Þjóðviljinn - 24.10.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR
Saúdar
Ummæli Kahds Saúdí-Arab-
íukonungs og bróður hans
og varnarmálaráðherra, Suit-
ans Ibn Abdulaziz, á mánudag
hafa vakið kvíða nokkurn á
Vesturlöndum um að Saúdarn-
ir séu teknir að linast í samstöð-
unni gegn Irak. Ummæli þeirra
bræðra voru túlkuð svo að þeir
gætu vel hugsað sér að Kúvæt
léti af höndum við Irak tvær
smáeyjar innst á Persaflóa auk
hluta Rumeilaolíusvæðisins,
sem er á landamærum íraks og
Kúvæts.
Saúdakonungur og vamar-
málaráðherra hans hafa þegar
fullyrt að þessi ummæli þeirra
hafi verið rangtúlkuð, aístaða
þeirra i málinu sé óbreytt. Eigi að
síður hefur vakið athygii að þeir
voru í þessum ummælum ólíkt
mildari í garð Saddams Iraksfor-
seta en þeir hafa að jafnaði verið
frá því að hann sendi her sinn inn
i Kúvæt.
Sumir fréttaskýrendur telja að
á bakvið þessi ummæli Saúdanna
liggi að þeir telji sig vera að reyna
að afstýra stríði á síðustu stundu.
Nú fer vetur i hönd, þá verður
svalt í veðri eftir þvi sem gerist á
þessum slóðum og þar með til
Indland
Leiðtogi heit-
trúarhindúa
handtekinn
Flokkur þeirra hættir
stuðningi við ríkisstjórn.
Talið að hún geti haldið
velli með hjálp lágstétta-
þingmanna
Mikið uppnám er í indverskum
stjórnmálum eftir að Lal Kris-
han Advani, leiðtogi Bharatiya
Janata, flokks heittrúarhindúa,
var handtekinn í Bihar, fylki sem
nær yfir austurhluta Ganges-
sléttu. Advani var á leið til Ayod-
hya, borgar í Uttar Pradesh, fylk-
is sem nær yfir Gangessléttu vest-
anverða, þeirra erinda að hefja
þar í borg byggingu hofs á stað
sem samkvæmt hindúatrú er
fæðingarstaður guðsins og sagna-
hetjunnar Rama (Ram). Átti
handtakan sér stað í gærmorgun.
Á fæðingarstað Rama er nú
moska, byggð á 16. öld, og óttast
stjómvöld að til heiftúðugra átaka
komi milli hindúa og múslíma ef
hrundið verði í ffamkvæmd þeirri
fýrirætlun hinna fyrmefndu að
byggja hofið.
Bharatiya Janata, sem hingað til
hefúr stutt minnihlutastjóm Vish-
wanath Pratap Singh, forsætisráð-
herra, brást við handtöku leiðtoga
síns með því að lýsa því yfir að
flokkurinn svipti stjómina stuðn-
ingi. Stendur stjómin þá höllum
fæti, en þó er ekki talið víst að hún
neyðist til að segja af sér, sökum
þess að stjómmálaflokkamir kæra
sig fæstir um nýjar kosningar að
svo stöddu. Deilan út af skiptingu
starfa á vegum ríkisins milli erfða-
stétta hefúr komið losi á flokkana
og þingmenn skipst í fýlkingar eftir
því hvar þeir standa í erfðastétt.
Talið er að Singh, sem beitir sér
fýrir því að hlutur lágstéttafólks í
störfum í ríkisþjónustu verði auk-
inn um helming, hafi möguleika á
að halda velli með stjóm sinni með
því að fá til liðs við sig lágstétta-
þingmenn í stjómarandstöðuflokk-
um.
Reuter/-dþ.
Persaflóadeila
reyna að afstýra stríði
þess að gera hagstætt veður til
hemaðar. Um 350.000 manna liði
hefur nú verið safnað á Persaflóa-
svæðið gegn írak, þar af yfir
200.000 manna bandarískum her.
Ymislegt þykir benda til að al-
þjóðasamstaðan gegn Saddam
muni ganga úr sér þeim mun
Iengra sem líður frá hertöku Kú-
væts og því muni Bandaríkja-
stjóm telja að ekki verði seinna
vænna að ráðast til atlögu gegn ír-
ak.
