Þjóðviljinn - 23.01.1991, Síða 6

Þjóðviljinn - 23.01.1991, Síða 6
ERLENDAR FRETTIR Persaflóastríð EldariKuvæt írakar farnir að kveikja í olíulindum. Búist við reykjarmökkum er valdið geti umhverfistjóni, en ekki talið að mestur hluti olíuforða Kúvæts sé í hættu Sprengingar urðu við olíu- lindir og olíumannvirki í gær á al-Wafra- olíusvæðinu, sem er í Kúvæt við landamæri Saúdi-Arabíu, og loga þar síðan miklir eldar. Er talið víst að ír- akar séu þar með byrjaðir á að kveikja í kúvætsku olíunni, eins EB-stiórnir Ráðamenn Iraks strfðsglæpamenn Stjórnir hinna 12 aðildar- ríkja Evrópubandalagsins lýstu því yfir sameiginlega í gær að þær litu svo á að írakar hefðu gert sig seka um stríðs- glæpi með meðferð sinni á flug- liðum sem þeir hafa tekið til fanga í yfirstandandi Persaflóa- stríði. í yfírlýsingu EB-stjómanna er ábyrgð lýst á hendur íröskum ráðamönnum af þessu tilefni. Er á það bent í þessu sambandi er írak- ar sýndu stríðsfanga í sjónvarpi og lýstu því yfir að þeir yrðu hafðir í haldi á hemaðarlega mik- ilvægum stöðum, í þeim tilgangi að hindra að bandamenn geri árásir á þá staði. Svipaðar yfirlýs- ingar höfðu áður komið frá stjóm- um Bandaríkjanna og Bretlands. „Þetta er viðbjóður með af- brigðum i augum (ríkjanna tólf),“ sagði Jean-Jacques Kasel, for- stöðumaður stjómmáladeildar ut- anríkisráðuneytis Lúxembúrgar. A föngunum, sem sýndir voru í sjónvarpinu, var að sjá að þeir hefðu sætt pyndingum og mis- þyrmingum og ef til vill „lyíja- gjöf‘. og fyrir Iöngu var búið að spá að þeir myndu gera ef til stríðs kæmi út af emírsdæminu. Ekki er yfirleitt ráð fyrir því gert að þetta boði að írakar hafi í undirbúningi að hörfa lfá Kúvæt, heldur að þeir séu með þessu að reyna að hylja viðbúnað sinn þar með reykjarmökkum og gefa í skyn að þeir muni valda slíkum reyk að veralegt umhverfístjón hljótist af, verði hemaðinum gegn þeim haldið áfram. Olíufræðingar telja ekki mikla hættu á að eldurinn læsi sig djúpt i olíulindimar, þar eð þar vanti súrefni honum til næringar, og þar að auki sé hráolía ekki mjög eldfim. Eldar þeir sem Irak- ar hafa kveikt og kunna að kveikja muni því ekki ganga að ráði á olíuforða þann sem er í jörðu í Kúvæt, en hann er 94,5 miljarðar tunna. Er emírsdæmi þetta þriðja olíuauðugasta ríki heims að talið er. Vísindamenn í ýmsum grein- um hafa spáð því að reykur af eldi, sem Irakar kveiktu í kú- vætsku olíulindunum, kynni að verða svo mikill að hann ylli Iofitslagsbreytingum og veralegu umhverfistjóni, og undir það taka olíuffæðingamir. Þótt eldamir nái ekki djúpt í lindimar, segja þeir, kunni reykurinn af þeim eigi að síður að verða nógu mikill til að valda slíku tjóni. Mest óttast þeir nú að írakar kveiki í lindunum á Burgan-svæðinu, stærsta olíu- vinnslusvæði heims að frátöldu Ghawar-svæðinu í Saúdi-Arabíu. Fyrir innrásina í Kúvæt í ágúst- byrjun var dælt þar upp á dag yfir miljón tunnum og var það þrír fjórðu hlutar heildarframleiðslu Kúvæts á olíu. Olíuífæðingamir segja einnig að gífurlegum erfiðleikum muni verða bundið að slökkva bálin, sem írakar hafa kveikt eða kunni að kveikja á kúvætsku oliusvæð- unum. Við það verður ekki hægt að styðjast við reynslu frá síðustu áratugum. Nýjasta reynslan af eidum, sem loga í mörgum lind- um samtimis á sama olíusvæði, er frá fjórða áratugnum. Gerðist það í Rúmeníu. Erfiðleikamir við að slökkva eldana verða því meiri