Þjóðviljinn - 07.03.1991, Síða 4

Þjóðviljinn - 07.03.1991, Síða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Skrautsýningu aflýst Sjálfstæðisflokkurinn er hættur við að halda skrautlega hersýningu í höfuðborginni næstu daga undir dulnefninu „landsfundur" og ætlar í þess stað að helga sig raunveru- legu stríði. Landhernaðurinn gegn Þorsteini Pálssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, hófst í Morgunblaðinu af fullum þunga í gær, þar sem jafnvel nær óprenthæft orðbragð skaphitans er látið gossa, svo að árásirnar á nafngreinda menn, lifandi og látna, má með eindæmum telja í íslenskri blaðaútgáfu í seinni tíð. Einn af framámönnum Sjálfstæðisflokksins í sveitum Vesturlands leggur þarna aftur á móti kurteislega sitt af mörkum til stuðnings Davíð Oddssyni í formannsembætti flokksins. Þessi hrekklausi bóndi úr Borgarfirðinum kemur hins vegar alveg óvart upp um andrúmsloftið sem ríkir fyrir æðstu samkomur Sjálfstæðisflokksins: „Landsfundurinn, sem var fyrst og fremst hugsaður sem skrautsýning nokkr- um vikum fyrir kosningar, verður nú einhver mikilvægasta samkoma flokksins í áraraðir." Sú var tíðin að stjórnmálaflokkar héldu landsfundi til þess að ráða ráðum sínum, leiða ágreining um menn og málefni til lykta og móta stefnu. En eins og fram kemur í Morgunblaðinu í gær hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins veg- ar kosið að gera landsfundi sína að verulegu eða öllu leyti að innantómum skrautsýningum, þar sem á annað þúsund aukaleikarar taka að sér kauplaust að búa til umfangsmikl- ar auglýsingar um persónurnar í forystunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur óskýra málefnastefnu í nær öllum helstu flokkum þjóðmálanna og hefur þurft að breiða yfir djúpstæðan ágreining um leiðir með samþykkt loðinna málamiðlunartillagna á undanförnum skrautsýningum sín- um undir landsfundarheitinu. Stefnuskrá á Sjálfstæðis- flokkurinn ekki. [ lýðræðisþjóðfélagi er það þung ábyrgð fyrir jafn stóra fjöldahreyfingu, þótt marglit sé, að bjóða kjósendum hvorki upp á formlega stefnuskrá né skýra og rökstudda stefnu- mótun í helstu hagsmunamálum þjóðfélagsins, en grípa í þess stað til almennara orðalags um flest efni. Ótti Sjálf- stæðismanna við að opinbera togstreitu og samstöðuleysi í flokknum hefur valdið því að hann hefur æ ofan í æ leyft sér að láta landsfundi renna út í sand axlaypptinga og kæruleysis, sem engin áhrif geta haft á þjóðmál. Það hefur því veriö forystu flokksins og þingmönnum hægur vandinn að láta síðan hentistefnu marka orð sín og gerðir þegar á hólminn er komið. Þetta hefur eflaust verið þægilegt kerfi fyrir margan atvinnustjórnmálamanninn. Sjálfstæðismönnum bregður nú í brá, þegar því forystu- menn lýsa því yfir fullum fetum, að á landsfundi flokksins sem hefst í dag eigi að takast á við raunverulegt verkefni, sem sé að velja verkstjóra, formann. Það er hins vegar af- ar athyglisvert við þennan tiltekna stjórnmálaflokk í sam- tímanum, að þar virðast menn svo aftur í grárri forneskju varðandi raunveruleg viðfangsefni, vandamál og lausn þeirra, aö persónan í fötum formanns er álitin þungamiðja árangurs og virkni allrar hreyfingarinnar. Þetta er hálfgerð jólasveinatrú, þar sem vonast er á barnalegan hátt eftir því að persónan í formannsbúningnum komi á óvart með snjallræðum og góðum gjöfum, af öðru þurfi vart að hafa áhyggjur. Og enn mun Sjálfstæðismönnum takast, ef að