Þjóðviljinn - 28.11.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.11.1990, Blaðsíða 12
J þjómnuiNN Miðvikudagur 28. nóvember 1990 225. tölublað 55. árgangur ■ SPURNINGIN ■ Heldur þú að krókó- dílarækt eigi framtíð fyrir sér á íslandi? Halldóra S. Sveinsdóttir bankastarfsmaður: Nei. Því það er alltof kalt hérna. Steinn Árni Ásgeirsson vélvirki: Nei, ég held nú ekki. Ja, mér finnst það fjarstæða, ég held að þeir geti ekki lifað hér. Nanna Guðbergsdóttir kassamær: Nei, ég held að það sé bókað mál. Það er algjör fjarstæða. Gísli Sigurðsson nemi: Nei. Ætli það sé ekki veðráttan sem hamlar. RAFRÚN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Tíföldun íBláa lóninu Ferðamál Hvergi í heiminum er hægt að bjóða upp á sambærilega aðstöðu til lækninga. Mynd: Jim Smart Reuter-fréttastofan lýsir feiknarlegum möguleikum hérlendis í ferðamennsku og heilsubótariðnaði ið þurfum að tífalda aðstöð- una við Bláa lónið, ef við eigum að geta annað eftirspurn næsta ár, segir Hinrik Grétars- son, forstjóri heilsubaðanna í Svartsengi, við fréttamann Reuter- fréttastofunnar sem ritaði fréttaskýringu um stað- inn og uppgang hans fyrir heimspressuna í gær. Um 80 þúsund manns hafa difið sér í Bláa lónið í ár og mest komu um 1400 manns á einum degi. Aðstaða í búningsherbergj- um er þar fyrir 172 í einu og 24 geta gist í hótelinu. Hinrik telur að Bláa lónið, sem var opnað 1981, og svipaðir staðir laði ílesta erlenda ferðamenn til Islands inn- an fárra ára og að hvergi í heimi sé unnt að bjóða upp á sambæri- lega aðstöðu til lækninga m.a á psoriasis, exemi og öðrum húð- sjúkdómum. Víðar á landinu sé hægt að koma upp „bláum lón- um“, en auk þess benda menn á að heilsubótarferðir til Dauða- hafsins hafi lagst af vegna ástandsins við Persaflóa og ferða- skrifstofur leiti að nýjum stöðum fyrir þá sem vilja leita bóta meina sinna með áhrifamiklum böðum. Lögð hafa verið drög að nýrri að- stöðu á svæðinu, með stærra hót- eli, veitingastað í glerpíramída og allsheijar heilsuræktarstöð. Franskir og japanskir aðilar hafa lýst áhuga sínum á að fjárfesta í fyrirtækinu, en auk þess að hefja snyrtivöruffamleiðslu úr jarðefti- um eins og kísli. Reuter/ÓHT Ný Bítilsplata Makka hnífur Paul McCartney, einn Bítl- an:,a gamalkunnu, sendi í gær frá sér plötu af tilefni í hönd farandi jóla og eru söng- textarnir þar hörð gagnrýni á 11 ára stjórnartíð Margaretar Thatcher, að sögn breska blaðs- ins Daily Mirror. Er þar sér- staklega fjallað um meðferð Thatcherstjórnar á sjúku fólki og heimilislausu. Fyrirsögn fréttarinnar í Daily Mirror um þetta er Macca the kni- fe (Makka hnífur), og mun sú sneið ætluð fráfarandi forsætis- ráðherra Breta. Er svo að sjá að með þessu sé verið að tengja hana við Makka hníf, þekkta persónu í Túskildingsóperu Bertolts Brechts. í fréttinni, sem er á forsíðu, segir að í texta við All My Trials (Allar mínar raunir), eitt laganna á plötunni, sé athyglinni beint að þjáningum Breta þeirra, sem neyðst hafa til að gera sér götum- ar að heimili og hið ríkisljár- magnaða heilsugæslukerfi hefur vísað frá undanfarin ár. Daily Mirror nefnir sem dæmi um af- leiðingar thatcherismans fyrir heilsugæslukerfið að á stjómartíð Thatcher hafi um 300 breskum sjúkrahúsum verið lokað. í viðtali við blaðið sagði McCartney, sem nú er 47 ára, að meðal þeirra rauna, sem átt væri við í textanum og leitt hefðu neyð yfir miljónir manna, væm atvinnuleysi, heimilisleysi og hmn heilsu- gæslukerfisins. Hann sagðist ekki taka neinn þeirra þriggja, sem keppa um að taka við forsætisráðherra- stólnum afThatcher, fram yf- ir hina. „Það sem ég vil um- fram allt annað er að umhyggjulausa renni skeið sitt á enda fljótt og mögulegt er,“ McCartney. Reuter/-dþ Hörð ádeila á meðferð Thatch- erstjómar á sjúku fólki og heimilislausu McCartney beinir athyglinni að þjáningum þeirra Breta, sem neyðast til að gera sér götumar að heimili Stmi 641012

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.