Þjóðviljinn - 20.02.1991, Síða 1

Þjóðviljinn - 20.02.1991, Síða 1
Miðvikudagur 20. febrúar 1991 — 35. tölublað 56. árgangur Ráðstafanir vegna loðnubrests Logandi ágreiningur Bæði stjórn og stjórnarandstaða eru klofnar í afstöðu til frumvarps sjávarútvegsráðherra. Margrét Frímannsdóttir: Aðeins verið að bœta þeim sem gera út skip á loðnuveiðar. Danfriður Skarphéðinsdóttir: Illskásti kosturinn Íumræðum um frumvarp um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnuveiðum, sem sjávarút- vegsráðherra Halldór Asgríms- son leggur fram í eigin nafni, kom fram í efri deild í gær að sumir stjórnarþingmenn styðja frumvarpið en aðrir ekki og það sama á við um stjórnarand- stöðuna. Stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan eru því margklofin í þessu máli. Flestir þeirra er tóku til máls í deildinni gagnrýndu þó frum- varpið. Allir voru sammála um að þama væri um að ræða vanda sem taka þyrfti á, en þar skildi líka leiðir. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins er á móti fhimvarpinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki tekið afstöðu en er klofinn. Kvennalistinn styður frumvarpið líklega, sem og Borgaraflokkur- inn. Alþýðuflokkurinn er hins- vegar klofinn í málinu. Fmmvarpið, ef að lögum verður, veitir ráðherra heimild til að taka 8.000 lesta botnfiskafla úr Hagræðingarsjóði og færa loðnu- Húsnœðisstofnun ASÍ og VSÍ úr stjórninni Félagsmálaráðherra leggur til að stjórnar- mönnum Húsnœðis- stofnunar ríkisins verði fækkað úr tíu í Jimm í kjölfar athugasemda Ríkis- endurskoðunar um stjórn Hús- næðisstofnunar ríkisins frá því í haust var Iagt fram á þingi í gær frumvarp til breytinga á lögum um stofnunina sem felur meðal annars í sér að þrír fulltrúar sem Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands eiga í tíu manna stjórn stofnunar- innar missi sæti sín. Lagt er til að stjómarmönnum verði fækkað í fimm og að Alþingi kjósi fjóra af þeim en ráðherra skipi einn án tilnefningar. Þá er lagt til í frumvarpinu að valdi stofnunarinn- ar verði dreift og þjónustan færð nær þeim sem hennar njóta með því að skipta landinu í átta húsnæðis- umdæmi, hvert með sína sérstöku umdæmisstjóm. í umdæmisstjómum er lagt til að verði finun aðalmenn og tilnefni samtök launafólks tvo þeirra. Þá er í frumvarpinu kveðið af- dráttarlaust á um það að félagsmála- ráðherra fari með yfirstjóm hús- næðismála í landinu. Það er að segja að vald verði flutt ffá stjóm Hús- næðisstofnunar í hendur ráðherra. Rök fyrir brotthvarfi aðila vinnu- markaðarins úr stjóminni eru hætta á hagsmunaárekstri og bent á full- trúa í umdæmisstjómum í staðinn. -gpm flotanum, sem og að auka rækju- kvóta um 5.000 lestir og færa sömu skipum. Margrét Frímannsdóttir, þing- flokksformaður Alþýðubanda- lagsins, lýsti ástæðum þess að þingflokkurinn fellst ekki á fmm- varpið. Ástæðumar em fyrst og ffemst þær að aðeins er verið að bæta þeim sem gera út skip á loðnuveiðar og verða fyrir tekju- missi vegna aflabrestsins. Mar- grét sagði að þingflokkurinn hefði gert tillögu um að skipunum yrði gert að landa aflanum í þeim byggðarlögum sem verst yrðu úti en að svarið við þeim tillögum hefði verið þvert nei. Hún, einsog Skúli Alexand- ersson, Abl., gagnrýndi ffum- varpið á þeim nótum að það tryggði útgerðina en ekki byggð- arlögin, heldur ekki fiskvinnslu- fyrirtækin og jafnvel ekki sjó- mennina, því útgerðir loðnuskip- anna gætu selt veiðiheimildimar. Skúli taldi víst að það myndu þær gera. Halldór