Þjóðviljinn - 11.12.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR
Bráðabirgðalögin
Hörmuleqt dæmi
um si
Jón Steinar Gunnlaugsson á ráðstefnu um siðferði stjórnvalda: Bráða-
birgðalögin standast ekki stjórnarskrá. Eiríkur Tómasson lögfræðingur:
Lögin eru gróft dœmi um siðferðisbrest í íslenskum stjórnmálum
Bráðabirgðalögin á kjara-
samning BHMR eru eitt
hörmulegasta dæmið í langan
tíma um siðlausan framgang
stjórnmálamanna, sagði Jón
Steinar Gunnlaugsson lögfræð-
ingur meðal annars á ráðstefnu
um siðferði stjórnvalda sem
haldin var í gær, á mannrétt-
indadegi Sameinuðu þjóðanna.
Bandalag háskólamanna og
Bandalag háskólamenntaðra rík-
isstarfsmanna efndu til ráðstefn-
unnar.
Eiríkur Tómasson lögfræð-
ingur tók í sama streng og Jón
Steinar og sagði bráðabirgðalögin
vera gróft dæmi um siðferðisbrest
í íslenskum stjómmálum.
- Það þarf að gera skýran
greinarmun á leikreglum lýðræð-
isins og markmiðum sem stefnt er
að. Ef þessu er blandað saman er
voðinn vís, sagði Eiríkur.
Hann sagði jafhframt að sér
virtist það ríkjandi viðhorf hjá ís-
Ienskum stjómmálamönnum að
tilgangurinn helgaði meðalið.
Eiríkur og Jón Steinar vom
sammála um að bráðabirgðalögin
sem ríkisstjómin setti þriðja ágúst
síðast liðinn bijóti gegn því
ákvæði stjómarskrár að brýna
nauðsyn verði að bera til ef setja
MR
Röskun prófa mótmælt
tjórn Skólafélags Mennta-
skólans í Reykjavík mót-
Sauðkrœkingar:
Mótmæla
Skúla
Fiskiðjan Sauðárkróks hefur
sent frá sér fréttatilkynningu þar
sem fram koma mótmæli fyrirtæk-
isins við ummælum Skúla Alexand-
erssonar á Alþingi á dögunum.
Skúli fjallaði þar um kaup stórra út-
gerðarfyrirtækja á smábátum í því
skyni að komast yfir kvóta, og að
þau nýttu sér opinbera aðstoð í
þessu skyni og mun Skúli hafa nefht
Fiskiðjuna í þessu sambandi. Einar
Svansson, framkvæmdastjóri Fisk-
iðjunnar, tekur fram að fyrirtækið
hafi aldrei þegið styrki af almanna-
fé og aldrei hafi neinar skuldbind-
ingar verið felldar niður hennar
vegna. hágé.
mælir því að skólahald raskist
sí og æ vegna kjaradeilna. Hún
mótmælir því að þeim fimm ára
stöðugleika í skólahaldi sem
kostaði langt verkfall sé ógnað.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu
sem stjóm skólafélags MR sendi
frá sér í gær. Yfirlýsingin er sam-
þykkt vegna röskunar á auglýstri
prófiöflu, sem veldur því að próf-
um lýkur degi síðar en áætlað var.
Þetta kveður stjóm skólafélagsins
hafa í for með sér röskun og
óþægindi fýrir nemendur.
Stjómin telur að nemendum
sé sýnt virðingarleysi með deilum
BHMR og ríkisins, en vill taka
fram að hún tekur ekki opinbera
afstöðu til einstakra deilumála
þessara aðila.
Með fimm ára stöðugleika í
skólahaldi á stjómin við þann
samning sem Olafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra gerði
við BHMR í fýrravor og átti að
gilda i fimm ár.
-gg
eigi bráðabirgðalög.
Jón Steinar sagði lögin hafa
verið sett á gmndvelli þeirrar trú-
ar ríkisstjómarinnar að dómstólar
myndu ekki úrskurða um nauðsyn
á setningu laganna, en hann sagð-
ist ekkert sjá þvi til fýrírstöðu að
dómstólar gerðu einmitt það.
