Þjóðviljinn - 20.02.1991, Side 2
FRETTIR
ABR
Kominn
æsingur
ímenn
Ingólfur Gíslason: Þörf á hverjum
manni
ast hefur vegna þíðu í alþjóðamál-
um í barátttmni gegn hemum.
Eg segi ekki að þetta fari ró-
lega af stað. Það er kominn
æsingur í menn þó það taki ein-
hvern tíma að ná upp dampi,
sagði lngólfur Gíslason en hann
hóf stðrf í gær sem starfsmaður
G-listans í Reykjavík fyrir
kosningarnar í vor og var
spurður hvort kosningabarátt-
an færi rólega af stað.
Hann sagði kosningabarátt-
una leggjast vel í sig. „Ég held að
menn geri sér grein fyrir því að
þetta eru kosningar sem skipta
máli fyrir flokkinn og alþýðu
landsins." Ingólfur sagði að bar-
áttan færi fram með hefðbundnu
sniði með útgáfii kosningablaða,
vinnustaðafúndum og haldið yrði
áfram á þeirri braut sem ráðherrar
Alþýðubandalagsins hafa lagt út
á, þ.e. að kynna hvað ríkisstjómin
hefur gert og hvert verði verkefni
þeirrar næstu.
„Kosningabaráttan hefst með
árshátíð ABR í Risinu, Hverlis-
götu 105 á laugardaginn," sagði
Ingólfur og bætti við að fyrstu
verkin yrðu að safna sjálfboðalið-
um sem væri raunar farið af stað.
„Það er þörf á hverjum manni,
sérstaklega þegar nær dregur
kosningum," sagði Ingólfur.
Ahugasamt fólk getur hringt í
síma 17500 eða 17504 og skráð
sig sem sjálfboðaliða.
Ingólfur sagði það mikilvægt
að Alþýðbandalagið kæmi sterkt
út úr kosningum til að fylgja eftir
þeim árangri sem náðst hefur með
þjóðarsátt. Eins telur hann nauð-
synlegt að nýta það lag sem skap-
Ingólfur er nýkomin heim frá
Svíþjóð og vann fyrir jólin á lager
hjá Máli og menningu. „Það var
vertíðarstemmning í þeirri vinnu,
og ég vona að sú vertíðarvinna
sem ég er að byija í núna skili
flokknum jafn miklu og bóksalan
skilaði Máli og menningu fyrir
jólin,“ sagði Ingólfur. -gpm
Myndatexti: Ingólfur Glslason starfsmaður G-listans f Reykjavlk á skrifstofu sinni að Laugavegi 3. Mynd: Krist-
Slvs á sió
Helmingur um borð í togurum
Bótaskyldum slysum á sjó hefur hlutfallslega fjölgad á undanförnum árum. Slysatíðni
togarasjómanna tvöfalt hœrri en hjá öðrum sjómönnum
Bótaskyldunm slysum á sjó
sem berast Tryggingastofn-
un hefur fjölgað hlutfallslega
allnokkuð undanfarin ár. Svo
virðist sem rúmur helmingur
þeirra verði um borð í togurum
og að slysatíðni togarasjó-
manna sé rúmlega tvöfalt hærri
en á öðrum þilfarsfiskiskipum.
Arið 1989 voru þessi slys
samtals um 502 og þar af 239 á
togurum, 246 á þilfarsskipum og
17 á opnum bátum. Togarasjó-
menn voru þá 1737, sjómenn á
þilfarsskipum 3671 og sjómenn á
opnum bátum 882 í fullu starfi, en
líklega um 1800 þegar allir smá-
bátasjómenn eru taldir með. Sam-
kvæmt bráðabirgðatölum frá því i
fyrra voru slysin 219 og þar af
110 á togurum og 103 á þilfars-
skipum og hafa því hlutfallslega
aukist á togurum miðað við árið
þar á undan.
Til samanburðar má geta þess
að árið 1988 var slysatíðni um
borð í kanadískum togurum 30%
þegar hún var um 14% meðal ís-
lenskra togarasjómanna árið 1989
eða rúmlega helmingi lægri.
Magnús Jóhannesson sigl-
ingamálastjóri vakti máls á slysa-
tíðni sjómanna í ræðu sinni á dög-
unum þegar stofnunin veitti full-
trúum sjómanna og útgerða í
Reykjavík viðurkenningu fyrir
bestu útkomuna í skyndiskoðun-
um fiskiskipa á síðasta ári. Þar
sagði hann m.a. að á undanfom-
um ámm hefði orðið jákvæð þró-
un í öryggismálum sjómanna og
að þeir væm famir í auknum mæli
að líta á þau sem einn þátt af þeim
mörgu sem þeir þurfa sjálfir að
huga að hver í sínu skipi. Sigl-
ingamálastjóri sagði að há slysa-
tíðni á sjó væri ekki lögmál sem
enginn fær breytt, heldur verkefni
sem takast þarf á við með víðtæku
samstarfi á staðfestum forsend-
um.
Á síðasta ári hófst skráning og
flokkun allra vinnuslysa hjá sjó-
mönnum og skemmda á skipum
hjá Siglingamálastofnun. Að mati
siglingamálastjóra mun þetta
verkefni, sem tengist samnor-
rænni skráningu slysa á sjómönn-
um, skapa áður en langt um líður
forsendur til þess að ganga enn
skipulegar að verki í forvamar-
starfi gagnvart slysum á sjó hér á
landi. Jafnframt mun frekari
greining þessara gagna veita upp-
lýsingar um æskilega forgangs-
röðun verkefna og skapa skilyrði
fyrir markvissara forvamastarf.
