Þjóðviljinn - 03.01.1991, Page 3

Þjóðviljinn - 03.01.1991, Page 3
FRETTIR Jórdanía Islendingarnir koma 10. janúar Stefanía Reinharðsdóttir Kahlifeh: Óttumst gagnaðgerðir Israelsmanna ef til styrjaldar kemur Við íslendingarnir hér í Jórdaníu eigum bókað flug til íslands þann 10. janúar og munum koma heim þá ef ekki verður séð fram á friðsamlega lausn Persaflóadeilunnar, sagði Stefanía Reinharðsdóttir Ka- hlifeh, ræðismaður íslands í Amman, í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Stefanía sagði, að þótt lífið gengi enn nokkuð eðlilega fyrir sig á yfírborðinu i Amman, þá væri fólk orðið óttaslegið og ljóst væri að efnahagslegar afleiðingar Persaflóadeilunnar fyrir Jórdaníu væru slíkar að landið gæti ekki staðist þær nema tímabundið. Því viðskiptabannið á Iraq næði í reynd til Jórdaníu líka. Ekki bara sjóleiðina í gegnum Rauðahafíð og Aqabaflóa, heldur líka flug- leiðis. Flest flugfélög væru nú hætt að fljúga til Amman, ferða- mannaþjónustan væri lömuð og tekið fyrir allar gjaldeyristekjur. Flutningaskip sem sigla ættu til hafnarborgarinnar Aqaba væru stöðvuð af bandariska flotanum, þannig að dæmi væru þess að jafhvel vörusendingar sem ætlað- ar væru bandaríska sendiráðinu í Amman hefðu verið stöðvaðar. Ljóst er að lofthelgi Jórdaníu verður lokað þann 12. janúar að kröfú tryggingafélaga, og landið þá einangrað. Þótt enn sé nægjanlegt af ódýru grænmeti og ávöxtum á markaðnum, þá hefur flótta- mannaaðstoð Palestinumanna í Jórdaníu lýst því yfir að hún sjái ffam á að þurfa að loka skólum og annarri þjónustu á næstunni, ef ekki kemur til aukinna fjárveit- inga. Stefanía sagði að í Jórdaníu óttuðust menn mest hættuna ffá ísrael, ef til stríðs kemur. Sú hætta væri fyrir hendi að ísraelar not- uðu tækifærið, þegar stríð brytist út, og rækju alla Palestínuaraba frá ísrael og Vesturbakkanum yfir til Jórdaníu og reydu þannig að „leysa Palestínumálið í eitt skipti fyrir öll“, eins og það er kallað. Þá yrði lofthemaður á milli ísra- els og Irak yfir Jórdaniu, þar sem Virðisaukaskattur Sveitarfélög mótmæla Sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu: Aukinni skatt- lagningu mótmælt. Skora á þingmenn Reykjavíkur og Reykjaness að beita sér fyrir breytingum Stjóm Samtaka sveitarfélaga á höfúðborgarsvæðinu hefur sent ffá sér ályktun þar sem auknum skattaálögum vegna upptöku virðisaukaskatts er mótmælt. Stjómin telur að skattbyrði sveit- arfélaga hafi aukist um hálfan miljarð vegna tilkomu þessa skatts. Sveitarfélögin krefjast þess annars vegar að virðisaukaskattur verði ekki lagður á ákveðna þætti í eigin starfsemi sveitarfélaga og hins vegar að hann verði endur- greiddur af þeim þáttum að- Gunnlaugur Júlíusson. Mynd: Jim Smart. Landbúnaðarráðherra Nýr aöstoð- armaður Gunnlaugur Júlíusson hag- fræðingur tekur við störfum sem aðstoðarmaður landbúnaðar- ráðherra nú um áramót. Gunn- laugur hefur starfað í ráðuneyt- inu frá því í febrúar í fyrra sem ráðgjafi ráðherra varðandi nýj- an búvörusamning. Alfhildur Olafsdóttir, sem ver- ið hefur aðstoðarmaður landbún- aðarráðherra frá haustinu 1988, lætur af störfúm og mun snúa sér að búskap