Þjóðviljinn - 11.12.1990, Síða 9

Þjóðviljinn - 11.12.1990, Síða 9
BÆKUR Marta Quest eftir Doris Lessing Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér skáldsöguna Mörtu Quest eftir Doris Lessing. Birgir Sigurðsson rithöfundur þýddi. Sagan segir frá Mörtu, upp- reisnargjamri sveitastúlku af breskum ættum í Affíku. Hún tví- stígur á mörkum bemsku og þroska, sárkvalin í skjóli lítil- sigldra foreldra sinna. Hún elur með sér rómantískar hugsjónir um réttlátara samfélag í landi þar sem kynþáttakúgun ríkir og dreymir dagdrauma um persónu- legt frelsi hinnar fullorðnu konu. í kynningu FORLAGSINS segir m.a.: „Doris Lessing á stór- an lesendahóp meðal Islendinga. Með útgáfú Mörtu Quest á ís- lensku kynnast þeir fyrstu bók- inni í þeim meistaralega sagna- bálki sem seinna hlaut nafnið Böm ofbeldisins. Verkið er þroskasaga og byggir að miklu leyti á lífi skáldkonunnar - saga nútímakonu í átökum við sam- visku sína og samtíð." Marta Quest er 352 bls. og gefín út samtímis í kilju og bandi. Hellarí Hrauni Ut er komin hjá Máli og menningu bókin Hraunhellar á ís: landi eftir Bjöm Hróarsson. í bókinni er öllum þekktum ís- lenskum hraunhellum lýst, sagt er ffá myndun þeirra, varðveislu og sérkennum og meðal annars grip- ið niður í sagnir um hellisbúa fyrri tíðar. Þá hefúr bókin að geyma kort af mörgum hellum og mikinn fjölda litljósmynda eftir höfúndinn. Höfúndurinn, Bjöm Hróars- son, er jarðffæðingur sem stund- að hefúr hellarannsóknir í tæpan áratug og er bókin afrakstur þeirr- ar vinnu. Bjöm er einn af forsp- rökkum Hellarannsóknafélags Is- lands og hefur hann hlotið viður- kenningu á alþjóðavettvangi fyrir hellaljósmyndun sína. Bókin er 174 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Margrét E. Laxness hannaði kápu, útlit bókarinnar og kort. Skáldsaga eftir Göran Tunström Út er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Þjófúrinn eftir sænska rithöfúndinn Göran Tunström í þýðingu Þórarins Eld- jáms. Bókin ætti að höfða til ís- lendinga, því hún fjallar um þjófhað á gömlu handriti, þ.e. Silfurbiblíunni í Uppsölum. Að- alsöguhetjan er afstymiið Jóhann, þrettánda bam ídu og Friðriks í kumbaldanum á Torfúnesi í sænska bænum Sunne. Við fylgj- umst með lífshlaupi hans ffá ör- birgðinni í Sunne á sjötta áratugi þessarar aldar til Uppsala og það- an suður á Italíu þar sem leikurinn berst allt aftur á sjöttu öld, til Ra- vennu þar sem Þjóðrekur mikli ríkir yfir Gotum. Jóhann þráir hefnd fyrir þá auðmýkingu sem hann heftir mátt þola: hann vill sýna að hann sé Einhver. En leiðin þangað er löng og viskudrykkurinn sem hann bergir á er göróttur. Frásögn Tunströms er sérlega litrík og lífleg, kátleg og harm- þmngin í senn. Aður hefúr komið út á íslensku skáldsagan Jólaóra- torían eftir sama höfúnd. Bókin sem er 330 bls. er prentuð i Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Ragna Sigurð- ardóttir. Bláaugu og biksvört hempa Fyrsta skáldsaga Tryggva Emilssonar Bókaútgáfan Stofn hefúr gef- ið út fyrstu skáldsögu Tryggva Emilssonar, Blá augu og biksvört hempa. Tryggvi er þekktastur fyr- ir æviminningar sínar sem komu út í þrem bindum fyrir nokkmm ámm, Fátækt fólk, Baráttan um brauðið og Fyrir sunnan. Leikfé- lag Akureyrar sýndi leikgerð Böðvars Guðmundssonar eftir tveim fyrri bókunum við miklar vinsældir sl. vetur. Skáldsagan Blá augu og bik- svört hempa er örlagasaga ein- staklinga