Þjóðviljinn - 11.12.1990, Side 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Kosninga-
undirbúningur
í Reykjavik
í Reykjavík hafa undanfarið staðið yfir viðræður milli
fulltrúa frá félögum Alþýðubandalagsmanna í borginni
þar sem kannaðir eru möguleikar á að félögin standi
saman að framboði, en eins og kunnugt er varð ekki
samstaða um að bjóða fram G-iista við borgarstjórnar-
kosningarnar í vor.
Á Alþýðubandalagsfólki í borginni hvílir mikil ábyrgð
og er enginn vafi á að flokksfélagarnir vítt og breitt um
landið gera kröfu til þess að langvarandi deilur verði
settar niður. Nú er verið að fjalla um hvaða aðferð eigi
að beita við það að ákveða framboðslistann. Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík hefur fyrir sitt leyti ákveðið að
halda skuli forval þar sem tryggt væri að allir flokksfélag-
ar í borginni, hvort sem þeir væru í Birtingu, Æskulýðs-
fylkingunni eða Alþýðubandalaginu í Reykjavík, gætu
tekið þátt í forvalinu. Af hálfu Birtingar hefur verið sett
fram sú hugmynd að haldið verði opið prófkjör.
Þjóðviljinn hefur á undanförnum vikum lagt áherslu á
að flokksmenn í höfuðborginni næðu saman, leituðu
þess sem sameinar þá fremur en hins sem sundrar og
létu ekki deilur um aðferð við röðun á lista koma í veq
fyrir að samstaða takist um málefni og frambjóðendur. I
þeim umræðum sem fram hafa farið hefur enn sem
komið er ekki veriö fjallað að neinu ráði um hugsanleg-
an málefnaágreining og á hvaða hátt yrði á honum tek-
ið. Framkvæmdastjórn flokksins vinnur nú að kosninga-
undirbúningi. í því felst að sjálfsögðu að fjallað verður
um þau efni sem flokkurinn vill leggja sérstaka áherslu á
í kosningabaráttunni og mun reyna að hafa áhrif á í
stjórn eða stjórnarandstöðu á næstu árum. Frambjóð-
endur G-listans í Reykjavík eiga að sjálfsögðu að reka
sína kosningabaráttu á sömu grundvallaratriðunum og
gert er í öðrum kjördæmum.
Flokksfélagarnir í Reykjavík. sem nú reyna að finna
leiðir til að halda Alþýðubandalagsmönnum saman,
ættu þess vegna ekki að þurfa að eyða mikilli orku í deil-
ur um málefni, þann ágreining er eðlilegast að leysa á
vegum þess hóps sem vinnur að kosningaundirbúningi
á vegum framkvæmdastjórnar.
Við blasir að í höfuðborginni eru þrjú Alþýðubanda-
lagsfélög. Þeim hefur ekki tekist að ná samstöðu um
það skipulagsform sem hentað gæti samstarfi þeirra og
er það miður. Það er á hinn bóginn algjör óþarfi að láta
ágreining um skipulagsmálin trufla kosningaundirbún-
inginn nú. Skipulag og undirbúningur forvals er nái til
allra flokksmanna er fyrst og fremst tæknilegt úrlausnar-
efni sem nefnd manna á að sjá um. Mætti þess vegna
hugsa sér að breytt yrði út frá venju og að forvalið yrði á
vegum Alþýðubandalagsfélaganna eða G- listans í
Reykjavík.
Á vegum miðstjórnar starfar svokölluð starfshátta-
nefnd, sem meðal annars hefur unnið að tilraunum til að
ná félögunum í Reykjavík saman. Engin ástæða ertil að
draga dul á að verkefni nefndarinnar er vandasamt, það
er líkt og verkstjórn sáttasemjara ríkisins í samningum.
Kjaradeilur eru oft leystar með því að sáttasemjari legg-
urfram „innanhússtillögu" byggða á ítarlegum samtölum
við deiluaðila. Hér vaknar því sú spurning hvort starfs-
háttanefnd getur ekki lært nokkuð af vinnubrögðum
sáttasemjara, og lagt fram innahússtillögu sem málsað-
ilar geta tekið afstöðu til.
hágé.
Ennumbækur
til sölu
Þessi Klippari hér er feginn því að
rangt var það haft úr útvarpsþætti
eftir formanni Rithöfundasam-
bandsins, Einari Kárasyni, að
bækur væru „fyrst og ffemst sölu-
vara“. Og þykir okkur mjög mið-
ur að sá misskilningur skyldi á
flot fara. En þótt þetta
tilefni sé frá þurfti það ekki að
vera út í hött að andæfa nokkuð
þeirri tilhneigingu, sem hér og þar
skýtur upp kolli og felst í því að
gera engan bókanna mun, kalla
allt Bókina og tengja hana í um-
fjöllun við Markaðinn fyrst og
síðast.
Og vel á minnst: Það er reyndar
spaugilegt, að þeir sem öðru jöfnu
hafa hæst um markaðslögmálin
sem allt leysa, þeir treysta sér
kannski síst til að láta bækur
verða til og spjara sig á marg-
nefndum markaði. Má þar síðast
til nefna, að ekki stendur til að rit
það sem frjálshyggjumenn vilja
semja um einn af foringjum Sjálf-
stæðisflokksins, Jón Þorláksson,
plumi sig upp á eigin spýtur.
Hitaveita Reykjavíkur er látin
borga brúsann!
Úrelding
flokka
Ellert B. Schram ritstjóri og fyrr-
um þingmaður SjálfstæÖisflokks-
ins las flokksmönnum sínum pist-
ilinn á aðalfundi landsmálafélags-
ins Varðar á dögunum.
