Þjóðviljinn - 24.10.1990, Síða 11

Þjóðviljinn - 24.10.1990, Síða 11
I DAG Karpov finnur engan höggstað á kóngs- indversku vörninni „Hyldjúp hugsun “ leggur sitthvað til málanna Jafntefli varð í fimmtu ein- vígisskák Karpovs og Ka- sparovs í New York sl. mánu- dagskvöld. Skákin var sú litlaus- asta í einvíginu sem hefur ein- kennst af geysisnörpum skák- um. Kasparov ákvað að fresta fimmtu skákinni en hún átti að teflast á fostudag. Hvor kepp- andi hefúr rétt á þrem ffestunum og hafa báðir notað sér það einu sinni. Karpov beitti sömu leikað- ferð og í þriðju skákinni, var þess greinilega albúinn að mæta hinni óvæntu drottningarfóm Kasparovs. Kasparov hafði þó vaðið fyrir neðan sig að þessu sinni og valdi mun traustari leið. Vom uppi getgátur um það með- al sérffæðinga að hann hafi ver- ið varaður við þeirri, næstum gá- leysilegu, taflmennsku sem hef- ur einkennt byijun einvígisins. Karpov tefldi byijunina og raun- ar skákina alla afar litlaust og virtist treysta á endataflstækni sína er hann stofnaði til stór- felldra mannakaupa. Reynslan hefúr sýnt að hann hefur ekkert komist áffam gegn Kasparov með slíkum vinnubrögðum heldur þvert á móti þrifist betur í flóknum miðtaflsstöðum. Ka- sparov var sallarólegur þá tæpu fimm tíma sem skákin stóð yfir og átti ekki í minnstu erfiðleik- um með að hrinda máttleysileg- um atlögum Karpovs. Það hefur ekki farið hátt að aðalaðstoðarmaður Karpovs í þessu einvígi er sterkasti skák- maður Ungveija um áratuga skeið, Lajos Portisch. Portisch tók að sér að tilkynna símleiðis um ffestun Karpovs á þriðju skákinni en dómarinn, Hollend- ingurinn Geurt Gijssen, vildi vera viss um að Lajos væri á lín- unni en ekki einhver úr hrekkja- lómafélaginu. Gijssen lét sann- færast er Portisch hafði þrumað yfir honum nokkrar aríur eins og hans er vandi við ýmis tækifæri. 5. einvígisskák: Anatoly Karpov - Garrij Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. Be3 Ra6 (Kasparov hættir sér ekki út í afbrigðið úrþriðju skákinni: 7... De7 8. dxe5 dxe5 9. Rd5 Dd8 10. Bc5 Rxe4!? enda má búast við því að hjálparmenn Karpovs hafi fundið sitthvað brúklegt gegn því. Leikur hans er óvenju- legur en hefúr þó sést áður. Aðr- ir möguleikar eru 7. .. h6, 7. .. Rg4, 7. .. exd4 og 7. .. c6 svo nokkrir séu nefndir.) 8. 0-0 c6 9. dxe5 (Þótt ótrúlegt kunni að virð- ast, þá er eins og að sjöundi leik- ur Kasparovs - Ra6, hafi slegið Karpov út af laginu. Eins og oft vill verða undir slíkum kring- u m s t æ ð u m beinir hann tafl- inu yfir falda og daufa stöðu.) 9... dxe5 10. Dxd8 Hxd8 11. Hfdl He8 12. h3 Bf8 13. Rd2 b6 (13. .. Bc5 er lakara því effir uppskipti á svartreita biskupnum veikist d6-reiturinn meira en góðu hófi gegnir.) 14. a3 Rc5 15. b4 Re6 16. Rb3 Ba6 17. f3 Rh5 18. Bf2 Hed8 19. Bfl Rhf4 20. g3 Rh5 21. Kg2 B 22. Habl Hac8 j a b c d e t g h (Það hefúr fátt markvert gerst en nú tekur Karpov af skar- ið og leysir taflið upp með stór- felldum uppskiptum.) 23. Hxd8 Hxd8 24. Hdl Hxdl 25. Rxdl fxe4 26. fxe4 c5 27. bxc5 Rxc5 28. Rxc5 Bxc5 29. Bxc5 bxc5 30. Rc3 Rf6 31. Kf3 Bb7 32. Bd3 Kf8 33. h4 h6 34. Bc2 Ke7 35. Ba4 a6 36. Ke3 - og hér slíðruðu kappamir sverðin. Bragðdaufasta skák sem þeir hafa teflt lengi og von- andi verður meira líf i sjöttu skákin sem verður tefld í kvöld. Staðan í einvíginu: Kasparov 3 Karpov 2 „Hyldjúp hugsun“ fann vænlega leið fyrir Karpov Einvígi Karpovs og Ka- sparovs í New York markar tímamót í skáksögunni að því leyti að skáktölvur eru nú í fyrsta sinn marktækar í um- ræðunni um skákir einvíg- isins. Er Kasparov fómaði svo eflirminnilega í annarri