líkum lætur, að láta uppistandið vegna formannskjörs á lands- fundi yfirgnæfa öll önnur viðfangsefni og komast upp með að Ijúka landsfundinum án skýrrar og ótvíræðrar stefnu- mótunar. Það sem Sjálfstæðismönnum svíður mest vegna núver- andi stjórnarsamstarfs er árangur fjármálaráðherra Al- þýðubandalagsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, í stjórn efnahagsmálanna. Af þeim sökum leggja forysta Sjálf- stæðisflokksins, Dagblaðið Vísir og Morgunblaðið mesta áherslu á að ófrægja fjármálaráðherrann og slá ryki í augu almennings vegna ríkisljármálanna. Það vakti hins vegar alþjóðarathygli í kappræðu Pálma Jónssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, við fjármálaráðherra í Ríkisútvarpinu í fyrradag, þegar Pálmi lýsti því efnislega yfir að þau orð Davíðs Oddssonar, varaformanns flokksins, væru mark- laus, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi lækka skatta í land- inu, kæmist hann í næstu ríkisstjórn. Það kemur sem sé á daginn að Sjálfstæðismenn eru tilbúnir að tala tungum tveim varðandi ríkisfjármálin núna, slá úr og í, eins og þeir hafa vanið sig á. Og ef satt reynist, að hér tali á þennan hátt í kross næsti formaður og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, þá fari svo eins og bóndinn í Borgarfirðinum spá- ir í Morgunblaðinu í gær, að Sjálfstæðisflokksins bíði áfram „hlutskipti hornkerlingar íslenskra stjórnmála“. Bamiðogstríðið Fólk sem vinnur að uppeldis- málum heíur lýst áhyggjum af því í sambandi við fréttaflaum frá Flóabardaga, að öll þau stríðslæti geti reynst skaðleg íýrir böm, gert þau hrædd við lífið og tilveruna. Allt getur gerst og þetta líka. En við skulum ekki gleyma þeirri hlið málsins sem fram kom á dög- unum í samtali föður við dóttur sína efnilega á fjórða ári. Þau feðgin voru að fylgjast með striðs- fféttunum í sjónvarpi og telpan spyr: Hvað er þetta stríð sem menn- imir em í pabbi? Æ veistu, ég held þú sért of lít- il til að skilja það, sagði faðir hennar. Nei pabbi, sagði stúlkan litla. Þú skalt segja mér. Ég skal hugsa og svo skil ég kannski... Kynþáttafordómar Hjón ágæt komu að máli við klippara og vom hneyksluð á út- varpsþætti sem var víst á Rás tvö í fyrri viku. Þar var verið að spyija einhvem talsmann hreyfingar sem kennir sig við hreinleika norræns kynþáttar. Þeim fannst þessi ná- ungi stútfúllur af kynþáttahatri og hafi það óspart komið fram í þætt- inum. Konan vildi vita, hvort ekki væm í gangi Iög í landinu ( em í sumum löndum öðmm) sem bönnuðu áróður fyrir kynþátta- hatri. En maður hennar sagði sem svo: Það er ekki verst að talað skuli við fordómajaxla af þessu tagi. Heldur hitt hvemig dæmið er sett upp. í fyrsta lagi kom það ræki- lega í ljós, að spyrill útvarpsins var ósköp lítt undirbúinn og alls ekki í stakk búinn til að andmæla allskonar firmm viðmælandans um yfirburði hins ariska kyn- stofns og setja hlutina í stærra samhengi. Hann leyfði hinum kynþáttahreina að rausa mestan part. í annan stað þvoði útvarps- rásin hendur sínar af fordóma- þmgli þessu með þvi að vísa til þess, að næsta morgun yrði svo talað við mannffæðing um þessar sömu hugmyndir. Þetta er réttmæt athugasemd. Með því að raða viðmælendum upp hlið við hlið með þessum hætti er verið að gera fordóma- súpu um aðrar þjóðir alltof hátt undir höfði. Það er verið að setja þær dellur á sama bát og ffæði- grein, draga einskonar jafhaðar- merki á milli og segja með grunn- fæmu