Þjóðviljinn - 23.01.1991, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 23.01.1991, Qupperneq 2
FRETTIR Loðnuveiðiskip Gengið á ofnýttan þorskstofn Tillaga um að bæta þeim upp veiðibannið með 14 þúsund tonna kvóta. Mælist illa fyrir hjá þeim sem hafa þegar tekið á sig umtalsverða skerðingu Ef svo fer sem horfir að engin loðna verði veidd á þessari vertíð þýðir það tilfinnanlegt tekjutap fyrir þá einstaklinga sem hlut eiga að máli og við- komandi bæjar- og sveitarfélög. Þá mælist það misvel fyrir að sjávarútvegsráðherra ætli sér að bæta útgerðum loðnuveiði- skipa aflabrestinn með því að úthluta þeim þorskkvóta úr of- nýttum stofni. í gær kynnti sjávarútvegsráð- herra í ríkisstjóminni frumvarp til laga um ráðstafnir til að bæta út- gerðum loðnuskipa aflabrestinn sem fyrirsjáanlegur er með því að úthluta þeim allt að 14 þúsund tonna kvóta úr Hagræðingar- sjóði,níu þúsund tonn af þorski og fimm þúsund tonnum af rækju en loðnuflotinn telur rúmlega íjönt- tíu skip. Að mati stjómar LIU þyrfti þessi úthlutun að vera allt að helmingi meiri ef vel ætti að vera. Hinsvegar hefur þetta útspil sjávarútvegsráðherra mælst afar illa fyrir hjá öðmm sem hafa á sama tíma orðið að taka á sig, bótalaust, umtalsverðar kvóta- skerðingar. Sérstaklega þegar hér er um að ræða veiðiheimildir úr ofnýttumjjorskstofninum. Jón Olafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra fiskimjöls- framleiðenda, segir það kröfu loðnuverksmiðja að þessi úthlut- un komi einnig til góða þeim byggðarlögum þar sem bræðslur em. Þorvaldur Jóhannsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, segir að þessi úthlutun breyti engu fyrir það bæjarfélag því þaðan sé ekkert loðnuveiðskip gert út en aftur á móti em þar tvær loðnuverk- smiðjur. Þar hefur verið mjög erf- itt atvinnuástand en bolftskur hef- ur ekki verið unninn þar síðustu sextán mánuðina. Þorvaldur segir að viðvarandi loðnuveiðibann yrði nánast rothögg fyrir bæjarfé- lagið sem megi ekki við því að verða fyrir tekjutapi upp á nokkra tugi miljóna króna. Ásgeir Magnússon, bæjar- stjóri í Neskaupstað, segir að áframhaldandi loðnuveiðibann Kostnaður við byggingu ráð- hússins í Tjörninni verður orðinn 340 miljónum króna meiri í árslok 1991 en gert var ráð fyrir í heildaráætlun frá í janúar 1989. Þar munar um það bil 15 af hundraði. Þetta kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar borgarstjóra á fundi borgarstjómar í síðustu viku. Eins og kom fram í Þjóðviljanum á laugardaginn fara 680 miljónir króna í bygginguna á þessu ári og er reiknað með að kostnaður við byggingu hússins verði kominn í rúmlega tvo og hálfan miljarð króna í lok þessa árs, á verðlagi í fari hræðilega i heimamenn og sömu sögu er að segja af Eskiftrði og Vestmannaeyjum og víðar þar desember síðast liðnum. Ef heild- aráætlun frá í janúar 1989 er reiknuð upp til sama verðlags og áhrifúm virðisaukaskatts bætt við, fer hún í rúmlega 2,2 miljarða króna. Mismunurinn er 340 milj- ónir. Davíð Oddsson sagðist telja þetta eðlilegt frávik, en býst við að endanlegt frávik verði meira. Ekki er ljóst hve mikill kostn- aður hlýst af framkvæmdum á næsta ári, en sem kunnugt er hyggst borgin taka húsið í notkun snemma á næsta ári. í ræðu borg- arstjóra kom