Þjóðviljinn - 24.10.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Evropumalin
ístefnu-
ræðunni
Stefnuræðu sinni, sem flutt var á Alþingi í fyrrakvöld,
lauk Steingrímur Hermannsson á umfjöllun um það mál
sem stærst verður í íslenskum stjórnmálum á næstu ár-
um, en það er Evrópumálið: hvernig ísland tengist við
sameiginlegan innri markað Evrópubandalagsríkja.
Forsætisráðherra rakti það m.a. að samningar EFTA-
ríkja við EB hefðu reynst erfiðari en menn bjuggust við
um hríð. Enda höfum við að undanförnu heyrt margar
fréttir um að EB vilji sem flestar undanþágur til EFTA-
ríkja feigar. Sú túlkun heyrist líka ærið oft, að viðræður
þessar séu í rauninni ekki annað en æfing undir viðræð-
ur um að EFTA-ríki gangi alfarið inn í Evrópubandalag-
ið. Það er því ekki að undra þótt í stefnuræðunni kæmi
fram nokkur áhersla á að íslendingar yrðu að vera vel
undir það búnir að taka upp sérstaka, tvíhliða samninga
við Evrópubandalagið. Hann var fremur bjartsýnn á
sæmilegar niðurstöður slíkra samningaumleitana og
hefur sem betur fer nokkuð fyrir sér í því. Eða svo vísað
sé til orða ágæts sendifulltrúa eins helsta ríkis EB:
„Hvað sem öðru líður getið þið (slendingar átt von á góð-
um samningum um viðskipti með fisk - af þeirri einföldu
ástæðu að þegar til lengri tíma er litið er ekki um annan
fisk að ræða en ykkar.“
Steingrímur veitti oddvitum Sjálfstæðisflokks, og
reyndar ýmsum ábyrgðarmönnum Alþýðuflokks, ákúrur
nokkrar þegar hann lét uppi undrun sína yfir þeim sem
hefja nú máls á því að íslendingar ættu að sækja um að-
ild að Evrópubandalaginu. Hann talaði um vanda okkar
sem smáþjóðar sem hyrfi fljótlega í mannhaf og hrektist
í stöðu áhrifalauss útkjálka, hráefnamiðstöðvar. Þetta
eru viðhorf sem þeir Evrópufúsu kenna við íhald, þröng-
sýni og þjóðrembu, ómaklega mjög. En í ræðu Stein-
gríms var reyndar að finna aðra tvo þætti sem er mjög
nauðsynlegt að halda að þeim Evrópufúsu um þessar
mundir.
í fyrsta lagi réðst hann gegn þeirri blekkingu eða
sjálfsblekkingu, að íslendingar geti innan EB fengið til
lengdar undanþágur, til dæmis hvað varðar fjárfestingar
í fiskveiðum eða kaup á landi. „Um það er ekki að ræða
nema tímabundið," sagði forsætisráðherra réttilega.
„Við gætum ekki komið í veg fyrir að fjársterk fyrirtæki í
Evrópu eignuðust það hér sem þau girntust". Og þar
með væru ákvarðanir í atvinnumálum, sem skiptu sköp-
um fyrir heil byggðarlög og landshluta og landið allt,
reyndar komnar út fyrir landsteina og út fyrir pólitískan
vilja íslendinga - hver sem hann væri.
í annan stað lagði Steingrímur réttilega áherslu á það
að hugmyndir manna um fulla aðild að Evrópubandalag-
inu „lýsa fyrst og fremst uppgjöf á því að ráða eigin mál-
um farsællega". Þetta er gífurlega mikilvægur þáttur í
dæminu öllu. Ekkert er algengara en að þeir sem Evr-
ópufúsastir eru eða mjaka sér tvístígandi í þá átt grípi til
uppgjafartónsins: Hvað ætli það þýði fyrir okkur að
standa fyrir utan? Þetta er bara þróunin í dag. (Þar með
er komið nýtt tilbrigði við sögulega nauðhyggju.) Við
megum ekki missa af EB, þessum eina og síðasta
strætisvagni til framfaralandsins, og svo framvegis. Ým-
ist stynja menn í hálfgerðum vælu- og grafarbakkatón:
þetta er nú leiðin okkar allra. Eða þá þeir gera sig hressa
á yfirborðinu og reyna að fela uppgjöfina við að íslend-
ingar standi á eigin fótum undir þeirri grímu að einmitt
þeir séu hinir djörfu og einörðu í hagsmunamálum þjóð-
arinnar, aðrir þori ekki í siglingu um lífsins ólgusjó.
