Þjóðviljinn - 09.03.1991, Side 1
Lífskjarajöfnun með
hátekjuskatti og fjármagnsskatti
Asíðustu tveimur árum náðum við verðbólgunni nið-
ur. Á næstu tveimur árum er verkefnið að ná kaup-
mættinum upp, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, í ræðu sinni á kosn-
ingaráðstefnu Alþýðubandalagsins sem hófst í gær-
kvöld. Við upphaf ráðstefnunnar voru lögð fram
drög að kosningastefnuskrá fyrir alþingiskosningarnar í vor, sem
hefjast á því að Alþýðubandalagið sé flokkur róttækrar jafnað-
arstefnu.
í þessum drögum er höfuð
áhersla lögð á aukinn jöfnuð í lífs-
kjörum og auknum jöfnuði í að-
gangi að menntun og menningu og
hvers kyns þjóðfélagslegri aðstöðu,
enda segir þar að Alþýðubandalag-
ið vilji þjóðfélag sem bjóði öllum
þegnum sínum mannsæmandi lífs-
kjör.
Olafur Ragnar sagði að hægt
væri að stíga stór skref til að auka
kaupmáttinn. Annarsvegar í gegn-
um nýja kjarasamninga og hinsveg-
ar í gegnum nýtt skattakerfi, þar
sem skattleysismörk eru hækkuð,
barnabætur auknar og húsnæðis-
bætur einnig látnar ná til þeirra sem
leigja.
„Fjármagnið til þessara jöífiun-
araðgerða yrði sótt í nýjan hátekju-
skatt hjá þeim sem hafa yfir fimm
til sex hundruð þúsund í mánaðar-
laun og með því að skatlleggja ljár-
magnstekjur einsog atvinnutekjur,
en þær hafa hingað til verið skatt-
fijálsar. Með slíkum aðgerðum væri
hægt að færa til fjölskyldna með
lágar miðlungstekjur upphæð sem
nemur einum og hálfum mánaðar-
launum á ári og þannig stórauka
kaupmátt án þess að verðbólgan
hreyfðist nokkuð upp á við á ný,“
sagði ijármálaráðherra.
í kaflanum um jöfnuð og bætt
lífskjör er bent á að almennt launa-
fólk hafi þurft að leggja á sig byrð-
ar til að halda uppi atvinnustigi og
stuðla að þeim árangri sem náðst
hefur í efnahagsmálum. I framhaldi
af því þurfi að bæta og jafna lífs-
kjör almennings.
„Kjaminn í stefnu Alþýðu-
bandalagsins eru raunhæfar tillögur
til að auka kaupmáttinn og jafna
lífskjörin og varðveita um leið ár-
angurinn í verðbólgubaráttunni. Við
erum eini flokkurinn sem hefur lagt
fram skýrar tillögur um það hvemig
eigi að auka kaupmáttinn með því
að breyta tekjuskattinum," sagði
Olafur Ragnar í ræðu sinni í gær.
Á hádegi í dag verður vígður
nýr flokksfáni Alþýðubandalagsins
við sérstaka athöfn fyrir framan
Hótel Loftleiðir. Sjálfri ráðstefn-
unni lýkur kl. 18 í dag, en á morgun
munu efstu menn listanna funda.
-Sáf
Kjartan Gunnarsson
framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins á
beininu:
Geri upp
hug minn á