Þjóðviljinn - 28.11.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.11.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Fiskur, velmegun, þjóð Um síðustu helgi birtist samantekt í Morgunblaðinu tengd bölsýnum spám um að ísland sigli hraðbyri til fá- tæktar. Þar var m.a. með dæmum af hinum og þessum ríkjum gefið til kynna, að eiginlega væri vísasta leiðin til fátæktar að framleiða matvæli til útflutnings í stórum stíl. Minnt var í því sambandi á kjötútflutningsríkin Nýja-Sjáland og Argentínu. Hitt var svo vafasamara að láta þessi matvælaríki í frásögninni bera sjálf ábyrgð á efnahagslegri hnignun sinni. Eða gleyma menn því að markaðssamruni Evrópuríkja með tilheyrandi tollmúr- um fyrir þá að klífa sem fyrir utan standa, hefur veit vesturevrópskum landbúnaði vernd mikla gegn nýsjá- lensku og argentínsku kjöti? Að það er EB sem hefur í þessu efni brotið rækilega gegn þeim boðorðum mark- aðslögmála og alþjóðlegrar verkaskiptingar sem bandalagið þykist hafa í heiðri? En nú er ekki víst að þessi matvæladæmi eigi við um ísland. Fiskur hefur ekki lækkað í verði eins og önnur matvæli sem verða til með miklum tækni- og efnafræðigaldri. Aðrir hafa stundað enn meiri rányrkju á fiskimiðum sínum en við. Við erum því sæmilega sett meðan við höfum ekki selt forræði yfir þessari auðlind úr landi. Þorvaldur Gylfason prófessor hefur í Morgunblað- inu mælt með sölu veiðileyfa á íslandsmiðum. Sem er miklu betri aðferð en að afhenda útvegsmönnum fisk- inn að léni endurgjaldslaust. Hitt er lakara, að prófess- orinn telur slíka ráðstöfun undirbúning að inngöngu ís- lands í EB: yrði inngangan auðveldari ef við „gætum boðið EB- þjóðunum aðgang að íslenskum veiðileyfa- markaði í skiptum fyrir aðgang okkar að erlendum mörkuðum." Þetta er vond kenning. Eins og bent er á í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins þá er dæmið ekki hugsað til enda. Blaðið segir, eins og þetta blað hér hefur þusað um oftar en ekki, að þar með sé opnuð leið fyrir evr- ópskum auðfélögum í sjávarútvegi að kaupa upp kvóta í stórum stíl og hefðu innlend fyrirtæki ekki bolmagn til að standa í slíkri samkeppni um íslenskan fisk. Höf- undur Reykjavíkurbréfs segir líka: „Við gætum vafalaust lifað góðu lífi á að hætta allri útgerð og fiskvinnslu og láta aðrar þjóðir um að nýta auðlindir okkar gegn því að borga okkur myndarlegan lífeyri. Viljum við það? Er svo komið metnaði þessarar þjóðar?". Menn vona ekki, að sjálfsögðu. Og að því er varðar dæmi Morgunblaðsins þá þarf líka að spyrja að því hverjir séu þessir „við“ sem gætu gerst próventufólk í Evrópu eftir að íslendingar hættu að draga fisk úr sjó. Munu auðfélögin evrópsku ekki kaupa veiðileyfin af þeim tjölskyldum sem fýrir ýmsar tilviljanir (m.a. vegna þess að þærfengu opinbera fyrirgreiðslu til skipakaupa á sínum tíma) ráða yfir skipum og kvóta? Markaðslög- málin frjálsu þýða í þessu dæmi, að slíkt fólk gæti tryggt sér ríkulegan lífeyri um langt skeið og spander- að honum í þægindalíf í suðurlöndum eða fjárfest í þeim fyrirtækjum sem mest gefa í Evrópu og koma því svosem ósköp lítið við hvort hér lifir eða deyr fámenn þjóð sem hélt einusinni að hún væri sjálfstæður aðili að samfélagi þjóðanna. ÁB Japanir kaupa framtíðina Menn geta reynt að ímynda sér, hvaða áhrif það hefði haft með tilkomu lit- sjónvarps, að útsendingar hefðu ekki náðst á svart- hvít viðtæki. Vitaskuld hefði framleiðendum lit- sjónvarpstækja þótt það nokkur búhnykkur. En þessi staða er nú í sjónmáli með næstu tæknibyltingu í sjón- varpi, hágæða-sjónvarpinu, þar eð Japanir stefna að