og þjóðar. Raunsannir atburðir og þjóðsagnakenndir ve- fast í eina heild. Sagan segir frá presti sem kastar frá sér hemp- unni, eiginkonunni og auðnum vegna ástarinnar á vinnukonu með blá augu. Bókin er 240 bls. að stærð. Vaka- Helgafell sér um dreifingu. Van Gogh og list hans Komin er út hjá Vöku-Helga- felli listaverkabók um hollenska listmálarann Von Gogh og list hans. Hún kemur út samtímis í átta Evrópulöndum. Litmyndir af heillandi og áhrifamiklum lista- verkum hans tala sínu máli og sendibréf Van Goghs, sem höf- undur bókarinnar Hans Brokhorst studdist við, veita einstæða inn- sýn í hugmyndaheim listamanns- ins. Síðastliðið sumar voru eitt hundrað ár liðin frá láti Van Goghs. Bókin var gefin út í tilefni þessarar hundruðustu ártíðar hans. A ferli sínum seldi Van Gogh ekki nema eina mynda sinna. Nú seljast myndir hans á hærra verði en nokkurs annars listmálara og er þess skemmst að minnast að þann 15. maí síðastliðinn var mál- verk eftir hann selt á uppboði hjá Christie's í New York fyrir met- verð. Þetta var myndin lvMálverk af Gachet lækni“. Hún var seld á 82,5 miljónir dala, eða fimm þús- und miljónir íslenskra króna. Ólafúr Bjami Guðnason þýddi bókina, en dr. Gunnar B. Kvaran, listfræðingur, veitti sér- fræðilega ráðgjöf við íslenska gerð hennar. Bókina prýða 140 þekktustu verk Vincent van Goghs. FLÓAMARKAÐUR ÞJÓÐVILJANS Ymislegt Fatnaður Ljós ullarkápa og milliblár tvlskipt- ur kjóll til sölu. Hvorttveggja með- alstórt. Einnig stærri kjóll, vínrauð- ur með svörtu mynstri. Báöir kjól- arnir úr góðum léttum efnum. Verð hverrar flíkur er 5000 kr. Uppl. I sfma 626527. Silkislæður Mála silkislæður eftir pöntun. Uppl. í sfma 10983. Jólasveinabúningar Fullvaxnir jólasveinabúningar til sölu. Sími 32497 e. kl. 20 á kvöld- in og um helgar. Ýmis húsgögn Til sölu nýlegt baðborð fyrir börn, 2 barnarimlarúm m/dýnum, hjálm- hárþurrka á fæti, Clarion fótanudd- tæki, 2 tekksófaborð, annað ílangt en hitt kringlótt, fótur undir sjón- varp og ritvél (ekki rafmagns). Uppl. ( sfma 45008 e. kl. 17. Jólatrésskemmtanir Stúfur og Skyrgámur vilja gjarna skemmta börnum ykkar á jólatrés- skemmtunum. Sanngjarnir og góðir. Pantanir f sfmum 19567, Ásta eða 82804, Sigurður. Gardínur Til sölu 6 stk. brúnar velúrgardín- ur. Uppl. í síma 35055. Gardínur Dökkbrúnar velúrgardínur til sölu. Uppl. f síma 32777 eða 12330. Húsnæöi Húsnæði óskast Reglusöm, barnlaus hjón óska eft- ir að taka á leigu 3 herbergja íbúð (eða stærri, einbýli eða raðhús), erum á götunni 15. desember. Sími 657493. Til leigu Falleg, rúmgóð 2 herb. fbúð til leigu frá 010191 til 010991. Leigist aðeins reglusömu pari. Leiga kr. 35 þús. á mánuöi. Gardfnur fylgja. Slmi 666842 e. kl. 17. Atvinnuhúsnæði Mig vantar vinnustofu frá og með áramótum. Helst eitthvað „gróft“ þar sem hægt er að sulla. Má vera fbúðarhæft að einhverjum hluta, þó ekki nauðsynlegt. Reglusemi f greiðslum heitið. Uppl. í sfma 10266. íbúð 3-4 herb. Við erum hjón með eitt bam og vantar 3-4 herb. fbúð í Vesturbæn- um frá áramótum. Helst f nágrenni Grandaskóla. Skilvfsum greiðslum og reglusemi heitið. Sími 624624 á kvöldin. Hrísey-fbúð Til leigu eða sölu 4-5 herb. íbúð á góðum stað f Hrfsey. Íbúðín er laus nú þegar. Sfmi 91-30834. Herbergi-íbúð Leigjum út íbúð eða stök herbergi fyrir ferðafólk f Kaupmannahöfn. Sími 9045-31-555593. Húsgögn Til sölu Sessalon (dívan) til sölu. Uppl. f