Þjóðviljinn - 11.12.1990, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.12.1990, Síða 3
FRETTIR Siávarútvegur Undir smásjá útlendinga Ríkismatið: Svo getur farið að EB og Bandaríkin geri kröfu um úttekt á íslensku heilbrigðis- og gæðaeftirliti með veiðum og vinnslu Aður en langt um líður getur svo farið að íslenskur sjáv- arútvegur og eftirlitsstofnanir hans þurfi að vera undir það búin að standast nákvæma skoðun bandarískra og evr- ópskra eftiriitsstofnana og að- laga sig að nýjum vinnubrögð- um og breyttum kröfum. Frá þessu er greint í síðasta fréttabréfi Rikismats sjávaraf- urða. Þar kemur fram að í Banda- ríkjunum og Evrópubandalaginu séu komnar fram tillögur um að efla til muna eigin heilbrigðis- og gæðaeftirlit með veiðum og vinnslu. Þar er gert ráð fyrir því, að útflutningslönd eins og ísland uppfylli að minnsta kosti sam- bærilegar opinberar kröfur um heilnæmi og gæði sjávarafurða. Samkvæmt tillögu fram- kvæmdastjómar EB verður inn- flutningur þangað frá löndum ut- an EB háður tilteknum skilyrð- um, þar sem m. a. er gert ráð fyrir sérstakri úttekt á aðstæðum við framleiðsluna og eftirlit með henni. Ennfremur er lagt til að heilnæmisvottvorð fylgi öllum fiskafurðum sem fluttar eru út til Framfœrsluvísitalan 5% EB og á hverri vörueiningu sé sérstakt auðkenni eða leyfisnúm- er svo hægt verði að rekja vöruna til framleiðandans. Á Bandaríkjaþingi em til um- fjöllunar lagafrumvörp sem gera ráð fyrir sérstöku eftirliti á inn- fluttum fiskafurðum. í einu þeirra er m. a. lagt til að óski land eins og ísland eftir því að flytja þang- að sjávarafurðir, þá skuli lagt mat á eftirlitskerfi þess með tilliti til hreinlætis, hollustu, gæða, mis- munandi tegunda sjávarfangs, efhaleyfa og annarra slíkra þátta. Við matið skal taka tillit til þess hvort kröfur sem gerðar era og þau mörk sem sett era, séu að minnsta kosti hliðstæð bandarísk- um reglum. Sé svo, og bandarísk- um eftirlitsaðilum sé jafhffamt veitt heimild til að ffamkvæma nauðsynlegt eftirlit í viðkomandi landi, þá skal gefa út yfirlýsingu um að það fullnægi settum skil- yrðum. -grh Hópur rithöfunda og fræðimanna, sem tilnefndir voru til Islensku bókmenntaverðlaunanna f Listasafni Islands (gær. Mynd: Jim Smart. Fimmtán tilnefningar Dómnefndir tilnefndu í gær þær bækur úr flokki fagurbókmennta og frœðirita, sem koma til álita til Islensku bókmenntaverðlaunanna 1990 verðbólga Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala framfærslukostn- aðar hækkað um 1,2% og jafn- gildir sú hækkun 5% verðbólgu á heilu ári. En síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala fram- færslukostnaðar hækkað um 7,2%. Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu ffamfærslukostnaðar miðað við verðlag í desember- byijun. Reyndist hún vera 148,6 stig eða 0,3% hærri en í nóvem- ber.Af einstökmn verðhækkunum má nefna að 2,7% hækkun á áfengi og 2,2% hækkun á tóbaki í nóvember olli tæplega 0,1% hækkun. Verðhækkun ýmissa annarra vöra- og þjónustuliða olli um 0,4% hækkim á vísitölunni, en á móti lækkaði verð á matvöram um 1,1% sem olli um 0,2% lækk- un á vísitölu framfærslukostnaðar. -grh Kvennalistinn Ingibjörg Sólrún efst Iw gær tilkynntu dómnefndir hvaða bækur þær hefðu val- ið úr flokki fagurbókmennta og annarskonar bókmennta til að koma til greina þegar þær bæk- ur verða valdar sem hljóta Is- lensku bókmenntaverðlaunin snemma á næsta ári. Eru reglumar nú þær að bók- um er skipt í tvo flokka, fagur- bókmenntir annars vegar og hins vegar fræðirit, handbækur eða annarskonar bókmenntir. Tvær dómnefndir vora skipaðar sem skyldu velja sjö bækur sín úr hvoram flokki. Nefnd sú er valdi fagurbók- menntir kaus að tilnefna átta í þetta skipti, og era þær eftirfar- andi: Frá Máli og menningu, Veg- urinn upp á fjallið eftir Jakobínu Sigurðardóttur, Hversdagshöllin Bókmenntaverðlaun eflir Pétur Gunnarsson, Svefh- hjólið eftir Gyrði Elíasson og ljóðabókin Einn dag enn eftir Kristján Ámason. Frá Forlaginu vora tilnefndar bækumar Nautna- stuldur eftir Rúnar Helga Vignis- son og Á meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur. Önnur skáldsaga Steinunnar Sigurðar- dóttur, Siðasta orðið, gefin út hjá Iðunni, var ennfremur tilnefhd, og skáldsaga Kristínar Loftsdóttur, Fótatak tímans, sem Vaka-Helga- fell gefur út. Þær sjö bækur sem valdar vora og flokkast undir fræðirit, handbækur og annarskonar bók- menntir era: íslenska alfræði- orðabókin, ritstjórar era þær Dóra Hafsteinsdóttir og Sigriður Harð- ardóttir, Öm og Örlygur gefa ritið út. Hraunhellar á Islandi eftir Bjöm Hróarsson og Perlur í nátt- úra íslands eftir Guðmund Pál Ól- afsson, Mál og menning gefur