umburðarlyndi: þetta em nú allt saman bara skoðanir í lýð- ftjálsu landi. Slík uppsetning dæmis hljómar ekki illa við fyrstu sýn, en virkar fyrst og ffemst í þá átt að gera alla umræðu tómlegri og marklausari en hún þarf að vera. Gáum að þessu. Þægilegur kristindómur. Þegar Ameríkani fer til kirkju vill hann ekki fara á stað sem sýn- ist vera kirkja. Hann vill fara á stað þar sem em nóg bílastæði, skyndibitastaðir með lága prísa og víðáttumikil íþróttaaðstaða. Þegar farið er með guðsorð, þá skal búið að laga orð ritninganna að skiln- ingi þeirra sem missa þolinmæð- ina og týna athyglinni ef einhver fær að tala lengur en 45 sekúndur í sjónvarp. Og guðsþjónustan sjálf er í skemmtistíl. Þetta kemur ffam í fróðlegri frásögn sem birtist í Tímanum á dögunum um nýjar hneigðir í kirkjulífi í Bandarikjunum, svo- nefndar megakirkjur. En þær em fyrst og síðast hannaðar af mark- aðsffæðingum með það fyrir aug- um að ekkert óþægilegt verði til að fæla fólk frá kirkju. Sem fyrr segir: kirkjan má ekki líkjast kirkju, ekki einu sinni í útliti, ann- ars er hún ekki „að fylgjast með tímanum og auka fylgi sitt „ ( m.ö.o. fjölga viðskiptavinum sín- um). Og fyrst og síðast: hún má ekki segja neitt óþægilegt. Það má hvergi koma ffam, að einhvem- tíma hafi nokkur maður átt það á hættu að glatast. Það má hvergi koma ffam að leiðin til sannleik- ans sé þymum stráð. Þjáningin er bannfærð: Kristur tók hana að sér í eitt skipti fyrir öll og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af henni meir. Því skalt þú gera allt í senn: fara í körfúbolta, fá þér hamborg- ara með öllu og hlusta á notalega poppaðan sálm. Flatneskjan einber Það er svosem ekki nýtt að menn frétti eitthvað í þessa vem um afleiðingar hinnar freku mark- aðssetningar kristindómsins í Bandaríkjunum. Það er langt síð- an ágætir höfúndar bentu á það, hve vinsælum prédikurum þar í landi var tamt að smjaðra fyrir þeim sem peninga áttu og forðast þá eins og heitan eldinn að minn- ast á þau ummæli Krists, sem em vægast sagt mjög grimm í garð auðsöfnunar. En með hörðu kapp- hlaupi sjónvarpsprédíkara og nú síðast „megakirkna“ versnar ástandið enn. Það skref er stigið til fúlls sem segir að trúariðkanir eigi að vera skemmtun eins og hvað annað. Og hinir markaðsglöggu prestar segja galvaskir: við náum ekki eyrum ( og aurum) fólks nema með því að segja því það sem það vill heyra. Og það er eins og engum detti það í hug, að ef að Móses eða Búdda eða Kristur eða Múham- með hefðu barasta verið að boða það sem „fólkið vildi" þá hefðu aldrei orðið til nein þau trúar- brögð sem flestir gera sér skylt að gjalda einhveija varaþjónustu. Og fyrst við erum í kristnu landi sem svo á að heita: undarleg slóttugheit em það, að koma sér hjá því að sjá að kröfúr Krists til manna em sist af öllu upphaf þægindaiðnaðar. Enda em menn ekki krossfestir fyrir að mæla sem aðrir mæla. ÁB. ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aörir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gislason, Ragnar Karisson, Sævar Guöbjömsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýslngar: Sigrlður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradótir. Bilstjórt: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrífstofa, afgreiðsla, rítstjóm, auglýsingar: Sfðumúla 37, Rvlk. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. 4 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.