Þjóðviljinn - 06.11.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Loks eru farin að skýrast þau
viðmið sem svokallaðir „um-
boðsaðilar“ f.h. íslands hafa und-
irritað, að vísu eru það einungis
tveir „menn“ með vægast sagt af-
ar vafasöm umboð til slíkra
gerða, og hafa tekið sér rétt til að
skrifa undir plögg sem bera óop-
inbert og óákveðið heiti, með
óákveðna réttarstöðu og ekki birt
opinberlega fyrir almenningi eða
skýrð á neinn sómasamlegan hátt
fyrir samstarfsaðilum og með-
stjómendum, en hefur þó valdið
þeim afleiðingum, að hinn erlendi
aðili f.h. Atlantal er þegar farinn
að beita þrýstingi og óbeinum
hótunum vegna þessara dæma-
lausu undirskrifta og telja þau
vera væntanleg samningsviðmið.
Það er ekki undarlegt að hinir
„íslensku“ aðilar skuli ekki fá
umboð til að rita undir slíkt þegar
nánar er að gáð hvað felst í hug-
myndum um raforkuverð ffá
orkukaupa, þvílík ókjör sem þau
em. Það er augljóst og auðsann-
anlegt að fjárfesting til að þjóna
þessari Atlantal álbræðslu er
minnst 48 miljarðar á verðlagi
des. 1989 miðað við gengi 62 kr.
pr. USA dollar og ffá því viðmiði
hefur dollar fallið um 9% þannig
að kostnaðurinn er að líkum ekki
minni en 51-52 miljarðar á nú-
virði í október 1990 (sbr. skýring-
ar á meðfylgjandi mynd og texta-
riti).
Ef af yrði þarf að líkum að
taka allt þetta fjármagn að láni er-
lendis, sem þýðir að reikna verður
fyllsta fjármagnskostnað á fjár-
festinguna, erlendir meðalnafn-
vextir em um og yfir 8,5% á ári
og fyming = afborganir?, rekstur
og viðhald getur alls ekki orðið
lægra á ári hverju en 3-4% sam-
anlagt. Þetta þýðir að raunkostn-
aður á ári hveiju getur ekki orðið
lægri en 5,5-6 miljarðar króna pr.
ár.
Hvaðeríboði?
Það sem virðist vera í boði í
greiðslum fyrir selda raforku ffá
Atlantal álbræðsunni er eftir-
greint (Heimild Leið 210 skjal
sem er í umferð varðandi raforku-
framkvæmdir og sölu, tengt
Landsvirkjun.)
Ef tekið er til dæmis eitt af
fyrstu starfsárum bræðslunnar,
t.d. 1996, er reikniviðmið 12,5
mills pr. kwh. sem gefúr af sér á
ári hveiju á núvirði október 1990
2,1 miljarð króna og árlegt tap því
minnst 3,4-3,8 miljarðar króna af
hálfu orkusala, og ef annað ár er
tekið t.d. árið 2000 er verðið 15,6
mills sem gefur um 2,5 miljarða á
ári; árlegt tap því 3,1-3,5 miljarð-
ar á núvirði.
Þessi kjör fyrir raforkusölu
Orkuverð til Atlantal
Bjarni Hannesson skrifar
Þessi kjörfyrir raforkusölu eru þvílík ókjör
og ósvífni, og algert glapræði að taka til
umræðu sem líkleg endanleg kjör, þó það hafi
verið gert af tvímenningum þeim sem um málið
hafa fjallað
Minnispunktar um Atlantal
Kostnaöur viö orkuver og flutningslínur, verölag 1989-90. m.f. um sföara mat þegar
fyllstu gögn og skýringar liggja fyrir. (LeiÖ 210. a.hl. til hliösjónar)
VerÖlag des. 1989 USA S gengi 62.031 kr. pr. dollar
I
Helldarskuldir Landsvirkjunar
Blönduvirlgun 710 12,224
Hjótsdalsvirkjun 1.400 17,655
SLBúrfellsvirigunar 170 4.551
Kvfslaveita 360 1,830
St. Kröflu 230 1,411
VillinEane svirkiun 190 1,830
FramleiÖslaGígaWsth SamL 3.060
Háspennulfnur
Fljótsdalur —Akureyri 3,022
Sprengisandslína (Ak-Búrf.) 3,038
Búrfell—Sandskeiö 1,455
Sandskeiö—Hamranes 498
Hamranes—Keilisnes 548
Ýmsar stuttar tengilfnur ca 500
milljaröar.
Milljónir dollara á $ getj.
■■»- 62Spr.kr.
Samtals 48,562 Milljaröar kr.
