Þjóðviljinn - 24.10.1990, Síða 9
VIÐHORF
Ádrepur til Alþvðubandalagsráðherra:
Jöfnuður eða sósíalismi?
Á þessum síðustu og bestu
tímum þegar verðbólga er ekki
lengur til og álbræðsla mun leiða
hagsæld yfir þjóðina með orku-
sölu, sköttum og margfeldisáhrif-
um, þá þykir mér sem ráðherrar
Alþýðubandalagsins megi fara að
vara sig og gleyma ekki hlutverki
sínu í stólunum góðu.
Mig langar að minna þá
ágætu herra á að hlutverk þeirra í
stjómarráðinu er að vinna að
ffamgangi stefhumála flokksins í
viðkomandi ráðuneytum. Hér á
ég ekki við þá stefnu sem ffam
kemur í stefnuskrá Flokksins, því
Alþýðubandalagið býr við þá ein-
kennilegu stöðu að hafa í gildi
stefnuskrá sem allir afneita,
a.m.k. eftir fall og ffelsun A- Evr-
ópu. Ekki mátti þó breyta henni á
síðasta landsfimdi vegna þess að
núverandi varaformaður opnaði
ekki þáverandi póstinn sinn (hann
var þá e.t.v. ekki heldur búinn að
átta sig á falli kommúnismans
ffekar en ýmsir aðrir).
Sú stefha sem ég á við varðar
jöfnuð, lýðræði, ffelsi og félags-
hyggju. Hér eru því um að ræða
grundvallarlífsviðhorf alls félags-
hyggju- ogjafhaðarfólks.
Fræg er orðin gleymska land-
búnaðarráðherra á stefnu flokks-
ins í landbúnaðarmálum, enda
gerðist hann framsóknarmaður
um leið og hann hafði eitthvað yf-
ir rollum að segja. Þau mál eru
efhi í blaðagrein sem undirritaður
ætlar ekki að skrifa. Hugstæðari
eru málefni sem varða Háskóla
Islands og menntamál í víðara
samhengi.
Skólagjöld
Ólafs Ragnars
Fjármálaráðherra, sem við
Runólfur Agústsson skrifar
erfiðar aðstæður hefur á margan
hátt staðið sig ffábærlega vel,
spilaði út óvæntu trompi á dögun-
um: skólagjöldum við Háskól-
ann!
Við Ólafúr Ragnar, sem báðir
teljum okkur jafnaðarmenn, að ég
held, hljótum að vera sammála
um að jafn réttur til náms er ein
hugmyndum ráðherrans hafa ver-
ið mjög óljósar og misvisandi.
Hann þarf því að gera hreint fyrir
sínum dyrum. Það getur ekki ver-
ið að ráðherra jafnaðarmennsku
vilji skólagjöld. Það sem Thatch-
er gerði breskum menntamálum
gerir Ólafur Ragnar ekki íslensk-
um. Því neita ég að trúa.
í september skilaði umboðs-
maður alþingis frá sér áliti um
kostnað foreldra af skólagöngu
bama á skólaskyldualdri. Megin-
niðurstaða hans var sú að íslensk
lög tryggðu íslenskum bömum
ókeypis skólagöngu. Því væri öll
gjaldtaka af þeim óheimil. Sam-
kvæmt þessu er skólum ekki
„Mig langar að minna þá ágœtu herra á að
hlutverkþeirra í stjórnarráðinu er að vinna að
framgangi stefnumála flokksins í viðkomandi
ráðuneytum. Hér á ég ekki við þá stefnu sem
fram kemur í stefnuskrá Flokksins, því Alþýðu-
bandalagið býr við þá einkennilegu stöðu að
hafa í gildi stefnuskrá sem allir afneita "
grundvallarforsendan fyrir því
þjóðfélagi jafnaðar, réttlætis og
þekkingar sem við viljum búa
við. Það að böm efnaminni for-
eldra skuli eiga jafna möguleika
að þessu leyti og böm af ríkara
foreldri er í dag sómi íslensks
menntakerfis.
Öll gjaldtaka af hálfu opin-
berra aðila af nemendum í ís-
lenskum skólum tel ég vera
skólagjöld. Ekki skiptir máli hvað
slíkt er kallað, eðli slíkra gjalda
stríðir gegn hugsjónum okkar
jafnaðarmanna um ókeypis
menntun öllum til handa og slíkt
viljum við ekkert með hafa.
Fréttir fjölmiðla af gjaldtöku-
Félagi Svavar...
