Þjóðviljinn - 20.02.1991, Side 5
Þeir sofa
ekki væra
nótt
„Ég veit að margir sjálfstæðismenn
sofa varla væra nótt þessa dagana vegna þess
að ríkisstjórnin hefur verið að gera það sem
þeir einir hafa sagst geta gert: að koma
efnahagsmálunum í betra horf “
segir Jóhann Arsœlsson skipasmiður
á Akranesi sem skipar efsta sæti á Lista Al-
þýðubandalagsins á Vesturlandi
í kosningunum í vor.
Jóhann hefur verið búsettur
á Akranesi í þrjátíu ár. Hann
hefur um árabil starfað sjálf-
stætt að iðn sinni, rekið lítið
bátasmiðaverkstæði og séð um
viðhald á trillum og smábátum
fyrir Skagamenn og fleiri.
Hann sat í bæjarstjórn Akra-
ness fyrir Alþýðubandalagið í
tólf ár og átti aðiid að meiri-
hlutasamstarfí allan tímann,
þannig að Jóhann hefur mikla
reynslu af sveitarstjórnarmál-
um. Það liggur því beint við að
byrja viðtalið á spurningu um
muninn á því að starfa að sveit-
arsjórnarmálum eða pólitík á
landsmælikvarða.
Sveitarstjómarmenn í byggð-
arlagi á stærð við Akranes em yf-
irleitt í fullri vinnu, sveitarstjóm-
arstörfin em því að miklu leyti
ffístundaiðja.
Hins vegar er öll pólitík að
stómm hluta félagsmál, þannig að
ég held að munurinn sé í raun
ekki mikill, en starfsaðstaða
þeirra sem sitja á þingi er auðvit-
að allt önnur þar sem þeir em í
fullu starfi.
Talsverðir erfiðleikar hafa
verið í atvinnulífi á Akranesi og
atvinnuleysi einatt meira en
annarsstaðar. Hver er skýring-
in?
Síðustu árin hefur almenn
þróun í landinu auðvitað ráðið
miklu. Þá er fyrst til að taka þau
vandamál sem fylgdu stefnu rik-
isstjómar Þorsteins Pálssonar.
Vaxtapólitík og rangt skráð gengi
lagði bókstaflega mörg fyrirtæki í
rúst og leiddi meðal annars til at-
vinnuleysis í fataiðnaði á Akra-
nesi.
Þar að auki er samsetning at-
vinnulífsins óheppileg. Við emm
með stóra vinnustaði, eins og Se-
mentsverksmiðjuna, Grundar-
tanga og skipasmíðastöð Þorgeirs
og Ellerts þar sem nær eingöngu
vinna karlmenn. Okkur vantar
vinnustaði sem henta konum, því
atvinnuleysi hefur oft verið til-
finnanlegt hjá þeim.
Hefur kvótakerfið haft áhrif
á þessa þróun?
Kvótakerfið hefur haft mikil
áhrif og sum fyrirtæki hafa of lít-
ið hráefni vegna kvótaleysis.
Fiskmarkaðimir hafa aftur á móti
valdið því að smábátaútgerð er
vaxandi, en því miður hefur sá
fiskur veri* fluttur meira og
minna óunnm.i úr bænum þannig
að hann hefúr ekki skapað þá at-
vinnu sem hann ætti að geta gert.
Vilt þú kvótakerfið feigt
eins og margir Vestlendingar?
Það er mikil nauðsyn að við
komumst út úr núverandi kvóta-
kerfi. Þetta kerfi hefur t.d. farið
mjög illa með sjávarplássin á
norðanverðu Snæfellsnesi. Þegar
kerfið var sett á hafði afli verið
rýr viðmiðunarárin á undan,
þannig að skipin fengu óeðlilega
lítinn kvóta. Menn hafa orðið að
sitja aðgerðarlausir í landi á með-
an skip úr öðrum landsfjórðung-
um em að veiða fiskinn við fæt-
uma á þeim, vegna þess að kvóti
heimamanna hefur verið upp ur-
inn.
Þú ert þá væntanlega ósam-
mála Ingibjörgu Pálmadóttur,
oddvita framsóknarmanna í
kjördæminu, sem segir í Tím-
anum á laugardaginn var að
sóknarstýring sé miklu óhag-
stæðari en kvótinn?