einvígisskákinni og sér- fræðingar rifú í hár sitt og skegg, því þeim virtist heimsmeistarinn hafa fallið í fremur einfalda gildm Karpovs, spýtti öflugasta tölvan í dag „Hyldjúp hugsun“ (Deep thought) út úr sér niður- stöðu eftir nokkra umhugsun: „Röktempmð dirfska gefúr Ka- sparov góða vinningsmögu- leika“. í stað þess að spytja ein- hvem spekinginn ráða leita blaðamenn á náðir þessa miljón dollara undratóls sem þreytist aldrei á því að gefa góð ráð og litur á öll vandamál með ískaldri skynsemi. Skáktölvur hafa undanfarið gengt miklu hlutverki í rann- sóknum á gervigreind og mikl- um fjármunum varið í þróun þeirra. Þess má geta að tölvu- deild innan bandaríska hersins leysti gamalt tæknilegt vanda- mál skákfræðanna og sannaði að staða þar sem annar aðilinn hef- ur kóng og tvo biskupa gegn kóng og riddara er unnin á þann sem biskupana hefúr. Það fannst hollenska stórmeistaranum Jan Timman undarlegt er hann hitti Bobby Fischer í Bmssel sl. vor að Fischer hafði ekki hafl veður af þessari uppgötvun, sem hefúr þó sáralitla praktíska þýðingu fyrir skákmenn í fremstu röð. En lítum á hvað „Hyldjúp hugsun“ hafði til málanna að leggja í fyrstu skák einvígsins: Helgi Ólafsson a b c d e f g h 1. skák: Karpov - Kasparov Þessi staða kom upp eftir 21. leik Kasparovs - axb5. Karpov lék nú 22. Hxa8 Hxa8 23. Db3 en komst ekkert áleiðis eftir 23. .. Bc6. Leiðin sem „Hyldjúp hugs- un“ mælti með er eflirfarandi: 22. b3! Rd6 23. Hxe8+ Hxe8 24. Rxb5! Rxb5 25. Dxd5 Bxd5 26. Bxb5 og hvítur vinnur peð og á afbragðs vinningsmögu- leika. Svartur getur reynt 22. .. Hxel en efiir 23. Hxa8 Bxa8 24. Dxel Rd6 25. Rxb5! Rxb5 26. De8+ er niðurstaðan sú sama. Þriðji möguleiki svarts er 22. .. Re3 en eftir 23. Hxa8! Bxa8 24. Dd2! kemst svartur ekki hjá því að tapa manni. Enginn er óskeikull, ekki einu sinni Kasparov. ÞJOÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Bretar lofa að víkja úr íslenzkum íbúðum. Þá ættu að fást íbúðir fyrir þá sem nú eru húsnæðis- lausir. Bretamir brjóta reglur og samninga Dagsbrúnar og láta flytja verkamenn á opnum bif- reiðum. Þeir segja 4 mönnum upp vinnu fyrir að mótmæla þessu. Eða var þeim sagt upp vegna þess að þeir vildu ekki brjóta Islenzk lög og kaupa happdrættismiða Bretanna? Hefur Vichy-stjórnin gengið að kröfum Hitlers og Mussolini um afhending franskra landa og flotans? Laval á ráðstefnu með Hitler. Orðrómur um ágreining innan frönsku stjórnarinnar. 24. október miðvikudagur. 297. dagur árs- ins. Sólarupprás í Reykjavlk kl. 8.44 - sólarlag kl. 17.38. Viðburðir Dagur Sameinuðu þjóðanna. Guðmundur Friðjónsson skáld fæddur 1869. Karl Ó. Runólfs- son tónskáld fæddur 1900. Verðbréfahrun á kauphallar- markaði I New York 1929. Stofnað Sjómannafélagið Jöt- unn I Vestmannaeyjum 1934. Stofnaður Sameiningarflokkur alþýðu - Sóslalistaflokkurinn 1938. Kvennaverkfall á (slandi 1974. DAGBOK APOTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 19. til 25. október er í Borgar Apóteki og Reykjavíkur Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 samhliöa hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavík.................» 1 11 66 Kópavogur.................» 4 12 00 Seltjarnames..............» 1 84 55 Hafnarfjörður.............« 5 11 66 Garðabær..................» 5 11 66 Akureyri..................» 2 32 22 Slökkviið og sjúkrabðar Reykjavlk.................» 1 11 00 Kópavogur.................» 1 11 00 Seltjamames...............» 1 11 00 Hafnarfjörður.............» 5 11 00 Garðabær..................» 5 11 00 Akureyri..................» 