Þjóðviljinn - 13.12.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.12.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Bráðabirgðalögin í neðri deild Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar voru samþykkt til þriðju umræðu í neðri deild Alþingis í gær með 19 at- kvæðum gegn 12, en 6 þingmenn sátu hjá og 5 voru fjarverandi. Að einu leyti kemur niðurstaðan á óvart: þrír þingmenn Sjálfstæðisfiokksins, Friðjón Þórðarson, Egg- ert Haukdal og Matthías Bjarnason sátu hjá, þrátt fyrir að hafa verið á þeim þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks- ins sem forystan segir að hafi verið einhuga um að greiða atkvæði gegn lögunum. Bráðabirgðalögin hafa því reynst Sjálfstæðisflokknum erfiður Ijár í þúfu, enda þótt flokkurinn hafi ekki komið fram með neinar hald- bærartillögur um hvað ætti að taka við að lögunum felld- um. Eins og gefur að skilja hefur allt þetta mál orðið Al- þýðubandalaginu erfitt, því „allar hefðir flokksins krefjast þess að hann standi við hlið verkalýðssamtakanna í vörn þeirra og sókn fyrir mannréttindum, jafnt verkfalls- og samningsrétti sem öðrum réttindum", svo vitnað sé orðrétt í umfjöllun blaðsins um afstöðu þingmanna til þessa máls þann 1. desember sl. Geir Gunnarsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, greiddi einn þingmanna flokksins atkvæði gegn lögun- um en afstaða hans hefur alla tíð verið Ijós. Hann gerði grein fyrir atkvæði sínu, þar sem hann vísar efnislega til sömu hefða og hér hafa verið nefndar. Rök hans eru skiljanleg og eðlileg en þrátt fyrir það átti Alþýðubanda- lagið ekki annarra kosta völ en að standa að setningu laganna, úr því sem komið var. Síðan sagði Geir Gunn- arsson m.a. í ræðu sinni: „Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks sem hrökklaðist frá völdum haustið 1988, skildi við þjóðarskútuna á hliðinni. Atvinnufyrirtæki í framieiðsluatvinnugreinum voru að stöðvast hvert af öðru, og fjöldaatvinnuleysi blasti við. Eftir að Alþýðu- bandalagið kom inn í ríkisstjórn í stað Sjálfstæðisflokks hafa umskipti orðið í efnahagsmálum. Tekið hefur verið á vanda atvinnulífsins með margháttuðum aðgerðum í efnahagsmálum og haldið hefur verið af festu á fjármál- um ríkisins. Þessar aðgerðir, ásamt bata í ytri aðstæð- um hafa stóraukið framleiöni í undirstöðuatvinnugrein- um og gjörbreytt stöðunni í þjóðarbúskapnum. En þessi árangur hefur ekki náðst án fórna launafólks í öllum starfsgreinum, heldur jafnvel hvað helst vegna þeirra fórna. Þegar hagur fyrirtækja hefur nú verulega batnað, þá verður engin þjóðarsátt til langframa um þær þurftartekj- ur, sem ýmsir búa nú við. Á sama tíma og ýmiss konar þjónustu- og einokunarfyrirtæki mata krókinn og auka gróða sinn dag frá degi, hefur kaupmáttur launa rýrnað. Það er blekking, að minnsta kosti vanmat á forystu verkalýðsfélaganna, að ímynda sér að lengi enn uni launafólk við þurftartekjur, sem eru skattlagðar til tekju- skatts þegar unnið er fyrir þeim, og aftur skattlagðar með virðisaukaskatti þegar því, sem eftir er, er varið til kaupa á brýnustu matvælum. Á hinn bóginn eru tekjur sem eru notaðar til kaupa á hlutabréfum frádráttarbærar frá tekjuskatti, og enginn virðisaukaskattur á hlutabréfa- kaupum, heldur er arður af þeim kaupum og verðmætis- aukning hlutabréfa tekjuskattslaus." Þessi orð eru til vitnis um það mikla verkefni sem bíð- ur og samtök launafólks munu þrýsta á um að komist í framkvæmd á næstu misserum. Með þjóðarsáttinni var ætlunin að leggja grunn að batnandi lífskjörum. Lífskjar- abatinn verður fyrst og fremst að koma þeim til góða er lægst hafa launin og lakasta aðstöðu. Þetta verður að gera meö kjarasamningum, skattlagningu og lagasetn- ingu eftir því sem við á. Því er bráðnauðsynlegt að ríkis- stjórnin noti næstu mánuði til að gera hvort tveggja: að bæta og jafna lífskjörin með samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins og ná sáttum við BHMR. Takist það ekki má örugglega reikna með að þjóðarsáttin breytist í andstæðu sína eins og Geir Gunnarsson benti á í ræðu sinni. hágé. Það er llka hægt að teikna heiminn þannig að Evrópubandalagið sé ekki nema Iftill útkjálki heimsins: Hvað um samskipti okkar við afanginn af veröldinni? Eigum við að leggja í þróunarsjóð? Það var í fréttum um helgina að Spánverjar og Portúgalar vildu að EFTA-rikin yrðu með í þróun- arsjóði íyrir hið Sameiginlega evrópska efnahagssvæði. Honum er ætlað að ýta undir atvinnuþróun í vanþróuðum héruðum Evrópu- bandalagsins, sem er ekki síst að Finna í þessum löndum tveim. Hinsvegar eru öll EFTA-ríki og þá Island það vel sett, að þau koma ekki til greina sem þiggjendur þróunaraðstoðar. Ef nú sjóður þessi yrði að veruleika mættu íslendingar búast við að verða rukkaðir um ffamlag í hann. Að sjálfsögðu, gætu menn sagt. Hitt er svo líklegt að löndum fyndist það súrt í brotið: það leik- ur