sem það dregst lengur fyrir bandamönnum að vinna Kúvæt af írökum, því að fyrr verður ekki hægt að hefjast handa við slökkvistarfið. Er því farið að bollaleggja um hvort þetta muni flýta því að landher bandamanna ráðist til atlögu. Hingað til hefúr lítið verið barist á landi í stríði þessu. Reuter/-dþ. Bandaríkjamenn Breskur flugmaður, tekinn til fanga af (rökum. Útlit hans í sjón- varpinu þykir benda til að hann hafi sætt pyndingum og að ekki sé útilokað að neytt hafi verið ( hann eiturlyfjum. Vondaufir um skjótan sigur r En flestir þeirra telja að rétt hafi verið að hejja hernað gegn Irak r Þriðia árásin á Israel 50-60 særðir írakar skutu í þriðja sinn eld- flaugum á íbúðarhverfi í Tel Aviv í gærkvöldi og samkvæmt fyrstu fréttum af atburðum þessum, sem bárust rétt áður en Þjóðviljinn fór í prentun og voru ekki mjög Ijós- ar vegna ritskoðunar ísraelska hersins, særðust 50-60 manns og mikið tjón varð á byggingum. Hefur þessi eldflaugaárás íraka því orðið allmiklu skæðari en hinar fyrri sem þeir hafa gert á ísraei. Oddar eldflauga þessara vora sem hinna fyrri fylltir venjulegu sprengi- efni. Ekki var vitað samkvæmt fyrstu fréttum um þetta hve margar eldflaugar hefðu hitt ísrael í þetta sinn. Gagnflaugum af gerðinni Patriot var skotið gegn þeim, en ekki tókst með því móti að stöðva sumar árásarflauganna. Eftir þessa síðustu árás á ísra- elsk íbúðarhverfi gera margir ráð fyrir að ekki verði lengur hægt að hindra að ísraelar geri gagnárásir á írak. Reuter/-dþ. Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum eru samþykkir þeirri ákvörðun stjórnar sinnar að fara í stríð við írak, enda þótt flestir þeirra efist um að skjóts sigurs verði auðið. Er þetta samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar sem ABC News og Washington Post gerðu á sunnudag. 75 af hundraði aðspurðra kváðust telja að Bandaríkjastjóm hefði gert rétt í því að hefja hem- aðaraðgerðir í þeim tilgangi að reka Iraka frá Kúvæt. 62 af hundr- aði sögðust vera mjög ánægðir með þá ákvörðun stjómarinnar. Bush forseti hlaut mikið hrós frá aðspurðum fyrir frammistöðu sína í Persaflóadeilu í heild sinni. En fjórir af hverjum tíu töldu rétt að Bandaríkin hæfu samningaum- leitanir við íraka, þar eð að öðram kosti væri líklegast að stríðið drægist á langinn. Tveir af hverj- um þremur aðspurðra kváðust telja að stríðið stæði í þrjá mánuði eða lengur, nema því aðeins að leitað yrði friðar með samninga- viðræðum. Þótt útkoman sýni almennt fylgi við stefnu stjómarinnar í Persaflóadeilu er ljóst að úr því hefur dregið. Samkvæmt niður- stöðum könnunar sem gerð var tveimur dögum fyrr, daginn eftir að stríðið hófst, voru 83 af hundr- aði Bandaríkjamanna samþykkir ákvörðun stjómar sinnar um að hefja hemaðaraðgerðir. -dþ. Bush Bandaríkjaforseti - löndum hans finnst hann hafa staðið sig vel. Irakar eggja hver annan - mark- aðslögmál vopnaverslunarinnar áttu drjúgan þátt I að gera þá að meiriháttar herveldi og svæöis- bundnu stórveldi. Frakkland. Kítia. Sovétríkin 4/5 vopna ír- aks frá þeim komin Maj-Britt Theorin: Hefta verður alþjóðlega vopna- verslun Fjórir fimmtu hlutar vopna þeirra, sem írak hefur, fékk það frá þremur rjkjum sem eiga fastaaðild að Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Ríki þessi eru Sovétríkin, Frakkland og Kína. Á þetta benti í gær Maj-Britt Theorin, formaður sænsku afvopn- unamefndarinnar, á ráðstefnu á vegum S.