fram að gert er ráð fyrir að kostnaður á árinu 1992 sem tekjur hafa verið umtalsverð- ar af veiðum og vinnslu á loðnu. -grh verði 150-180 miljónir króna og er þá miðað við fúllbúið hús. Þá er ótalinn kostnaður við ýmsan búnað. Að sögn borgarstjóra verður lokið við alla grófari vinnu inni á þessu ári. Áformað er að múr- verki Ijúki á fyrri hluta ársins og síðan uppsetningu allra veggja og lofta auk pípulagna, raflagna og loftræstikerfis að mestu leyti. Smíði innréttinga á einnig að vera vel á veg komin í árslok, en upp- setningu innréttinga og málun verður ólokið. -gg Hvalfiarðargön g Stofna hluta- félag á föstu- daginn Hlutafélag vegna Hval- jjarðarganga stofnað í vikulokin. Hlutaféð verður 80 miljónir króna. Reiknað með veggjaldi uppá 500- 600 krónur Ákveðið hefur verið að stofna hlutafélag vegna framkvæmda við Hvalfjarðargöng næstkom- andi föstudag. Gert er ráð fyrir að hlutafé verði 80 miljónir króna og verða Sementsverk- smiðja ríkisins, íslenska járn- blendifélagið, Grundartanga- höfn og Vegagerð ríkisins stærstu hluthafarnir. Akranes- bær verður einnig hluthafi. Drög að samningi væntanlegs hlutafélags við ríkið liggja fyrir. Þar er gert ráð fyrir að væntanlegt hlutafélag fjármagni framkvæmdir og standi undir rekstri ganganna með töku veggjalds um 25 ára skeið, en að því loknu verða göng- in eign ríkisins. Búist er við að kostnaður við göngin verði fjórir til fimm miljarðar króna og er áætlað að það taki 20-30 ár að ná inn kostnaði við gangagerðina að vöxtum meðtöldum. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra á Akranesi, er reiknað með að veggjaldið verði á bilinu 500-600 krónur. Enn hefúr reyndar engin ákvörðun verið tekin um hvort ráð- ist verður i gerð ganga eða annarr- ar vegtengingar um utanverðan Hvalfjörð. Þó þykir sýnt að tvær leiðir komi til greina yfír eða undir fjörðinn. Önnur er svoneínd Kiða- fellsleið, frá Kiðafelli að sunnan- verðu að Galtarvík, en hin er neíúd Hnausaskersleið og liggur nokkru utar í firðinum. Verði sú síðari val- in kemur til greina að leggja veg vestur fyrir Akraljall og yfir Grunnafjörð. Við það myndi leiðin milli Akraness og Borgamess sfyttast um allt að 10 kílómetra, en búist er við að vegurinn myndi kosta um einn miljarð króna. Á fundi sem haldinn var um málið nýlega voru uppi efasemdir um réttmæti gangagerðar, þar sem hætta er á að kostnaður vegna vegagerðar í tengslum við göngin verði tekinn af fjárveitingum til annarrar vegagerðar á Vesturlandi. -gg Ufsaskot á Tungunni. Höfðavlkin frá Akranesi fékk tuttugu og fimm tonn af ufsa i einu hali á svonefndri Tungu á Jökulgrunninu djúpt út af Breiðafirði um helgina. Þar voru á veiðum um tuttugu togarar og afli misjafn. Myndin er hinsvegar tekin um borð i flakafrystitogaranum Haraldi Kristjánssyni HF 2 á miðunum þar sem ver- ið er að leysa frá pokanum og búið að opna niður í móttökuna. Mynd: grh. Ráðhúsið Fimmtán prósent yfir áætlun Bjöm R. Einarsson Sveiflað á Púlsinum Annaðkvöld, fimmtudag, verður djassað í Heita pottinum, sem nú er til húsa í Púlsinum við Vitastíg. Þar koma fram tvær hljómsveitir, Kvartett Kristjáns Magnússonar og Hljómsveit Bjöms R. Einarssonar. Bjöm R. leikur á básúnu, en aðrir í sveit hans em píanóleikarinn Ámi El- far, Jón