Þjóðviljinn - 08.12.1990, Page 9
AÐ HEiMAN UM HATIÐARNAR
Skatan með
Gísli Erlendsson tæknifræð-
ingur og kona hans Jónína Hjartar-
dóttir ætla að leggja land undir fót
um jólahátíðina og dvelja á Kan-
aríeyjum yfir hátíðamar.
Við fórum í hópferð til Kanarí-
eyja, ásamt þrettán ára dóttur okk-
ar, Huldu, og annarri dóttur okkar,
tengdasyni og lítilli dóttur þeirra,
en þau eru eiginlega að fara í brúð-
kaupsferðina, segir Gísli þegar
blaðamaður fór á fjörumar við þau
hjón til þess að fá að vita hvers
vegna þau fæm að heiman yfir jól-
in.
Gísli verður fimmtugur milli
jóla og nýárs, segir Jóna. Við erum
nýbúin að halda brúðkaup og svo
stendur ferming fyrir dyram í vor
þannig að okkur þótti nóg komið
af veisluhöldum á árinu og ákváð-
um að fara að heiman á afmæli
hans og halda upp á það erlendis.
Veislukvótinn er eiginlega
fúllnýttur þó að þessari afmælis-
veislu sé sleppt, bætir Gísli við. En
við eram alls ekki að reyna að
losna við íslenskt jólahald, siður
en svo, og má segja að við foram í
þessa hópferð í stað þess að fara á
eigin vegum, af því að við von-
umst til þess að svona jólahópferð
geti verið samheldnari en hópferð-
ir yfirleitt, og að fólk haldi nokkuð
hópinn á meðan á dvölinni stend-
ur.
Allir á stuttbuxum?
Aðspurð um áætlanir í sam-
bandi við jólahaldið sjálft, segja
þau það að sjálfsögðu munu verða
minna í sniðum þetta árið en ella,
þó að þau muni halda vissum ís-
lenskum jólasiðum.
Það er ástæðulaust að bera mat
með sér milli landa, segir Gísli, en
ég vil síður missa af skötunni á
Þorláksmessu.
Við tökum með okkur nokkrar
laufabrauðskökur og svolitinn
hangikjötsbita ásamt skötunni,
segir Jóna, og bætir við: Skatan
gefúrjólalyktina.
Og jólalög á snældu tökum við
líka með, bætir Gísli við.
Þau segja dótturina, Huldu,
ekki hafa verið of hrifna af hug-
myndinni fyrst i stað; hún hafi ótt-
ast að jólin yrðu ekki nógu jólaleg,
- allir bara á stuttbuxum.
Þama er náttúrlega 24 til 25
stiga hiti að jafnaði á þessum árs-
tíma svo að henni þótti ástæða til
að Ieggja sérstaka áherslu á að all-
ir yrðu að klæða sig uppá á að-
fangadagskvöld, og nú er hún far-
in að hlakka heilmikið til ferðar-
innar.
Til messu
Jóna segir þau aldrei hafa farið
svona burt um jólin fyrr, nema
hvað þau hafi verið erlendis á jól-
um á námsáram sínum í Noregi, -
en það var öðravísi, þá var maður
heima hjá sér, þó það væri ekki hér
heima á íslandi.
Þetta verður tilbreyting í
skammdeginu, segir Gísli um
ferðalagið. Þetta er svo langur tími
myrkurs héma. í Noregi snjóaði í
fjöll þannig að það varð aldrei al-
veg eins dimmt og verður hér í
skammdeginu. Jólin með öllum
sínum ljósum era nauðsynleg upp-
lyfting yfir vetrartímann.
Jól og áramót I sól og sumaryl. Gísli Eriendsson og kona hans Jónína
Hjartardóttir ásamt Huldu yngstu dóttur sinni og Rósönnu dótturdóttur
sinni, ætla ásamt foreldrum Rósönnu að halda jólin á Kanaríeyjum.
Þegar blaðamaður spyr hvað
þau ætli að gera sér til skemmtun-
ar yfir jólin, á Kanarieyjum, segja
þau bæði í einu að þau muni fara
til messu, þrátt fyrir það að þau
séu kannski ekkert sérstaklega trú-
uð.
Við erum alltaf vön að fara í
kirkju þegar við erum á ferðalög-
mn erlendis, bæði til að skoða
kirkjur og lika til að upplifa
messuhald annarra þjóða, segir
Gísli. Það er mjög merkilegt að
sækja kaþólska messu, og hátiða-
messur kaþólikka era stórar í snið-
um, hátíðlegar og skrautlegar og
mikil stemmning.
Svo verður sjálfsagt boðið upp
á ýmsar skoðunarferðir um ná-
grennið, segir Jóna, en við eram
samt aðallega að fara þetta til að
slappa af og hafa það gott.
Við verðum þama í tveimur
raðhúsum, og getum þar af leið-
andi haft alla okkar hentisemi.
Gísli bætir við, að þar eð dóttir
þeirra og tengdasonur séu að fara í
brúðkaupsferðina, hafi þau ákveð-
ið að fjölskyldumar byggju sín í
hvora lagi í ferðinni.
