Þjóðviljinn - 29.11.1990, Page 12

Þjóðviljinn - 29.11.1990, Page 12
þlÓOVIUINN Fimmtudagur 29. nóvember 1990 226. tölublað 55. árgangur ... alla daga ARNARFLUG INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - simi 29577 ■ SPURNINGIN ■ Hiálparstofnun kirkiunnar Hvaða munað leyfir þú þér? Jón Valur Guömundsson flatbökumeistari og nemi: Það er erfitt að segja. Ætli það sé ekki bara lífið sjálft. Bryndís Skúladóttir kennari: Það er allskonar munaður. Helst sem flest. Ég leyfi mér að borða góðan mat. Og gera allt mögulegt til að gera lífið skemmtilegt. Einar Ágústsson blikksmiðjueigandi: Ég veit ekki hverju á að svara. Það er ósköp lítill munaður sem ég leyfi mér, það er helst kók og prins póló. Og einstaka sinnum líka bjór. Einar Guðlaugsson verkamaður: Ég fæ mér einstaka sinnum í glas. Og fer einstaka sinnum í leikhús, en aðalmunaðurinn eru hestar. RAFRÚN H.F. Smiöjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónosta Simi 641012 Minnt á hungruð börn í jólaatinu Árlegri landssöfnun, Brauð handa nungruðum heimi, hleypt af stokkunum á sunnudag. Baukar sendir inn á næstum hvert heimili í landinu ■ ' ■ I m ^ ' - i ■ yií HiAlPUM yiÐ KJALPUM VIÐ HJAIPUM VID HJAIPUM MIMÐUOK K,,*< .......................................................- HJAIPADU ÖKKUR! HJAlPAöUOKKUR! HMIP/SBUOKKUR! VIB HMPUM Htómouoxmi Jónas Þórisson, Margrét Heinreksdóttir og Jóhannes Tómasson á fundi sem Hjálparstofnun kirkjunnar hélt með blaðamönnum I gær. Mynd: Jim Smart. Hjálparstofnun kirkjunnar er þessa dagana að undir- búa árlega jólasöfnun sína: Brauð handa hungruðum heimi. 90 þúsund baukar ásamt gíróseðlum verða sendir inn á heimili landsmanna á næstu dögum. Söfnunin hefst formlega næsta sunnudag með aðventuhá- tíð í Hallgrímskirkju, að við- stöddum forseta Islands, forsætis- ráðherra og biskupi. Hjálparstofnun kirkjunnar minnir á að 40 þúsund böm deyja daglega vegna næringarskorts og sjúkdóma um leið og hún hvetur fólk til að láta eitthvað af hendi rakna. Til að kynna söfnunina hélt Hjálparstofnunin fund með blaða- mönnum í gær, þar sem Margrét Heinreksdóttir formaður, Jónas Þórisson framkvæmdastjóri og Jóhannes Tómasson ífæðslufúll- trúi sátu fyrir svörum og gerðu grein fyrir starfínu sem framund- an er. Að sögn þeirra safnast um 80 af hundraði þeirra peninga sem Hjálparstofnunin fær frá almenn- ingi á árinu í hinum árlegu jóla- söfnunum. A síðasta ári hafði stofnunin úr um 11 miljónum að moða. Þar af fóru 4 miljónir í inn- lent hjálparstarf, sem er óvenju- mikið. En stofnunin gaf 3 miljón- ir í byggingu íbúðarhúsa við dval- arheimilið Sólheima í Grímsnesi. Áhersla á konur og böm Verkefnin sem styrkja á í vet- ur eru mörg, má þar nefna 4,5 miljónir til að kosta ffamfæri og menntun 100 bama á munaðar- leysingjahæli á Indlandi og 3,5 miljónir sem renna til byggingar sjúkraskýlis í Suður- Eþíópíu. Þá ætlar stofnunin einnig að hjálpa nokkrum konum í fátækrahverfi í Nairobi í Kenýu að koma undir sig fótunum. Vandamál í Afríku er flutningur fólks úr sveitum í stórborgir, þar sem hvorki er vinnu né húsnæði að fá. Konur í fátækrahverfum vinna helst fyrir sér með vændi og bruggsölu. Hjálparstofnunin styrkir samtök sem vinna meðal þessara kvenna og aðstoðar þær við að sjá sér far- boða á annan hátt, m.a. með því að sauma fot. Það kostar 1000 krónur á mánuði að fæða, klæða og mennta munaðarlaust bam á Indlandi, og leitar stofnunin nú að 100 aðilum hér á landi sem reiðubúnir em að styrkja hana til að bæta líf jafn- margra indverskra bama. Fulltrúar Hjálparstofhunar kirkjunnar segja að lögð hafi ver- ið áhersla á smá og afmörkuð verkefni sem Islendingar geti sjálfir haldið utan um. Aætlað er að í heild verði varið um 12-13 miljónum króna í þau verkefni sem styrkt verða á þessum vetri. Auk jólasöfnunar verður Hjálparstofiiun kirkjunnar einnig með sölu á ffiðarkertum í desem- ber. BE Jónas Ámason, höfundur Dandalaveðurs, á góðri stund. Mynd: Jim Smart. Leikfélag Reykiavíkur Dandalaveður Nýtt leikrit eftir Jónas Arnason leiklesið í Borg- arleikhúsinu á sunnudag æstkomandi sunnudag kl. 16 verður leiklestur í Borg- arleikhúsinu á nýju leikriti eftir Jónas Árnason sem heitir Dan- dalaveður. Gunnar Gunnarsson dramtúrg Leikfélagsins segir umhverfi Dandalaveðurs vera sjávarþorp á einhveijum stað í Norður- Atl- antshafi milli striða. Útlendingur nokkur hefúr leigt sér einhverja staðfestu í þorpinu og leikritið fjallar um vangaveltur þorpsbúa um tilgang hans. Fólkið hefur áhuga á betri tækni sem beita má við fiskveiðar, og sprengjur koma einnig við sögu. Dandalaveður er fyrst og fremst húmoriskt og hlýtt eins og Jónasi er lagið, og mér finnst það vera besta leikritið sem hann hefur skrifað, sagði Gunnar. Það verður líka án efa sett upp í framtíðinni, hvort sem það verður hér eða annars staðar. Jón Sigurbjömsson leikstjóri hefúr undirbúið lesturinn, en ell- efú þekktir leikarar taka þátt í honum. Leiklesturinn á Dandalaveðri býðst aðeins einu sinni. Aðgangs- eyrir er 500 krónur, og er sunnu- dagskaffið innifalið. BE

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.