Þjóðviljinn - 06.11.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR
Persaflóadeila
Stríð óumflýjanlegt?
Irak harðneitar enn sem fyrr að sleppa Kúvæt.
Flóaríki líkleg til að gefa Bandaríkjum frjálsar hendur til árásar
Tariq Almoayyed, upplýs-
ingamálaráðherra eyríldsins
Bahrain á Persaflóa, sagðist i
fyrradag telja sennilegt að
bandamenn Bandaríkjanna í
Persaflóadeilu myndu fyrir sitt
leyti gefa Bandaríkjastjórn
frjálsar hendur ef hún tæki Jjá
ákvörðun að fara í stríð við ír-
ak. Var að heyra á ráðherran-
um að stjórn hans teldi stríð
óumflýjanlegt.
Þetta kom fram hjá Almoayy-
ed í viðræðum hans við frétta-
menn, sem eru í fylgd með James
Baker, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna. Baker er kominn af stað
í ferð, sem fyrirhugað er að taki
átta daga, til sjö rikja, sem eru
íyrir utan Bahrain Saúdi-Arabía,
Egyptaland, Tyrkland, Bretland,
Frakkland og Sovétríkin. Baker
hyggst einnig ræða við Qian Qic-
hen, utanríkisráðherra Kina, í Ka-
író. Kínverski ráðherrann er kom-
inn til Austurlanda nær þeirra er-
inda að reyna að koma í veg fyrir
stríð, enda er margra mál að ekki
sé seinna vænna ef það eigi að
takast.
Gefið er í skyn að erindi Bak-
ers í ferðinni sé að fá samþykki
og stuðning stjóma ríkja þeirra, er
hann heimsækir, við hugsanlega
hemaðarárás á írak.
Baker var kominn til Taif í
Saúdi- Arabíu í gær og hitti þar að
máli Sheikh Jaber al-Ahmad al-
Sabah, hinn útlæga emír af Kú-
væt, sem dvelst i Taif með stjóm
sinni. Bað emírinn Bandaríkja-
stjóm þess lengstra orða að láta
ekki dragast lengi að reka innrás-
arherinn frá Kúvæt. Bandaríkja-
stjóm telur að stofnskrá Samein-
uðu þjóðanna heimili henni árás á
írak og Margaret Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands, hefur
látið í ljós að hinn fjölþjóðlegi her
á Persaflóasvæði hafi þegar um-
boð til að leggja til atlögu við Ir-
aka. En sumir bandamanna
Bandaríkjanna vilja að ekki verði
ráðist á Irak fyrr en sérstök heim-
ild til þess ffá S.þ. liggi fyrir.
Um 310.000 manns em nú í
Al-Sabah Kúvætsemír - heitir á
Bandarlkjamenn til atlögu gegn
(rökum.
hinum fjölþjóðlega her á Persa-
flóasvæði, þar af um 200.000
Bandaríkjamenn. Bandaríkja-
stjóm hefúr iátið í ljós að hún
kunni að senda þangað allt að
100.000 manns til viðbótar og
bandaríska vamarmálaráðuneytið
tilkynnti í gær að það hefði
ákveðið að kveðja þúsundir vara-
liðsmanna til vopna. Sýrland,
erkióvinur íraks, jók lið sitt í
Saúdi-Arabíu á sunnudag með
bryndeild og kvað nú hafa um
20.000 manns til taks til hemað-
araðgerða gegn írak.
A Iraksstjóm er enn sem áður
engan bilbug að finna, a.m.k. op-
inberlega, og á sunnudag sagði
Latif Nassif al-Jassem, upplýs-
ingamálaráðherra í þeirri stjóm,
að aldrei skyldi það verða að Irak-
ar slepptu Kúvæt. „En ef það
þýddi stríð?“ spurði fféttamaður
einn. „Ekkert mál,“ svaraði Jas-
Reuter/-dþ.
Mary Martin látin
Þekkt af aðalhlutverkum í mörgum söngleikj-
um og sem móðir Larrys Hagman
A' sunnudag lést bandaríska
ieikkonan Mary Martin,
Janata Dal
klofinn
Vishwanath Pratap Singh, for-
sætisráðherra Indlands, kom því til
leiðar í gær að keppinautur hans
um fomstu fyrir Janata Dal, flokki
þeirra, var rekinn úr flokknum,
sem og margir stuðningsmenn
hans. Keppinauturinn, Chandra
Shekhar að nafni sem er fyrir
vinstriarmi fiokksins, hefur gert
bandalag við Þjóðþingsflokkinn
undir fomstu Rajivs Gandhi.