að Akri í Vopnafirði. -Sáf keyptrar þjónustu sem ekki voru söluskattsskyldir. í ályktun stjómarinnar segir að með almennri álagningu virð- isaukaskatts á eigin starfsemi sveitarfélaga sé ríkisvaldið að ganga lengra í skattlagningu á sveitarfélög en áður og tíðkast á Norðurlöndunum. Þvi skorar stjómin á þingmenn Reykjavíkur og Reykjaness og Samband ís- lenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir breytingum á álagningu virðisaukaskatts. Stjóm SSH vekur sérstaka at- hygli á því í greinargerð með ályktun sinni að sveitarfélögin á höfúðborgarsvæðinu áætla að þau þurfi að greiða um 170 miljónir króna í virðisaukaskatt vegna hol- ræsaffamkvæmda á svæðinu, um- fram það sem þau hefðu þurft að greiða í söluskatt. -gg Amman er nánast í fluglínu á milli Jerúsalem og Bagdað, þann- ig að í rauninni drægist Jórdanía óhjákvæmilega inn í átök, ef strið brytist út. Ný ríkisstjóm var mynduð f Jórdaníu þann fyrsta janúar, og vom 10 nýir ráðherrar skipaðir. Af þeim em 6 úr Bræðralagi múslima, sem er stjómmálaflokk- ur trúarsinna, sem ekki hafði átt sæti i ríkisstjóm landsins fyrr. Múslimar unnu hins vegar sigur í kosningunum sem haldnar vom í Jórdaníu á síðasta ári. Stefanía sagði að hún reyndi eftir mætti að hafa samband við íslendinga sem byggju í Saúdi- Arabíu, Katar og Egyptalandi, en það væri ekki alltaf auðvelt. Ekki væri því ljóst hvort þetta fólk kæmi heim, en um er að ræða 6 manns, auk Steinars Bergs Bjömssonar, sem dvelur nú á vegum Sameinuðu þjóðanna í Bagdað. —ólg. Ófœrt nema til Eyja. Flugleiðir og Arnarflug innanlands gátu að- eins flogið til Vestmannaeyja I gær, en öllu öðru áætlunarflugi innan- lands var aflýst vegna veöurs. Samtals áttu hátt (tvö þúsund farþegar bókað far með flugfélögunum. Athugað verður með flug strax I bltið I dag. Mynd: Jim Smart. AB Vestfiörðum Kristinn efstur eftir fyrri umferð Kristínn H. Gunnarsson Bolungarvík varð efstur í fyrri umferð forvals Alþýðubanda- lagsins á Vestfjörðum sem fram fór 27. desember síðast liðinn. I næstu fimm sætum vom Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suð- ureyri; Bryndís Friðgeirsdóttir, ísafirði; Magnús Ingólfsson, Reykjavík; Unnar Þór Böðvars- son, Biskupstungum og Þóra Þórðardóttir, Suðureyri. Alls kusu 85 manns sem eru 56 prósent þeirra 153 sem em á kjörskrá. Seinni umferðin fer fram nú í byijunjanúar. -gpm Gallup Landinn er bjartsýnn Islendingar eru bjartsýnir á horfur innanlands en svartsýnir á að árið verði friðsamlegt á alþjóðavettvangi I* slendingar eru bjartsýnir á horfur í atvinnu- og efna- hagsmálum innanlands á því ári sem nú er nýgengið í garð, má lesa út úr niðurstöðum könnunar sem Gallup á íslandi gerði í desember síðastliðnum. Arið 1988 töldu rúm 70 prósent þjóðarinnar að árið 1989 ættí eftir að einkennast af efnahags- legum erflðleikum en nú telur aðeins fimmtungur þjóðarinnar að svo verði um árið 1991. Gallup á íslandi hefur síðast- liðin ár gert könnun á viðhorfum Islendinga til komandi árs í des- embermánuði. Niðurstöður þeirr- ar könnunar frá því í desember síðastliðnum gefa til kynna að bjartsýni landsmanna um horfur innanlands hafi aukist