Þjóðviljinn - 20.02.1991, Síða 7
MENNING
Gegnsætt blátt handa S-Ameríku
Þrír íslendingar með verk á norrænu myndlistarsýningunni „ Gegnsætt blátt “ á Moderna Museet
og síðan í fimm stórborgum Suður- Ameríku
Þorvaldur Þorsteinsson. Mynd:
Jim Smart.
Þorvaldur í
Amsterdam
Á sunnudaginn opnaði Þor-
valdur Þorsteinsson myndlistar-
maður sýningu á nýjum teikn-
ingum í Lumen Travo listahús-
inu í Amsterdam í Hollandi,
undir heitinu „Sviðsmaður“.
Þetta er í fjórða sinn á tiltölu-
lega stuttum tíma sem Þorvaldi er
boðið að halda einkasýningu á
verkum sínum í viðurkenndu list-
húsi erlendis og hafa sýningamar
vakið mikla athygli.
Auk þess hefúr nú verið gengið
frá þátttöku Þorvalds í nokkrum
öðmm sýningum erlendis á árinu
1991. Meðal annars mun hann eiga
stórt útiverk á sýningu í bænum
Goes í Hollandi, þar sem átta lista-
menn frá fimm löndum hafa verið
fengnir til að byggja verk úti í
breiðum síkjum miðbæjarins. Sýn-
ingin í Goes nefnist „Byggt á
vatni“ og verður opnuð í júlíbyij-
un.
ÓHT
Muggur í Borg
í tilefni af hundrað ára fæð-
ingarafmæli Guðmundar Thor-
steinssonar, Muggs, verður opn-
uð sölusýning á verkum eftir
hann i Gallerí Borg við Austur-
völl á morgun kl. 17.
Myndimar em flestar smáar
teikningar og vatnslitamyndir sem
ekki hafa verið sýndar áður. Opið
er um helgina kl. 14-18, en sýning-
in stendur stutt, henni lýkur þriðju-
dag 26. feb.
ÓHT
Georg Guðni, Jón Óskar og
Ólafúr Gíslason eiga verk á sýn-
ingunni „Transparencia Azul“,
sem opnuð verður á laugardaginn
til kynningar í Modema Museet í
Stokkhólmi, áður en hún verður
send til S-Ameríku.
Maaretta Jaukuuri, ffá Nú-
tímalistasafninu í Helsingfors,
(áður hjá Nordiskt Konstcentmm
í Sveaborg), hefúr mótað gmnn-
hugmynd sýningarinnar, valið
listamenn og verk. Hún segir að
nafnið á þessari sýningu á nor-
rænni samtímamyndlist, Trans-
parencia Azul, (Gegnsætt blátt),
visi til þeirrar fjarlægðar og þekk-
ingarleysis, sem er talin munu
einkenna afstöðu S- Amríku-
manna gagnvart norrænni sýn-
ingu. En um leið er reynt að vekja
ákveðnar tilvisanir með nafngift-
inni.
Merkingar bláa litarins
Maaretta bendir á, að norræn
myndlist sé einna þekktust fyrir
sérkennilegt ljós, blátt ljós, en
líka fyrir gullinskin dularfúllra
sumamótta. Blátt er líka litur
rómantíkurinnar, drauma og inn-
hverfra hugsana, sem á þver-
stæðukenndan hátt er um leið
tákn skapandi, skýrrar hugsunar.
Og þessa hlið málsins má líka
greina í orðinu gegnsæi, í þeirri
merkingu að lífið er sýnt gegnum
listina, sýndir em þeir hlutir og
þær aðstæður sem vora á sínum
tíma uppruni listarinnar. Einnig
segir Maaretta í þessari djúpu
greinargerð sinni, að þetta megi
líka túlka sem tilraun til að laða
ffam táknfræði sem byggist á
fommyndum og ffumgerðum,
„leita þeirra ffásagna, upplifana,
tilfmninga og hugsana sem á
svo hrífandi máta líkjast
hveijum öðrum í öllum menning-
arheildum“.
