Þjóðviljinn - 15.12.1990, Síða 3

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Síða 3
Á árunum 1791-95 fór Sveinn Pálsson læknir í rann- sóknaferðir um Island þvert og endilangt á styrk frá Nat- urhistorie Selskabet í Kaupmannahöfn og skrifaði síðan mikla ferðabók sem reyndar var aldrei gefin út á meðan hann lifði. Handritið var skrifað á dönsku og var bjargað frá glötun þegar Jónas Hallgrímsson keypti það ur dán- arbui Sveins árið 1842 fyrir fimm ríkisdali og seldi aftur Kaupmannahafnardeild Bókmenntafélagsins. Þaðan komst handritiö síðan á Landsbókasafn, og árið 1945 var það gefið út í íslenskum búningi þeirra Jons Eyþórs- sonar, Pálma Hannessonar og Steindórs Steindórsson- ar. Þessi teikning af ferðalöngum um landið er að vísu gerð mun síðar en Sveinn Pálsson var á rannsóknaferð- um sinum, en þó má telja næsta víst að ferðamátinn hafi verið sá sami og hér sést. Fullur læknir og onmager Ferðabók Sveins skiptist í Dagbækur, Ritgerðir og Viðauka og er þar að finna mikinn fróð- leik, bæði um náttúrufar, dýralíf og lifnaðarhætti, en þar er einnig að fínna ýmsar skemmtilegar frá- sagnir og lýsingar sem kannski standast ekki alveg þær kröfur sem gerðar eru til nútíma fræði- manna, en eru ákaflega forvitni- legar aflestrar og skemmtilegar. Hér á eftir fara nokkrir stuttir kaflar úr dagbókum Sveins les- endum til gagns og skemmtunar. Júní1792 lO.júní. Þá blómgaðist Pingv- icula vulgaris (lyfjagras), Poten- tilla anserina (tágamura), Rumex acetosa (túnsúra), Cerastium vulgatum (vegarfí), Alsine media (haugarfi), Thlapsi b. pastoris (hjartarfí) Cucubalus behen (pungagras) og Erigeron uniflor- um. Nóttina á eftir dó maður í Reykjavík úr brennivínsslagi. Landlæknir krufði líkið nokkrum klukkustundum eftir andlátið, en fann ekkert óvanalegt, nema vasa propria stomachi og vasa brevia (magaæðamar) voru mjög blóð- hlaupnar og heilinn mjög rauð- leitur. Hinn 13. júní sá ég frá strönd- inni fúgl á sjónum í æðarfúgla- hóp. Hann svaf og hafði stungið nefinu undir væng sér. Um leið og ég gerði hávaða, vaknaði hann, en hann var svo langt burtu, að ég gat hvorki hæft hann með steini né séð hann svo greinilega, að ég geti lýst honum að nokkru gagni. September 1792 Þegar heiin kom á bæinn, hitti ég fjórðungslækni Norðurlands, sem á þó varla lengur þetta nafn skilið sakir vaxandi drykkjuskap- ar, elli, klaufsku og óáreiðanleika. Þótt hann sé í rauninni Iærður vel og hafi verið heppinn læknir, hafa samt flestir misst allt traust á hon- um og það ekki að ósekju. í þessu sambandi vil ég samt leyfa mér að taka ffam: Útlendingar gera mikið veður út af hinni hóflausu of- drykkju, sem þeir segja, að sé ein- kenni íslenzku þjóðarinnar. Þetta eru að vísu eigi með öllu staðlaus- ir stafir, ef aðeins er tekið tillit til þeirra manna, sérstaklega þó embættismanna, sem em á sí- felldum ferðalögum. Alkunnugt er, að engin veitingahús eða greiðasölustaðir em til á Islandi, eða með öðmm orðum enga þá hressingu að fá á ferðalögum, sem venja er til erlendis, en hitt vita aðeins þeir, sem reynt hafa, hversu erfitt er að ferðast á Is- landi, einkum á vetrum. Það er því ekki að fúrða, þótt menn grípi til brennivínsins, sem er eina fá- anlega hressingin, þegar þeir, sem ekki er sjaldgæft, em að því komnir að helfrjósa. Ekki er rétt að dæma alla, sem búa í heilu byggðarlagi, eftir einum einstök- um bónda, enda er það höfúðlygi, að bændastéttin á íslandi sé drykkfelld í heild sinni. Eða ætli, að unnt sé að bera íslenzku bænd- uma, sem koma ef til vill einu sinni á sumri í kaupstaðinn og drekka sig þá fulla, saman við þá, sem veltast augafúllir hver um annan þveran á götunum á hveij- um einasta torgsöludegi? En svo ég víki aftur að áður- nefndum lækni, þá vissi ég vel, hvert erindi hann átti við mig, en það var einungis að áreita mig og fá mig ef unnt væri, til að láta í ljós óhæfni mína til þeirra rann- sóknaferða, sem mér vom faldar á hendur. Hann var meðal annars svo einlægur að segja mér, að Náttúmrfræðafélagið hefði sent honum erindisbréf mitt, ásamt þeirri ósk, að hann skýrði því ffá, hversu ég hlýddi því. Auk þess vildi hann fá