Þjóðviljinn - 13.12.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.12.1990, Blaðsíða 7
ÞINGMÁL Þingsköp Fór út fyrir öll mörk Guðrún Helgadóttir: Margt aðfinnsluvert í þingskapaumræðu þingmannsins. Halldór Blöndal: Fer þess á leit við forseta Efri deildar að hann beiti sér fyrir því að við fáum plöggin Mikil þingskapaumræða hefur átt sér stað síðustu daga á Alþingi. Tilefni umræð- unnar var að sjávarútvegs- nefndarmönnum í Efri deild var neitað um að fá í hendur upplýsingar um veiðiheimildir smábáta sem sjávarútvegsráðu- neytið var að vinna að, en sam- tímis var verið að senda upplýs- ingarnar um kvótann til smá- bátaeiganda. Seðlabanka- stjóri Kristín Einarsdóttir, Kvl., spyr viðskiptaráðherra Jón Sigurðsson hvenær hann hyggist skipa í stöðu seðlabankastjóra. Kristín spyr einnig hvort staðan verði auglýst eða hvort gert sé ráð fyrir að stjóm- málaflokkar tilnefni hver sinn full- trúa í stöðuna líkt og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur gert. Að lokum spyr hún hvort það gildi reglur, skráðar eða óskráðar, um að stjóm- málaflokkar eigi rétt á bankastjóra- stöðum í ríkisviðskiptabönkunum og Seðlabanka íslands. Sex miljarða í viðbót Lagt hefur verið fram í Efri deild frumvarp til laga um breyt- ingu á lánsfjárlögum frá því í fyrra. Farið er fram á að auka lánsheim- ildir vegna ársins í ár um rúma 6 miljarða. Skýringar þessarar hækk- unar er að hallinn á fjárlögum hef- ur aukist um 1,4 miljarða kr. Skammtímaskuld ríkisins við Seðlabankann var 2 miljarðar og var ekki beðið um fjármögnun þeirrar skuldar í lántökuheimild- um. Lánsþörf Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur aukist um 450 miljónir kr. Og einnig hafa heim- ildir til erlendrar lántöku til að greiða erlend lán ekki verið nýttar, heldur hefur fjármögnunin átt sér stað innalands. Smáfiska- veiði Bjöm Valur Gíslason, Abl., spyr sjávarútvegsráðherra Halldór Asgrímsson hvort ráðuneyti hans hafi látið Hafrannsóknastofnun kanna áhrif aukinnar smáfiska- veiði, vegna tilflutnings á aflakvót- um af bátum yfir á togara, á af- rakstursgetu ýsu- og þorskstofna. Ef þetta hefur ekki verið gert spyr hann hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir slíkri könnun. -gpm Nefndarmönnum var boðið að starfsmenn ráðuneytis fæm yfir upplýsingamar á fundi i þinginu og þeim var boðið að heimsækja ráðuneytið vildu þeir skoða plöggin um kvótann. Þeim var hinsvegar alfarið neitað um að fá þessa pappíra í hendur. í þingskapaumræðu hinn 29. nóvember s.l. þar sem Halldór Blöndal, Sjfl., ætlaði að krefja sjávarútvegsráðherra Halldór As- grímsson svara og leita eftir því við forseta Sameinaðs þings að hún beitti sér fyrir því að þing- menn fengju umrædd plögg, fór hinsvegar út í orðaskak milli Halldórs og varaforseta, Valgerð- ar Sverrisdóttur, Frfl., og forseta, Guðrúnar Helgadóttur, Abl. Umræðan sjálf fór svo ffam í formi utandagskrárumræðu 3. desember. En vegna gagnrýni á sig leit- aði Halldór Blöndal svara hjá for- seta hvar hann hefði farið út fyrir mörk þingskapaumræðu og hvað hún hyggðist fyrir í málinu. í svarbréfi forseta Sameinaðs þings kemur ffarn, að hún mun ekki verða við kröfu Halldórs um að sjávarútvegsráðherra