Þjóðviljinn - 03.01.1991, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 03.01.1991, Qupperneq 11
MINNING I DAG Einar Vigfússon erfðafræðingur Fil. Dr. Einar Vigfússon, erfðaffæðingur, lézt á sjukrahús- inu í Karlskrona, Svíþjóð þann 26. júní. Einar var fæddur að Keldhólum á Fljótsdalshéi aði 11. desember 1912. Foreldrar hans voru hjónin Vigfús Einarsson og Sólveig Olafsdóttir. Auk Einars eignuðust þau dótturina Helgu, sem búsett er í Reykjavík ásamt manni sínum Friðgeiri Ingi- mundarsyni. Einar naut kennslu og til- sagnar í heimasveit sinni, en var orðinn fulltíða er hann hélt til menntaskólanáms á Akureyri þar sem hann tók stúdentspróf haust- ið 1937. Snemma bar á grúsk- áhuga Einars á ýmsum sviðum og hann aflaði sér þegar á ung- lingsárum bóka í náttúrufræðum og kom sér upp grasasafni. Á menntaskólaárunum vann Einar fyrir sér í vegavinnu og í síld og á þessum tíma snérist hann til hugsjóna sósíalisma, en sterk vinstrihreyflng var þá innan skólans á Akureyri. Sósíalískri sannfæringu sinni var hann trúr og skeleggur fylgismaður til dauðadags. Veturinn 1937-38 var Einar í Háskóla Islands og hélt síðan haustið 1938 til Danmerkur þar sem hann fór fyrst í garðyrkju- skóla og innritaðist síðan í Den Kongelige Veterinær og Land- bohöjskole, en þar tók hann Hortonomexamen árið 1943. Litlu síðar flúði Einar til Sví- þjóðar, en honum var þá tæpast vært öllu lengur í Danmörku, en hann hafði fengist við dreifingu á blöðum andspymuhreyfingar- innar. Einar lenti ásamt öðrum flóttamönnum í búðum í Uppsöl- um. Að lokinni vist þar hélt Ein- ar til Lundar og innritaðist í Lundarháskóla haustið 1944. Jafnhliða náminu í Lundi vann hann á jurtakynbótastöðvum í Svalöv og Hilleshög á Skáni, en á þessum ámm vann hann meðal annars við kynbætur á sykurróf- um. Einar lauk fil. kand. prófi 1954 og fil. lic. varð hann 1962 við erfðafræðistofnun Háskólans í Lundi. Hann hafði þá byijað á doktorsverkefhi sínu sem fjallaði um svo kallaða fjölfijóvgun sem hann rannsakaði aðallega hjá sól- rós. Einar varði doktorsritgerð sína „On Polyspermy in the Sun- flower“ 16. des. 1969. Ritgerðin fjallaði um það fyrirbæri sem hann hafði tekið eftir, að fleiri en ein sæðisftuma frjóvgaði hverja eggfrumu og að áhrifa af þessari aukaffjóvgun gætti hjá afkvæm- unum, þótt aðeins ein sæðis- fruma sameinaðist kjama egg- frumunnar. Rannsóknimar byggðust að miklu leyti á að fylgjast með sæðisffumum sem höfðu verið merktar með geisla- virku efni. Þótt mikil tæknileg þróun hafi átt sér stað síðan Ein- ar birti niðurstöður sínar mundi verkefni hans enn í dag vera talið Vilhelmína Arngrímsdóttir Sigurfljóð Erlendsdóttir Anna Erlendsdóttir Davfö Erlendsson Vignir Erlendsson Arngrímur Erlendsson Steinar Erlendsson Erla M. Erlendsdóttir barnabörn og mjög erfitt, en á þeim tima sem hann ffamkvæmdi rannsóknir sínar má segja að það hafi verið allt að því ógemingur að koma verkefninu í höfn. Það ber þraut- segju, áræði og næmi Einars fag- urt vitni að hann lauk verkefni sínu þrátt fyrir takmarkaða að- stoð innan stofnunarinnar. Einar starfaði við erfðaffæði- stofnunina í Lundi til ársins 1971. Um þetta leyti urðu miklar breytingar á háskólakerfinu í Svíþjóð og Einar fór ekki var- hluta af þessu. Kennsluþörfin í erfðafræði minnkaði og honum hlotnaðist ekki til frambúðar staða við stofnunina. Hér kom hrekkleysi og réttlætistrú Einars honum í koll, en hvorttveggja fyrirmunaði honum að ota sínum tota eða halda ffam eigin ágæti í sambandi við stöðuumsóknir. Er Einar hvarf ffá Lundi fluttist hann til Svensgöl í nánd við Karlskrona í Blekinge. Hann lagði þar stund á sauðfjárrækt eflir að hafa aflað sér stofhs ffá Gotlandi, en fjárkyni þessu svip- ar til hins íslenzka. Erfðaffæði- þekking Einars fékk hér hagnýt not og í lok áttunda áratugarins var stofn hans talinn einn sá al- bezti í Blekinge. Garðyrkjukunn- átta hans fékk einnig notið sín vel í Svensgöl, en hann flutti þangað fjölda nytja- og skraut- plantna sem hann sýndi mikla umönnun, en það var Einari al- gjörlega ffamandi að nota eitur- efhi af nokkm tagi við búsýslu sína. Fjárræktina stundaði Einar til ársins 1983. Einar sýndi alltaf sömu af- stöðu til lífsins og var hinn sanni andstæðingur hentistefnu. Hann var alla tíð trúr sannfæringu sinni, þótt þetta auðveldaði ekki akademískan feril hans né