mig til að biðja fé- lagið um teiknara eða málara, og hann sjálfur yrði ráðinn sem fé- lagi minn á rannsóknaferðunum. Þá reyndi hann - ekki af vanþekk- ingu, því að hann er vel kunnur grasafræðingur, - heldur af ein- skærri meinfysi, að fá mig til að trúa því, að ekki þýddi að leita skófna nema á vorin og hér á landi væri margt eiturplantna. Þá sagði hann, að ég þyrfti ekki að gera því skóna að komast upp á Tindastól nema með samþykki vætta þeirra, er í fjallinu byggi, og fleira því um líkt, sem mér leiðist að þylja upp. Enginn skilji orð mín svo, að ég segi þetta löndum mínum til svivirðingar, því að ég get fúllyrt, að maður þessi er hinn eini af sínu tagi í öllu landinu. En ég get þessa sem sönnunar þess, að það er ekki ætíð betra að ferð- ast í sínu foðurlandi en annars staðar og ferðamaðurinn verður að vera við því búinn að finna fleira en náttúrufræðilega hluti á ferðum sínum. September 1794 Hinn 18. fórum við yfir Ljósa- vatnsskarð að prestsetrinu Hálsi í Fjnóskadal, og urðum við að dveljast þar til hins 21. sakir storms og regns, er loks breyttist í snjókomu. En við sátum þar í góðum fagnaði hjá báðum prest- unum, er sitja jörðina. Yngri presturinn, hr. Gunn- laugur Gunnlaugsswon, kvartaði m.a. yfir einhvers konar ljótum ormum, sem hefðu um nokkurt skeið sézt á eignarjörð hans, Landamóti, og þar í grenndinni. Bær þessi stendur í svonefndri Fúlukinn eða Köldukinn, en sú sveit er í vestanverðum Bárðar- dal, norðan Ljósavamsskarðs. Hafa ormamir þegar valdið því, að varla fæst nokkur maður til að búa á jörðinni. Herra amtmaður Thorarensen minntist líka á þessa orma í bréfi til mín í fyrra vetur. Samkvæmt tilmælum prestsins skrapp ég því í fylgd með honum hinn 20. sept. til baka að Landa- móti í vonzkuveðri og ófærð til að athuga þessa leiðu gesti. Bærinn stendur í raklendri, en kjamgóðri og gróðursælli fjallshlíð. Jarðveg- ur í túninu er myldinn og sandbor- inn, og þar halda ormamir sig að- allega, einkumm rétt ffaman við bæinn. Grasrótin er þar öll út- steypt í smáhrjónum, og undir hverri hijónu er hola með orma- bæli í. Ormamir em mjög þess- legir að vera Sipunculus (pípu- ormar). Að sumrinu koma ormar þess- ir úr holum sínum nær álnar djúp- um og skriða jafnvel inn í bæjar- húsin, en deyja þá oftast nær, er þeir hætta sér svo langt úr bæli sínu. Einkum sækjast þeir eftir að komast undir heystakka og annað, sem breitt er á jörðina, en verði þeir fyrir ónæði i grennd við bæli sitt, flýja þeir í það með ótrúleg- um hraða. Eigi éta þá hrafnar né önnur dýr, svo að vitað sé. Stærstu ormamir, sem menn hafa rekizt á, vom 18. þuml. langir og fingurgildir. Að vetrinum felast þeir djúpt niðri í holum sínum. Þangað til fyrir 30 árum kvað þeirra ekki hafa orðið vart, en um orsakir þeirra eða upphaf er þetta sagt: Einu sinni fyrir langa löngu var verið að slátra mannýgri kú þama, en hún sleit sig lausa og rásaði víða, svo að blóðið úr henni fór út um allt í grennd við bæinn. Um svipað leyti bjó þar maður, er fékkst við að taka fólki blóð og hafði þann sið að fleygja blóðinu í for eða vilpu rétt við bæjardymar. Auk þess var þar á bænum í mörg ár húskona, sem hafði nimium fluxum mensium (of mikið rennsli tíðablóðs) og kastaði blóðinu líka í sömu vilp- una. Nokkm síðar varð fyrst vart þessara kvikinda í og umhverfis áðumefnda vilpu. Nú hafa þeir grafið í sundur um 3600 ferfaðma af túninu (fjögradagaslátt) þar, sem það er grasgefnast, og auk viðbjóðs þess, sem fólk hefúr á þeim, er kvartað yfir rýmun á töðufallinu og að illt sé að slá hinn ormétna svörð vegna hinna fyrmefndu nabba, sem svipar til moldvörpuþúfna og nabba eftir sandmaðk (Lumbrici marini) i sjávarleðju. Tappatogari.....kr. 2.720,- Hnetubijótur....kr. 1.580,- ístöng..........kr. 1.200,- Sjússamælir.....kr. 1.260,- SIGILDAR POSTULÍNS OG KRISTALS- VÖRUR SÉRVERSLUN KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR ALFABAKKI 14 ■ MJÓDD ■ 109 REYKJAVlK ■ S(MI 76622 Konfektskál á fæti....kr. 2.520,- Kertaskál...........kr. 1.360,- Bjalla..............kr. 985,- Jólahengi...........kr. 520,-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.