í dolluium —II— 783 MilljónirdoUara. 91 92 93 sm 95 96 97 98 *2000
Árleg greiöslubyröi og kostnaöur viö rekstur veröur aö metast aö lágmarki til 11,5% af Heildarskuldir Landsvirkjunar IS
stofnkostnaöi sem tekinn er aö láni, er þýöir aö greiöslubyröi af fjárfestingum er
eftirgreind.
Af 48,562 mflljöröum króna. 5.584 miUjarÖar króna pr. ár.
Af 783 miUjónum S. 90,045 miUjónir doUarar pr. ár.
TaliB er aö Atlantal álbrœöslan munl nota um 2940 GígaWst á ári og hvert mills
pr. kwh. á ári I greiöslum er aö verömæti 1000 S. er þýöir 2,94miiljónir dollara
pr. mllls á árl. = (1000 x 2940 x 14,56 = 42^ milljónir S )
í fslenskum krónum á gengi 62,031 kr. pr. doliar eru upphæöir eftirgreindar aö
hvert mills gefur af scr 62.031 þús. kr. pr GigaWsL á ári sem þýöir 182371
milljónir króna á ári. = (62.031 x 2940 x 14,56 = 2,655 milljaröar króna)
(1% frávik f meöalnafnvöxtum er Jafnviröl 2,7 millsa f verði raforku pr.kwh.)
Geta skal þess að USAdollar hefur fallið um a.m.k.
9% síðan þessar forsendur voru gefnar.
19912 3 4 5 6 2 8 200C 12345
3.Stofnkostnaður orku-
vera og öruggt uppsafnaö
tap miöaö viö núverandi
viömiö um 14,56 meöal-
tals verö fyrir kwh. í
Atlantal „samninga-
viðræöum*
Meðalnafnvextir erlendra lána munu vart lægri en 8,5%
sem þýðir að vaxtagreiðslur af fjárfestingu í orkuverum og línum eru aíls ekki lægri
en 66,5 milljónir dollara á ári, tekjur miðað við meðaltal 14,56 mills pr. kwh á ári
fyrir 2940 Gwhst. eru um 42,8 milljónir á ári, árlegt algert tap því 23,7 milljónir
$ á ári hveiju af hálfu raforkusala.
Ennfremur.
Ekkert upp í afborganir af lánum.
Ekkert upp í fyrningar af mannvirkjum.
Ekkert upp í viðhald og reksturskostnað á raforkumannvirkjum.
Algjörð og skilyrðislaus lágmarkskrafa af hálfu raforkusala veröa því að
vera að tekjur af raforkusölu á ári verði eigi Iægri en ll,5%af heildar-
kostnaðarverði raforkumannvirkjanna.
Öllum lægri greiðslukjörum ber skilyrðislaust að hafna.
Krafan er 11,5% af kostnaðarverði orkumannvirkja á ári
eru þvílík ókjör og ósvíftii, og al-
gert glapræði að taka til umræðu
sem líkleg endanleg kjör, þó það
hafi verið gert af tvímenningum
þeim sem um málið hafa fjallað.
Hvað ber að gera
1. Hafna öllum iðnrekstri sem
ber með sér verulega umhverfis-
mengun.
Þetta ætti ekki að þurfa að
skýra fyrir neinum íslendingi, við
höfum enn þá aðstöðu að geta
verið með mengunarminnsta
þjóðríki á þessum hnetti og ættum
að hafa manndóm í okkur til að
haga þannig gjörðum okkar að
það yrði þannig áfram.
En annmarki er á þessu sjálf-
sagða markmiði og það er að á
þessu landi er talsverður hópur
manna sem hefúr fégræðgi og
skammsýni sem fyrsta, annað og
þriðja boðorð í gjörðum og eru
því miður býsna valdamiklir.
Gegn slíkum óþurftarlýð duga
engar, hvorki menningarlegar,
vistffæðilegar eða aðrar skynsam-
legar röksemdir, en von er þó í
því að fjárhagslegar röksemdir
geti ef til vill einhveiju áorkað, og
ljóst er að „gróði“ er ekki að þess-
um áætluðu ffamkvæmdum á
þeim verðum sem í umræðunni
eru, öllu heldur er um gífúrlegt
tap að ræða og næsta fúrðulegt að
nokkrir sem ekki eru á beinum er-
lendum launum, til að vinna fyrir
erlenda aðila eins og tíðkast í
USA, skuli taka í mál neina
samninga á lægri verðum, en að
árlegar greiðslur dugi fyrir vöxt-
um, fymingu og rekstri sem er
11,5-13,5% af kostnaðarverði raf-
orkumannvirkjanna á ári hveiju,
Staða raforkusala
Með grein þessari fylgja 3
línurit ásamt texta er skýra að
nokkru forsendur og stöðu raf-
orkusala og sannar það hversu
hroðalegar afleiðingar yrðu ef af
áætluðum ffamkvæmdum yrði á
fjárhag raforkusalans og þó öll
vinnulaun og skattar af öllum
öðrum umsvifúm álbræðslunnar
væru greiddar til raforkusalans þá
dugir það ekki til þess að endar
nái saman með eðlilega afkomu.