Eitt er það í viðbót sem brýnt er að hafa í huga í þess-
ari umræðu allri um Evrópu og fullveldi íslands. En það
er blátt áfram sú reynsla sem ótal smáþjóðir þekkja af
gamalli og nýrri reynslu og Jón Helgason hefur bundið í
eftirminnilega Ijóðlínu: Hægt mun að festast, bágt mun
úr að víkja. ÁB
Beta víki fyrir
Jóni Þorlákssyni
Það á að setja mynd af Jóni
Þorlákssyni í staðinn fyrir Elísa-
betu II Englandsdrottningu á
pundseðlana sem Islendingar fara
bráðum að nota, eftir að þeir hafa
hlýtt þeirri dagskipun Hannesar
Hólmsteins að leggja niður Seðla-
banka Islands. Hannes er ekkert
niðurlútur fremur venju í nýjasta
tölublaði kynningarritsins Mod-
em Iceland, sem nú hefur aldeilis
breytt um tón og svip og leggur úr
hlaði með hann sem skoðanaleið-
toga.
Erlendir lesendur geta varla
efast um að þessi ráðagjörð höf-
undarins um peningamálin kom-
ist brátt í ffamkvæmd á sögueyj-
unni, því Hannes kynnir útlend-
ingum í sömu grein árangursríka
stjómun sína á íslenskum þing-
mönnum við mótun fiskveiði-
stefnunnar: „Tillaga mín er ffem-
ur einfold: Að veita sjómönnun-
um (þ.e. eigendum útgerðarfyrir-
tækjanna) ævarandi og ffamselj-
anlega fiskveiðikvóta“. Stuttu
síðar í greininni upplýsir Hannes
útlendingana á þennan máta: „I
maí, stuttu eftir að ég gaf út bók
um efnið, samþykkti íslenska
þingið sem meira eða minna festi
núverandi fískveiðikvóta og gerði
hann framseljanlegan". Þeir er-
lendu lesendur sem hingað til
hafa ekki verið klárir á áhrifúm
höfúndarins í íslensku þjóðlífi
þurfa sennilega ekki ffekari vitn-
anna við.
Og það er því eins gott fyrir
Iandsmenn að búa sig undir snör
handtök Alþingis á næstunni, því
Hannes skipar nú svo fyrir í grein
sinni að Seðlabanki Islands skuli
lagður niður og íslenska krónan
tengd einhveijum stöðugri gjald-
miðli, líkt og tíðkast í Hong Kong
og Lúxemborg, helst breska
pundinu. Peningakerfi okkar vill
Hannes hafa í stíl eyjarinnar Man-
ar, Ermarsundseyjanna og Skot-
lands, þó þannig að breska drottn-
ingin víki af seðlunum fyrir Jóni
Sigurðssyni og Jóni Þorlákssyni.
VejkomintilÁHands...
Ársfjórðungsritið Modem
Iceland hefúr nú að sögn útgef-
enda breyst úr almennu land-
kynningarriti á ensku yflr í
„hreinræktað viðskiptatímarit“
um íslenskar aðstæður og megin-
strauma hagkerfisins. Blaðið er
vandað að ytri gerð og læsilegt,
þótt ærið einlitt sé. Greinargóð
viðtöl birtast við þijá fulltrúa ís-
landsbanka, forstjóra Eimskips,
Landsvirkjunar, Iðnlánasjóðs og
SÍF. Birtar eru hagtölur og fjallað
um orkumál, stóriðju, fiskveiðar
og fjármagnsmarkaðinn.
Greinin um stóriðjuna heitir
„Welcome to Al-Iand“, eða Vel-
komin til Ál-Iands. Einu nafn-
greindu aðilamir þar em Friðrik
Sophusson og Jón Sigurðsson og
vitnað jafnt í árangur hans í samn-
ingagerð og yfirlýsingar varðandi
kröfur um umhverfismál, en
gagnrýnendur málsmeðferðar og
þeir sem vildu fá betri tíma til að
skoða samningsdrög stimplaðir
fáráðlingar hvað varðar arðsemi
fyrirtækja og skynsemi í efna-
hagsmálum.
Eins og útgefendur taka fram,
er full þörf á því að áreiðanlegt og
upplýsandi rit auðveldi erlendum
mönnum innsýn í íslensk við-
skipta- og
efnahagsmál.
Hins vegar er
merkjanleg
nokkur frjáls-
hyggju- slag-
síða á um-
fjöllun í
íýrsta tölu-
blaði éftir
breytingu og
hæpið að hún
geti talist al-
veg hlutlaus
og málefna-
leg, eins og
ritstjórinn
lofar í kynn-
ingarbréfi.
Þama er
nokkuð einlit
upplýsinga-
gjöf í um-
ræðugrein-
um, og þvi
miður er höf-
unda ekki
getið, þótt
þær lýsi per-
sónulegum
viðhorfum
sem margir kynnu að vilja ræða
ffekar og gagnrýna. Og það er því
miður vandséð að blaðið sé til
fúlls gagns fýrir þau „fjölmörgu
erlendu og innlendu fyrirtæki og
stofnanir, sem hafa verið að biðja
um reglubundnar umfjallanir um
það, sem er raunverulega að ger-
ast í íslensku viðskiptalífi".