bækumar út. Skálholt II eftir Hörð Ágústsson, gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi, Islensk samtíð eftir Vilhelm G. Kristins- son, Vaka-Helgafell gefur hana út, Islenska kynlífsbókin eftir Ótt- ar Guðmundsson, Almenna bóka- félagið gefur út, og að lokum Is- lenskar fjörar eftir Agnar Ingólfs- son, sem bókaútgáfan Bjallan gefiir út. Lokadómnefnd svokölluð mun síðan skera úr um hvaða tvær bækur, sín úr hvoram flokki, hljóta þann heiður að verða valdar bestu bækur ársins 1990, að mati nefhdarinnar. En menn verða að bíða þolinmóðir þar til í febrúar eftir þeim úrslitum. BE r Islandsdeild IFE Grímsey Sextán miljónir á borðið Smábátur með kvóta seldur til Isajjarðar Útgerðarfyrirtækið Gunn- vör hf. á Isafirði greiddi á dög- unum sestán miljónir króna á borðið fyrir smábát og kvóta úr Grímsey, en fyrirtækið gerir út frystitogarann Júlíus Geir- mundsson ÍS. Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, segir að þessi sala á bátnum og kvótanum sé bein af- leiðing af því hvað kvótaúthlutun sjávarútvegsráðuneytisins til við- komandi báts var lítil en báturinn var á banndagakerfinu. Þorlákur segir að af sömu ástæðu geti svo farið að fleiri bátar verði seldir frá eynni. Á sunnudag fundaði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra með smábátasjómönnum í Gríms- ey þar sem þeir lýstu yfir óánægju sinni með kvótaúthlutunina sem að öllu óbreyttu mundi rýra kjör þeirra flestra allveralega sem og alls sveitarfélagsins. Ráðherra sagði að vissulega væra heimamenn háðari afla- brögðum en flest önnur byggðar- lög í landinu og að það mundi ekki standa á honum að hlusta á tillögur sem miðuðu að því að þessi sérstaða þeirra væri viður- kennd. -grh Bensín Lægri tolla lengur Þingnefnd leggur til að tímabundin lækkun á toll- um á bensíni gildi til loka febrúar á næsta ári Fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar Alþingis leggur til að frumvarpi um tímabundna lækkun á tollum af bensíni verði breytt þannig að lækkun- in gildi til 28. febrúar 1991 í stað ársloka. Eftir að bensínverð snarhækk- aði vegna átakanna við Persaflóa ákváðu stjómvöld í október að flytja frumvaip á Alþingi þess eftiis að tollar á bensíni hækkuðu ekki í krónutölu þrátt fyrir hækk- andi innflutningsverð. Þetta var gert í anda svokallaðrar þjóðar- sáttar. Þá var talið að heimsmark- aðsverð myndi lækka til muna þar sem um spákaupmennsku væri að ræða og hefur það að hluta gerst. Nú Ieggur þingnefndin þó til að lækkunin verði framlengd um tvo mánuði. Án lækkunar er tollur af bens- íni 50 prósent og þýðir lækkunin að tollurinn verður 30-35 prósent. Þetta þýðir að ríkissjóður verður fyrir um 50 miljóna króna tapi á mánuði vegna lækkunarinnar þrátt fyrir hærri tekjur vegna hærra verðs, segir í greinargerð frumvarpsins. -gpm Aukin þekking og bættar aðferðir Ingbjörg Sólrún Gísladóttir Ienti í fyrsta sæti í forvali Kvennalistans í Reykjavík, en Kvennalistinn tilkynnti hverjar hefðu lent í fimm efstu sætun- um á laugardaginn, og var kosning þeirra bindandi. I öðra sæti varð Krístín Ein- arsdóttir sem á sæti á Alþingi, og önnur alþingiskona Guðrún J. Halldórsdóttir Ienti í fjórða sæti. Kristín Ástgeirsdóttir lenti í þriðja sæti og Sigríður Lillý Baldurs- dóttir í því fimmta. Valið var um tólf konur er urðu efstar í fyrri umferð forvalsins. -gpm Fyrr á þessu ári var stofnuð Islandsdeild IFE (Instituti- on of Fire Engineers) sem kem- ur líklega til með að ganga und- ir nafninu Brunatæknifélag Is- lands. Tilgangur félagsins er að auka þekkingu og bæta aðferðir við slökkvistarf, brunavarnir og brunahönnun og aila aðra þætti sem snerta forvarnir og afleiðingar bruna. Hér er um að ræða félag allra þeirra, sem vinna á einn eða ann- an hátt að brunamálum, slökkvi- liðsmenn, hönnuði, rannsóknar- lögreglumenn, framleiðendur og seljendur brunavamabúnaðar, lækna, hjúkranarfólk, starfsmenn tryggingafélaga og svo mætti lengi telja. IFE deildir era starf- andi í 31 landi. íslandsdeildin mun halda um sex fundi á ári og er þess vænst að starfsemi félagsins verði til að auka þekkingu og gagnkvæman skilning þeirra sem starfa á sviði brunamála og umffarn allt að fé- lagið skapi tengsl og verði vett- vangur fyrir skoðanaskipti meðal þeirra sem að þessum málum starfa. Næsti fundur félagsins verður miðvikudaginn 12. desember kl. 17 í fundarsal á 2. hæð í Verslun- arskóla íslands. Hrólfur Jónsson varaslökkvi- liðsstjóri mim kynna notkun tölva og AUTOCAD í slökkviliðsbíl- um, nýjan ffágang teikninga með tilliti til slökkvistarfs og slökkvi- áætlanir byggðar á hönnun húsa. -Sáf Þriðjudagur 11. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.