Þjóðviljinn - 23.01.1991, Page 5

Þjóðviljinn - 23.01.1991, Page 5
ÞJÓÐMÁL Myndir: Haraldur Bjamason Ráðherrar AB í Neskaupstað Ætlum að stjórna áfram AB vill umhverfisráðuneytið nœst. Róttœkar hugmyndir um kerfishreytingar - raunsœi í framkvœmd. Alþýðubandalagið forðast ekki erfiðu verkin Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins ítrek- aði þá yfirlýsingu á fundi í Egils- búð í Neskaupstað sl. sunnudag, að flokkurinn stefndi eindregið í ríkisstjóm á ný og setti nú um- hverfisráðuneyti í forgangsröð ráðuneyta. Hann minnti á sérstöðu Al- þýðubandalagsins í umhverfis- málum, Hjörleifur Guttormsson hefði fyrstur flutt tillögu um nauðsyn umhverfisráðuneytis, enginn annar flokkur hefði jafn breiða og hugmyndaríka sveit áhugafólks og sérfræðinga í þess- um málaflokki, auk þess sem um- hverfismálin féllu vel að heildar- hugmyndum flokksins. Árangurinn Ólafur Ragnar Grímsson íjármálaráðherra fagði m.a. áherslu á þessi atriði: * I vor verða fyrstu þingkosn- ingamar í 45 ára sögu lýðveldis- ins þar sem ekki verður tekist á um hvemig slökkva skal verð- bólgubálið, breyta genginu, forða sjávarútveginum frá hmni og ná jákvæðum viðskipta- og vöm- skiptajöfnuði við útlönd. Mark- miðið núna er að halda árangrin- um sem náðst hefur á þessum sviðum. Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- og landbúnaðarráð- herra nefhdi t.d. þetta: * Jarðgangagerðin veldur straumhvörfum: Vestfirðingar hefðu þurft að bíða 30 ár eftir jarðgöngum, hefði átt að kosta þau af almennu vegafé. * Tímamót hafa orðið í flutn- ingi ríkisstofnana út á land, Skóg- rækt ríkisins komin til Egilsstaða og Hagþjónusta landbúnaðarins til Hvanneyrar. * Jöfnun símkostnaðar er haf- in. Matar- og búvömverð hefur verið nær óbreytt í eitt og hálft ár vegna samstarfs aðila vinnumark- aðarins, bænda og stjómvalda, innkaup vísitöluQölskyldunnar hækkað um 1,9% á 12 mánuðum. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra benti m.a. á þessi atriði: * Jöfnun lífskjara felst m.a. i lækkunum verðbólgu og vaxta og hertri innheimtu opinberra gjalda, sem skilaði 1 miljarði meira í rík- issjóð 1990 en ella. * Mörkuð hefur verið ný skólastefha í samvinnu við skóla- kerfið. * Stöðugleikinn er viðspyma fyrir átak á næsta kjörtímabili til að ráðast á ótal dæmi um fátækt og ójöfnuð í samfélaginu. Framtíðin Ólafur Ragnar: * Halda þarf samstöðunni sem náðst hefur í efnahagsmálun- Steingrimur: Samgöngu- og fjar- skiptabylting er hafin. Vestfirðing- ar hefðu að óbreyttu þurft að bíða 30 ár eftir jarðgöngum. Nýjar regi- ur um snjómokstur á næstu dög- um. um. í kjarasamningunum í haust þarf það að hafa algeran forgang að tryggja hag láglaunafólksins. * Breytingamar á tekjuskatts- kerfinu hafa þegar skilað 2-3% hærri kaupmætti fyrir þá launa- lægstu. Ríkisfjármálin á að nota enn frekar til að efla jöfnuð. Til- lögur Alþýðubandalagsins um hátekjuskatt, húsaleigubætur og tekjutengdar bamabætur til lág- launafólks hefðu þýtt 7-10% kjarabætur til láglaunafólks, og em enn í fullu gildi, þótt ekki hafi náðst samstaða innan ríkisstjóm- arinnar sl. haust. * Uppstokkun þarf í atvinnu- vegunum og endurmótim fisk- veiðistefnunnar. * Gera á fjölþjóðlega efha- hagssamninga, taka upp tvíhliða samninga við EB, en hafha inn- göngu. Steingrímur J. Sigfússon: * Móta þarf nýtingar- og vinnslustefnu í sjávarútvegi og gera opinn búvörusamning. * Ójöfnuði eftir búsetu skal útrýmt með áætlun um sam- göngu- og fjarskiptaáratug, með stórframkvæmdum í jarðganga- Svavar: AB tókst á við erfið