Þjóðviljinn - 09.03.1991, Síða 6
Hver verður næsti
formaður Sjálfstæðis-
flokksins?
Ágúst Thorsteinsen
heilbrigðisfulltrúi:
Davið mun leiða Sjálf-
stæðisflokkinn til sigurs.
Bjami Þór Haraldsson
verkamaður:
Davíð er vinsælli og nýtur
meira trausts.
Guðm. S. Guðjónsson
útgerðarstjóri:
Davíð, vegna stjórnmála-
hæfileika og festu.
Gísli Guðmundsson
eftirlaunaþegi:
Þorsteinn.
Guðlaug Gunnarsdóttir
húsmóðir:
Þorsteinn, hann er meiri
„diplomat”
Skíða^
vertíðin
verri
en
loðnu-
vertíðih
4t . ' *•'
Það er ekki tekið út með sældinni að vera á skiöum og þá er bara að bíta á jaxlinn og gera betur næst.
Skíðaáhugamenn hafa ekki átt sjö dagana sæla lungann af
vetrinum vegna óvenjulegs árferðis og snjóleysis. Á síð-
ustu dögum hefur ástandið þó eitthvað skánað og í vik-
unni voru einn daginn um fjögur þúsund manns á skíð-
um í heiðríkju, sól og frábæru færi á Bláfjallasvæðinu.
Einar Bjamason bifvélavirki,
sem hefúr unnið í tíu ár við fólk-
svanginn í Bláfjöllum segir að
skíðavertíðin, það sem af er vetri
hafi jafnvel verið verri en loðnu-
vertíðin. Hann segir að í venjulegu
árferði sé skíðasvæðið opnað
formlega fyrsta virka dag í janúar-
mánuði ár hvert, en í vetur var að-
eins hægt að hafa svæðið opið í
þrjá daga í janúar og síðan ekki
fyrr en 20. febrúar vegna snjóleys-
is og ofviðrisins í febrúarbyrjun.
Einar segir að það hafi tekið starfs-
menn fólksvangsins hálfan mánuð
að laga til á svæðinu eftir hamfar-
imar í veðrinu. Samkvæmt venju
em lyftumar opnar fram í miðjan
mai en eftir það fer snjórinn að
verða erfiður til skíðaiðkunar
vegna sólbráðar. Jafnffamt minnk-
ar áhugi fólks á að fara á skíði og
beinist þá að hefðbundnum sumar-
iþróttum.
Einar segir að í síðustu viku
hafi ástandið verið þokkalegt en
engu að síður sé ekki verra að fá
meiri snjó en nú er. Á svæðinu er
tíu lyftur og þar af tvær sem sér-
staklega em fyrir algjöra byrjend-
ur; í Suðurgili og við hiiðina á Blá-
fjallaskálanum. Þá geta þeir sem
fara upp í hinum lyftunum auð-
veldlega valið sér skíðabrekkur við
sitt hæfl. Vegna snjóleysins hafa
starfsmennirnir orðið að eyða
mörgum vinnustundum í að ryðja
snjó í brautimar. Einar segir að á
einstaka stöðum sé snjórinn þunn-
ur; nánast eins og slikja yfir. Ekki
var að sjá neinar steinnibbur upp
úr snjónum sem skíðafólki gæti
staðið hætta af. Þá er ekki aðeins
að skíðabrekkurnar séu troðnar
heldur einnig svæði fyrir þá sem
vilja renna sér á skíðaþotum.
Starfsmenn fólksvangsem að jafn-
aði um 12-14 en um helgar er bætt
við á milli 8-10. Þeir em ágætlega
í stakk búnir með tæki, hafa þrjá
snjótroðara og jafnmarga vélsleða
til viðgerða og viðhalds. -grh
Að mati skíöamanna er það
toppurinn á tilverunni að geta
rennt sér á skíðum þegar hita-
stigið er við frostmark, færi gott í
heiöríkju og sól. Þannig hefur
það verið þessa viku á Bláfjalla-
svæðinu mörgum til yndis og
Bændur sváfu líka hjá
Félag áhugafólks um
bókmenntir gengst fyr-
ir fundi í dag um kynlíf
fyrri alda. Þar munu
þau Bergljót S. Krist-
jánsdóttir, bókmenntafræðingur
og Óttar Guðmundsson læknir
flytja fyrirlestra. Fyrirlestur
Bergljótar nefnist „Hjónabönd
og samfarir í íslendingasögum"
en lestur Óttars „Kynlíf íslend-
inga á söguöld“.
Að sögn Guðmundar Andra
Thorssonar, eins forsvarmanna Fé-
lags áhugamanna um bókmenntir,
er von til þess að fyrirlesararnir
bregði ljósi á sitthvað varðandi
kynlíf forfeðranna sem mönnum
hefur almennt yfirsést við lestur
fombókmenntanna.
-Óttar er þekktur af skrifum
sínum um þessi mál. Hann hefur
haft uppi ýmsar kenningar t.d. um
samlíf þeirra Gunnars og Hallgerð-
ar og Gunnars og Njáls og beitt
læknisfræðinni til að skýra út
margt í samlífi og samskiptum
þessara sögupersóna. Bergljót ætl-
ar, að mér skilst, að fjalla um þetta
efni meira frá bókmenntalegu sjón-
arhomi, sagði Guðmundur Ándri.
-Það er töluvert um hispurs-
leysi í lýsingum á samlífi hjóna og
annarra í íslendingasögunum og
fombókmenntunum. Þar af er sjálf-
sagt Bósa-saga og Herrauðs þekkt-
ust fyrir bersögli um kynlíf. Þegar
þessar bókmenntir vora skrifaðar
var tepraskapurinn ekki kominn til
sögunnar eins og síðar varð með
siðskiptunum. Bændur flugust því
ekki bara á eins og fleygt er orðið -
þeir sváfu líka hjá, sagði Guð-
mundur Andri.
Fundurinn verður haldinn í
Odda - Hugvísindahúsi Háskóla
Islands í stofú 101 í dag, laugar-
dag, og hefst kl. 16.15. Aðgangur
er ókeypis og öllum er heimill að-
gangur meðan húsrúm leyfir.
-rk
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9.mars 1991
Síða 6