Stendur stjóm Singh nú svo höllum
fæti á þingi að ólíklegt er talið að
hún verði langlíf úr þessu og kem-
ur þá til greina að Shekhar myndi
nýja stjóm.
Mary
heimsfræg fyrir frammistöðu
sína í mörgum söngleikjum, 76
ára að aldri. Verulega athygli
vakti hún þegar á síðustu árum
fjórða áratugar og var frægðar-
ferill hennar síðan í hámarki
næstu tvo áratugina.
Meðal söngleikja, þar sem
hún fór með stór hlutverk má
nefna Annie Get Your Gun, South
Pacific eftir Rogers og Hammer-
stein (1949), söngleik um Peter
Pan (1954) og Sound of Music
(1959), einnig eftir Rogers og
Hammerstein. Mary lék einnig í
kvikmyndum, en kunni betur við
sig á sviði.
Hún var grönn og létt í hreyf-
ingum, hélt sér furðuvel og fór
með hlutverk ungra kvenna fram-
undir fimmtugt. Hún fæddist í
Weatherford í Texas 1. des. 1913
og giftist 16 ára að aldri lögfræð-
ingi að nafni Ben Hagman. Sonur
þeirra er Lany Hagman, þekktur
sem J. R. Ewing í sápuóperunni
Dallas. Síðari maður Mary var
Richard Halliday, sem hafði um-
sjón með gerð kvikmyndahand-
rita. Hann lést 1973.
Mary Martin í Night and Day,
söngleik um ævi söngleikjahöf-
undarins Cole Porter.
Bandaríkjakosningar
Demókrötum
spáö sigri
Almennar kosningar fara
fram í Bandaríkjunum í dag og
er gert ráð fyrir að demókratar,
sem nú eru í stjórnarandstöðu,
vinni eitthvað á. Kosið verður í
öll 435 sæti fulltrúadeildar
þingsins, 34 af 100 sætum í öld-
ungadeild, 36 af 50 ríkisstjóra-
embættum, yfir 6200 sæti á
fylkjaþingum og þúsundir ann-
arra embætta og opinberra
starfa.
Demókratar hafa nú 258 þing-
sæti í fúlltrúadeild og hafa verið
þar i meirihluta samfleytt ftá 1955.
Repúblíkanar hafa þar nú 175 sæti.
í öldungadeild eru demókratar 55
og repúblíkanar 45.
George Bush, Bandaríkjafor-
seti og leiðtogi repúblíkana, hefur
verið á þönum um allt land í kosn-
ingabaráttu fyrir flokk sinn undan-
fama viku, en margra mál er eigi
að síður að fyrirsjáanlegt tap
flokksins í kosningunum verði
fyrst og fremst honum að kenna.
Deilan um fjárlögin á þingi varð
honum veralegt áfall, það fyrsta á
stjómartíð hans. Mörgum þykir
honum hafa farist miður vel stjóm-
un efnahagsmála og ófáir kjósend-
ur repúblíkana era honum reiðir
vegna hækkunar skatta í nýju fjár-
lögunum. En rauður þráður í áróðri
Bush fyrir forsetakosningamar
1988 var einmitt loforð um að eng-
ir nýir skattar yrðu lagðir á lands-
menn.
Niðurstöður skoðanakannana
gefa í skyn útbreidda óánægju með
ganginn í efhahagsmálum, von-
brigði með stjómina og kvíða út af
hættunni á striði við Persaflóa.
Reuter/-dþ.
Mesta kvennastjórn sögunnar
H
in nýja
Harlem
Vinningstölur laugardaginn
3. nóv. ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 13.689.011
O PLLe(óííílÍ; 4af5^gp 9 151.668
3. 4af5 414 5.687
4. 3af 5 13.756 399
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
22.897.085 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
ríklsstjórn Gro
Brundtland, sú
þriðja sem hún myndar, tók við
völdum í Noregi um helgina.