Sigurðsson kontrabassi og trymbillinn Guðmundur R. Einarsson. Leikur þeirra félaga vakti mikla hrifningu á 15 ára af- mælishátíð Jazzvakningar sl. haust. Kvartett píanistans Krist- jáns Magnússonar hefur starfað um árabil og spilar djasslög úr svíngi og boppi, auk annarra frá síðari ámm. Þorleifur Gíslason blæs í altó og tenórsaxófón, Tóm- as R. Einarsson spilar á kontra- bassa og Guðmundur R. Einars- son á trommur. Tónleikamir hefj- ast kl. 21.30. Trjágróður að vetrarlagi Næsti rabbfundur Náttúm- ffæðistofu Kópavogs og Náttúm- vemdarfélags Suðvesturlands verður haldinn í húsakynnum Náttúmfræðistofunnar að Digra- nesvegi 12 fimmtudaginn 24. janúar og hefst hann kl. 21. Að þessu sinni verður fjallað um hvemig trjágróður fer að því að verjast Vetri konungi. Ennfremur verður lýst hvemig megi greina hinar ýmsu tegundir tjáa og mnna um þetta leyti árs. Ásgeir Svan- bergsson starfsmaður Skógrækt- arfélags Reykjavíkur mun spjalla um þetta efni. í tengslum við rabbfundinn verður gengið um svæði Skógræktarfélagsins laug- ardaginn 26. janúar. Farið verður frá aðalinngangi Skógræktarinnar í Fossvogsdal kl. 13.30 í fylgd Ásgeirs Svanbergssonar. Kvíði og kvíðaviðbrögð Geðhjálp, félag fólks með geðræn vandamál, aðstandenda þeirra og velunnara, heldur fyrir- lestur annað kvöld, fimmtudag- inn 24. janúar, kl. 20.30. Fyrir- lesturinn íjallar um kvíða, kviða- viðbrögð og leiðir til að fyrir- byggja kvíða. Fyrirlesari verður Oddi Erlingsson sálfræðingur. Fyrirlesturinn verður haldinn á geðdeild Landspítalans í kennslu- stofu á þriðju hæð. Allir vel- komnir. Aðgangur ókeypis. Styrkur úr Sögusjóði 1 febrúar verður veittur árleg- ur styrkur úr Sögusjóði stúdenta i Kaupmannahöfn. Upphæð sfyrksins að þessu sinni er 7.000 danskar krónur. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna er tengjast sögu íslenskra námsmanna í Kaup- mannahöfn, verkefna er að ein- hveiju leyti tengjast sögu íslend- inga í Kaupmannahöfn og í sér- stökum tilfellum til annarra verk- efna er tengjast dvöl Islendinga í Danmörku. Umsóknir um styrk- inn skulu hafa borist stjóm sjóðs- ins fyrir 20. febrúar 1991. Utan- áskriftin er: Sögusjóður stúdenta, uster Voldgade 12, 1350 Köben- havn K. Siðleg ábyrgð Kristján Kristjánsson heldur opinberan fyrirlestur í boði Rann- sóknastofnunar i siðfræði nk. laugardag í stofú 101 í Odda kl. 15. Fyrirlesturinn nefnist „Um siðlega ábyrgð“ og fjallar um ábyrgð fólks á þeim hindmnum sem vama öðmm vegar í lífinu. Kristján lauk doktorsprófi í heim- speki við Háskólann í St. Ándrews í Skotlandi sl. sumar með ritgerðinni „Freedom and a Moral Concept“. Þetta er fyrsti opinberi fyrirlesturinn sem er fluttur á vegum Siðfræðistofúun- ar. Þetta er hluti þeirra 65 barna sem duttu (Jólalukkupott barnanna f happ- drætti Landssambands Flugbjörgunarsveitanna. Þátttakendur [ jóla- lukkupoftinum lituðu myndir sem fylgdu happdrættismiðum Landssam- bandsins og sendu inn. Fjölmargar myndir bárust og var dregið úr pott- inum Hjá afa á Stöð 2. Verðlaun voru fjallahjól, fjarstýrðar flugvélar, vasadiskó og bækur. Á myndinni em einnig fulltrúar Flugbjörgunarsveit- anna. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. janúarr 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.