Þjóðviljinn - 06.11.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.11.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Kvennalistinn Máhækka vextina Á landsfundi Kvennalistans um helgina var samþykkt að hverfa frá útskiptareglu flokks- ins. Hingað til hafa konur skipt út á miðju kjörtímabili á Al- þingi og í sveitarstjórnum. Áfram verður sú regla í gildi að konur sitji ekki á þingi eða í sveitarstjórnum lengur en í átta ár. Einnig var samþykkt að Kvennalistinn gæti ekki greitt at- kvæði gegn vaxtahækkun hjá Byggingarsjóðum ríkisins og verkamanna ef tryggt væri að vaxtabætur virkuðu þannig að þær nýttust láglaunafólki mest, kom fram hjá Ónnu Ólafsdóttur Bjömsson, varaþingflokksfor- manni Kvennalistans í samtali við Þjóðviljann, en hún telur að eitt- hvað verði að gera til að forða sjóðunum ffá gjaldþroti. „Vaxtahækkun er a.m.k. ein af þeim leiðum sem má fara til að bjarga fjárhag sjóðanna," sagði Anna. „Það er ekkert ósanngjamt í sjálfu sér að fólk sem búið er að borga lága vexti af sínum lánum fram til þessa borgi hærri vexti frá kannski næstu áramótum. Þetta er ekki ósanngjamt, svo ffamarlega sem vaxtabætumar virka, en það er það sem við höfúm verið að spyija um. En það er ekki hægt að slíta þessi mál í sundur. Virki vaxtabætumar ekki kæmi þetta mjög illa út fyrir láglaunafólk,“ sagði Anna og bætti við að á miðju ári 1984 hefði verið leyft að hafa breytilega vexti á þessum lánum þannig að ekki yrði breytt vöxtum á lánum sem fólk tók fýr- ir 1984. Mörg önnur mál vom rædd á landsfundinum og voru t.d. land- búnaðarmálin rædd ítarlega án þess að niðurstaða fengist. En Anna sagði að einsog venjulega hefðu launamál kvenna verið númer eitt, tvö og þijú og að kon- um sviði sárt að eldd skuli hafa gengið betur i þeim málum en raun ber vitni. Einnig var rætt hvemig Kvennalistinn gæti haft mest áhrif og var rikisstjómar- þátttaka rædd í því sambandi. Kvennalistinn er tilbúinn að taka þátt i ríkisstjóm en þó með því fororði að flokkurinn haldi virð- ingu sinn gagnvart kjósendum sínum og láti ekki af grundvallar- stefnumiðum til þess eins að taka þátt í rikisstjóm. -gpm Framsókn Enn óbreytt forysta Ólafúr Þ. Þórðarson alþingis- maður vann um helgina ótvíræð- an sigur í skoðanakönnun félaga í Framsóknarflokknum á Vest- fjörðum um uppröðun á lista. I öðru sæti lenti Pétur Bjamason og Katrin Marísdóttir hafnaði í því þriðja. Bæði Steingrímur Her- mannsson og Jóhann Einvarðs- son hafa gefið kost á sér á lista flokksins á Reykjanesi, en framhaldsþing kjördæmisráðs verður haldið 24. nóvember og þar verður tekin endanleg ákvörðun um uppröðun á lista. Aðrir sem nefndir hafa verið í sambandi við listann á Reykja- nesi eru Siv Friðleifsdóttir, Ní- els Árni Lund og Helgi Péturs- son. -gpm Stefnir í verkfall hjá flotanum Af niðurstöðum úr allsherj- aratkvæðagreiðslu yfir- manna á fiskiskipaflotanum að dæma, þar sem nýgerður kjara- samningur stjórnar Farmanna- og fiskimannasambandsins og útvegsmanna var feildur og við- brögðum deiluaðila, virðist fátt geta komið í veg fyrir að boðað verkfall á flotanum komi til framkvæmda þann 20. nóvem- ber næstkomandi. Ef af því verður mun allur fiskiskipaflot- inn stöðvast því Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á Vestfjörðum hefur einnig boðað til verkfalls á sama tíma. Afleið- ingar verkfallsins yrðu geysileg- ar því svo til allar fiskveiðar myndu leggjast af og fisk- vinnslufólk yrði atvinnulaust. Sáttafúndur milli deiluaðila hefúr ekki enn verið boðaður, en þó er búist við fúndi í lok vikunn- ar. Olíuverðstenging skiptahlutar Eins og kunnugt er stendur deilan um kostnaðarhlutdeild sjó- manna í olíukostnaði útgerða sem þeir vilja að verði endurskoðuð. En samningar yfirmanna við út- vegsmenn hafa verið lausir frá því um síðustu áramót. Við síðustu ol- íuverðshækkun rýmuðu kjör sjó- manna um 8% og er skiptahlutfall þeirra komið niður í 70%, en var í 76% fyrir hækkun. Hinsvegar greinir deiluaðila ekki á um hækkun kaupliða hjá sjómönnum sem aðilar eru sammála um að hækki í samræmi við þjóðarsátt. Guðjón A. Kristjánsson for- maður Farmanna- og fiskimanna- sambandsins segir úrslit atkvæða- greiðslunnar, 526 á móti, en 413 með, endurspegla vilja yfirmanna til samningsins og að það hefði ekki