Þjóðviljinn - 06.11.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.11.1990, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 6. nóvember 1990 — 209. tölublað 55. árgangur r Islenskt hagkerfi Opnað fyrir útlendingum Lagafrumvarp um fjárfestingar útlendinga lagtfyrir ríkisstjórn í dag. Jón Sveinsson, aðstoðarmaðurforsœtisráð- herra: Ekkert vitað um þær í dag. Rýmkað um margar heimildir en aðrar þrengdar Enginn hefur yfirsýn yfir fjárfestingar erlendra aðila á íslandi í dag, en álitið er að þeir séu komnir víða með ann- an fótinn inn í íslenskt hagkerfi. Engar reglur eru til um yfirlit yfir slíka starfsemi og gildandi íög mjög ósamstæð. Island er nú eina ríkið innan OECD sem heldur fast við fyrirvara um aukið frelsi í fjármagnsflutn- ingum. Ríkisstjórninni verða kynnt í dag drög að nýjum lög- um til að festa sem fyrst í sessi grundvallarreglur og stefnu- mörkun á þessu sviði. I þeim er gert ráð fyrir að rýmka verulega heimildir útlend- inga til fjárfestinga á Islandi, nema í fiskveiðum og vinnslu. Lagt er tif að numin verði úr gildi heimild erlendra aðila tii að eiga allt að 50% í útgerðarfélögum. Þetta kom fram á ráðstefnu Flugstöðin Gífurlegur greiðsluhalli Greiðsluhallinn jyrstu sjö mánuði ársins rúmar 56 miljónir. Hallinn frá árinu 1988 226 miljónir Flugstöð Leifs Eiríkssonar er rekin með miklum greiðslu- halla. Fyrstu sjö mánuði þessa árs var hallinn rúmar 56 miij- ónir kr. Heildartekjur flug- stöðvarinnar námu um 196 miljónum kr., en rekstrargjöld- in fyrir sama tímabil voru 253 miljónir kr. og þar af var vaxtakostnaður rúmar 186 miljónir króna. Þetta kemur fram í skýrslu utanríkisráð- herra Jóns Baldvins Hannibals- sonar um utanríkismál sem lögð var fram á Alþingi í gær. Greiðsluhalli fyrri ára er enn meiri. Hann var 108 miljónir árið 1989 og tæpar 62 miljónir árið 1988. Samtals nemur greiðslu- halli flugstövarinnar ffá árinu 1988 því rúmum 226 miljónum kr. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1990 er gert ráð fyrir að tekjur vegna millilandaflugs á Keflavíkurflugvelli nemi 1.128 miljónum kr. Þar af eiga 58 pró- sent að renna í ríkissjóð, 12 pró- sent til reksturs vallarins og um 30 af hundraði eiga að renna til flugstöðvarinnar. Og dugir það greinilega ekki til. Þess er getið i skýrslunni að Miðneshreppur innheimti fast- eignaskatt af flugstöðinni sem nemi tæpum 22 miljónum kr. á þessu ári. Þetta tíðkast ekki varð- andi flugstöðvar í eigu ríkisins t.d. á öðrum Norðurlöndum, segir í skýrslunni. Unnið er að lausn fjárhags- vanda flugstöðvarinnar í sam- vinnu við fjármálaráðuneytið. Byggingaframkvæmdum er að mestu lokið, en unnið er að upp- setningu tveggja útilistaverka. -gpm Akranes Rofar til í atvinnumálum Gerjun í atvinnulífinu á Akranesi: Kavíarvinnsla hefst að nýju í húsa- kynnum Arctic. Sjóklœðagerðin og fleiri vilja hefja rekstur íHenson húsinu. Framtíð Þ&E enn óráðin Starfsemi er að hefjast að nýju í húsakynnum Fiskiðj- unnar Arctic á Akranesi, en fyrirtækið varð gjaldþrota í lok síðasta árs. * Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á að heíja rekstur í Henson- húsinu. * Framtíð skipasmíðastöðvar Þ&E ræðst á næstunni, en þar vinna nú 70-80 manns. - Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti í atvinnumálum þótt ástandið sé ekki gott. Efþessirhlutir ganga vel trúi ég að við séum á leið upp úr öldudalnum, segir Gísli Gísla- son, bæjarstjóri á Akranesi, um þessar hræringar í atvinnulífmu þar í bæ. Talsvert atvinnuleysi hefur verið viðvarandi á Akranesi undanfarin misseri vegna gjald- þrota fyrirtækja og samdráttar. Atvinnuleysið hefur einkum bitn- að á konum. Landsbankinn eignaðist Fisk- iðjuna Arctic eftir að fyrirtækið varð gjaldþrota, en nú hefur ís- Arctic keypt eignimar og er í þann veg að hefja þar kavíar- vinnslu að nýju. Einstaklingar í Reykjavík og ffanskt fyrirtæki standa að Is- Arctic, sem hefur rekstur með 12 manna starfsliði. 