gæfi honum gylltar stöður. Hann var ætíð reiðubúinn, án tilits til eigin hagsmuna, að berjast fyrir því sem hann áleit rétt og sanngjamt. Einar var ákaflega mikill Islend- ingur alla sína ævi og kærasta lestrarefni hans vom Islendinga- sögumar og rit Halldórs Laxness og Þórbergs Þórðarsonar. Hann fylgdist grannt með íslenzkum málefnum og skrifaði allmargar greinar í Þjóðviljann. Auðhyggja var sem eldur í hans beinum, en Kristján J. Ásgeirsson Inga Áróra Guöjónsdóttir nokkrar blaðagreinanna eru ef til vill öðmm minnisstæðari. I einni þeirra gekk hann í skrokk á verk- fræðingi sem, án tillits til nátt- úmspjalla og umhverfis hafði reiknað út þann fjölda kílóvatta sem unnt væri að fá, ef allir helztu fossar Islands væm virkj- aðir. Hliðstæðir útreikningar á vatnsfollum Svíþjóðar hefðu ör- ugglega ekki snortið Einar, en þama var komið við taug sem sennilega var viðkvæmari og næmari en hjá flestum ef ekki öllum öðmm og Einar bar nátt- úmvemd fyrir bijósti löngu áður en slík mál vom almennt til um- ræðu. Þegar áætlanir vom birtar um að reisa ætti kisilgúrverk- smiðju við Mývatn ritaði hann snarpa grein um þá hættu sem vofði yfir ef „kísilgróttumenn" fengju að ráða ferðinni án hömlu. Ein grein Einars beindist til ís- lenzks arkitekts sem hann þekkti frá ámnum í Kaupmannahöfn, en arkitektinn hafði fundið upp á þvi að likja húsi við vél. Þessi materíalíski hugsunarháttur var meira en Einari var með góðu móti boðið og bám viðbrögð hans þess augljóst vitni. Þótt islenzk málefhi ættu mestan hug Einars, fygldist hann náið með pólitískri alþjóðaþró- un. Það sænska dagblað, sem Einar var áskrifandi að, var Sydsvenska Dagbladet Snallposten (Sydsvenskan), þótt Einar væri lítill aðdáandi skoð- ana þess. Þegar honum ofbauð það sem stóð í Sydsvenskan var það viðkvæði hjá honum að segja: „Það er bara eitt blað í öll- um heiminum sem er verra en Sydsvenskan." Það þurfti ekki að spyrja að því hvaða blað hann ætti við, því að allir sem þekktu Einar vissu að hann hafði hér viðlesnasta blað íslands í huga. Fljótlega eftir komuna til Lundar kynntist Einar verðandi konu sinni, Margit, en hún var lögfræðingur að mennt. Einar og Margit héldu til íslands árið 1947 og vom þar um eins árs skeið, en fluttu síðan aftur til Svíþjóðar, þar eð þeim tókst ekki að fá vinnu við sitt hæfi á Islandi. Á áttunda áratugnum leitaði Einar aftur til Islands og kenndi þá einn vetur við kennaraháskólann, en ekki heldur i þetta sinn bauðst honum starf sem hentaði sér- þekkingu hans. Margit, kona Einars, starfaði sem lansassessor i Karlskrona, en hún lézt árið 1987. Eftir lát hennar dvaldist Einar á vetuma í Humlebæk i Danmörku, en hann var þá tekinn að þreytast á snjó- þyngslunum í Svensgöl og vildi auk þess vera í nálægð bókasafh- anna í Kaupmannahöfn. Einar og Margrét eignuðust þijár dætur. Þær em Solveig, f. 1947, búsett í Karlskrona í Blek- inge, Gudmn, f. 1949, búsett í Arvika í Varmland og Humia (Helga), f. 1958, sem býr á Krit. Eftir áramót kenndi Einar þess sjúkdóms sem dró hann til dauða. Hann lét þá sækja sig til Humlebæk, svo að hann gæti verið í Svensgöl er að lokum dró. Dætur Einars og fjölskyldur þeirra önnuðust fallega og hríf- andi minningarathöfn um hann í Svensgöl 18. júlí, þar sem Gudr- un söng m.a. á íslenzku við und- irleik Jans eiginmanns síns og Simon, tengdasonur Einars, las hugleiðingar Einars um lífið og tilvemna. Lundi, Svíþjóð Högni Hansson Úlfur Árnason Ólafur Örn Gunnarsson barnabarnabörn Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Erlendur Indriðason Skúlaskeiðl 18, Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 4. janúar kl. 15:00. ÞJÓÐVIUINN Fullkomin vinnustöðvun Dags- brúnar, Iðju, múrara og blikk- smiða komin á. Ríki og bær eiga tafarlaust að ganga að töxtum Dagsbrúnar og múr- ara. Brezkur liðsforingi lætur beita byssustingjum við trún- aðarmenn Dagsbrúnar. (s- lenzkur verkstjóri leggst svo lágt að biðjast verndar brezkra hermanna - og þeir gerast verndarar lögbrjóta. Hús- gagnabólstrarar, húsgagna- smiðir, prentarar og hljóðfæra- leikarar hafa samið 3. janúar. 3. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 11.17 - sólarlag kl. 15.47. Viðburðir Landvamarfiokkur stofnaður 1903. NI\020191.SAF DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 28. des. til 3. jan. 1991 er í Austurbaejar Apóteki og Breiðholts Apóteki Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frldögum). Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-22 samhliöa hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavík................« 1 11 66 Kópavogur................» 4 12 00 Seltjamames..............» 1 84 55 Hafnarfjörður............« 5 11 66 Garðabær.................» 5 11 66 Akureyri.................« 2 32 22 Siökkvlið og sjúkiabðar Reykjavík....................» 1 11 00 Kópavogur....................« 1 11 00 Seltjamames..................« 1 11 00 Hafnartjörður................» 5 11 00 Garðabær.....................« 5 11 00 Akureyri...................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er f Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í « 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeildin eropin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarsplt- alans er opin allan sólarhringinn, n 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl- an, « 53722. Næturvakt lækna, TI 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt, « 656066, upplýsingar um vaktlækni « 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstöðinni, » 22311, hjá Akureyrar Apóteki, n 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsími). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar í « 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, »11966. ^ SJUKRAHUS Heimsóknartfmar: Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land- spítalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra- tfmi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimili Reykjavíkur v/Eiríksgötu: Al- mennur tlmi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspital- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstöðin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim- sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spítali Hafnar- firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahus Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, » 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öðrum timum. » 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráögjöf f sálfræði- legum efnum,» 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt ( sfma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Alandi 13: Opið virka daga frákl. 8 til 17, »91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúk- linga og aðstandendur þeirra f Skóg- arhlíð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra i « 91- 22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: « 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar- fræðing á miövikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf: » 91- 21205, húsaskjól og aöstoö við konur sem beittar hafa veríð ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, » 91-21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: » 91-21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: » 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I » 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, » 652936. GENGIÐ 2. janúar1991 Sala Bandarlkjadollar...........55,88000 Steriingspund.............106,00400 Kanadadollar...............48,10400 Dönsk króna.................9,52360 Norsk króna.................9,37580 Sænsk króna.................9,79920 Finnskt mark...............15,22820 Franskur franki............10,81320 Belgískurfranki............ 1,77910 Svissneskur franki.........43,07570 Hollenskt gyllini..........32,59260 Vesturþýskt mark...........36,77530 Itölsk lira.................0,04874 Austurrískur sch............5,22660 Portúgalskur escudo........ 0,41220 Spánskur peseti.............0,57500 Japanskt jen................0,41149 Irskt pund.................97,74800 KROSSGÁTA Lárétt: 1 guðir 4 mynt 6 eðja 7 vistir9firra 12 naut 14 kona 15 planta 16 beins 19 hrúgi 20 hræddist 21 gramar Lóörétt: 2 þannig 3 kjána 4 könnun 5 spil 7 þættir 8 mær 10 fjasar 11 úldnir 13 hrædd 17 málmur 18 mánuöur Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 hólf 4 fork 6 eir7 basl 9óska 12 kapal 14 eða 15 arð 16 reitt 19 tæpi 20 átta 21 angra Lóðrétt: 2 óða 3 fela 4 fróa 5 rok 7 bresta 8 skarpa 10 slatta 11 auðnan 13 púi 17 ein 19 tár Fimmtudagur 3. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.