Þeir sem halda því ffam að
brýna nauðsyn hafi ekki borið til
benda meðal annars á að allar for-
sendur málsins hafi legið fyrir á
meðan þing sat á síðast liðnu vori.
Jón Steinar rakti aðdraganda
bráðabirgðalaganna frá því fjár-
málaráðherra skrifaði undir
samninginn við BHMR í maí
1989 og sagðist telja málið allt
með hreinum ólíkindum.
Jón Steinar sagðist einnig
telja að bráðabirgðalögin brytu
gegn 67. ákvæði stjómarskrárinn-
ar, sem kveður á um vemdun á
eignarrétti manna.
Hann benti á nokkur dæmi
önnur um það hvemig ákvarðanir
stjómvalda ganga í berhögg við
stjómarskrá, að hans mati, jafnvel
eftir að hæstiréttur hefur fellt for-
dæmisgefandi dóma um það efni.
Til dæmis um þetta nefndi hann
lög þar sem löggjafinn hefur
framselt vald sitt, meðal annars
vald til skattlagningar, til fram-
kvæmdavaldsins.
Auk þeirra Eiríks og Jóns
Steinars höfðu Atli Harðarson
heimspekingur og Guðrún Agn-
arsdóttir læknir, fýrrverandi al-
þingismaður, framsögu á ráð-
stefnunni í gær.
Guðrún fjallaði um trúnaðar-
brest þann sem hún telur hafa
myndast milli almennings og
stjómvalda og vék að lokum að
bráðabirgðalögunum um kjara-
samning BHMR.
Hún sagðist telja að með Iög-
unum hefði ríkisstjómin vanvirt
Alþingi og dómstóla og brotið
rétt á launþegum.
-gg
Guðrún Agnarsdótir, Páll Halldórsson og Solveig Ásgrlmsdóttir á fundi
BHMR og BHM í gær. - Mynd: Kristinn
Hafnarfiörður
Fógeti daufheyrist
við oskum bæjarráðs
Már Pétursson bæjarfógeti sinnir ekki erind-
um bæjarráðs um að þungaflutningar um
Lækjargötu verði stöðvaðir
Rafti við Þjóðviljann.
Lækjargata er fjölfarin. Þar í
nágrenninu er skóli og ýmis þjón-
usta og því em þungaflutningar
ffá höfninni þymir í augum bæj-
aryfirvalda.
Þau vilja beina flutningabíl-
um eftir Ásbraut og út á Keflavík-
urveg. Ásbrautin var einmitt lögð
á sínum tima til þess að létta á
umferð um miðbæinn.
Rætt hefúr verið óformlega
við vörubílstjóra um þetta, en án
árangurs.
Bæjaryfirvöld hafa þrengt
Lækjargötuna og sett upp hraða-
öldur í þeim tilgangi að draga úr
umferð vömflutningabíla, en ár-
angur af því hefur ekki orðið
vemlegur, að sögn Gunnars
Rafhs. Nú er þvi fýrirhugað að
grípa til annarra ráða til þess að
leysa vandann. -gg
Bæjarráð Hafnarfjarðar hef-
ur ítrekað beint því til Más
Péturssonar, bæjarfógeta í
Hafnarflrði, að banna þunga-
flutninga um Lækjargötu, en
fógeti hefur í engu sinnt því. Að
sögn Gunnars Rafns Sigur-
björnssonar bæjarritara hyggj-
ast bæjaryfirvöld nú leita ann-
arra ráða til þess að beina
þungaflutningum frá miðbæn-
um.
Rúmt ár er liðið síðan bæjar-
ráð beindi því til fógeta að leggja
bann við þungaflutningum um
Lækjargötu og fylgja því eftir
með lögregluaðgerðum. Tilmælin
vom ítrekuð nýlega, en fógeti hef-
ur ekkert aðhafst.