Moderna museet
kynnir
Halldór Bjöm Runólfsson,
sýningastjóri Nordiskt Konst-
centram i Helsinki, er einn af
fimm ffummælendum á málþingi
um norræna samtímamyndlist og
sjálfsvitund, sem haldið verður í
tilefhi af opnun Transparencia
Azul, í Modema Museet á föstu-
Leikstjórinn, Edda Þórarinsdóttir, milii leikendanna, Helgu Bachmann t.v. og Guðbjargar Thoroddsen t.h.
Sendibréf sjálfsmorðingjans
Þjóðleikhúsið æfir bandarískt leikrit byggt á bréfum Sylvíu Plath.
Edda Þórarinsdóttir leikstýrir hjá Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn
Þjóðleikhúsið frumsýnir 1.
mars bandarískt leikrit eftir
Rose Leiman Goldemberg, sem
hún hefur byggt á sendibréfum
skáldkonunnar Sylvíu Plath til
fjölskyldu sinnar.
Evrópa og
íslensk menning
Sýningin lýsir lífshlaupi þess-
arar þekktu skáldkonu, en hún
svipti sig lífi rúmlega þritug 1963,
sem frægt er orðið. Nokkur stund
er lögð á slíkar opnanir á fortíð
lista- og frægðarfólks nú um
stundir, en hér er lofað „grípandi
leiksýningu", þar sem lýst er
„harmrænu hlutskipti skáldkon-
unnar, vonum hennar og draum-
um og tilfinningaríkum samskipt-
um Sylvíu og móður hennar, Aur-
elíu Plath“.
Helga Bachmann og Guð-
daginn, og kynnir hann íslenska
list.
Auk íslensku listamannanna
eiga þama verk em fúlltrúar Dan-
merkur Peter Bonde og Troels
Wörsel, Finnlands Martti Aiha og
Silja Rantanen, Noregs Olav
Christopher Jenssen og Jon Ame
Mogstad, en Svíþjóðar Lars Nils-
son, Annette Senneby og Petter
Zennström.
Sýningin verður í Sao Paulo
og Rio de Janeiro í Brasilíu í júní
og júlí, í Montevideo í Úrúgvæ í
ágúst, í Buenos Aires i Argentínu
í sept./okt., í Bógótá í Kólombíu í
nóvember og loks í Caracas í Ve-
nesúela í janúar og ffam í febrúar
1992.
ÓHT
björg Thoroddsen fara með hlut-
verkin, en Edda Þórarinsdóttir
leikstýrir nú í fyrsta sinn í Þjóð-
leikhúsinu að loknu námi í kvik-
myndaleikstjóm í Hollywood
1987-89. Guðrún J. Bachmann
þýddi leikritið, Sverrir Hólmars-
son fjögur ljóð Sylviu, sviðs-
hreyfingum stjómar Sylvia von
Kospoth, tónlist samdi Finnur
Torfi Stefánsson, Gunnar Bjama-
son hannaði leikmynd og Ás-
mundur Karlsson lýsingu.
ÓHT
Nína
Gauta
fParfs
Nína Gautadóttir opnaði 7.
febr. sl. stóra málverkasýningu í
Galerie Anne Lettree í París og
er hún opin til 16. mars.
Sýningin nefnist „Egypsk
skrift“ og er samstofna sýningu
sem Nína hélt á Kjarvalsstöðum á
sl. ári og var tileinkuð Pierre de
Rosette, sem leysti fyrstur gátu
híeróglýfúrsins egypska.
Nína stundaði 1988-1990 há-
skólanám í fomegypsku og mynd-
letri í París og hefúr stuðst við þau
ffæði í nýjustu myndum sínum,
auk norrænna rúna, sem ólmast um
stórskorin málverkin.