Saúdfúrstamir óttast hinsveg-
ar að almenningsálitið í araba-
löndum, þar á meðal í þeirra ríki,
muni snúast enn frekar á sveif
með Saddam en orðið er ef
Bandaríkin færu í stríð við Irak,
Bandaríkin
Bandarlkjahermenn I Saúdi-Arablu
með þeim gegn öðru arabaríki.
og það almenmngsálit myndi þá
að öllum líkindum snúast af
auknum ofsa gegn þeim valdhöf-
Saúdar hræddir við að fara I strlö
um arabískum sem yrðu banda-
menn Bandaríkjanna i því striði.
-dþ
Bush stöðvar borgara-
réttindafrumvarp
Fœr að líkindum reiði blökkumanna og kvenna að launum
George Bush Bandaríkjafor-
seti beitti á mánudag neit-
unarvaldi því, sem embætti
hans tilheyrir, til að stöðva
frumvarp um borgararéttindi
sem báðar deildir þingsins
höfðu samþykkt. Frumvarpinu
var ætlað að styrkja stöðu
starfsmanna gegn atvinnurek-
endum, grunuðum um að mis-
muna fólki eftir kynferði og
kynþáttum.
Frumvarpinu var ætlað að
draga úr möguleikum atvinnurek-
enda á að taka annað kynið fram-
yfír hitt í starfsmannavali og einn
eða fleiri kynþætti framyfir aðra.
Einnig var því ætlað að auðvelda
fólki, sem teldi sig beitt misrétti
af þessu tagi, að rétta hlut sinn
með málsókn.
Bush sagðist í boðskap til
þingsins vera eindregið hlynntur
sumum greinum frumvarpsins, en
kvaðst hafa ákveðið að stöðva
það með neitunarvaldi sökum
þess að ef það yrði að lögum
myndu atvinnurekendur sjá sig
tilneydda að ráða fólk í vinnu
Bush - segir kvótakerfi ýta undir
misrétti.
samkvæmt kvótakerfi eflir kyn-
ferði og kynþáttum, til að forðast
málarekstur. Sagði forsetinn að
með slíku kvótakerfí yrði jafnrétti
til starfa ekki aukið, heldur þvert
á móti dregið úr því.
Edward Kennedy, öldunga-
deildarmaður í demókrataflokki
sem manna mest beitti sér fýrir
samþykkt frumvarpsins í deild-
inni, gagnrýndi forsetann harð-
lega af þessu tilefni, kvað hann
höfða til gremju og fordóma með-
al almennings og sýndi þetta að
þegar öllu væri á botninn hvolft
væri forsetinn á móti auknum
þegnréttindum fýrir þjóðfélags-
hópa sem minna mættu sin en
aðrir.
Talið er að blökkumenn og
konur, sem frumvarpið hefði að
líkindum einkum komið að haldi,
ef að lögum hefði orðið, muni
mörg reiðast Bush fýrir afstöðu
hans í málinu og láta það koma
niður á flokki hans, repúblíkön-
um, í kosningunum sem fara fram
þarlendis eftir tæpar tvær vikur.
Saddam sleppir
gíslum
Þing Iraks varð í gær því sein
næst einróma við tilmælum frá
Saddam Hussein forseta um að láta
lausa alla franska gísla þarlendis
og í Kúvæt, en þeir eru um 330
talsins. Ennfremur leyfði Iraks-
stjóm í gær heimfor 33 breskum og
14 bandarískum gíslum. Bretamir
33, sem flestir em heilsutæpir eða
aldraðir, vom látnir lausir að til-
mælum Edwards Heath, forsætis-
ráðherra Breta, sem fór til Bagdað í
þessum tilgangi og ræddi við
Saddam íraksforseta. Um 1400
Bretar og um 700 Bandarikjamenn
em enn i gíslingu i írak og Kúvæt.
Mistökhjá
Greenpeace
Fjórum félögum í umhverfis-
vemdarsamtökunum Greenpeace,
sem fýrir tveimur vikum mældu
geislavirkni á svæði því á Novaja
Zemlja, þar sem kjamorkusprengj-
ur hafa verið sprengdar í tilrauna-
skyni, urðu á þau mistök að telja
geislavirknina 1000 sinnum meiri
en hún raunvemlega er, að sögn
talsmanns samtakanna. Green-
peace telur samt að geislavirknin
þama sé vemleg.
Amal ætlar
að afvopnast
Nabih Berri, leiðtogi Amal, til-
tölulega hófsamra líbanskra sjíta-
samtaka sem hliðholl em Sýrlandi,
gaf til kynna i fyrradag að samtök-
in væm reiðubúin að leysa upp
vopnað lið sitt, sem er um 5000
talsins. Amalar ráða mestu í Suður-
Líbanon. Líbanonsstjóm Eliasar
forseta Hrawi, sem er á bandi Sýr-
lendinga, hefur lýst yfir þeim
ásetningi sínum að leysa upp allar
vopnaðar líbanskar liðssveitir sem
ekki em i stjómarhemum.
