Þjóðviljinn - 28.11.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.11.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Bráðabirgðalögin Meirihlutinn tæpur Guðrún Helgadóttir: Ekki heimild í lögum að senda málið til umboðsmanns Vafi leikur á því hvort ríkis- stjórnin hefur meirihluta í neðri deild Alþingis til að sam- þykkja bráðabirgðalögin frá því í ágúst á kjarasamningana við BSRB. Eftir að þingsálykt- unartillögu Stefáns Valgeirs- sonar, SJF, um álit umboðs- manns Alþingis, var vísað frá, lýsti hann því yfir að hann myndi greiða atkvæði gegn lög- unum. Geir Gunnarsson, Abl., hefur einnig lýst því yfir að hann greiði atkvæði gegn lög- unum. í gær vildi Hjörleifur Guttormsson, Abl., ekki segja til um hvort hann myndi greiða atkvæði gegn lögunum eða sitja hjá, en hann hefur lýst síerkri andstöðu við lögin frá því áður en þau voru sett. Greiði allir þrir atkvæði gegn lögunum, sem og öll stjómarand- staðan, þá em lögin fallin á jöfn- um atkvæðum. Kvennalistakonur hafa lýst því yfir að þær munu greiða atkvæði á móti en Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagðist í gær ekki geta sagt til um hvemig flokkurinn myndi greiða atkvæði. „Það verður rætt þegar málið kemur úr nefnd,“ sagði Þorsteinn, en sú er hefðin. Snarpar umræður urðu um frávísunartillöguna á til- lögu Stefáns á mánudag. „Þeir vilja vísa þessu frá vegna þess að þeir þora ekki að fá svona álitsgerð,“ sagði Stefán Valgeirsson, en tillaga hans var þess efnis að fela forsetum Al- þingis að afla lögfræðilegs álits umboðsmanns á bráðbirgðalög- unum. „Það er aumingjaskapur að láta ekki kanna þetta mál a.m.k. í nefnd,“ sagði Stefán, en hann hafði áður mælt fyrir tillögu sinni. Það var Guðrún Helgadóttir, Abl., sem lagði til að þingsálykt- unartillögunni yrði vísað frá. Hún benti á að umboðsmaður Alþingis þyrfti ekki að hlíta boði Alþingis um álitsgerð um form og efni laga. Hún benti á að í reglum um umboðsmann kæmi fram að starfsvið hans næði ekki til starfa Alþingis né til dómsstarfa. Bráð- birgðalögin eru í meðferð þings- ins, í nefnd, og eins hefur BHMR höfðað mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur um stjómarskrár- gildi laganna. Umboðsmaður hef- ur lýst því yfír að hann fjalli ekki um atriði sem lagt hefur verið fyr- ir dómstóla. „Af þessu er ljóst að forsetar Alþingis hafa enga heim- ild í lögum til að fela umboðs- manni Alþingis að semja lög- fræðilegar álitsgerðir fýTÍr Al- þingi," sagði Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings. Friðrik Sophusson, Sjfl., sagðist sammála Guðrúnu í einu og öllu varðandi þetta mál, en málið snerist ekki um það, heldur hvort meirihluti væri á þingi fyrir bráðabirgðalögunum. Ami Gunn- arsson hvatti S*efán tii að draga sína tillögu til baka áður en frávísunartillagan kæmi til at- kvæða en það tók Stefán ekki í mál og krafðist nafnakalls. Það voru 28 þingmenn sem greiddu frávísunartillögunni atkvæði sitt en þrír vom á móti. Stefán, Kar- vel Pálmason, Alfl., og Skúli AI- exandersson, Abl., vom á móti en þingkonur Kvennalistans greiddu ekki atkvæði. -gpm Nvbúgreinar Krókódíllinn heillar r r Astralíumenn svara jyrirspurnum Islendinga um krókódílarækt að verður déskoti erfitt, en spennandi, segir Harry A Iþvðubandalagið Deilan ekki málefnaleg Þorbjörn Broddason: Komi menn sér ekki saman í Reykjavík er flokkurinn illa klofinn á um það hvemig stuðningsmenn skyldu skilgreindir. Við lögðum til að það