Undirtónn umfjöllunar og
breytinga tímaritsins eru áætlan-
imar um sameiginlegan markað
Evrópuþjóða 1993 og í Ieiðara
blaðsins kemur skýrt fram að það
vill afnema allar viðskiptahindr-
anir og sér fram á „gullin tækifæri
fyrir Islendinga og útlendinga...“
Fijálshyggjan er hér nokkuð
óbeisluð, Sjálfstæðisflokkurinn
og einkabankamir em góðu strák-
amir, ríkisstjómin og Landsbank-
inn vafasamir pappírar. í Ieiðar-
anum er kvartað yfir harðri skatt-
píningu ríkisvaldsins og háum
raunvöxtum.
Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra er forsíðuefni blaðsins og
gerir hann grein íyrir því að Is-
land sé að ganga inn í nýtt tímabil
í sögunni varðandi utanríkisvið-
skipti.
Greining á stjórnmálum
Og í framhaldi af yfirlýsingu
ritstjórans um að nú ætli það að
„Qalla hlutlaust og máleftialega
um þau mál sem hæst ber á hveij-
um tíma“ er einkar fróðlegt að
lesa nokkurra blaðsíðna lýsingu á
íslensku stjómmálaflokkunum.
Alþýðubandalaginu er lýst þann-
ig: „Kutar í bakið, atlögur í skjóli
myrkurs, gagnárásir, stríðsáætl-
anir. Nei, þetta er ekki yfirlit
helstu ffétta ffá Miðausturlönd-
um, heldur morgunskýrslan úr
höfúðstöðvum Alþýðubandalags-
ins um atburði gærkvöldsins. Þú
ættir að líta þama inn einhvem
daginn. Það er stórskemmtilegt
fyrir þá sem hafa áhuga á stríðs-
leikjum". Steingrímur J. Sigfús-
son og Svavar Gestsson em sagð-
ir stjóma harðlínukjama gömlu
vinstri- öfgamannanna, sem vilja
að ríkisvaldið sé með nefið niðri í
hvers manns koppi, en þar eð
ólíklegt sé að Alþýðubandalagið
muni komast í næstu rikisstjóm
muni Olafúr Ragnar Grímsson og
skoðanabræður hans trúlega
ganga í Alþýðuflokkinn fyrir
næstu þingkosningar.
Aðrir stjómmálaflokkar fá yf-
irleitt notalegustu ummæli. Þor-
steinn Pálsson er sagður hafa
sannað sig sem „smooth opera-
tor“ (lipur til verka) og að honum
hafi smám saman tekist að herða
tök sín á flokknum. Aðra helstu
færleika á þeim bæ segir blaðið
vera Friðrik Sophusson, Geir Ha-
arde og Davíð Oddsson.
Því er spáð þama að Stein-
grímur Hermannsson muni senn
láta Halldóri Ásgrímssyni eftir
forystuhlutverkið í flokknum, en
töffaformúlan fyrir tilvem Fram-
sóknar hafi alltaf byggst á því að
velja afburðamann í formanns-
stöðuna. Blaðið ráðleggur síðan
erlendum mönnum að fylgjast
með vinsælum flokksforystu-
manni, Guðmundi Bjamasyni.
Jón Baldvin Hannibalsson er skil-
greindur sem „litríkur", en Jón
Sigurðsson einfaldlega „einn af
áreiðanlegustu mönnunum í Is-
lenskum stjómmálum, virtur fyrir
gáfúr sínar og vinnusemi". Guð-
mundi Áma Stefánssyni er hins
vegar spáð forystuhlutverkinu í
flokknum. Engin Kvennalista-
frömuður er nafngreindur og gert
grín að beijaferð þeirra síðla í ág-
ústmánuði og grafskrift Borgara-
flokksins birt í fáum orðum.
Árás á Landsbankann
Og satt að segja er þessi
greining á íslenskum stjómmál-
um heldur ófúllkomin og óná-
kvæm fyrir hina erlendu lesendur
sem eiga að geta fylgst með mál-
um á íslandi. Hún er í einhverjum
„Fólk í ftéttunum-stíl“ og árásin á
Landsbankann sem tæki kjör-
dæmapotara og pólitíska stríðsvél
gjaldþrota byggðastefnu virðist
helgast af þeirri spá hins ónafn-
greinda höfúndar, að væntanleg
samsteypustjóm Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks muni breyta
honum í einkabanka strax á næsta
ári. Tilkynnt er að Jón Sigurðsson
vænti skýrslu um hagkvæmni
þess að einkavæða Landsbankann
og Búnaðarbankann núna í októ-
ber og skýrslan muni vekja hörð
viðbrögð, því lekið hafi út að
skýrsluhöfundar mæli eindregið
með þeirri aðgerð. ÓHT
ÞJÓÐVIUINN
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaöamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur
Þorleifsson, Ellas Mar (pr.), Garðar Guðjónsson,
Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már
Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (liósm.),
Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Nanna Sigurdórsdóir,
Ólafur Gislason, Þröstur Haraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjórí: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Sigríður Siaurðardóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir, Unnur Agústsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjórl: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir,
Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar:
Slöumúla 37, Rvlk.
Sími: 681333.
Simfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr.
Áskriftarvert á mánuðl: 1100 kr.
4 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. október 1990