar- hafa í gær. Spánveijamir skomðu tvö mörk, en heimamenn náðu að svara fyrir sig með einu. Það setti svip sinn á leikinn að striplingur hljóp inn á völlinn. Sá hefúr tvíveg- is áður tmflað alþjóðaleiki á Laug- ardalsvelli og er búist við að UEFA muni bregðast harkalega við þessari uppákomu. KSÍ hefúr áður fengið viðvörun og áminningu vegna þess að striplingurinn hefúr náð að tmfla leiki á Laugardalsvelli gengst fyrir námstefnu um kyn- ferðislegt ofbeldi gegn bömum á morgun og fostudag. Með nám- stefnunni vill félagið stuðla að aukinni umræðu millj hinna ýmsu stofnana og einstaklinga, sem komast í snertingu við mál af þessu tagi. Tilman Fumiss, þekkt- ur bamageðlæknir, sem tengst hefúr rannsóknum og meðferð slíkra mála um árabil í Bretlandi, verður á námstefnunni. Nám- stefnan hefst kl. 8.30 að Borgar- túni 6. Aðalfundur Barnaheilla Fyrsti aðalfundur samtakanna Bamaheilla verður haldinn að Lágmúla 5, 4. hæð, kl. 20.30 í kvöld, á degi Sameinuðu þjóð- anna. Samtökin vom stofnuð fyr- ir réttu ári til að vinna að öllum hagsmuna- og réttindamálum bama. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfúm mun Stein- grímur Hermannsson forsætis- ráðherra greina ffá leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um málefni bama og Arthur Morthens, vara- formaður Bamaheilla, mun segja frá ferð á aðalfúnd Red Bamet í Danmörku. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.