Nína Gautadóttir lauk prófi í
listmálun í Paris 1976 og hefúr bú-
ið og starfað í Frakklandi um ára-
bil, en einnig nokkur ár í Níger,
Kamerún og Zaire í Affíku. Hún
hefúr ferðast og sýnt víða, á að
baki 12 einkasýningar, marghátt-
aðar viðurkenningar og verðlaun
fyrir list sína. Nína hefúr unnið
myndverk í ýmiss konar efnivið,
myndvefnað, leður og höggmynd-
ir, en sneri sér til fúlls að málverk-
inu á nýjan leik 1983.
Galerie Anne Lettree er við 3
Avenue Matignon, 75008 París,
Sur RV og sýning Nínu Gauta er
opin 10-17 daglega nema á sunnu-
dögum fram til 16. mars.
ÓHT
Framkvœmdastjóri Evrópuráðsins á málþingi í
Reykjavík á laugardaginn
Ættarmotinu verður að Ijuka
Við mikla aðsókn eru nú síðustu sýningar á
gleðileik Böðvars hjá Leikfélagi Akureyrar.
Yfir 6000 áhorfendur, nálgast
met í sögu félagsins
Menntamálaráðuneytið
gengst fyrir málþingi um ís-
lenska menningu á laugardag-
inn og hefst það kl. 10 í Borgar-
túni 6 að viðstöddum forseta ís-
lands og framkvæmdastjóra
Evrópuráðsins, sem báðar
flytja ávörp.
Tilgangur málþingsins er að
bregða ljósi á stöðu íslenskrar
menningar í þeirri alþjóðlegu þró-
un sem nú á sér stað. Leitast verð-
ur við að svara spumingunum:
- Verða alþjóðlegir vindar nýr
aflgjafi íslenskrar menningar?
- Hvemig þrífst íslensk
menning og íslensk tunga í al-
þjóðlegum sviptingum?
Málþingið hefst á ávarpi Vig-
dísar Finnbogadóttur, forseta Is-
lands, en síðan flytur Svavar
Gestsson menntamálaráðherra
ræðu um erlend áhrif og íslenska
nýsköpun. Ráðherra hefur boðið
hingað af þessu tilefni ffú Cather-
ine Lalumiere, ffamkvæmda-
stjóra Evrópuráðsins, sem síðan
mun halda ræðu á þinginu um
Evrópu og fjölbreytta menningar-
þróun. Auk þess flytja átta fyrir-
lesarar erindi um viðfangsefni
málþingsins, sem lýkur með pall-
borðsumræðum.
ÓHT
Um næstu helgi eru ljórar
síðustu sýningarnar á gleði-
leiknum Ættarmótinu eftir
Böðvar Guðmundsson hjá
Leikfélagi Akureyrar, en það
var frumsýnt um sl. jól.
Ættarmótið hefúr nú verið
sýnt 29 sinnum, ávallt fyrir fúllu
húsi og viðtökur verið eindæma
góðar. Um 6200 áhorfendur hafa
komið að sjá leikinn, sem er ein
besta aðsókn sem sögur fara af hjá
LA.
Sýningar á Ættarmótinu verða
fostudags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld kl. 20:30 og á sunnu-
dag kl. 15. Teljast sýningar þá
orðnar 33.
Ekki er hægt við núverandi
skilyrði að hafa nema eitt stórt
leikrit á fjölunum í Samkomuhús-
inu á Akureyri, svo nú neyðist
fólk til að rýma húsið fyrir næsta
verkefni, sem er söngleikurinn
„Kysstu mig Kata“. Fmmsýning
er fyrirhuguð 15. mars. ÓHT
Skurðgoðið, ættfaðirinn, fellur
óvart af stalli sínum á Ættarmót-
inu. Sumir gmna Gylfa Glslason
leikmyndahönnuð um að hafa við
gerð haussins leikið sér með
nokkra likingu við Grúsíubóndann
Jósef Djúgasvilf. Mynd: Páll.
Miðvikudagur 20. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 7