Annars era áreiðanlega ekki
margir feður sem geta státað sig af
því að fara í brúðkaupsferð með
dóttur sinni, segir hann glettnis-
lega.
En það verður tilbreyting að
fara þetta, og ef okkur líkar ekki
að vera svona að heiman um jól,
þá geram við það bara ekki aftur.
ing
Engilbert Glslason markaös-
stjóri hjá Ferðaskrifstofunni Atl-
antik: Mikið um einmana ein-
staklinga sem vilja komast burt
um hátlðarnar.
Að komast burt um jólin
Ferðalög um jól til útlanda,
og þá sérstaklega hópferðir á
suðrænar slóðir, eins og Kanarí-
eyjar, hafa færst i vöxt á undan-
fomum áram og margir sem
taka sig upp og breyta út af
hefðbundnu jólahaldi með því
að fara í slíkar ferðir um hátíð-
amar.
Ymsar ferðaskrifstofúr selja
í slíkar hópferðir og þegar leitað
var upplýsinga um þær varð
Engilbert Gíslason markaðs-
stjóri hjá Ferðaskrifstofúnni
Atlantik fyrir svöram.
„Það er allur gangur á því
hvers vegna fólk fer í þessar
ferðir yfir hátíðamar. Nokkuð er
um að litlar fjölskyldur, hjón
með eitt til tvö böm taki sig upp
og fari svona ferð, sumt jafnvel
árlega. Oft er það þá fólk sem
vinnur geysilega mikið og er í
sæmilegum efnum, en notar
þennan tíma til að bæta sér upp
skammdegið; kúpla sig alger-
lega út úr hringiðunni héma
heima og eiga góðar stundir
saman erlendis.
Sumir era einmana einstak-
lingar sem vilja komast burt um
jólin, eiga kannski ekki fjöl-
skyldur sem þeir geta verið hjá
eða aðstæður era einhvem veg-
inn þannig að þetta fólk kýs
frekar að fara burt. Það kynnist
öðram í hópferðunum og er inn-
an um margt fólk, sem er nokk-
uð sem getur verið mikils virði
fyrir þetta fólk.
Það er töluvert um slíkt fólk
í þessum ferðum, fólk sem á
ekki að neinu að hverfa héma
heima. Nokkuð er um sjómenn
líka, - um jólin er stærsti partur
flotans í landi, og einhleypum
sjómönnum finnst gjaman til-
valið að bregða undir sig betri
fætinum á þessum tíma, samlag-
ast stórum hópi fólks af báðum
kynjum og halda jól þannig.
Inn fyrir jólamúrana
Það er nú einhvem veginn
þannig að um jólin virðast allir
loka á eftir sér, fólkið hverfúr af
götunum, allt er lokað og iðandi
mannlífið hverfúr inn fyrir jóla-
múrana. Þá er alveg tilvalið fyr-
ir fólk sem er eitt á báti að fara
eitthvað svona og geta verið
innan um annað fólk.
Eldri maður sem ég þekkti,
sagði eitt sinn við mig að aldrei
hefði hann trúað því að hann
ætti eflir að halda jól í útlönd-
um. Hann var svolítið sérlund-
aður og vanafastur, en lenti eig-
inlega fyrir tilviljun í svona hóp-
ferð um jól. Honum fannst dá-
samlegt að borða hangikjöt í
sumarblíðunni og upplifa þessa
tilbreytingu sem ferðin var hon-
um.“
Aðspurður hvort það sé
svipaður fjöldi ár eftir ár sem fer
í þessar ferðir, segir Engilbert
að nokkur tröppugangur sé á
því.
„Ég held reyndar ekki að
fyrir því sé nein ein ástæða,
hvort margir fara þetta árið og
færri hitt, en þó má ætla að íjár-
hagslegar ástæður hafi úrslita-
áhrif hvað þetta varðar. Mér
hefúr líka virst að ef peningar
era í umferð i þjóðfélaginu og
kaupmáttur er góður, þá sé létt-
ara yfir fólki, það skellir sér bara
út yfir jólin, í stað þess að hanga
alltaf í sömu hjólforanum. Þá
höfðar tilbreytingin meira til
fólks en á tímum þegar það þarf
að velta hverri krónu.“
Engilbert sagði það mjög al-
gengt, allt að því fasta reglu, að
fólk tæki með sér hangikjöt, og
oft væra Ora grænar baunir með
í for líka.
„Mörgum finnst engin jól
vera, ef þeir fá ekki hangikjöt
með grænum baunum og hvítri
sósu um jólin. Þó það borði
ijúpu, eða einhveijar steikur, þá
er hangikjötið alltaf eins og
punkturinn yfir iið. Mikið annað
held ég ekki að fólk fari með af
mat, nema auðvitað fólk sem fer
um jól að heimsækja ættingja
hér og hvar um heiminn. Það fer
með mikið af mat með sér,“
sagði Engilbert að lokum.
ing
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9