Þjóðviljinn - 11.12.1990, Síða 1
Þriðjudagur 11. desember 1990 — 233. tölublað 55. árgangur
Frystitogarar
Yf irvigtin er staðreynd
Veiðieftirlitið: Dœmi um þriggja og hálfs kílós yfirvigt hjá frystitogara í tuttugu og sex kílóa afurðapakkningum
með umbúðum
gir Ólafsson, veiðieftirlits-
maður hjá Veiðieftirliti
sjávarútvegsráðuneytisins,
sagði við Þjóðviljann í gær að
dæmi væru um allt að 3,5 kílóa
yfirvigt hjá frystitogara með
umbúðum og í því tilfelli hefði
afurðapakkningin verið 29,5
kíló, en ætti að vera 26 kíló. Það
þýðir að viðkomandi yfirvigt
hafi numið allt að 13,5% með
umbúðum.
I umræddum pakkningum eru
umbúðimar íjórar pappaöskjur í
pappakassa sem vegur innan við
eitt kíló. Að því ftádregnu hefur
viðkomandi yfirvigt numið ná-
lægt 10%.
Yfírvigt hjá frystitogurum
kom til umræðu á Alþingi í gær í
utandagskrárumræðu sem Krist-
inn Pétursson Sjálfstæðisflokki
óskaði eftir. í þeim umræðum
fúllyrti Halldór Asgrimsson sjáv-
arútvegsráðherra að umfjöllun
Þjóðviljans um málið sl. laugar-
dag væri röng og ekki hefði verið
rétt haft eftirÆgi Ólafssyni veiði-
eftirlitsmanni í blaðinu.
Það sem haft var eftir Ægi í
Þjóðviljanum sl. laugardag var
rétt, enda staðfesti hann það í
samtali við blaðið í gær að dæmi
væm um allt að 13,5% yfirvigt
með umbúðum á 26 kílóa pakkn-
ingum.
I umræðunum á Alþingi kom
fram í máli Skúla Alexandersson-
ar, þingmanns Alþýðubandalags-
ins, að þorsknýtingarhlutfall hjá
Frá mótmælum loðdýravina f gær. Mynd Kristinn.
Loðdýravinir
Mótmæla sýningu á loðfeldum
þeir voru eindregið hvattir til að
hunsa sýninguna.
I áskomninni vom gestir
hvattir til að sýna gott fordæmi og
kaupa engar loðkápur né aðrar af-
urðir „sem þessi sorglegi iðnaður
elur af sér með mjög svo ómann-
úðlegum vinnuaðferðum sínum,“
einsog segir orðrétt í áskoruninni.
Þá segir að undanfarin ár hafi
miljónir dýravina um allan heim
tekið höndum saman Um að hætta
að kaupa loðkápur og aðrar loð-
feldsafurðir.
„Því aðeins og eingöngu
þannig getum við stuðlað að því
að þessari helfor loðdýranna um
allan heim í dag linni,“ segir í
áskomninni.
Ekki er vitað til að neinn gest-
anna hafi orðið við áskomn loð-
dýravina og snúið frá sýningunni.
-Sáf
Nokkrir loðdýravinir söfnuð-
ust saman fyrir utan Hótel
Sögu í gær til þess að motmæla
tískusýningu á fatnaði úr loð-
skinnum. Þeir afhentu gestum
sýningarinnar áskorun þar sem
Heimsfréttir
Gísli kemur heim á morgun
Gísli Sigurðsson lœknir heimildamaður frétta Reuters, sem bárust um
heim allan um helgina
Gísli Sigurðsson læknir er nú
laus úr haldi íraksstjórnar
og kemur heim til íslands á
morgun. Hans var getið í frétt-
um víða um helgina, en frásagn-
ir hans af ástandinu í Kúvæt
hafa vakið heimsathygli.
Bima Hjaltadóttir, eiginkona
Gísla, hélt til Lundúna í gær til að
taka á móti á móti honum.
í fréttaskeyti Reuters er haft
eftir Gísla að böm deyi á sjúkra-
húsum í Kúvæt vegna skorts á
starfsfólki, vegna þess að það hef-
ur flúið unnvörpum úr landi. Ekk-
ert mun vera hæft í þeim fregnum
að íraskir hermenn taki ungaböm
úr hitakössum og skilji þau eftir til
að deyja. Hins vegar ber Gísli her-
mönnum ljóta söguna. Segir hann
þá skjóta á vegfarendur á götum
úti að ástæðulausu, og hafí verið
komið með þrjá til tíu helsærða
Kúvætbúa dag hvern á sjúkrahúsið
þar sem hann starfaði. Veigmðu
hermenn sér ekki við að skjóta á
böm, og helöi hann orðið vitni að
því að komið væri með böm niður
í eins árs með skotsár í bijósti á
sjúkrahúsið.
Gísli er sá vestrænna manna
sem hvað lengst hefúr starfað í
Kúvæt eftir innrásina, og einn
þeirra sem síðast yfirgefúr landið.
Hann hefur því orðið vitni að
ýmsu sem áhugavert þykir bæði
hér heima og erlendis. Ekki hefur
dvöl hans verið þægileg síðustu
mánuði, því að frá þvi að Irakar
lögðu Kúvæt undir sig hefur hann
verið handtekinn ellefu sinnum.
Reuter/BE
frystitogara þar sem unnin em
þorskflök, roðflett og beinlaus, sé
aðeins um 37%. Þessar upplýs-
ingar Skúla em fengnar úr um-
reikningsstuðlum sjávarútvegs-
ráðuneytisins til notkunar í ár.
Til að stemma stigu við þess-
ari yfirvigt hjá frystitogumm, svo
þeir geti ekki aflað meira en sem
nemur úthlutuðum veiðiheimild-
um, er rétt óútkomin reglugerð
þar að lútandi. -grh
Morgunblaðið
Þorsteinn
vildi
ritskoðun
Agnes Bragadóttir, blaða-
maður á Morgunblaðinu, tók
langt viðtai við Þorstein Páls-
son, formann Sjálfstæðisflokks-
ins, í lok síðustu viku. Viðtal
þetta átti að verða burðarefni í
Sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins. Viðtalið birtist hinsvegar
aldrei.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans var Agnes mjög aðgangs-
hörð í viðtalinu og leyfði Þor-
steini ekki að víkjast undan eins-
og honum er lagið. Þorsteini mis-
líkaði þetta og fór ffarn á það við
ritstjóra Morgunblaðsins að hann
og Agnes umrituðu viðtalið í
sameiningu. Agnes tók það hins-
vegar ekki í mál.
Niðurstaðan varð því sú að
viðtalið er enn óbirt og birtist
sennilega aldrei, þannig að les-
endur Morgunblaðsins verða að
bíða eftir skýringum formanns
Sjálfstæðisflokksins á atburðarás-
inni, þegar þingflokkur Sjálfstæð-
isflokksins ákvað að greiða at-
kvæði gegn bráðabirgðalögunum.
-Sáf
13 dagar
Lára
þennan jólasvein, sem er á leið til
byggða, en einsog þið vitið krakkar
þá kemur fyrsti sveinninn til byggða
á morgun.