yrði stofnaður 15 manna starfshópur. Þama töldum við að við væmm í fyrsta Iagi að gefa mönnum færi á að hittast og koma sér saman um það hvemig þátt- taka skyldi skilgreind og ýmislegt annað sem þyrfti að ræða. Þetta kusu ABR-menn að skilja sem svo að þama væri verið að opna allar gáttir og þegar þau skilaboð koma til Birtingar kjósa þeir að skilja það sem svo að ABR-menn séu óalandi og ófeijandi. Þannig að í báðar áttir leyfa menn sér túlkanir sem manni virðist gefa til kynna að það sé takmarkaður vilji til að vinna saman.“ Hvert félag á að skipa fimm menn í nefndina. Þorbjöm vildi leggja sérstaka áherslu á lokamálsgrein hug- myndar starfsháttanefhdar þar sem fram kemur að stjómir félag- anna skuldbindi sig til þess að niðurstöður 15 manna hópsins verði lagðar til grundvallar við röðun á lista. „Það er alls ekki ætlunin að Komi menn sér ekki saman um aðferð til að koma sam- an lista í Reykjavík þá er AI- þýðubandalagið illa klofið án þess að séð verði að það sé á málefnalegum forsendum, sagði Þorbjörn Broddason, for- maður starfsháttanefndar AI- þýðubandalagsins, varðandi ágreining Alþýðubandalagsins í Reykjavík og Birtingar um hvernig eigi að standa að forvali í Reykjavík, en þessi tvö félög starfa í borginni auk Æskulýðs- fylkingarinnar. „Starfsháttanefnd lagði fram ákveðna hugmynd um að efnt yrði til skoðanakönnunar þar sem stuðningsmönnum Alþýðubanda- lagsins væri boðið að taka þátt,“ sagði Þorbjöm. Eftir það ályktaði ABR að efnt skyldi til forvals fyr- ir flokksmenn og skipaði í kjör- nefnd. Birting ályktaði um sam- eiginlegan vettvang og tilnefndi fimm menn í nefnd starfshátta- nefndar. „í þessari hugmynd okkar,“ sagði Þorbjöm, „ er hvergi kveðið nokkurt þessara félaga afsali sér endanlegum rétti til að samþykkja eða hafha þeim lista sem kæmi út. Ég taldi að þama væru góðir og gildir fyrirvarar og menn væm þess vegna ekki að taka áhættu með því að leggja út á þessa braut,“ sagði Þorbjöm og bætti við að hann væri ekki úrkula von- ar um að það tækist að koma sam- an þessum 15 manna hópi og að hópurinn kæmi sér saman um for- val þar sem allir gætu sæmilega við unað. „Það er klofningur í flokkn- um, það þýðir ekki deila um það, og ef menn vilja að klofningnum linni, þá verða menn líka að bijóta aðeins odd af oflæti sínu til að geta talað saman og í rauninni gekk okkar tillaga í starfshátta- nefnd út á það að menn fyndu vettvang til þess að tala saman á ábyrgan hátt. Birting er búin að tilnefna á þennan vettvang og ég er bjartsýnn á það að ABR og Æskulýðsfylkingin séu fús til þess að gera það líka,“ sagði Þor- bjöm. -gpm Wessel, einn fremsti sérfræð- ingur heims um krókódíla og eldi þeirra, um þá hugmynd Is- lendinga sem hafa leitað ráð- gjafar hjá honum, að hefja krókódílaeldi hérlendis. Þessi orð lét Wessel falla i fyrradag á umfangsmikilli al- þjóðaráðstefnu um friðun dýra, sem nú er haldin í Perth í Ástralíu. Wessel, sem er prófessor við Sydney-háskóla, er hins vegar mjög hrifinn af málaleitan íslend- inga, þar eð hann er ákafúr tals- maður þess að friða krókódila í hinu náttúrulega vistkerfi þeirra og taka fremur upp eldi þeirra til framleiðslu á skinnum. Wessel er líkt við k vikmyndahetj una Krókódíla-Dundee og leggur áherslu á að krókódila eigi að ala í einskonar vatnsbeit, fremur en í eldisbúrum. Egg og ungar krókó- díla em þá tekin og alin í tjömum og kerjum. Hingað til hefur krókódílaeldi einkum verið stundað undir kvótakerfi