en hins vegar telja mun fleiri nú að árið verði ófriðsælla á alþjóðavett- vangi en það sem var að líða. Athyglisvert er að þeir sem telja að vinnudeilum og verkfoll- um muni fjölga á árinu hefur fækkað töluvert frá því að sömu spumingar var spurt fyrir árið sem liðið er. í könnun sem gerð var í desember árið 1989 töldu 36 prósent þjóðarinnar að verkfoll og vinnudeilur yrðu meiri árið 1990 en árið á undan. I könnun sem gerð var árinu áður sýndi að 60 af hundraði töldu að verkföll og vinnudeilur myndu verða meiri árið 1989. Þegar menn vora spurðir að því í desember í fyrra hvort þeir teldu verkfoll og vinnu- deilur verða meiri árið 1991 en ár- ið 1990 var aðeins tæpur þriðj- ungur á þeirri skoðun. Ennfremur telja mun færri Islendingar að at- vinnuleysi í ár verði meira en á ár- inu sem var að líða. Á árinu 1988 töldu rúm 80 prósent að atvinnu- leysi myndi aukast á árinu sem í hönd fór. I síðustu könnun Gall- ups kom í ljós að aðeins um þriðj- ungur er á þeirri skoðun um þessi áramót. Rúmur þriðjungur þjóðarinn- ar telur árið 1991 verða ófriðsælla en árið 1990. Er það mjög mikil aukning frá áranum áður þegar aðeins inilli þijú og átta prósent töldu að svo kynni að fara. Þótt ekki hafi verið spurt um það sér- staklega í könnuninni er óhætt að telja að það sé ástandið við Persa- flóa sem aukið hefúr svartsýni manna um að friðsæld í heimin- um muni einkenna nýhafið ár. Einnig telja menn meiri líkur á að heimsstyijöld brjótist út nú en fyrir ári. Það sama á við um flest- ar aðrar þjóðir nema helst Sovét- menn sem era mjög svartsýnir á horfúr innanlands en telja ekki síður en fyrir ári að friðsælt verði í heiminum. Bandaríkjamenn og Kanadamenn era mjög uggandi um ástand heimsmála og telja rúm 70 prósent Kanadabúa að ófriðsælla verði á alþjóðavett- vangi árið 1991 en 1990. Á sama tíma fyrir ári taldi aðeins tæpur þriðjungur Kanadabúa að árið 1990 yrði ófriðsælla en árið 1989. Tæpur helmingur Bandaríkja- manna telur að árið verði ófrið- sælla en það síðasta. Á sama tíma fyrir ári var rúmur fjórðungur þeirra á þeirri skoðun. Islendingar eru ekki á því í meira mæli en aðrar þjóðir að per- sónulegur hagur þeirra muni væn- kast mikið á nýju ári. En engin þjóð í könnun Gallups er jafn- bjartsýn á að persónulegur hagur þeirri muni ekki versna. Sovét- menn era manna svartsýnastir; þeim hefúr fjölgað úr tæpum 40 prósentum í rúm 60 prósent sem telja að árið verði fyrir þá per- sónulega verra en það síðasta. Sömu sögu er að segja af Banda- ríkjamönnum; þeim sem telja að hagur þeirra eigi eftir að versna á nýju ári hefúr fjölgað úr tæpum þriðjungi i rúm 40 prósent. Þótt fleiri Bandaríkjamenn en Islend- ingar séu á þeirri skoðun að árið sem í hönd fer verði persónulega betra en það síðasta, eða tæpur helmingur þjóðarinnar, hefur sá hópur hins vegar ekkert stækkað frá þvi á síðasta ári og virðist þannig svartsýni hafa aukist með- al bandarísku þjóðarinnar. Islendingar virðast því bjart- sýnir um horfur í atvinnu- og efúahagsmálum á nýju ári ef marka má áramótakönnun Gall- ups á íslandi. BE Fimmtudagur 3. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.