Inntakið í ræðu hans var helst
það, að flokkakerfið íslenska væri
úrelt, vegna þess að flestir átaka-
þættir í þjóðfélaginu gengju þvert
á gömlu flokkana. Nokkuð til í
því reyndar. Ellert tók dæmi af
Sjálfstæðisflokknum, sem hefði
ekki getað mótað sér stefnu
hvorki um stjórn fiskveiða, um
landbúnaðarmál né heldur gagn-
vart Evrópubandalaginu.
Þetta er allt rétt: en það kúnstuga
er að einmitt þetta stefnuleysi,
sem er hættulegt smærri flokkum,
er ær og kýr Sjálfstæðisflokksins
og hefur svo lengi verið. Það er
einmitt það sem mest er á hamrað
í þeirri opinberu hugmyndafræði
hans, að hann sé ekki barasta
„flokkur allra stétta“, heldur í
rauninni flokkur allra flokka.
Hann eigi að rúma allar helstu
skoðanir og vera eins og stundum
er sagt „hinn eðlilegi vettvangur
fyrir skoðanaskipti í landinu".
Þetta er með skrýtnum hætti eins-
konar angi af þeim eins flokks
hugsunarhætti sem skýtur víða
upp kolli í nýfijálsum ríkjum
og hefur víða reynst erfitt að
losna við: Sjálfstæðisflokkurinn á
að vera hinn eiginlegi vettvangur
stjómmála; aðrir flokkar eru held-
ur til trafala.
„Hættur
fjármagnsvaldsins“
Ellert skammaði reyndar flokk
sinn fyrir að hann væri á þeirri
leið að missa af ýmsum mögu-
Ieikum „flokks allra flokka“.
Hann taldi einhverja ótiltekna
menn sem hann kenndi við
„gróðaöfl" hættulega Sjálfstæðís-
flokknum. Og sagði þá meðal
annars:
„Það eru hættur fjármagnsvalds-
ins, fyrirtækjanna, voldugu
mannanna sem sölsa undir sig
völd og áhrif í skjóli peninga. Þær
hættur eru ekki síður alvarlegar
en hættumar af bolsunum í gamla
daga eða SIS á sínum velmektar-
dögum eða vinstristjómum um
okkar tíð. Sjálfstæðisflokkurinn á
ekki að gerast hlífiskjöldur fýrir
gróðaöflin og hann á ekki að
hossa handhöfum hlutafjárvalds-
ins sem einhveijum hetjum sjálf-
stæðisstefnunnar."
Tama var reyndar skrýtin þula.
Það er svo sannarlega hlálegt að
sjálfstæðisflokksþingmaður sem
var skuli telja völd hlutaíjáijaxla í
eigin flokki jafn alvarlegan háska
og Rauðu hættuna og óttann við
SIS frænda, en á þeim tveim hætt-
um liíði Sjálfstæðisflokkurinn
lengst af, þaðan fékk hann sitt
sterkasta samloðunarefni.
Hvemigáannaðað
vera?
En í alvöm talað: Hvemig í
ósköpunum á annað að vera en
þeir sem sækja vald sitt í hluta-
bréfaeign verði helstu hetjur
Sjálfstæðisflokksins? Er ekki
kjaminn i málflutningi hans ár og
síð að öllum sköpuðum hlutum
eigi að breyta í hlutafélög, hefur
ekki ungliðadeild flokksins marg-
sinnis samþykkt að þannig eigi
Iíka að fara fyrir Pósti og síma og
Ríkisútvarpinu? Er ekki ein helsta
þungamiðjan í umsvifum flokks-
ins fólgin í því að gera hlutafjár-
eigendum lífið sem þægilegast og
skattfijálsast?
Nú munu einhveijir svara sem
svo, að það sé um að gera að gera
alla að hlutafjáreigendum, gera
alla að smákapitalistum. Hug-
myndir um slíkan „alþýðukapítal-
isma“ em m.a. reifaðar öðm
hvom í Morgunblaðinu. Vitan-
lega er það hægt: það er amk hægt
að fá talsverðan hluta af milli-
stéttarhópum með í þann leik. En
hitt kemur enginn í veg fyrir, að
hinir smáu hlutafjáreigendur, þeir
verða áhrifalítil peð í höndum
stórlaxa, sem hafa ýmisleg tæki-
færi til að dansa fram og aftur um
sviðið, sameinandi fyrirtæki og
tortímandi þeim með aðferðum
sem fréttaskýrendur kenna víða
við „spilavítiskapítalisma“.
Bilið vex
í Bretlandi Margrétar Thatcher
fjölgaði eigendum hlutabréfa
vemlega. En það breytti því ekki
að bilið milli ríkra og fátækra óx
að miklum mun í hennar stjómar-
tíð. Það breytti því ekki að hennar
bylting var fyrst og síðast lífs-
kjarabylting fyrir þá best settu,
eignatilfærsla til þeirra.
Og eftir því höfði, eftir slíkum
íyrirmyndum, dansa limimir. Og
þá líka Sjálfstæðisflokkurinn ís-
lenski, hvað sem sá flokkur fimb-
ulfambar um að hann sé einskon-
ar upphaf mannúðarstefhu á ís-
landi.
ÁB.
ÞJÓÐVILJINN
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SiguröurÁ. Friöþjófsson.
Aörir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur
Þorleifsson, Elias Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson,
Garðar Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiöarsson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn
Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Sævar
Guöbjömsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson.
Auglýsingar: Sigriöur Siguröardóttir, Svanheiöur
Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir.
Útbreiöslu- og afgreiðslustjóri: Hrefna
Magnúsdóttlr.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir,
Þorgeröur Siguröardóttir, Þórunn Aradóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiösla, rítstjóm, auglýsingar:
Síðumúla 37, Rvík.
Sími: 681333.
Simfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verö i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuöi: 1100 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. desember 1990