nefnilega sterkur grunur á því að íslendingar séu svo hrifnir af EB sem skoðanakannanir sýna vegna þess að þar halda þeir að sé fullt af sjóðum fyrir þá að ganga í. Og gerðu aldrei ráð fyrir því, að kannski væri til gjald af þeim ætl- að fyrir inngöngu í Evrópuklúbb- inn. Um Evrópuhyggjuna Umræðan um Evrópumál er oft þokukennd hér á landi. Einna helst eru hagffóðir og stjómmála- fræðingar að vappa kringum þann heita graut sem heitir söguleg nauðsyn: við verðum að vera með í Evrópu, annars fijósum við í hel í einsemd eyjarskeggja. Færra er yfirleitt sagt um það hvemig þró- unin gæti orðið eftir að inn í EB eða þá Evrópskt efhahagssvæði kæmi. Þetta kemur nú upp í hugann þegar blaðað er í bók sem Hannes Jónsson fyrrum sendiherra hefur gefið út og heitir „Evrópumark- aðshyggjan. Hagsmunir og val- kostir Islands". Þar leggur Hannes megináherslu á nauðsyn þess að íslendingar skerði ekki fullveldi sitt með aðild að Evrópsku efna- hagssvæði (EES), hvað þá EB, en byggja á fríverslunarsamningum bæði við EB og aðra hluta heims. Svört verða sólskin Hannes tekur að sér að spá í framtíðarspilin, í það sem mundi fylgja EES og EB. Við grípum þar niður sem talað er um sjávarút- veg: „Vegna fríverslunar með fjár- magn og fjárfestingar- og atvinnu- rekstrarffelsi á svæðinu fjárfestu stórfyrirtæki í Evrópu í íslenskum sjávarútvegi og fiskirækt með því að kaupa smátt og smátt meiri- hluta í illa stöddum útgerðar-, fiskiræktar- og fiskvinnslufyrir- tækjum á íslandi. Loks næðu þau fullum eignaryfirumráðum yfir þeim.“ Og síðar: „Græðgisleg of- veiði sem hefur verið eitt af ein- kennum fiskveiðistefnu EB mundi smátt og smátt setja fiski- stoffiana við ísland í hættu og með tíð og tíma eyðileggja þessa helstu auðlind þjóðarinnar.“ Um fiskvinnslu er því spáð að frysting og önnur fiskvinnsla mundi að mestu flytjast úr landi og til Bretlands og meginlandsins. Bæði með því (sem nú er byrjað á) að æ stærri hluti sjávarafurða yrði fluttur út óunninn á erlenda uppboðsmarkaði og svo með því að íslensk útgerðarfyrirtæki (að verulegu leyti undir erlendu for- ræði) mundu flytja út til vinnslu fisk þangað sem vinnuafl væri ódýrast. Að því er varðar virkjanir og stóriðjuuppbyggingu telur bókar- höfundur að þær ffamkvæmdir mundu fijótlega komast í hendur fjölþjóðafirma Evrópu. í krafti at- vinnu- og búsetufrelsis mundu er- lendu fyrirtækin flytja inn starfs- fólk frá láglaunasvæðum þar sem atvinnuleysi er mest. Um leið mundu mörg smærri iðnfyrirtæki íslensk verða gjaldþrota og ein- hæfni í atvinnulífi þar með aukast. Þau stærri íslensk firmu sem best stæðu sig mundu fljótlega komast í hendur erlendra fjármagnseig- enda. Þá er því spáð að atgerfis- flótti muni fara vaxandi, vegna þess að sérmenntað fólk fengi bet- ur launuð störf við hæfi erlendis en hér á landi, en láglaunastétt daglaunamanna mundi vaxa hlut- fallslega og „mundi þurfa að keppa um atvinnu í eigin landi við innflutt verkafólk frá láglauna- svæðum í Evrópu". Svona er fram haldið spám sem síst eru bjartsýnar: íslenskan ætti í vök að veijast, m.a. vegna innflutts vinnuafls sem mundi lík- ast til notast við ensku, erfið og kostnaðarsöm félagsleg vandamál mundu hlaðast upp vegna hruns dreifbýlisins og vegna erfiðra samskipta íslendinga við erlent vinnuafl, og margt fleira er rakið sem leitt gæti til þess, að hér byggi eftir nokkum tíma ekki ís- lensk þjóð sem svo mætti heita. Buslubænir og sjálfs- blekkingar Nú mundu margir kalla slík skrif buslubæn hina verstu, þar sem ekkert jákvætt er að finna, en skrattinn málaður á vegginn. Því er þá að svara, að ekki er nema eðlilegt að menn hamri á nokkrum ítrustu afleiðingum þeirrar hag- skipunar sem boðið er upp á í EB. Líka vegna þess, að þeir sem Evr- ópufúsir eru, þeir kjósa gjama að horfa í aðra átt þegar eitthvað leiðinlegt og erfitt ber á góma. Ellegar láta sér nægja að skjóta sér á bak við það, að íslendingar hljóti að geta fengið haldgóða fyr- irvara um alla skapaða hluti. Það er reyndar sú blekking sem lævís- ust er og háskalegust: á henni geta menn flotið svo langt inn í EB, að ekki verði aftur snúið þegar menn gera sér grein fyrir þvi að allar „undanþágur“ em aðeins hugsað- ar til bráðabirgða á meðan hin nýju Bandaríki Evrópu em að verða til. ÁB ÞJÓÐVILJINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaöamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elias Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (liósm.J, Ölafur Gíslason, Ragnar Karisson, Sævar Guðbjómsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjórí: Steinar Harðarson. Augtýsingar: Sigríður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiðslustjórí: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradótir. Bilstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrífstofa, afgreiðsia, rítstjóm, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.