Þjóðviljinn - 09.03.1991, Side 7

Þjóðviljinn - 09.03.1991, Side 7
Búvöru- samningur á koppinn ▲ Guðmundur Rúnar Heiðarsson skrifar Eftir ríkisstjórnarfund í gærmoreun virðist flest benda til þess að landbúnaðarráðnerra skrifi und- ir nýjan búvörusamning í næstu viku. Samkvæmt samningsdrögunum mun samningurinn spara rík- issjóði um miljarð á ári eða 6-7 miljarða á samn- ingstímabilinu. Búist er við að niðurstaða fáist í málinu á aukafundi ríkisstjórnarinnar á mánudag. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra segir að málið sé allt í eðlilegum farvegi og eftir at- vikum hafi undirtektir samráðherra á ríkisstjómarfúndinum verið góð- ar. Markmið búvörusamningsins er að laga framleiðsluna að innan- landsmarkaði, ná ffam hagræðingu í landbúnaði og síðast en ekki síst að lækka vömverð til neytenda og draga úr útgjöldum ríkissjóðs. Steingrímur segir að þó svo að þessi aðlögun geti orðið erfið, snögg og sársaukafull fyrir bændur þá sé betra að taka á henni strax í stað þess að fresta því að taka á vandanum og láta bændur búa við algjöra óvissu um framtíðina. Ráðherrann segist hafa þá trú að hægt sé að brjótast út úr því frosna og þunglamalega kerfi sem hér hefur verið við lýði, hvorki bændum, neytendum né ríkissjóði til hagsbóta. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir að landbún- aðarráðherra hafi fallist á það sjón- armið, að þó svo að skrifað verði undir samninginn verði að taka upp heilu kaflana úr honum og leggja þá fyrir nýtt þing í haust. Formaður Alþýðuflokksins segir að heimavinnunni sé ekki lokið og telur brýnt að öllum dymm verði haldið opnum. Hann segist vera bjartsýnn á að hægt verði að klára þá vinnu í vor sem snýr að lækkun vömverðs og endurskipulagningu á einokunarstöðu afurðastöðva, vinnslu- og dreifingarkerfis. Þá hefur Alþýðuflokkurinn fyr- irvara á mörgum öðmm þáttum er lúta að samningum ss. hvemig eigi að tryggja afkomu þeirra bænda sem bregða búi, niðurgreiðslum á ull og vaxta- og geymslukostnaði. Þá vilja kratar að utanríkisvið- skiptaráðherra hafi fullt umboð til að semja um fríverslun með fisk í staðinn fyrir rýmri heimildir um innflutning landbúnaðarafurða og Firtrttiir Línur em famar að skýrast með nýjan búvörusamning og svo virðist sem landbúnaðarráðherra hafi fallist á að skrifa undir samninginn með þeim fyrirvara að kaflar úr honum verði bomir undir nýtti þing i haust. Mynd: Jim Smart. grænmetis. Haukur Halldórsson, formaður Séttarsambands bænda, er bjartsýnn á að saman gangi með ríki og bændum og skrifað verði undir samninginn í næstu viku. Samninganefnd Stéttarsambands- ins kemur saman á sunnudag og fúlltrúafundur verður hjá samband- inu á miðvikudag. Jóhannes Kristjánsson, formað- ur Landssambands sauðíjárbænda, segir það sína persónulegu skoðun, miðað við stöðu málsins, að samn- ingurinn líti þokkalega út. Að vísu hafi hann viljað fá lengri aðlögun- artíma fyrir bændur en því miður séu ekki peningar til þess. Flugskýliö á boröi ríkisstjórnarinnar S lafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherrra lagði til á rikis- stjórnarfundi í gær að aðflutn- ingsgjöld af flug- skýli Flugleiða á Keflavíkurflug- velii verði felld niður, svo hægt verði að flýta framkvæmdum við það og hefja þær í vor. Olafur Ragnar sagði við Þjóð- viljann að tekið hefði