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seitjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, slmaráöleggingar og timapantanir i » 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar í simsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspit- alans er opin allan sólarhrínginn, « 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl- an, « 53722. Næturvakt lækna, n 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt, » 656066, upplýsingar um vaktlækni »51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstöðinni,» 22311, hjá Akureyrar Apóteki, » 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsími). Keflavík: Dagvakt, upplýsingar I » 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, »11966. ^ SJUKRAHUS Heimsóknartímar: Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land- spltalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra- tlmi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimili Reykjavikur v/Eiríksgötu: Al- mennurtími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspital- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstöðin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim- sókriir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefsspítaii Hafnar- firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, » 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía-og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öðrum tímum. » 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræöi- legum efnum,» 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt i síma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17, » 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúk- linga og aðstandendur þeirra i Skóg- arhlíð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra i » 91- 22400 og þar er svaraö alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: » 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar- fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars simsvari. Samtök um kvennaathvarf: »91- 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráögjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, » 91-21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröiö hafa fyrir sifjaspellum:» 91-21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: » 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm sem oröið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, » 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: » 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I » 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, » 652936. GENGK) 23. október 1990 Sala Bandaríkjadollar....55,22000 Steriingspund 107,25700 47,07800 9,51660 Norsk króna 9,32770 9,81080 Finnskt mark 15,29430 10,83280 Belgískurfranki 1 '76280 Svissneskur franki Hollenskt gyllini 42,90100 32,18480 Vesturþýskt mark 36,22800 0,04844 5,15620 Portúgalskur escudo Spánskur peseti Japanskt jen 0,41110 0,57860 0,43132 Irskt pund 97,26500 KROSSGATA œ 7 12 * M5 y 9 10 11 13 14 15 19 I 21 18 I 20 Lárétt: 1 þjáning 4 sveigur 6 vökva 7 klett- ur 9 óm 12 nfskupúki 14 loga 15 varkámi 16 sáðlönd 19 algengu 20 orka 21 súrefnið Lóðrétt: 2 vogur 3 blunda 4 vandræði 5 horfi 7 hungri 8 lauk 10 ráfað 11 fundarsókn 13 hópur 17 kaldi 18 leiöl Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 ósár 4 form 6 ósi 7 gosi 9 tölt 12 knall 14 rýr 15 fúl 16 ætinu 19 sýki 20 ýsur 21 andrá Lóðrétt: 2 svo 3 róin 4 fitl 5 ról 7 gerist 8 skrækja 10 Ölfusá 11 tildra 13 agi 17 tin 18 nýr Miðvikudagur 24. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.