Jóhanna Sigurðardóttir vann
sér inn mörg prik með því að
leggja höfúðið (og stólinn) að
veði fyrir fjármagni til félagslega
húsnæðiskerfisins. Fróðlegt hefði
verið að sjá annan félagshyggju-
ráðherra úr öðmm félagshyggju-
flokki leggja sinn stól að veði fyr-
ir auknu fjármagni í L.Í.N. Lána-
sjóðinn er nú verið að drepa með
erlendum lántökum vegna ónógs
fjárframlags ríkisins. Fljótlega
verða aðalútgjöld sjóðsins ekki
lán til námsmanna, heldur afborg-
anir og vaxtagreiðslur til erlendra
banka. Samræmist slíkt hlutverki
sjóðsins og hvað verður þá um
jafnrétti til náms?
heimilt að taka svokallað efnis-
gjald af nemendum (foreldrum),
en slíkt gjald hefúr verið innheimt
og mun í sumum tilvikum hafa
numið nokkrum þúsund krónum.
Fyrir bammarga foreldra getur
því verið um töluverðar fjárhæðir
að ræða, tug eða tugi þúsunda.
Jafnffamt kom fram í nefndu
áliti að öll þau námsgögn sem
bömum væri skylt að nota, ætti
hið opinbera að leggja þeim til
endurgjaldslaust, þar með talið,
að því er virðist, ritfong, stíla-
bækur, pappír o.s.frv.
...ertþúsósíalisti?
Samkvæmt íslenskum lögum
greiða sveitarfélögin allan annan
rekstrarkostnað grunnskóla en
laun vegna kennslu og stjómunar
eða kostnað vegna annarra þeirra
rekstrarþátta sem að lögum falla á
ríkið. Um slíkt er hér ekki að
ræða. Því félli sá kostnaðarauki
sem af því hlytist að fara eftir álit-
inu að langmestu leyti á sveitarfé-
lögin. Hlutur Reykjavíkur yrði
þar langstærstur, m.a. vegna þess
að þar hafa efnisgjöldin verið
hvað hæst.
En hvemig brást þá mennta-
málaráðherra Alþýðubandalags-
ins við umræddu áliti? Hrópaði
hann húrra og sagði að auðvitað
ættu öll íslensk böm að njóta
ókeypis skólagöngu samkvæmt
lögum? Svo var ekki. Ráðherrann
gerði þvert á móti lítið úr um-
boðsmanni og hundsaði álit hans.
Sagði m.a. sína menn vera honum
ósammála og ffáleitt ætti skóla-
ganga bama að vera ókeypis.
Svavar Gestsson, ég kalla mig
jafhaðarmann, þú kallar þig sósí-
alista. Ekki skiptir máli hvað
menn kalla sig, heldur hvað menn
em. Af hverju ert þú á móti því að
farið sé að lögum í þessu efni?
Hvaða hagsmuni hefúr þú af því
að hundsa álit umboðsmanns?
Hvaða hagsmuni hefúr þú af því
að spara Davíð Oddssyni þá fjár-
muni sem það myndi kosta að
fara að lögum? Samræmist þessi
afstaða þínum lífsskoðunum?
Svavar Gestsson, ert þú sósíal-
isti?
Höfundur er laganemi, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Stúd-
entaráðs Háskóla íslands og á
sæti í miðstjórn Alþýðubanda-
lagsins. Hann er félagi í Birt-
ingu.
AUGLÝSINGAR AUGLÝSINGAR AUGLÝSINGAR AUGLÝSINGAR
Verkakvennafélagið Framtiðin
Hafnarfirði
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Aðalfundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins
Akureyri 26.-28. október
Tillögur stjórnar og trúnaðarráðs félagsins um
stjórn og aðrar trúnaðarstöður fyrir árið 1990
liggja frammi á skrifstofu félagsins að Strand-
götu 11 frá og með þriðjudeginum 23. október
til föstudagsins 26. október kl. 17.00. Öðrum til-
lögum ber að skila fyrir kl. 16.00 föstudaginn
26. október og er þá framboðsfrestur útrunn-
inn.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Spilakvöld
Spilakvöld verður f Þinghóli, Hamraborg 11, 3. hæð, mánu-
daginn 29. október kl. 20.30.
Allir velkomnir. Stjórnin
Opnunartími skrifstofunnar
SkrifstofaABR, Hverfisgötu 105, verðuropinþriðjudaga, miðviku-
daga og fimmtudaga á milli kl. 9 og 11.
Tillögum þurfa að fylgja meðmæli fimmtíu
fullgildra félagsmanna.
VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMTÍÐIN
STRANDOOTU II ■ SlMI 50307 . PÓSTH. 166 - 222 HAFNARFIRÐI
Námsgagnastofnun
Námsgagnastofnun óskar eftir að ráða starfs-
mann við sérpöntunarþjónustu.