20-30 manns störfuðu áður hjá Arctic. Ís-Arctic hefur farið fram á niðurfellingu aðstöðugjalda, en bæjaryfirvöld hafa ekki tekið af- stöðu til þeirrar óskar fyrirtækis- ins. Saumastofan Tex-Stíll varð gjaldþrota fyrir nokkru, en nú hafa ýmsir aðilar sýnt því áhuga að hefja rekstur í Henson-húsinu, sem kallað er. Þeirra á meðal em Max, Sjóklæðagerðin, einstak- lingar á Akranesi og þeir sem áð- ur ráku Tex-Stíl. 10-15 manns unnu hjá Tex-Stíl áður en fyrir- tækið varð gjaldþrota. Framtíð skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts er enn óráðin, en fyrirtækið hefur greiðslustöðv- un til 28. nóvember næst kom- andi. Byggðastofnun er með mál- efni fyrirtækisins í athugun, en bæjaryfirvöld þrýsta á um að fyr- irtækið verði endurreist. - Það er lífsspursmál fyrir okkur að þetta fyrirtæki verði endurreist. Það bara verður að gerast, segir Gísli Gíslason við Þjóðviljann. -gg Evrópa Koldíoxíðmengun fryst Ríki EFTA og EB hafa sam- þykkt að auka ekki losun á koldíoxíði út í andrúmsloftið. Koldíoxíð er eitt þeirra efna sem em talin stuðla að gróður- húsaáhrifunum, en þess má geta að með starffækslu nýs álvers á íslandi mun ffamlag íslands auk- ast um 12-17 afhundraði. ísland hefur áður heitið því á norrænum vettvangi að draga úr losun koldíoxíðs út í andrúmsloff- ið, en hlutfallslega losa íslending- ar svipað magn efhisins og Svíar og Norðmenn. Stór hluti þess koldíoxíðs sem fer út í andrúmsloftið kemur frá Sovétmönnum og Bandaríkja- mönnum, en þessar þjóðir hafa verið tregar til þess að veita fyrir- heit um að draga úr losuninni. Reuter/gg sem Bankamannaskólinn hélt í gær fyrir yfirmenn í bönkum. Jón Sveinsson, aðstoðarmaður for- sætisráðherra upplýsti að í laga- fmmvarpinu er gert ráð fyrir að samanlögð hlutafjáreign útlend- inga i íslenskum viðskiptabanka í hlutafélagseign megi ekki vera meiri en 25%, en frá 1. janúar 1992 hækki hámarkið í 50% og frá 1. jan. 1995 verði réttur út- lendinga til bankarekstrar hér sá sami og Islendinga. Almenna reglan í lagaffum- varpinu, sem eflaust á effir að verða umdeild á þingi, er að er- lendum aðilum sé heimilt að fjár- festa í atvinnurekstri hérlendis, enda ríki gagnkvæmni innlendra og erlendra aðila til fjárfestinga í heimaríkjum. Þó em gerðar mik- ilvægar undantekningar varðandi sjávarútveg og komið í veg fyrir að erlendir aðilar geti fjárfest í virkjunarrétti vatnsfalla og jarð- hita. Lagt er til að útlendingar geti átt 25% í tilteknum atvinnugrein- um, m.a. íslenskum útvarpsstöðv- um. Samanlagður eignarhluti út- lendinga í flugrekstrarfyrirtækj- um má þó ná allt að 49%. Sérstakt leyfi viðskiptaráðherra þarf til, ef heildarfjárfesting fer yfir 250 milljónir á ári, eða yfír 25% í ein- hverri atvinnugrein. Erlend ríkis- fyrirtæki fá ekki að fjárfesta hér á landi. I röksemdafærslu fyrir nauð- syn lagasetningarinnar er talið brýnt að skilgreina nákvæmlega afstöðu íslands til sáttmála um evrópskt efnahagssvæði (EES) og að erlent áhættufé í atvinnulífinu sé æskilegra en erlent lánsfé í stórum stíl, erlend fjárfesting flytji inn þekkingu og gagn- kvæmni verði að ríkja vegna auk- inna fjárfestinga Islendinga er- lendis. Loks sé mikilvægt að pól- itísk stefnumörkun liggi fyrir varðandi full yfirráð íslendinga yfir náttúmauðlindum til lands og sjávar. ÓHT Minnisvaröi um Jóhannes úr Kötlum var afhjúpaður á sunnudaginn I Búðardal (Dalasýslu. Það var Hróðný Einarsdóttir, ekkja skáldsins, sem afhjúpaði mninnisvarðann á þeim degi sem hefði verið 91. afmælisdagur Jóhannesar: 4. nóvember. Minnisvarðinn var reistur fyrir tilhlutan ung- mennafélagsins Ólafs Pá, en Jóhannes var virkur I þeim félagsskap og hélt alltaf tengsl við félagið. Við afhjúpunina var flölmenni úr héraðinu sem og ættingjar skáldsins þar á meðal sonur hans Svanur og dætur tvær, Inga Dóra og Þóra. Systir Jóhannesar, Guðrún Jónasdóttir frá Hornstöðum kom einnig og fylgdist vel með öllu, en hún er 96 ára gömul. Jóhannes úr Kötlum fæddist 4. nóvember 1899 og lést 27. aprtl 1972.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.