þ. um afvopnunarmál, sem fer fram í Genf. Sagði hún að kaldhæðni mætti kalla að þeim vopnum væri nú beitt gegn sumum þeirra, sem séð hefðu lrökum fyrir þeim. Frakkland er sem kunnugt er með í stríðinu gegn írak. Sovétríkin standa og með vest- urveldunum í Persaflóadeilu og stuðluðu ásamt þeim að þeirri sam- þykkt Öryggisráðs sem var undan- fari yfirstandandi hemaðaraðgerða gegn írak, og Kína veitti þeim óbeinan stuðning í atkvæðagreiðsl- unni um þá ályktun í ráðinu með því að sitja hjá, beitti sem sé ekki neitunarvaldi sínu þar til að stöðva samþykktina. Það fer sem sé ekki milli mála að Kína, Sovétríkin, Frakkland og raunar fleiri vestræn ríki áttu dijúgan hlut að því með vopna- og tæknisölu að koma írak í tölu mestu hervelda heims, með þeim afleiðingum að það fór að slá um sig sem svæðisbundið stórveldi. Maj-Britt segir: „Sá lærdómur, sem draga ber af vigbúnaðinum á svæð- inu (Austurlöndum nær) er að höft skuli sett á hina alþjóðlegu verslun með vopn.“ Oswaldo de Rivero, fulltrúi Perú á ráðstefnunni, sagði: „Stríðið við Persaflóa sýnir svo að ekki verður um villst að það sem hlýst af að selja vopn til svæða þar sem stjómir era ólýðræðislegar og hvik- lyndi ríkir í stjómmálum, er að ár- angur sá sem náðst hefúr í afvopn- unarmálum í Evrópu verður minni en til stóð.“ Reuter/dþ. Aðstoð við Sovétríkin EB: Flýtum okkur hægt Getur haft áhrif á afstöðu sovésku stjórnarinnar til Eystrasaltslýðvelda Aðildarríki Evrópubanda- lagsins hafa gert með sér samkomulag um að „fiýta sér hægt“ hvað varðar það að veita Móðir mín Jakobína Hallsdóttir Gunnlaugsgötu 3, Borgarnesi sem andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 15. janúar, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 26. janúar kl. 14.00. Vigdís Pálsdóttir, Sovétríkjunum meiriháttar að- stoð. Undirbúningi langtíma- áætlana í því sambandi verður hætt í bráðina og hægt farið í sakirnar við framkvæmd skammtímafyrirætlana. Samþykkt þessi er gerð með það fyrir augum að knýja sovésku stjómina til að stöðva ógnarað- gerðir hers síns í Eystrasaltslönd- um. Ennfremur hafa stjómir EB- ríkjanna 12 samþykkt að þau leggi sameiginlega fyrir stjóm Sovétríkjanna formlega umkvört- un viðvíkjandi meintum brotum gegn mannréttindum í Eystra- saltslýðveldum, eins og það er orðað í Reuterfrétt. Verður jafn- framt farið fram á meiri upplýs- ingar um atburðina undanfarið í Eystrasaltslöndum. Þar mun eink- um átt við manndráp sovéskra hermanna í Riga, höfuðborg Lett- lands, á sunnudagskvöld og í Vilnu, höfúðborg Litháens, viku áður. Voru í þessum tveimur til- fellum alls drepnir 18 menn. Jean-Jacques Kasel, embætt- ismaður í utanríkisráðuneyti Lúx- embúrgar (sem nú fer með forsæti í EB), sagði að í orðsendingu EB- stjóma til sovésku stjómarinnar yrði vísað til RÖSE-sáttmálans sem undirritaður var af 34 fjórum ríkjum, þ.á m. Sovétríkjunum, í Paris í nóvember, en margra mál er að með athæfi sínu í Litháen og Lettlandi undanfarið hafi Sovét- menn brotið mannréttindaákvæði þess sáttmála. Ekki er útilokað að þessi þrýstingur frá EB muni skipta einhverju um gang mála í sam- skiptum Eystrasaltslýðvelda og sovésku stjómarinnar á næstunni, því að EB er sá aðili sem sovéska stjómin væntir sér mestrar og mikilvægastrar efnahags- og tækniaðstoðar ffá. Reuter/-dþ. 6 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.