Um er að ræða starf hálfan daginn. Starfið felst
í að annast og hafa umsjón með erlendum sér-
pöntunum á vegum Skólavörubúðar. Einnig að
veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf og aðstoð
við öflun sérhæfðra gagna. Leitað er að áhuga-
sömum starfsmanni með kennaramenntun og
reynslu af skólastarfi. Nánari upplýsingar veitir
skrifstofustjóri í síma 28088.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf, sendist Námsgagnastofnun, Lauga-
vegi 166, 105 Reykjavík, eða í pósthólf 5192,
125 Reykjavík, fyrir 1. nóvember næstkom-
andi.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Haustferð í
Landmanna-
laugar
27. októ-
ber1990
'Laugardaginn 27. október fér ABK haustferð I LandmannalaUgar.
Farið verður frá Þinghóli klukkan 9 að morgni og ekið austur
Hellisheiði. Farið verður um Ölfus og Flóa, austur yfir Þjórsá, upp
Landveg að Tröllkonuhlaupi við Búrfell. Með viðkomu í Foss-
brekkum verður farið um Sölvahraun á Landmannaleið. Skammt'
frá Landmannahelli verður ekið upp á Mógilshöfða og yfir í
Hrafntinnusker og skoðaður íshellirinn þar sem jarðhitinn bræðir
íshelluna án afláts. Allt um kring eru spúandi hverir á þessu mikla
háhitasvæði. Þaðan verður aftur haldið á Dómadalsleið og hjá
Frostastaðavatni í Landmannalaugar þar sem gist verður í skála
Ferðafélags íslands eftir kvöldvöku og söng.
Á sunnudeginum verður árdegis gengið á Bláhnjúk en sumir taka
sér styttri göngu eða baða sig í lauginni Ijúfu. Laust eftir hádegið
verður haldið af stað heimleiðis. Þá verður ekið hjá Hófsvaði á
Tungnaá, niður með Vestur-Bjöllum, hjá Sigölduvirkjun og
Hrauneyjarfossvirkjun, yfir Þjórsá hjá Sandafelli, niður Hrossa-
tungur að Gjánni og Stöng í Þjórsárdal. Þaðan verður svo ekið að
Hjálparfossi og heim um Gnúpverjahrepp og Skeið. Heimkoma er
áætluð klukkan 20 að kvöldi sunnudagsins.
Gistigjald í skála er kr. 550 og fargjald er kr. 2.500. Hálft fargjald er
fyrir eftirlaunaþega og ófermda og ókeypis fyrir börn átta ára og
yngri.
Skráið ykkur sem allra fyrst hjá fararstjóranum Gísla Ólafi Pét-
urssyni í síma 42462.
ATHUGIÐ að þátttaka er ÖLLUM velkomin!! Ferðanefnd ABK
Aðalfundur
miðstjórnar Alþýðubandalagsins verður haldinn á Akureyri dag-
ana 26.-28. október í Alþýðuhúsinu.
Dagskrá:
Föstudagur 26. október
Kl. 17.00 Setning.
Ávarp - gestir boðnir velkomnir til bæjarins.
Formaður miðstjórnar kynnir viðfangsefni fundarins.
Almennar stjórnmálaumræður
Framsögumaður:
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalags-
ins.
Umræður
Undir þessum lið verða einnig ræddar fyrirliggjandi til-
lögur á sviði landbúnaðarmála, stóriðju o.fl.
Laugardagur 27. október
Kl. 09.00 Framhald almennra stjórnmálaumræðna
Kl. 12.00 Hádegismatur/heimsóknlr
Kl. 14.00 Flokksstarflð
Skýrsla flokksstarfsnefndar - afgreiðsla tillagna
Kosnlngaundlrbúnlngur
Vinna að kosningastefnuskrá
Kl. 15.30 Alþýðubandalagið í ríklsstjórn
Ráðherrar flokksins kynna málefni ráðuneyta sinna og
sitja fyrir svörum
Kl. 17.00 Starfshópar
Kl. 20.00 Kvöldverður/vaka
Sameiginlegt borðhald ásamt léttri dagskrá í umsjá
heimamanna
Sunnudagur 28. október
Kl. 09.00 Starfshópar
Kl. 10.30 Umræður/afgreiðsla móla
Kl. 15.00 Fundarsllt
Þátttökutilkynningar:
Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri tekur við skráningum á fund-
inn, bókar far með flugi og sér um að panta gistingu fyrir mið-
stjórnarmenn.
Tilkynnlð þátttöku strax:
Vegna þess stutta tíma serm er til stefnu verða fulltrúar sem mæta
á miðstjórnarfundinn að hafa samband við ferðaskrifstofuna nú
þegar og eigi síðar en þriðjudaginn 23. október.
Sfmarnir eru 96-27922 og 96-27923.
Formaður miðstjórnar
Miðvikudagur 24. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9