Þjóðviljinn - 11.12.1990, Síða 12

Þjóðviljinn - 11.12.1990, Síða 12
- SPURNINGIN ■ Hvað viltu fá í jólagjöf? Albert Sævarsson nemi: Ég vil fá vélsleðagalla til að geta verið með réttu græjurnar í vetur. Einar Lárusson nemi: Ég held bara að mig langi í vél- sleðahjálm og hanska. Jóna Björg Olsen nemi: Ég vil helst fá ullarjakka því mig vantar einn slíkan. Karen Olsen nemi: Kuldaskó svo mér verði ekki kalt á fótunum í slabbinu í vetur. RAFRÚN H.F. Smiðjuvegí 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Simí641012 Eftirvæntingin leyndi sér ekki i svip bamanna, en þeir fullorðnu virtust einnig hafa gaman af. Myndir: Jim Smart. En til hvers að láta okkur fá höfn og taka svo frá okkur kvótann? Svo hægt sé að binda bátana fasta. Askasleikir tekur lagið á nikkuna. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á Austurvelli. Þið Grímseyingar emð, bara vanþakklátir. Við 1 byggðum júfyrirykkur ■— höfn. -------------^ Bráðum koma blessuð jólin að var mikil eftirvænting í svip krakkanna á sunnudag þegar kveikt hafði verið á jóla- trénu á Austurvelli og jóla- sveinarnir birtust á þaki Köku- hússins undir röggsamri stjórn Askasleikis. Fyrst lék Lúðrasveit Reykja- víkur, en síðan afhenti Per Aasen sendiherra Noregs á Islandi Reykvíkingum tréð. Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjómar tók við trénu. Þeirri athöfn lauk með hátíðlegum söng Dómkórs- ins. Mikill fjöldi hafði safnast á Austurvöll og var yngri kynslóðin í meirihluta. Þegar jólasveinamir birtust var þeim vel fagnað. En nú fer að styttast í það að alvöru sveinamir komi ofan af fjöllum og læði einhverju smá- ræði í skóna hjá góðu bömunum. Sá fyrsti, Stekkjarstaur, kemur á morgun og verður hægt að heilsa upp á hann í Þjóðminjasafninu kl. 11 árdegis. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.