al- vöruverkefni, verðbólgu, vaxtaok- ur, hrun ( atvinnuvegunum, stöðn- un í menningarmálum. Flokkurinn er fús að fást við erfið verkefni. gerð og fjarskiptatækni. Gera þarf hvert byggðarlag að virkum þátt- takanda í ferðaþjónustu. * Varða þarf leiðina í sam- skiptum við viðskiptaheildir og nágrannalönd til að ná hagstæð- um samningum án þess að glata fullveldi og sjálfstæði. Svavar Gestsson: * Á íslandi ffamtíðarinnar þarf að tryggja jafnari lífskjör en annars staðar þekkjast, útrýma jafht fátækt og auðsöfnun. * Island verði hreinna en önn- ur lönd, með átaki í umhverfis- málum. * Skapað verði nýtt öryggis- kerfi á rústum kalda stríðsins, í ljósi reynslunnar og með hliðsjón af þeim atburðum sem nú hafa verið að gerast. * Sjálfsforræði þjóðarinnar verður ekki tryggt með einangrun í skjóli laga og reglugerða, heldur góðu menningar- og menntakerfi. Loðnubresturinn Á fundinum komu skýrt ffam áhyggjur manna á Austfjörðum vegna loðnubrestsins og áhrifa hans á efnahagslíf staðanna. Ólafur Ragnar: Nú munu þing- kosningar I fyrsta sinn f sögu lýð- veldisins ekki snúast um hvernig á að ná tökum á efnahagsvand- anum, heldur hvort við fáum að byggja á árangrinum. Guðmundur Bjarnason, nýráð- inn bæjarstjóri í Neskaupstað, skýrði ffá þvi að beint tekjutap fyrir Norðfirðinga yrði um 18,5 miljónir eða 10% miðað við fyrra ár, veiddist engin loðna, fyrir utan keðjuáhrifin á þjónustuaðila. Jóhann K. Sigurðsson út- gerðarstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað benti samt á að loðnuveiðar hefðu stundum ekki hafist fyrr en í febrúar. Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði að úthluta þyrffi amk. 30 þús.tonna kvóta til loðnuskipanna ef ætti að bæta tjónið upp. Skylda mætti skipin til að landa á ákveðnum stöðum, þar sem loðn- an hefði verið mikilvægur þáttur atvinnulífsins. Jón Guðmundsson varafor- maður Verkamannafélagsins Fram á Seyðisfirði benti á hrika- legt ástand í atvinnumálum þar, sem væri þó ekki á ábyrgð núver- andi ríkisstjómar, en versnaði enn vegna loðnubrestsins. Smári Geirsson skólameist- ari í Neskaupstað ræddi ískyggi- lega byggðaþróun, í ljósi nýjustu mannfjöldatalna og áætlana um álver á Keilisnesi, og nauðsynlegt afnám aðstöðugjalda, sem mis- munuðu byggðarlögunum. Sigurður Ingvarsson, forseti Alþýðusambands Austurlands, sagðist ekki gera lítið úr árangri ríkisstjómarinnar, en óttast að vandamál Seyðisfjarðar yrði ekki einsdæmi, vegna aukinnar tækni við fiskvinnslu fækkaði starfs- mönnum í henni um 5% á ári, sem þýddi um 100 störf árlega á Aust- urlandi. Pétur Óskarsson húsa- smíðameistari í Neskaupstað gerði harða hríð að ráðherrunum, og Karl Hjelm verkamaður í Neskaupstað benti á að engin rík- isstjóm hefði notið annars eins velvilja launafólks, enda hefði henni margt vel tekist. Albert Einarsson, skóla- meistari Verkmenntaskóla Aust- urlands, þakkaði Svavari Gests- syni fyrir breytingar í skólastarfi, valddreifingu, áherslur á verknám og fullorðinsfræðslu, sem yrði einn veigamesti þátturinn í skóla- kerfi framtíðarinnar og stuðlaði að byggðajafhvægi með því að fólk gæti tileinkað sér ný störf. Endurvinnslan á Birgi Svavar: Ráðningin á Birgi Is- leifi Gunnarssyni sem Seðla- bankastjóra er ein veglegasta magalending sögunnar og stað- festing Alþýðuflokksins á því að Sjálfstæðisflokkurinn eigi valda- kerfið í landinu. Ólafur Ragnar: Endur- vinnslan á Birgi Isleifi var gerð til að viðhalda lénskerfi stjómmála- flokkanna í bönkunum. ÓHT Miðvikudagur 23. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.