Já, ég er það. Ég hef tekið þátt
í því, ásamt félögum mínum á
Vesturlandi og mönnum úr öðmm
flokkum, að móta hugmyndir sem
ég hef trú á að geti orðið sam-
komulagsmöguleiki fyrir þá sem
vilja koma á öðm kerfi í stað
kvótakerfisins.
Hugmyndir okkar um nýtt
fiskveiðistjómunarkerfi byggjast
á sóknarstýringu í stað kvóta á
skip og felur í sér þijá höfúð
þætti: I fyrsta lagi að meta áhrif
veiða á fiskistofnana til verðs og
leggja aflagjald á hvert tonn af
fiski sem á land kemur. Gjaldið
verði mishátt eftir tegundum og
því hærra sem álagið á viðkom-
andi stofn er meira. I öðm lagi
banndagakerfi og í þriðja lagi
svæðabundnum veiðibönnum
eins og nú tíðkast.
Með því að taka upp sóknar-
stýringu rneð afiagjaldi er verið
að skapa efnahagslegar forsendur
sem taka mið af lííríki sjávarins.
Gjaldið þarf að vera mismunandi
hátt bæði milli tegunda og einnig
eftir stærð og gæðum fisksins.
Gjaldið verður síðan að endur-
skoða með hæfilegu millibili með
tilliti til ástands hverrar tegundar
og nýjustu upplýsinga um veið-
amar.
Til hvers á að nota afla-
gjaldið?
Hugmyndin gengur út á að
gjaldinu verði haldið innan sjáv-
arútvegsins og íþyngi honum ekki
í heild. Það ætti að renna til úreld-
ingar skipa og heimilt ætti að vera
að greiða uppbætur á veiðar á
vannýttum tegundum. Þá mætti
nota gjaldið til að styrkja tilrauna-
veiðar.
En er þetta ekki bara annað
nafn á auðlindaskatti?
Nei. Aflagjaldið yrði bara
stjómtæki til að stýra álaginu á
fiskstofnana og stjóma stærð flot-
ans. Aflagjaldið myndi þurfa að
vera nokkuð hátt á meðan sóknar-
geta fiotans er of mikil, en gjaldið
leiðir til þess að óhagkvæmustu
skipin fara úr umferð og aflinn
skiptist á færri skip.
Getur þetta kerfi tryggt að
heildaraflinn fari ekki yfir eðli-
leg mörk?
Núverandi kerfi tryggir þetta
ekki, en við verðum að halda
veiðunum innan þeirra marka
sem sett em. Sóknarstýring með
þessum hætti mun tempra sókn-
ina og minnka flotann. Þegar til
lengdar lætur er ég sannfærður
um að okkur gengur miklu betur
að halda veiðunum innan settra
marka með þessu kerfi.
Samrýmast þessar hug-
myndir byggðakvóta, sem Al-
þýðubandalagið hefur boðað?
Hugmyndir Alþýðubanda-
lagsins um byggðakvóta hafa orð-
ið til af þeirri neyð sem skapast
hefúr af kvótakerfinu. Innan
flokksins eru nokkuð skiptar
skoðanir um fiskveiðistjómun og
má vera að erfitt verði að ná sam-
komulagi, sérstaklega við þá sem
eru sannfærðir um að kvótakerfið
sé gott eins og það er. Ég held
hins vegar að það sé mjög mikil-
vægt að þeir sem eru andvígir nú-
verandi kerfi, hvort sem þeir eru
utan eða innan Alþýðubandalags-
ins, sameinist um að finna nýtt og
raunhæft kerfi sem heldur þeim
kostum sem fylgja fijálsri sókn.
Veiðileyfasala, sem ýmsir
hafa talað um leysir ekki þann
vanda sem við er að glíma.
Myndi þessi aðferð ekki
hafa byggðaröskun í för með
sér?
Nei, en byggðimar fara aftur
að njóta nálægðar sinnar við gjöf-
ul fiskimið. Núna ráða peningam-
ir ferðinni, sterk fyrirtæki geta
keypt upp kvótann og flutt hann
burt og þar með lagt byggðarlög-
in í rúst.