láti hon- um í té upplýsingar um kvóta smábáta. Þetta kom fram í þing- skapaumræðu nú á mánudag, og las Guðrún upp úr bréfi sínu til þingmannsins dagsettu þann dag. Guðrún komst að þessari nið- urstöðu eftir að hafa kynnt sér út- skriftir umræðunnar með forset- um effi og neðri deildar. Upphaf ræðu Halldórs og samtöl hans við sitjandi forseta, Valgerði Sverrisdóttur, 29. nóv- ember s.l. voru aðfinnsluverð, þar sem forseta var ekki sýndur sá sómi sem ber, segir í bréfinu. í þeirri umræðu krafðist Halldór þess að Valgerður kallaði aðalfor- seta í salinn og viki fyrir honum þar sem hann hefði samið við Guðrúnu um þessa þingskapaum- ræðu. í bréfinu er einnig sagt að þingmaðurinn hafi farið of langt í því að skýra bakgrunn málsins, auk þess sem hann hafi farið út fyrir öll mörk þegar hann gerði að umtalsefhi for sína og Valgerðar til Grimseyjar skömmu fyrir um- rædda umræðu. í utandagskrárumræðunni 3. desember sagði Halldór Ásgríms- son að um tilraunaúthlutun væri að ræða og að í henni væru villur og þess vegna væri óeðlilegt að svo viðkvæm vinnugögn yrðu send þingmönnum. í bréfi sínu segist forseti ekki geta „kveðið upp úr um hvort fyr- irmæli ráðherra um meðferð þess- ara vinnugagna sé réttmæt eða ekki“. Hún telur þó mestu skipta þá yfirlýsingu ráðherra að engum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. For- seti sér því ekki ástæðu til að að- hafast frekar í þessu máli, enda hafi hún ekkert vald til að skipa ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Forseti Sameinaðs þings Guðrún Hélgadóttir hefur staðið I ströngu að undanfömu við að stýra þingskapaum- ræðu um upplýsingar sem sjávarútvegsnefndarmenn I Efri deild hafa ekki fengið að handfjatla. Sá sem hóf þá umræðu, Halldór Blöndal, á hér orðastað við Guðrúnu. Mynd: Kristinn. ráðherrum fyrir um meðferð gagnanna. Ekki sætti Halldór Blöndal sig við þetta, þvi að á fundi í Efiri deild sem haldinn var strax að loknum fundi í Sameinuðu þingi á mánudaginn kvaddi hann sér hljóðs utan dagskrár og fór þess á leit við forseta Jón Helgason, Frfl., að hann beitti sér fyrir því að sjávarútvegsnefndarmönnum yrði útveguð plöggin sem trúnað- arskjöl. Jón sagðist skyldu taka beiðnina til athugunar. Daginn eftir sendu fimm sjávarútvegs- nefndarmenn forseta Efri deildar bréf þar sem því er beint til for- seta að hann sjái til þess að nefnd- armennimir fái listann yfir kvóta smábáta. Undir þetta bréf skrifa Halldór Blöndal, Sjfl., Skúli Al- exandersson, Abl., Danfríður Skarphéðinsdóttir, Kvl., Karvel Pálmason, Alfl., og Guðmundur H. Garðarsson, Sjfl. Þeir sem ekki skrifa undir em framsóknarmenn- imir Jóhann Einvarðsson og for- maður nefndarinnar Stefán Guð- mundsson. Skjölin sem um ræðir em skrár yfir kvóta smábáta og er um mikið plagg að ræða vegna 2100 báta, en hveijum og einum hefúr verið sent bréf um sina veiði- heimild. Nefndarmönnum hefur ítrekað verið boðið að kynna sér gögnin hjá starfsmönnum í ráðu- neytinu, en þessir fimm sætta sig ekki við slíka meðferð. -gpm EINDAGI STAÐGREíÐSLUFJÁR ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar. Munið að gera skil tímanlega! HVÍTA HÚSIÐ 7 SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.