Þjóðviljinn - 31.10.1990, Qupperneq 7
MENNING
íslensk tónverkamiðstöð
„Ung tónskáld í rigningu“
Nýútkominn er hljómdiskur með verkum ungra íslenskra tónskálda
Hvað hafa þeir gert við klarí-
nettuna hans Guðna? er heiti á
hljómdiski sem nýlega var gefinn
út af íslenskri tónverkamiðstöð í
samvinnu við Ríkisútvarpið.
Guðni Franzson klarínettu-
leikari og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari flytja
tónverk eftir níu íslensk tónskáld.
Diskinum fylgir bæklingur á ís-
lensku, ensku og þýsku þar sem
Guðni Franzson segir frá verkun-
um og höfundum þeirra. Þar segir
hann frá hópi ungra manna sem í
lok áttunda áratugarins fóru að
hafa sívaxandi áhuga á tónsmíð-
um. Hittust þeir oft og ræddu
sameiginlegt áhugamál sitt, og
varð úr að efnt var til tónleika
vorið 1981 þar sem fluttar voru
ýmsar af frumtónsmíðum þeirra
sem eiga verk á hljómdiskinum
Guðrún Marinósdóttir myndlistarmaður við verkið Eyðingu, en hún segir
náttúruvernd vera sér ofarlega ( huga. Verkin á sýningunni eru unnin
með blandaðri tækni og flest á þessu ári. Mynd: Kristinn.
Ásmundarsalur
Verk ofin úr
viðartágum
Guðrún Marinósdóttir sýnir verk unnin með
blandaðri tækni
-Gagnsæi tágaverkanna heilla
mig. Verk úr mörgum lögum sem
hægt er að sjá inn i höfða til mín,
og það er án efa ein af ástæðunum
fyrir því, að ég vef verk mín úr
viðartágum frekar en fínlegri og
hefðbundnari þræði, segir Guðnín
Marinósdóttir, sem sýnir í Ás-
mundarsal við Freyjugötu.
-Mörg verkanna minna á búr
eða net. Eg er þar að fjalla um
spjöll mannsins á náttúrunni.
Hann fangar dýr, fugla og sjávar-
dýr í búr og net. Tágamar henta
vel til að gera verk slík þrívið búr.
Verkin em samt sem áður ofin, en
einmitt vegna grófleika efnisins
tekst mér að fá fram þrívíddina,
sem er meira heillandi fýrir mig en
flöt verk uppi á vegg. Eyðingu
kalla ég nokkur þeirra, en það er
vemdun umhverfisins sem er mér
ofarlega i huga nú eins og flestu
fólki.
Auk viðartáganna nota ég ým-
is önnur efni með, eins og t.d.
plast. Eg hef aldrei fengist við
hefðbundinn vefnað, en unnið
mikið með þrykk.
Guðrún stundaði nám við text-
íldeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands á ámnum 1973-1977
og er nú stundakennari þar. Hún
kennir einnig við myndlistadeild
Fjölbrautarskólans í Breiðholti og
Heimilisiðnaðarskólann.
Sýningin i Ásmundarsal er
fyrsta einkasýning Guðrúnar, en
hún hefur tekið þátt í allmörgum
samsýningum bæði á Islandi og á
erlendri grund. Þeir sem hyggjast
skoða verk Guðrúnar verða að
gera það fyrir 11. nóvember næst-
komandi, en salurinn er opinn
daglega frá kl. 14-19. BE
Miövikudagur 31. október 1990 ÞJÓÐViLJINN — SÍÐA 7
undir yfirskriftinni „Ung tónskáld
í rigningu“.
Tónskáldin sem eiga verk á
hljómdiskinum era: Atli Ingólfs-
son, Guðni Franzson, Haukur
Tómasson, Hákon Leifsson,
Hilmar Þórðarson, Hróðmar I.
Sigurbjömsson, Kjartan Ólafs-
son, Láms H. Grímsson og Þór-
ólfur Eiríksson.
Verkin tíu em: Músík fyrir
klarínettu eftir Hróðmar I. Sigur-
bjömsson, samið árið 1984.
Hróðmar er einn þeirra mörgu
ungu tónskálda sem fóm í fram-
haldsnám til Hollands. Þar nam
hann hjá Joep Straesser við Tón-
listarháskólann í Utrecht til ársins
1988. Annað verkið á diskinum er
eftir Hauk Tómasson og kallast
Sjö smámyndir, sem vom samdar
árið 1985. Haukur stundaði einn-
ig nám í Hollandi, en auk þess í
Köln og San Diego. Slúðurdálk-
urinn nefhist verk Lámsar H.
Grimssonar. Það var samið 1986
og á sér þá forsögu að Grímur
lenti milli tannanna á málglöðum
vinkonum í Hollandi. Verkið er
svar hans við gróusögunum.