því leynt og ljóst að ná undir- tökum í sýningarrétti á sjón- varps- og kvikmyndum, til að takmarka útsendingar þeirra við nýju hágæðatæk- in, HDTV-High Definiton Televison, HG-sjónvarp á íslensku. A mánudaginn bar það til stórtíðinda, að fúlltrúar japanska fyrirtækisins Matshushita skrifúðu undir samn- inga um að kaupa einn helsta Holywood-risann, MCA, tyrir 7 miljarða dollara. Þetta er talið stærsta og ef til vill síðásta strand- högg Japana í bandariskri menn- ingarlandhelgi að sinni. Með kaupunum tengjast tækjaframleiðendumir Matshus- hita, Panasonic, Technic og Quas- ar markaðskerfinu sem dreifir um heiminn kvikmyndum á borð við ET og „Jaws“ og ógrynni af öðru efni í safni MCA - Motion Cor- poration of America. Áður haíði Sony-fyrirtækið japanska greitt 3,4 miljarða doll- ara árið 1989 fyrir Columbia Pict- ures Entertainment Co. og þar með sýningarrétt á 2700 kvik- myndum og 23 þúsund sjónvarps- þáttum. Sumir bandarísku fjöl- miðlamir töluðu um að nú hefðu þjóðardýrgripir verið seldir úr landi. Sony hafði árið áður keypt CBS-hljómplötufyrirtækið, ekki síst til þess að auka sölu á geisla- diskspilurum sínum. hágé-kapphlaupið Bandarísku fyrirtækin hafa verið gleypt af öðrum þjóðum sem em í harðri samkeppni við Japanina um dreifingarrétt fram- tíðar í nýjum búningi. Franska fyrirtækið Pathe, sem ítalski íjár- málajöfurínn Ciancarlo Parretti stjómar, keypti MGM/UA (Metro Goldwyn-Mayers og United Art- ists) fyrir 1,3 miljarða dollara. í nýjasta hefti tímarits danska prentiðnaðarins, Dansk Grafia, er skýrt hvers vegna og hvemig Jap- anir em að tryggja sér framtíðina í sjónvarpsfjölmiðlun. Þeir kaupa nú unnvörpum m.a. bandarísk kvikmynda- og sjónvarpsfyrir- tæki og sýningarrétt á myndum þeirra áratugum saman. Áhuginn stafar ekki af því að þeir sjái endilega einhver sérstök gróðatækifæri í þvi að framleiða og leigja slíkt efni, heldur vilja þeir ná undirtökum á markaðnum sem tengist nýrri sjónvarpstækni. Bak við tjöldin hefur undan- farið staðið yfir kapphlaup Bandaríkjanna, Evrópubandalags- ins og Japan um það hver næði forystunni í þróun og markaðs- sctningu hágæðasjónvarps, HDTV - High Definity Televisi- on. Menn hafa furðað sig á áhuga þeirra á að kaupa bandarísk kvik- mynda- og sjónvarpsfyrirtæki unnvörpum, en nú er séð hvað býr að baki. Japanir em að ná undir- tökum á markaðnum fyrir efni sem nýtist í hágæðasjónvarpinu, HDTV. Intemational Herald Tribune gat þess í gær, að kvikmyndasafn MCA og framtiðarverkefni mundu nú nýtast Matshushita i nýjum tæknibúnaði eins og há- gæðasjónvarpinu. Ennfremur sameinast nú hljómplötuútgáfa MCA Matshushita Victor Co. í Japan. Japanir hafa undirbúið há- gæðasjónvarp í 20 ár. Myndgæði í heimahúsum verða í framtíðinni svipuð og á bíótjaldi og hljóm- gæði eins og á geisladiskum. Upplausn á myndböndum svarar til 1125 Iina, miðað við 625 línur í evrópsku sjónvarpi núna og 525 í bandarísku. I venjulegum sjón- varpsútsendingum er oft 370 lína upplausn. HG-sjónvarpið (hágæða sjón- varpsútsendingar) næst ekki á venjuleg tæki, þannig að fyrirtæki eins og Sony og Matshushita, sem sankað hafa af sér sýningarrétti, munu knýja neytendur hraðar en ella til þess að afia sér HG- tækja, vilji þeir sjá vinsælasta efnið sem býðst. Með þessu móti ætla Jap- anir sér að hraða útbreiðslu HG- sjónvarpsins, svo það lendi ekki í sama farinu og þegar bæði svart- hvítt sjónvarp og litsjónvarp kom- ust ekki í mikla framleiðslu og út- breiðslu fyrr en eftir óralangan að- lögunartíma markaðsins. Hver setur staðalinn? Það má nefna, að framleið- endur vandaðs sjónvarpsefnis