Kosið um framtfð
Benazir
Þingkosningar fara fram í Pak-
istan í dag og er aðalkosningamál-
ið ffamtið Benazir Bhutto, sem
vikið var úr embætti forsætisráð-
herra í ágúst. Hún, eiginmaður
hennar og helstu samstarfsmenn
em af núverandi valdhöfúm borin
sökum um spillingu og eiga á engu
góðu von ef þau tapa. En talið er
líklegt að andstæðingar þeirra
muni fljótlega fara í hár saman inn-
byrðis, vinni þeir kosningamar.
Kólumbus tekinn á beinið
Agjarn skemmdarvargur
Bandarískur sagnfræðingur segir að fyrir vesturför Kólumbusar hafi enginn sjómaður trúað því
að jörðin væri flöt
Astæðulaust er að hylla
Kristófer Kólumbus fyrir
að hafa sannað að jörðin er ekki
flöt, því að á hans dögum var
enginn sjómaður svo vitlaus að
hann tryði því. Þar að auki var
Kólumbus gríðarlega ágjarn
skemmdarvargur, sennilega
haldinn ofsóknarbrjálun, lygari
sem eins og margir slíkir trúði
uppspunanum úr sjálfum sér og
ef til vill ekki ítali.
Þessu heldur a.m.k. ffam
Kirkpatrick Sale, bandarískur
samfélagssögufræðingur sem eft-
ir sjö ára rannsóknir hefúr skrifað
ævisögu hins frægasta af öllum
landkönnuðum. Er bók Sale, The
Conquest of Paradise (Paradís
unnin), víðtækasta ævisögurit um
Kólumbus sem út hefur komið í
næstum hálfa öld.
Eftir tvö ár heldur heimurinn
með pompi og prakt upp á 500 ára
afmæli þess er Kólumbus, sæfari
frá Genúu, „fann“ Ameríku 1492.
Bók Sale er framlag afþví tilefni,
en eins og skilja má af ffaman-
skráðu finnst honum, gagnstætt
mörgum, landkönnuðurinn frægi
lítillar virðingar verður. Hefúr
bókin þegar sætt gagnrýni og er
efalaust von á meiru af slíku.
Sale segir vestursiglingu Kól-
umbusar hafa verið upphaf þess
að Vestur-Evrópa hafi þröngvað
tungumálum sinum, fatatísku og
gildismati m.m. á alla aðra heims-
hlufa, með þeim afleiðingum að
nú geti Vesturlönd ráðið örlögum
veraldar. Má skilja á sagnffæð-
ingnum að hann telur ekki að
þetta sé af hinu góða. Hann álítur
og sennilegast að með þrælahaldi
því, sem Evrópumenn stofnuðu til
í Ameríku hafi menn fýrst byijað
á því að halda ánauðarmenn
gagngert í ábataskyni, áður hafi
þrælar fremur verið persónulegir
þjónar húsbænda sinna.
Hætt er við að mörgum sagn-
ffæðingnum þyki það síðamefnda
gróf einfoldun, vægast sagt. Við-
víkjandi málflutningi Sale yfir-
leitt í bókinni hafa sumir gagn-
rýnenda hans sakað hann um hat-
ur á bandarísku þjóðemi sínu og
Þrír ísraelar hafa verið drepn-
ir og átta særðir og slasaðir síðan
á sunnudag á ýmsum stöðum í
ísrael og á svæðum hersetnum af
ísraelum. Urðu þeir allir fýrir
árásum araba, sem munu hafa tal-
evrópskum uppruna, jafnffamt lítt
gagnrýnni afstöðu til íbúa annarra
heimshluta, enda hefúr slíkt hug-
arástand talsvert verið í tísku á
Vesturlöndum síðustu áratugi.
Geta má þess að ítalskt ætt-
emi Kólumbusar hefúr fýrr verið
dregið í efa, m.a. hafa komið fram
kenningar um að hánn hafi verið
Katalani og Norðmaður.
Reuter/-dþ.
ið sig vera að hefna manndráp-
anna á Musterisfelli fýrr í mánuð-
inum, er um 20 arabar vom
skotnir til bana. Árásarmennimir
hafa yfirleitt beitt hnífum.
Hnífaárásir á ísraela
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. október 1990