-grh
Prófessor í heimilis-
tækningum
Jóhann Ágúst Sigurðsson
heilsugæslulæknir í Hafharfirði
hefur verið skipaður fyrsti pró-
fessorinn í heimilislækningum
við Háskóla íslands. Þótt heimil-
islækningar séu ein elsta grein
læknisfræðinnar em heimilis-
lækningar sem fræðigrein innan
Háskólans aðeins nokkurra ára-
tuga gömul. Árið 1976 var fyrsti
lektorinn í heimilislækningum
ráðinn við Háskólann. Það var
svo í desember 1988 að Guð-
mundur Bjamason heilbrigðisráð-
herra skrifaði Svavari Gestssyni
menntamálaráðherra bréf þar sem
hann óskaði að prófessorsembætti
í heimilislækningum yrði stofnað
sem fyrst. Jóhann Ágúst varð
doktor í heimilislækningum við
Gautaborgarháskóla árið 1982.
Hann hefúr verið lektor við Há-
skóla íslands síðan 1986. Auk
þess að hafa starfað sem heimilis-
læknir í Hafnarfirði hefúr hann
verið héraðslæknir Reykjaneshér-
aðs. Hann lætur nú af því starfi en
mun halda áfram að starfa sem
heimilislæknir í Hafnarfirði.
Jóhann Ágúst Sigurðsson
Hraunin við Hafnarf jörð
Áttundi rabbfundur Náttúm-
fræðistofu Kópavogs og Náttúm-
vemdarfélags Suðvesturlands
verður haldinn fimmtudaginn 21.
febrúar kl. 21 í Náttúmfræðistofu
Kópavogs Digranesvegi 12, niðri.
Sigmundur Einarsson jarðfræð-
ingur fjallar um nýjustu rann-
sóknir sínar og Hauks Jóhannes-
sonar jarðfræðings, á hraunum
við Hafnarfjörð. Komið hefúr í
ljós að fleiri hraun frá sögulegum
tíma eru á þessu svæði en haldið
var. Á laugardag verður svo farin
vettvangsferð á svæðið með Sig-
mundi.
Félagsfundur Kvenfé-
lags Kópavogs
Kvenfélag Kópavogs heldur
félagsfúnd 25. febrúar kl. 20.30 í
Félagsheimilinu. Spilað verður
bingó.
Heimahlynning og fjöl-
skylduaðhlynning
Fyrirlestur verður haldinn á
vegum Geðhjálpar, félags fólks
með geðræn vandamál, aðstand-
enda þeirra og velunnara, í
kennslustofu á 3. hæð geðdeildar
Landsspítalans, annaðkvöld kl.
20.30. Starfsfólk heimahlynning-
ar Krabbameinsfélags íslands
flytur fyrirlestur um heimahlynn-
ingu, heildræna ummönnun og
fjölskylduhlynningu. Aðgangur
ókeypis og allir velkomnir.
HeilsugaKlustöð
í Vogum ogíGrindavík
Ný heilsugæslustöð var form-
lega tekin í notkun í gær. Þá var
einnig tekin í notkun ný heilsu-
gæslustöð í Grindavík í gær.
Stresshátíð lækna
Læknafélag Reykjavíkur
gengst fyrir almennum fræðslu-
fundi um streitu laugardaginn 23.
febrúar. Vakin verður athygli á
ýmsu sem hver og einn getur gert
til að draga úr streitu og auka á
hollustu í daglega lífinu. Fundur-
inn hefst kl. 13 í Háskóiabíói og
er aðgangur ókeypis.
Mjólkursamsalan hefur veitt
styrk til að standa straum af
kostnaði.
Argentínsk vika
I dag hefst Argentínsk vika í
Argentína steikhús. Argentínski
listakokkurinn Neddest Kul að-
stoðar matreiðslumennina Óskar
Finnsson og Kristján Þór Sigfús-
son við að matreiða gómsæta rétti
úr séröldum nautgripum. Argent-
ínski djasspíanistinn Hemán Lug-
ano leikur sérstaklega fyrir gesti
Argentínu. Þá skemmta þeir Sím-
on Kuran og Reynir Jónasson.
Við opnun vikunnar í dag verða
tilkynnt úrslit í nautakjötsupp-
skriftarkeppni Argentínu og
Bylgjunnar.
Bóndinn og söngvarinn Jó-
hann Már Jóhannsson syngur fýr-
ir gesti. Fleira óvænt verður á
dagskrá.
Nýir sóknarprestar
Séra Svavar Stefánsson sókn-
arprestur á Neskaupstað hefúr
verið kjörinn sóknarprestur Þor-
lákshafnarprestakalls. Axel Áma-
son guðfræðingur hefúr verið
kallaður til þjónustu í Stóra-
Núpsprestakalli. Séra Sigurður
Jónsson hefur verið kjörinn prest-
ur í Oddaprestakalli. Þá hefúr
biskup Islands auglýst Glerár-
prestakall í Eyjafjarðarprófasts-
dæmi laust til umsóknar.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. febrúar 1991