um allan heim, sem gera ráð fyrir að það geti verið notað til sýninga í framtíðinni, hafa hætt að taka það upp á myndbönd, en snúið sér aft- ur að filmum, þar sem myndgæði eru langtum meiri. Slíkt tryggir að það verður enn markaðshæft við tilkomu HG-sjónvarps, þegar loð- mullan á myndböndum samtím- ans stenst cngan samanburð leng- ur. Evrópsk fyrirtæki reikna ekki með því að geta markaðssett HG- sjónvarpstæki fyrr en undir alda- mót. Evrópubandalagið reynir allt hvað það getur, m.a. með starfi í Eureka-95 áætluninni. Til að ná lögbundnum staðli á tæknibúnað- inn, svo að neytendur neyðist til að kaupa evrópsk viðtæki. En nú bendir allt til þess að Japanir muni eiga siðasta orðið um það hver ákveður bandaríska staðalinn og þar að auki eiga mestallt mynd- efnið sem í boði er. Evrópumenn munu senda í til- raunaskyni með HDTV-tækninni frá ólympíuleikunum í Barcelona 1992, en japanska ríkissjónvarpið NHK sendi með henni um gervi- hnött frá Seoul í Kóreu 1988 til 200 móttakenda í Japan. Hollywood mótmælir Innan Evrópubandalagsins hafa verið mikil fundahöld undan- farin misseri til að undirbúa laga- setningu sem hindraði innflutning á bandarísku sjónvarps- og kvik- myndaefni. Hollywood mótmælti formlega í síðustu viku þeim ráða- gerðum EB að loka á bandarískt sjónvarps- og kvikmyndaefni þegar innri markaður EB tekur giidi 1. jan. 1993. EB hefur hafn- að því að ræða innan GATT-við- ræðnanna ráðagerðimar um að setja kvótakerfi á innfiutning slíks efnis til Evrópu. 34 bandarískir öldungadeildarþingmenn hafa sent Cörlu Hills, viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna, bréf þess efnis að þeir muni berjast gegn GATT- samkomulaginu í desember ef sjónvarp og kvikmyndir verði ekki tekin með í samninginn. Jack Valenti, formaður Moti- on Picture Association of Amer- ica, benti á það sl. fimmtudag, að viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna í kvikmynda- og sjónvarpsefni gagnvart Evrópu væri Bandaríkj- unum nú hagstæður um 3 miljarða dollara á ári. Evrópubandalagið vildi hins vegar ekki taka slík við- skipti inn í GATT-umræðumar um ftjálsræði í viðskiptamálum og stefndi á lagasetningu um kvóta- kerfi sem takmarkaði innflutning bandarísks efnis til Evrópu á menningarlegum og þjóðlegum forsendum. Þama væri hins vegar frekar um það að ræða að þeir vildu gína yfir markaðnum sjálfir og efla innlenda framleiðslu með viðskiptahindrunum, og það sem verra væri, verða öðrum þjóðum heims fyrirmynd. Valenti sagðist ekki skilja að 1000 ára menning- ardýrð Frakka þyldi ekki banda- rísk áhrif og að ef „fáein atriði úr Dallas og Dynasty geti kollvarpað og skekið evrópska menningu, þá hefur hún verið svo illa grundvöll- uð að hún á ekki skilið að lifa af‘. ÓHT ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður A. Friöþjófsson. Aðrir blaöamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garöar Guöjónsson, Guömundur Rúnar Heiöarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.) Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (liósm.), Ólafur Glslason, Ragnar Kartsson, Sævar Guöbjómsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson. Auglýsingar: Sigrlöur Siguröardóttir, Svanheiöur Ingimundardóttir, Unnur Agústsdóttir. Afgreiöslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradótir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar: Slöumúla 37, Rvík. Simi: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Öddi hf. Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverö á mánuöi: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.