- Það er ekki laust við að bæj-
aryfirvöld séu þreytt á þessu að-
gerðaleysi. Það er ófremdarástand
á Lækjargötunni, segir Gunnar
íslandsbanki með
óbleiktan pappír
íslandsbanki hefur tekið í
notkun umslög sem em úr
óbleiktum pappír, en með því vill
bankinn leggja sitt af mörkum til
náttúmvemdar
Jólin koma
Nú stendur yfir sýning á frummyndum
Tryggva Magnússonar við kvæði Jóhannesar úr
Kötlum. Sýningin stendur fram á þrettándann í
anddyri Safnahússins við Hverfisgötu á opnun-
artíma safnsins kl. 9 til 19 mánudaga til fostu-
daga og kl. 9 til 12 á laugardögum.
Kvöldlokkur á jólaföstu
Blásarakvintett Reykjavíkur
gengst fýrir árlegum tónleikum
sínum á jólaföstu í kvöld kl. 20.30
í Seltjamameskirkju. Fluttar
verða serenöður efiir Mozart,
Beethoven og Blaze.
Fram-
kvæmda-
stjórn Lista-
hátíðar
Fulltrúaráð
Listahátíðar í
Reykjavík hefúr
kjörið nýja fram:
kvæmdastjóm. í
stjóminni em Atli
Heimir Sveinsson
tónskáld, Sjón
(Siguijón B. Sig-
urðsson) rithöfund-
ur, Selma Guð-
mundsdóttir píanó-
leikari, kosin af
fulltrúaráðinu, Val-
garður Egilsson
læknir, tilnefndur af
Reykjavíkurborg og Helga Hjörv-
ar skólastjóri, tilnefnd af mennta-
málaráðuneytinu og verður hún
jafnframt formaður. Listahátíð
verður næst haldin árið 1992, en
kvjkmyndahátið Listahátíðar
verður haustið 1991.
Risaeðlan með tónleika
I tilefni af því að hljómsveitin
Risaeðlan tekur ekki þátt í jóla-
plötuflóðinu verður hún með tón-
leika á Hótel Borg kl. 23.30 nk.
fostudagskvöld. Þetta em fýrstu
opinbem tónleikar sveitarinnar
Aðventutónleikar Kórs Rangæingafélagsins
Kór Rangæingafélagsins í Reykjavík heldur aðventutónleika ann-
aðkvöld, miðvikudag 12. desember, kl. 20.30 í Seljakirkju. Stjómandi
kórsins er Elín Ósk Óskarsdóttir. Einsöngvarar á tónleikunum verða
þau Elín Ósk og Kjartan Ólafsson, en hljóðfæraleik annast Þóra Fríða
Sæmundsdóttir, Ingibjörg Lámsdóttir, Maríanna Másdóttir og Kjartan
Ólafsson.
hér á landi í tæpa sex mánuði.
Sérstakur heiðursgestur verður
hljómsveitin Affódída. Miðaverð
kr. 850.
Jólafundur Kvenfélags
Kópavogs
Jólafúndur Kvenfélags Kópa-
vogs verður haldirtn 13. desember
kl. 20.30 í Neðri sal. Sr. Ægir Sig-
urgeirsson flytur jólahugvekju og
nemendur frá Tónlistarskóla
Kópavogs syngja. Heitt súkkulaði
og smákökur bomar fram.
Sovésk bókasýning
íMÍR
í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg
10 stendur yfir sovésk bókasýn-
ing þessa viku. Sýningin er opin
frá 17 til 19. Á meðan á bókasýn-
ingunni stendur verða sýndar
kvikmyndir í bíósalnum Vatnsstig
10. í dag kl. 18 verður Anton
Tsékov á dagskrá, Á sama tíma á
morgun Fjodor Dostojevskí, Á
sama tíma fimmtudag Vladimír
Majakovskí og á fóstudag kl. 18
Þegar kósakkar gráta, saga eftir
Sholokhov. Aðgangur er ókeypis.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. desember 1990