í Afríkulöndum eins og Mósambík og Sambíu. Fyrir- spumir hafa borist til Ástralíu- manna víðs vegar úr heiminum varðandi tilhögun slíks eldis. Áð- ur fyrr tók það 6-7 ár að ala krókódíl i 4-5 feta lengd, en með tilkomu sérstaks fóðurs hefúr tím- inn styst niður í 18-24 mánuði. Og Wessel lætur þess getið að ís- lendingamir telji sig geta fóðrað krókódíla á fiskúrgangi. ÓHT Tónlistarslökun Síðasta námskeiðið i tónlist- arslökun fyrir jól verður haldið um næstu helgi, 30. nóvember og 1. desember. Aðaláherslan verður lögð á að Ieiðbeina fólki við að nota tónlist- ina á meðvitaðan hátt til að takast jafnóðum á við þær tilfinningar og streitu sem upp koma í daglega lífinu. Ámi Áskelsson slagverksleik- ari mun koma í heimsókn og spila fyrir þátttakendur og e.t.v. fleiri gestir. Leiðbeinendur eru tónlist- arkennaramir Helga Björk Grétu- dóttir og Minerva M. Haralds- dóttir. Skráning og allar frekari upplýsingar em í símum 91- 19871 og 92-27943. Klarinett á Háskólatónleikum Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klarinettuleikari mun koma fram á háskólatónleikum í Norræna húsinu í dag kl. 12.30. Á efnis- skránni em verkin Blik eftir Áskel Másson, Aubade eftir John A. Speight, Abime des Oiseaux, þriðji þáttur úr Quatour pour la Fin du Temps eftir Olivier Mess- iaen og að lokum þijú sólóstykki fyrir klarineft eftir Igor Stravin- sky. Vímulaus vellíðan Dr. Harvey Milkman heldur fyrirlestur um vímufíkn og alls- gáða vímu á Hótel Holiday Inn fostudaginn 30. nóvember kl. 14. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Natural High“ og fjallar um fikn mannsins i vímu og það sem kalla mætti „allsgáða vímu“ eða „vímulausa vellíðan". Með þessu er átt við það al- gleymisástand sem fólk getur náð við mikla líkamlega áreynslu og fleiri aðstæður, og hvemig þetta má nýta í baráttunni við vímu- efnavandann. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og er hann haldinn í tilefni opnunar meðferðarheimilisins Tinda í Iandi Móa á Kjalamesi. Öllum er heimill ókeypis aðgang- ur á fyrirlesturinn Þróunaraðstoð íslendinga Brú, félag áhugamanna um þróunarlöndin, Hjálparstoihun kirkjunnar, Jarðhitaskóli Samein- uðu þjóðanna, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Rauði kross ís- lands, Styrktarfélag Stofhunar Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Þróunarsamvinnustofhun íslands, boða til fúndar um Þróunaraðstoð íslendinga í Borgartúni 6 í kvöld kl. 20.30. Framsögumenn verða Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra og Ámi Gunnars- son alþingismaður. Pallborðsum- ræður með þátttöku stjómmála- manna er svara munu fyrirspum- um fúndarmanna. Aðgangur öll- um heimill. Kolaportið opið ásunnudögum Borgarstjóm hefúr heimilað að Kolaportið verði opið á sunnu- dögum ffarn að jólum. Þorláks- messa er þó undanskilin. Fram til þessa hefur Kolaportið verið opið á laugardögum en mikill áhugi hefúr verið á því að hafa það einn- ig opið á sunnudögum. Næsta sunnudag verður því Kolaportið í fyrsta skipti opið. Vélskóli fslands hélt upp á 75 ára afmæli sitt 3. nóvember sl. Margar góðar gjafir bárust skólanum I tilefni afmælisins, m.a. peningagjafir til kaupa á viðbótarbúnaði við vélarúmshermi skólans, tækjagjafir, bóka- gjafir o.fl. Forseti íslands, frú Vigdls Finnbogadóttir, var meðal gesta á hátíöarfundi skólans og Svavar Gestsson menntamálaráðherra var meðal ræðumanna. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.