Ertu ánægður með þátt AI-
þýðubandalagsins í ríkisstjórn-
inni?
Reynslan hefúr sýnt okkur að
stjómarþátttaka flokksins hefúr
skipt miklu máli. I fyrsta skipti í
mörg ár hefúr tekist að ná tökum
á efnahagsmálum, sem ég held að
öll þjóðin hafi verið orðin ansi
langeygð eftir. Þó aðilar vinnu-
markaðarins eigi vissulega stóran
þátt í því, þá á ríkisstjómin ekki
síður sinn hlut að því máli.
Ég held að þetta sé að mörgu
leyti mjög merkileg rikisstjóm.
Hún hefúr til dæmis afsannað
kenningu sjálfstæðismanna um
að margir flokkar geti ekki stjóm-
að saman. Ég veit að margir sjálf-
stæðismenn sofa varla væra nótt
þessa dagana vegna þess að ríkis-
stjómin hefúr verið að gera það
sem þeir einir hafa sagst geta gert;
að koma efnahagsmálunum í
betra horf.
Þú ert með öðrum orðum að
mæla með því að Alþýðubanda-
lagið taki áfram þátt í samskon-
ar. ríkisstjórn að kosningum
loknum?
Ég mæli með því að Alþýðu-
bandalagið taki þátt í ríkisstjóm
ef baráttumál þess fá betri hljóm-
grunn en nú hefúr verið.
I skjóli þess að koma efna-
hagsmálunum í lag hafa mörg mál
verið látin eiga sig. Allskyns fé-
lagsleg þjónusta, sem þyrfti virki-
lega að aukast, hefúr orðið útund-
an á meðan. Ef Alþýðubandalag-
ið tekur þátt í ríkisstjóm eftir
kosningar verður sú stjóm að tak-
ast á við þau vandamál sem hafa
verið geymd í skápunum. Ný
þjóðarsátt á að standa um hækkun
lægstu launa og jöfnun lífskjara.
Talandi um þjóðarsátt.
Vantar ekki slíka sátt um
byggðastefnu?
Jú, og ég er alveg sannfærður
um að fólkið á þéttbýlissvæðun-
um er miklu jákvæðara gagnvart
byggðastefnu heldur en menn
vilja vera láta. Það er hægt að
gera marga hluti til jöfnunar sem
þéttbýlisfólk yrði mjög sátt við.
Ég held t.d. að fólk í þéttbýlinu
myndi ágætlega sætta sig við
jöfnun upphitunarkostnaðar ef
pólitíkusamir em tilbúnir til þess.
Mörg mál af þessu tagi era talin
átakapunktar milli þéttbýlis og
dreifbýlis, en era það ekki í raun
og vera.
Geta litlu byggðarlögin veitt
íbúunum þá aðstöðu sem þeir
vilja búa við, því þegar allt
kemur til alls verður aðstaðan
alltaf spurning um það hvar
fólk vill vera?
Byggðarlögin við sjávarsíð-
una eiga að geta veitt alla félags-
lega þjónustu. Að mínu viti era
menntamálin erfiðust. Mörgum
foreldram þykir skiljanlega mjög
erfitt að senda unglinga burt í
framhaldsskóla. Úrbætur i skóla-
málum myndu því hafa mikil
áhrif í þá átt að stöðva búferla-
flutningana. Það er bráðnauðsyn-
legt að menntunin verði sem næst
fólkinu sem á að njóta hennar.
Kennt er á vegum Fjölbrauta-
skólans á Akranesi í bæjunum á
norðanverðu Snæfellsnesi. Ég tel
þetta skynsamlega leið sem hafi
reynst vel og ætti því að styrkja.
Hinn stóri þátturinn, sem
skiptir mestu máli era samgöngu-
málin. I þeim efnum er eitt brýn-
asta verkefnið á Vesturlandi að
tengja saman bæina á Snæfells-
nesi. Það er ekkert sem styrkir
byggðimar betur en greiðar sam-
göngur á milli þeirra.
Verður Jóhann Ársælsson
þingmaður næsta kjörtímabil?
Já.
hágé
Miðvikudagur 20. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5