verið vel í þessa hugmynd á fundinum og sagðist hann búast við því að málið yrði afgreitt á ríkisstjómarfundi á mánudag, en síðan þarf það að fara fyrir þingið. Einar Sigurðsson, fréttafulltrúi Flugleiða, sagði við Þjóðviljann í gær að það væri mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að fá þessi aðflutn- ingsgjöld felld niður til þess að hægt verði að flýta framkvæmdun- um. Hann sagði að þá yrði hægt að hefja framkvæmdir strax í sumar og íjúkaþeim haustið 1992. Flugskýlið og verkstæðisbygg- ingar verða 12.400 fermetrar að stærð og geta rúmað sex 737 400 þotur Flugleiða. 123 starfsmenn Flugleiða munu flytja starfsvettvang sinn til Keflavíkur og þar verður öll starf- semi tæknisviðs Flugleiða utan daglegt viðhald á Fokkervélunum. Með nýja flugskýlinu verður fýrirtækið betur í stakk búið til að annast hlutaviðhald flugflotans en ekki er gert ráð fyrir að mótorvið- hald verði þar, það verði áfram er- lendis. Þá munu opnast möguleikar fyrir fyrirtækið að bjóða öðrum flugfélögum viðhaldsvinnu, en Flugleiðir eru betur mannaðar af flugvirkjum en flest önnur félög sem bjóða upp á viðhaldsvinnu. Ólafur Ragnar kynnti þessar hugmyndir á Qölmennum fundi í Keflavík á fimmtudagskvöld. Þar sagði hann líka að í samráði við Steingrím J. Sigfússon yrði lagt til við Vegagerð rikisins að tvöföldun Reykjanesbrautar yrði flýtt og framkvæmdir hafnar í vor. -Sáf Rauða m vllan á reykvíska vísu Nýr skemmtistaður opnaði í höfuð- borginni nýlega, sem ber nafnið Moul- in Rouge eins og samnefndur staður í annarri frægri stórborg. Gísli Hafsteinsson, annar veislustjór- anna, sagði staðinn í suðrænum stíl og þar ríkti klúbbstemning. Moulin Rouge er hvorki diskótek né knæpa, heldur eitt- hvað mitt á milli, sagði hann. Staðurinn opnar kl. 10 á kvöldin og á miðnætti er Sigríður Elfa, hönnuður Moulin Rouge, ásamt ónefndri „drag" drottn ingu sem troða mun upp í kvöld. Mynd: Kristinn. boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði, eða „sjó“. Þar ætlar ungt listafólk að dansa og syngja fyrir gesti; fagrir karlmenn klæðast kvenfötum og söngnemar sýna hvað í þeim býr. Rauða myllan er ofan í kjallara þeim þar sem Keisarinn var áður, nálægt Hlemmtorgi. Sigriður Elfa Sigurðardóttir listakona hannaði staðinn í „trópíkal stíl“. Skemmtanastjóri ásamt Gísla er Maríus Sverrisson. Ekki er stílað upp á sérstakan hóp viðkiptavina, heldur eru allir velkomnir sem fýsir að sjá góð skemmtiatriði og fá sér í glas og snúning, að sögn veislustjór- ans. Bjartsýni undir Jökli Aflabrögð Ólafsvíkurbáta hafa verið með betra móti en oft áður i byrjun vetrarvertíðar. Um mánaðamótin janúar - febrúar höfðu borist þangað á land 3.475 tonn en á sama tíma í fyrra aðeins 2.513 tonn. Kristján Helgason á hafnar- vigtinni segir að aukningin sé bæði hjá netabátum og trillum og ekki óalgengt að bátar komi með allt að 20 tonn af tveggja nátta fiski og sumir meira. Kristján sagði að það yrði þó að taka það fram að inni í þessum aflatölum í ár væri 500 tonna afli af togaran- um Má sem hefði hinsvegar ekki landað ugga i Ólafsvík á sama tíma í fyrra. Þá hefði tíðin verið mun betri í ár en oft áður og því hefðu bátamir náð að fara í fleiri róðra. -grh Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9.mars 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.