breytt neinu um úrslitin þó svo að fleiri hefðu tekið þátt í at- kvæðagreiðslunni. En alls greiddu 947 atkvæði og þar af vom 8 at- kvæði auð og ógild, en á kjörskrá vom 2.557 og því var þátttakan um 37%. Guðjón A. segir að yfir- menn á fiskiskipaflotanum séu til- búnir til viðræðna við útvegs- menn um nýjan samning eins fljótt og auðið er og telur að næg- ur tími sé til stefnu til að afstýra verkfalli, sé vilji til þess af hálfú útvegsmanna. Hann segir að sam- kvæmt endurskoðaðri skýrslu Þjóðhagsstofnunar um afkomu botnfiskveiða sé ljóst, að útgerðin sé rekin með „bullandi hagnaði“ á sama tíma og yfirmenn hafi þurft að taka á sig 8% kjaraskerðingu vegna áhrifa olíuverðshækkana á skiptaverð. Hann vísar jafnframt þeim ummælum Kristjáns Ragn- arssonar formanns LÍÚ á bug þess efhis að stjóm FFSÍ hafi ekki mælt með eigin samningi. „Ef Kristján vill endilega fá sjó- mannastéttina á móti sér eins og hún leggur sig, þá er það hans mál. Öll hans rökræða snýst um það að gera lítið úr mönnum i stað þess að ræða efnislega um málið,“ sagði Guðjón A. Reynir Traustason formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags- ins Bylgjunnar á Vestfjörðum segir að ef til verkfalls komi geti það leitt til kröfugerðar þess efnis að menn vilji olíuverðsviðmiðun- ina alfarið í burt og þá sé fjandinn laus. Félagið hefúr boðað verkfall á sama tíma og stjóm Farmanna- og fiskimannasambandsins eða þann 20. nóvember næstkomandi. Brigður hafa þó verið bomar á réttmæti verkfallsboðunar hjá Bylgjunni af ritara stjómar, Guð- bjarti Ásgeirssyni á Guðbjörginni ÍS 46. Reynir sagðist fyrir fúndinn ekki búast við neinum breytingum á áðurnefndri verkfallsboðun. „Ég Svo virðist sem deila yfirmanna á fiskiskipum og útvegsmanna sé komin f hnút eftir að þeir fyrrnefndu felldu ný- gerðan kjarasamning stjórnar Farmanna- og fiskimannasambandsins og Landssambands Islenskra útvegs- manna. Mynd: ÓMJ mun standa og falla með þessari verkfallsboðun og mun fylgja henni eftir á íúndinum,“ sagði Reynir Traustason. Bylgjan hefúr ávallt samið sér heima í héraði og mun svo verða áfram, enda hefúr félagið einatt náð fram hagstæðari samningum en Farmanna- og fiskimannasam- bandið. Til að mynda hefur Bylgj- an haft hærri skiptaprósentu og sömuleiðis hærri kauptryggingu. Kröfúr Bylgjunnar varðandi olíu- verðstenginguna eru í aðalatrið- um þær að henni verði breytt að minnsta kosti um 12-15 dollara, en í samningnum sem var felldur var henni hnikað til um 8 dollara. Samkvæmt því átti skiptahlutur að byija að skerðast vegna olíu- verðs í 165 dollurum í stað 157 Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans eru ekki allir útgerðar- menn vestra jafn einhuga í því að halda til strejtu boðskapnum frá skrifstofú LIÚ um að gefa ekkert eftir. Heimildir að vestan herma að einstaka útgerðarmaður hafi hafl uppi óformlega tilburði til að koma til móts við kröfúr sjó- manna. í BRENNIDEPLI Eftil verkfalls kemur hjá yfirmönnum á fiskiskipaflotanum mun það hafa í för með sér stöðvun veiða og atvinnuleysi meðal fiskvinnslu- fólks. Úrslitin mikil vonbrigði Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna segir að niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar valdi sér miklum vonbrigðum og sé hið óvæntasta sem hent hefúr hann á áratuga lögnum ferli hans hjá út- vegsmönnum. Kristján segir jafh- framt að komi til verkfalls verði það hið ósanngjamasta sem háð hefúr verið hérlendis um langan tíma. Sérstaklega í ljósi þess, að samkvæmt mati Þjóðhagsstofnun- ar hafi laun sjómanna hækkað um 17% á liðnum misserum, en hefðu hækkað allt að 28% ef ekki hefði komið til hækkana á olíuverði. „í þessu sambandi verður að hafa það í huga að umtalsvert meira hefúr komið í hlut yfirmanna sem em á hærri skiptahlut en undir- mennimir,“ segir Kristján Ragn- arsson. Hann sagði einnig að ef fram kæmi krafa um að taka olíuverð- sviðmiðunina alfarið í burt, yrði það til þess að yfirmenn fengju langa hvild fiá störfúm. -grh («. vinningar, vídeóupptökuvél- ar, heimilistæki, videótæki, grafíkmyndir og bókaúttektir. ------------—----------------MI.IWHII. Leggið vinstri málstað og málfresli lið með því að kaupa happdrættismiða Þjóðviljans Vl II v < XV • « ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.