Ráðherrar eru 19, allir í Verka-
mannaflokknum, og níu þeirra
konur. Er þetta líklega hæsta
kvennahlutfall í ríkisstjórn í
veraldarsögunni hingað til.
Af ráðherram í stjóminni fyrir
utan Gro sjálfa, sem er forsætis-
ráðherra, má nefna Thorvald Stol-
tenberg, utanríkisráðherra, Finn
Kristensen, olíu- og orkumálaráð-
ANC gegn
útgöngubanni
Afriska þjóðarráðið (ANC),
helstu samtök suðurafrískra
blökkumanna, skoraði í gær á
íbúa útborgarinnar Khayelitsha
við Höfðaborg að hafa að engu út-
göngubann sem lögreglan hefur
sett á útborg þessa. Bannið var
sett efiir að til mikilla illinda með
manndrápum hafði komið milli
stuðningsmanna borgarstjómar
og andstæðinga hennar.
ANC heldur því fram að lög-
reglan ætli að nota bannið til að
uppræta starfsemi samtakanna í
borginni og hvetur stuðnings-
menn sína til að reka frá völdum
borgarstjórann, Mali Hoza að
nafni sem er blökkumaður, þar eð
hann, sem og aðrir borgarstjómar-
menn í blökkumannaútborgum,
æsi fólk til ofbeldis.
Bænahald afrískra
höfðingja
Háttsettir stjómmálamenn
margra Afríkuríkja koma á morg-
un saman til sameiginlegs bænda-
halds í Lusaka, höfuðborg Sam-
bíu, i boði Kenneths Kaunda, for-
seta landsins sem er prestssonur.
Auk hans verða með á bænastund
þessari Pik Botha, utanríkisráð-
herra Suður-Afríku, æðstu menn
ríkjanna Botsvana, Lesotho, Úg-
anda, Búrúndi og Mósambik og
eitthvað lægra settir menn frá
Svasalandi, Namibíu og Angólu.
Þar verður einnig að sögn Alfred
Nzo, aðalritari Afríska þjóðar-
ráðsins (ANC). Stjómarerindrek-
ar hafa við orð að samkoma þessi
verði að líkindum stjómmálalegs
eðlis ekki síður en trúarlegs, en
það segir Kaunda að sé af og frá.
Hússein sárbiður um
frið
Hússein Jórdaníukonungur
kom til Parísar í gær og mun hafa
sárbeðið Mitterrand Frakklands-
forseta að reyna að koma til leiðar
samningaviðræðum við Irak til
lausnar Persaflóadeilu. Að lokn-
um fundi þeirra sagði Mitterrand
hinsvegar að ómögulegt yrði að
leysa deiluna á friðsamlegan hátt,
herra, Johan Jörgen Holst, vamar-
málaráðherra, Thorbjöm Bemt-
sen, umhverfisráðherra, Eldrid
Nordboe, viðskiptamálaráðherra,
Sigbjöm Johnsen, fjármálaráð-
herra og Áse Kleveland, menn-
ingarmálaráðherra. Hún var áður
ein sú vinsælasta af vísnasöng-
konum Norðmanna.
Áse Kleveland - sett yfir
menninguna.
nema því aðeins að Irakar kölluðu
her sinn frá Kúvæt og létu alla
gísla lausa.
Yfir miljón atvinnulausir
Tala atvinnuleysingja í Pól-
landi komst yfir miljón í okt. er
tíu mánuðir vora liðnir frá því að
stjómvöld tóku upp markaðsbú-
skap og stranga spamaðarstefnu.
Er atvinnuleysið þarlendis nú um
7,5% eða nálægt meðaltalinu í
E vrópubandalagsríkj um.
Stakk sig í mótmæla-
skyni
Lee Kyung Hae, suðurkóre-
anskur bændaleiðtogi, stakk sig
með hnífi í gær í aðalstöðvum
GATT í Genf, sennilega í mót-
mælaskyni vegna umræðna sem
þar fara fram um landbúnaðarmál,
en margir óttast að niðurstöður
þeirra verði bændum víða um
heim miður hagstæðar. Bænda-
leiðtoginn var fluttur á sjúkrahús
og að sögn er líf hans ekki í hættu.
6 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. nóvember 1990