Það er því ekki eðlilegt að
réttmæt umboð fengjust til að
undirrita slík ókjör og ósvífni. Þar
sem þetta verður að líkum ekki
síðasta greinin sem undirritaður
birtir um álmál þá læt ég þetta
duga að sinni.
Ritað 28/10 1990
Bjarni Hannesson
Það hlaut að koma að því. Það
gat ekki verið að við Allaballar
yrðum skildir eftir í jámviðjum
steinrunnins sósíalisma. Æðsta
stofnun flokksins (milli lands-
fúnda) hefur tekið af skarið. Aðal-
fúndur miðstjómar á Akureyri
hafði hið pólitíska þor sem til
þurfti. Hin gamaldags, þröngsýna
stefnuskrá fortíðarinnar er skorin
utnaf flokknum einsog stakkur ut-
anaf hálfdmkknuðum sjómanni.
Formaðurinn hefur enn einusinni
sannað að hans pólitíski sextant
leiðir oss ætíð á rétta braut jafnvel
þótt hvorki sjáist til sólar né
stjama.
Hvemig á nútímalegur flokk-
ur jafnaðarmanna að geta starfað 1
hinu flókna pólitíska samfélagi ef
dragast þarf með stefnuskrá sem
hefúr að geyma setningar sem:
„frelsishugsjón sósíalismans er
því ósamrýmanleg frelsi auð-
magnsins sem helgar yfirráð fá-
mennrar stéttar yfir lífsskilyrðum
almennings“ eða „1 skattamálum
Loksins frjáls
Steinar Harðarson skrifar
verði fylgt þeirri meginstefnu að búð og hrakninga, með ljóta fortíð
leggja á eftir efnum og ástæðum“ einsog lík í lestinni, hefúr lagt
og áfram - það versta: „Að kapp- fleyi sínu við festar í friðarhöfn
kostað sé að efla sem mest sam- erlendrar stóriðju, laus við hinn
Hin gamaldags, þröngsýna stefnuskrá
fortíðarinnar
er skorin utnaf flokknum einsog stakkur
utanaf hálfdrukknuðum sjómanni
heldni verkalýðsstéttarinnar og
allrar alþýðu, bæði í kjarabarátt-
unni og á öðmm sviðum"! Það sér
hver sæmilega vitiborinn maður
að flokkur með slíka stefnuskrá
eignast aldrei starfhæfa miðju.
Það kom líka á daginn: Óðar en
flokkurinn eftir langvarandi vos-
gamla olíuboma stakk róttækn-
innar, þá hafði myndast hin lang-
þráða, starfhæfa miðja hins nú-
tímalega jafnaðarflokks.
Það er ógerlegt að ná árangri í
nútíma stjómmálum ef ekki ríkir
frelsi til ákvarðana og aðgerða
sem taka mið af aðstæðum á
hveijum tíma. Slíkt ffelsi ríkir
ekki, ef við lýði er afdönkuð
stefnuskrá fortíðarinnar. Ef við
Allaballar t.d. emm í stjómarand-
stöðu þá formælum við þeim du-
silmennum sem voga sér að
skerða lífskjör eða sjálfsögð
mannréttindi, svo sem réttinn til
kjarasamninga. Ef við Allaballar
aftur á mótu erum í rikisstjóm þá
era „aðrar pólitískar aðstæður" og
við bregðumst við samkvæmt að-
ferðum hins nútímalega lýðræðis-
sinnaða jafhaðarflokks og tökum
nauðsynlegar ákvarðanir. Okkur
var líka bent á það um helgina af
formanni vorum að sumar kjara-
bætur samrýmast ekki stefhuskrá
flokksins. (Eg er ekki alveg viss
hvort það er sú gamla eða nýja.)
Það er og hveijum manni ljóst að
eftir að við lögðum af þá gömlu
sérvisku að basla við að vinna
kjósendur til fylgis við hugsjónir
okkar en tókum upp nýja stefnu
og starfshætti, að aðlagast ríkj-
andi skoðunum, þá þarf svigrúm
sem hæfir „nútíma jafhaðar-
flokki“, ffelsi til pólitískra at-
hafna.
Eg sný ásjónu minni til norð-
urs og horfi með djúpri lotningu
nútíma jafhaðarmanns í átt til Ak-
ureyrar: Free at last, loksins fijáls.
Stcinar Harðarson er
auglýsingastjóri
á Þjóðviljanum
Þriðjudagur 6. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5