Sónatínu kallar Guðni Franzson
lítið og látlaust verk sem hann á á
diskinum. Guðni lauk námi í
klarínettuleik, tónfræðum og tón-
smíðum frá Tónlistarskólanum i
Reykjavík árið 1984. Eftir það
nam hann klarínettuleik í Amster-
dam og Rotterdam. Þá er næstur
leikinn Sporðdrekadans eftir
Kjartan Ólafsson. Hann lagði
stund á raftónlist í Utrecht, en frá
árinu 1986 hefur Kjartan stundað
nám í Helsinki. Þá er komið að
Flugi Hákonar Leifssonar, sem er
upprennandi hljómsveitarstjóri.
Verkið var smíðað 1985. Elsta
verkið á hljómdiskinum er Verk
fyrir klarínettu og píanó frá árinu
1983 eftir Hilmar Þórðarson. Nú
stundar Hilmar nám i tónsmíðum
Nýútkominn er hljómdiskur meö
tónsmfðum n(u ungra tónskálda,
sem kallast á (slensku Hvað hafa
þeir gert við klarínettuna hans
Guðna? Myndskreytingu gerði Er-
lingur Páll Ingvarsson.
hjá Jacob Dmckman og Martin
Bresnick í háskólanum í Yale.
Atli Ingólfsson á Tvær Bagatellur
á diskinum. Hann sækir um þess-
ar mundir einkatíma hjá G. Gris-
ey í Parísarborg. Þórólfur Eiríks-
son vinnur mest með raftónlist.
Hann stundar nám í Hljóðfræði-
stofhuninni í Hollandi og Tónlist-
arháskólanum í Utrecht eins og
Kjartan gerði áður en hann hélt til
Finnlands. Tónsmíð hans nefnist
Mar, og er fyrir klarínettu og seg-
ulband.
Guðni Franzson segir í niður-
lagsorðum sínum í bæklingnum
sem fylgir diskinum: „Það er von
okkar sem að þessum hljómdiski
stöndum að hann geti orðið ein-
hveijum til ánægju eða uppörvun-
ar og að þessar æskutónsmíðar
óharðnaðra skálda hvetji hlust-
andann til að bera eyrun eftir
framtíðarhljómum. Vissulega
hefur margur stíllinn breyst á
þeim fáu árum sem liðin era frá
smíði verkanna, en við vonum að
þessi samantekt gefi einhveija
innsýn í litríkan heim ungra tón-
skálda á íslandi."
BE
Gallerí Borg
Olíumálverk og gler
Sjöfn Haraldsdóttir opnaði sýningu í galleríinu við Austurvöll
síðastliðinn fimmtudag
Sjöfn Haraldsdóttir Iistamað-
ur opnaði nýlega sýningu á nýjum
verkum unnum í olíu og gler í
Gallerí Borg við Austurvöll.
Sjöfn lauk myndmenntakenn-
araprófi frá Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands árið 1973. Eftir
það var hún eitt ár í fijálsri mynd-
list við sama skóla, en sigldi síðan
til Kaupmannahafhar þar sem hún
nam í Det Kongelige Danske
Kunstakademi.
Á ámnum 1973 til 1987
kenndi Sjöfn við Kvennaskólann í
Reykjavík, Víðistaðaskóla í
Hafnarfirði, og síðast við áður-
nefnda Konunglega listaakadem-
íu.
Auk samsýninga bæði hér
heima og erlendis hefur listakon-
an haldið nokkrar einkasýningar,
m.a. áður í Galleri Borg, í Djúp-
inu og Gallerí Veritas við Nyhavn
í Kaupmannahöfh.
Sýningin í Gallerí Borg Póst-
hússtræti 9 er opin virka daga frá
kl. 10 árdegis til kl. 18 síðdegis,
en um helgar ffá kl. 14 til 18.
Henni lýkur þriðjudaginn 6. nóv-
ember.
Sjöfn Haraldsdóttir við eitt ollumálverkanna á sýningu sinni í Gallerf Borg. Mynd: Jim Smart.
Háskólinn
leítað
Algengt er að mikið sé fengist
við ljóðasmíðar í menntaskólum.
Það hefur hins vegar lítið borið á
skáldum og listamönnum innan
veggja Háskóla Islands. Nú gefst
nemendum þar tækifæri til að sýna
að þeir em ekki bara teknókratar og
skólabókaormar, því að í gangi er
ljóðasamkeppni í skólanum.
Öllum skráðum nemendum HI
leyfist þátttaka. Reglur em þær að
menn sendi inn í mesta lagi þijú áð-
ur óbirt ljóð fyrir 1. desember næst-
komandi í lokuðu umslagi merktu
dulnefni.
Verðlaun verða veitt íyrir besta
innsenda Ijóðið, og fær vinnings-
hafi íjörtíu þúsund króna ferða-
vinning hjá Ferðaskrifstofu stúd-
enta. Auk þess verður gefin út bók
með a.m.k. tuttugu ljóðum, og fá
skólaskáldin 2.500 krónur í ritlaun
fyrir hvert birt ljóð.
Dómnefhdina, sem skera mun
úr um hvaða ljóð ber sigur úr být-
um, skipa rithöfundamir Matthías
Johaxmessen, Sigurður Pálsson og
Steinunn Sigurðardóttir. Sæmund-
ur Norðfjörð heimspekinemi imdir-
bjó samkeppnina.