sfma 12461 eftir kl 18.00. Til sölu vegna flutnings Borðstofuborð úr massífri eik, stækkanlegt f 12-14 manna, vand- að sófaborð, Píra bókahillur - 8 uppistöður og 42 hillur, raðsófa- sett - 4 stólar+horn, kaffivél - 30 manna, ónotuð, stólar og stök borð. Uppl. í síma 657493. Píanóstóll Vil kaupa gamla pfanóstólinn þinn. Stillimöguleiki algjört skilyrði. Best er ef hann er dökkur og velmeðfar- inn. Ingileif í síma 83116. Sófasett Til sölu sófasettá 10-15 þús. Uppl. í síma 39567 á kvöldin. Sófasett - barnarúm - kojur Óskum eftir sófasetti og barnarúmi eða kojum ódýrt eða gefins. Sími 624624 á kvöldin. n M » w « B Heimilis- ©g raflæki Gemini-skemmtari Stór Gemini-skemmtari með stól til sölu. Selst ódýrt. Sfmi 92-12883 Eldavél Óska eftir notaðri eldavél. Sfmi 92/46730 Handhjólsög Vil kaupa rafmagns-handhjólsög. Sími 30834. HJÓi Hvar er fjólubláa hjólið mitt? Fjólubláu nýju Peugoet-kvenhjóli var stolið frá Ránargötu 8 fyrir nokkrum kvöldum. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar hjólið er niður komið eða búa yfir einhverj- um upplýsingum sem að gagni koma við að hafa uppi á hjólinu eru vinsamlega beðnir að hringja I Fjólu í sfma 625244 á vinnutíma. Oýrahald Hvolpur Mjög fallegur 7 mánaða hvolpur fæst gefins á gott heimiii. Uppl. f sfma 675605 e. kl. 17. Hey til sölu Vélbundið, súgþurrkað, gott hey til sölu. Uppl. í síma 98-63343 og 98- 63386. Fyrir börn Baðgrind Ungbarnabaðgrind til að setja yfir baðker til sölu. Selst ódýrt. Sími 657137. Bílar-x ©g varahiufir Til sölu Skoda 105, árg. '87, ekinn 17 þús., vel með farinn, til sölu á kr. 100 þús. staðgreitt. Hringið í Einar Skúla f síma 35562. Jeppadekk Fjögur finnsk NOKIA jeppadekk, óslitin, á nýjum Suzuki-felgum, jafnvægisstillt, til sölu með miklum afslætti. Henta einnig undir Lada Sport. Uppl. f síma 42094 Trabant '86 station Nú er hver að verða sfðastur að tryggja sér eintak af þessum fyrr- verandi þýsku gæðavögnum. Gríptu símann og hringdu f 624624 (á kvöldin) og vittu hvort þú lendir í lukkupottinum. Kennsla og námskeid Hjálpl Ef þú ert pfanókennari, getur þú hjálpað okkur. Frá 1. jan. nk. er laus staða við Tónlistarskóla Borg- arfjarðar. Sendu umsókn til Björns Leifssonar, Hrafnakletti 4, 310 Borgamesi. Skólastjóri. Þjónusta Málningarvinna Tek að mér almenna málningar- vinnu f nýsmfði eða endurmálun. Sandsparsla einnig. Uppl. hjá Arn- ari málara f síma 628578. Þrif Tek að mér þrif f heimahúsum, er vön. Sími 674263 á daginn og 673762 á kvöldin, Sara. Atvinna Atvinna Stuðningsaðili óskast fyrir fatlaða stúlku virka daga frá kl. 11.30 til 16.30. Uppl. í síma 79978. Tilkynning frá Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina Eigendum verðtryggðra skuldabréfa Atvinnutrygging- arsjóðs útflutningsgreina er bent á, að síðasti gjald- dagi vaxta og verðbóta á þessu ári var 1. desember s.l. Frá gjalddaga, þar til greiðslu er vitjað, greiðir At- vinnutryggingarsjóður útflutningsgreina hvorki vexti né verðbætur, vegna hækkunar á lánskjaravísitölu. Eigendum bréfa, sem enn hafa ekki vitjað greiðslna, vegna gjalddaga á yfirstandandi ári, er góðfúslega bent á að gera það sem fyrst. Atvinnutryggingarsjóður útfiutningsgreina Rauðarárstíg 25, Reykjavík. Sími 605400 Blaðberar óskast þlÓÐVIUINN Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans í síma 681333 Þriðjudagur 11. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.