sagði að það væri rétt að vandi allra yrði ekki Ieystur með þessu fmmvarpi en að ekki væri hægt að benda á einn ráð- herra og spyrja hvað ætti að gera í þessu eða hinu. Halldór sagði þetta vanda sem ríkisstjómin þyrfti að taka á, sem og þingið. Hann kvaðst í lengstu lög vilja forðast að beita ákvæði 9. gr. laga um stjóm fiskveiða, sem veita heimild til skerðingar á öllum botnfiskflotanum, og færa skerð- inguna t.d. yfir á loðnuflotann. Halldór taldi ffumvarpið vera betri leið. Karvel Pálmason, Alfl., lýsti sig andsnúinn fmmvarpinu, sem og fiskveiðistefnunni í heild sinni. Flokksbróðir hans Eiður Guðnason taldi fmmvarpið hins- vegar það skásta sem ffam hefði komið. Undir það tók Danfríður Skarphéðinsdóttir, Kvl., sem taldi. líklegt að sinn þingflokkur styddi fmmvarpið þótt ekki væri búið að taka formlega afstöðu til þess. Hún taldi þetta illskástu Ieiðina af þremur sem væm: að gera ekki neitt, beita 9. gr. eða fara þessa leið. Halldór Blöndal, Sjfl., var einnig fylgjandi fmmvarpinu þar sem ekki mætti koma til frekari skerðingar á botnfiskaflanum en nú væri þegar orðinn. Flokks- bróðir hans í neðri deild, Kristinn Pétursson, er hins vegar andvígur fmmvarpinu, einsog kom fram í Þjóðviljanum í gær. Þingflokkur- inn hefur ekki tekið afstöðu enn. Sjávarútvegsráðherra gagn- rýndi þingmenn fyrir að gagrýna ffumvarp sitt án þess að koma með tillögur í staðinn. Sem svar við því sagði Skúli Alexanders- son að málið væri ekki það lokað að ekki væri hægt að finna leiðir. Hann sagði að þar sem frekar væri um peninga að ræða en afla- heimildir, þ.e. vegna þess að skip- in muni selja kvótann, þá væri veð í flotanum sem mætti nýta til að leysa þennan tímabundna vanda. Eins taldi hann vænlegast að stofna aflatryggingarsjóð fyrir loðnuflotann til að veijast áföll- um sem þessum. Þessi mál em víða rædd. Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar hf. í Nes- kaupstað, sagði í gær að fólk þar í bæ væri hneykslað á afstöðu þingflokks Alþýðubandalagsins í þessu máli. -gpm/grh Loðnubræðsla er hafin vlðast hvar á landinu og meðal annars I verksmiðju Faxamjöls f Hafnarfirði þar sem þessi mynd var tekin af einum starfsmannanna með ylvolgt mjölið á milli handanna. Vegna þess hvað kvótinn er lítill og verð á mjöli lágt, telja forráðamenn bræðslnanna að tap verði á rekstri þeirra á þessari vertið. Mynd: Kristinn. Loðna Uppgrip á miðunum Erfiður markaður fyrir frysta loðnu Uppgrip hafa verið á Ioðnum- iðunum frá því sjávarút- vegsráðherra gaf grænt ljós á loðnuveiðar seinnipartinn í sið- ustu viku og er afli loðnubáta orðinn vel yflr sjötíu þúsund tonn, að viðbættum þeim tutt- ugu og tveimur þúsundum tonna sem leitarskipin fengu. Bræla var á miðunum í fyrra- dag og afli enginn, en um miðjan dag í gær höfðu skipin tilkynnt um rúmlega átján þúsund tonn. Bræðsla er hafin víðast hvar í allflestum loðnuverksmiðjum landsins og greiða þær sem næst eru miðunum við suðurströndina um 3.600 krónur, en þær sem fjærst eru hátt í fimm þúsund krónur fyrir tonnið. Engin bræðsla mun þó vera hafin á Raufarhöfn, Siglufirði, Höfn í Homafirði né í Sandgerði. Hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað er loðnufrysting þegar hafin, en að sögn Finnboga Jónssonar ffamkvæmdastjóra er markaðurinn fyrir frysta loðnu erfiður um þessar mundir í Japan. Hinsvegar horfa menn með vera- legri bjartsýni til hrognatökunnar sem að öllu jöfnu mun hefjast í næstu viku. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.