Þjóðviljinn - 09.03.1991, Qupperneq 13
Fméttir
Konur, varið
ykkur á EB!
•' v ‘^i^trvASYlPANJE
8. mars - 4. mai 1991
Myrthel Grödem: Konur á Norðurlöndum fyrir 30-40 árum höfðu svip-
aða stöðu og konur í EB núna. Mynd: Jim Smart.
ætt við Myrthel
Grödem, forystu-
konu í samtökun-
um „Nei til EF“ og
varaformann Sam-
taka norskra
bændakvenna, frummælanda
á Hótei Borg í dag
Samtök kvenna á vinnumark-
aði efha til fundar á Hótel Borg kl.
14 í dag í tilefni af alþjóðlegum
baráttudegi kvenna 8. mars og er
dagskráin helguð konum og EB
og/eða EES.
Annar aðalræðumanna verður
Myrthel Grödem, en hún er for-
maður kvennadeildar norsku sam-
takanna „Nei til EF“ og varafor-
maður „Norsk bondekvindelag",
samtaka norskra bændakvenna.
Myrthel er bóndi á vesturströnd
Noregs, nærri Stavanger, með 25
kýr og 40 ær, karl og tvö böm, og
starfar í Miðflokknum, auk þess
sem hún beitir sér innan bænda-
samtakanna og í EB-umræðunni.
- Kvennahreyfingar á Norður-
löndum hafa nú tekið höndum
saman, segir Myrthel, - og verja
tímanum 8. mars til 4. maí til
kynningar á verkefninu „Konur á
Norðurlöndum á móti EB“. Á
fundinum á Hótel Borg ræði ég
stöðu kvenna innan Evrópubanda-
lagsins og væntanlegs Evrópsks
efhahagssvæðis.
- Er stemmningin í Evrópuum-
ræðunni núna svipuð og fyrir þjóð-
aratkvæðagreiðsluna 1972, þegar
Noregur hafhaði aðild að EB?
- Nei, enda erum við skemmra
komin í ferlinu, það eiga eftir að
koma fleiri staðreyndir upp á borð-
ið, umræðan fer þá harðnandi.
Hins vegar er mikilvægt að átta sig
á, að nú er verið að tala um allt
annað og öðra vísi Evrópubanda-
lag en 1972. Núna er hraðar og op-
inskár stefnt á yfirþjóðlegt vald,
efhahagslegan samrana, pólitískan
og jafnvel hemaðarlegan.
Hvers vegna eru kon-
ur í hópi andstæð-
inga EB að berjast
eitthvað sérstaklega,
getur svona við-
fangsefni verið
kynjabundið?
- Þeir sem era hávaðasamastir
í Evrópuumræðunni era karlar í
þokkalegum störfum og embættum
á aldrinum 40-50 ára. Konur leggja
áherslu á önnur verðmæti, þar er
ekki þessi yfirgnæfandi áhersla á
peninga og hagfræði sem einkennir
oft karlana. Þess vegna er þeirra
röksemdafærsla önnur. Það era til
dæmis ekki margir karlar sem
skipta sér af stöðu kvenna á vinnu-
markaði eða hugsa út í það hvemig
aðstæður era í félagskerfinu. Við
viljum að konur geti gert sér grein
fyrir því hver staða þeirra verður
innan EB.
- Hafið þið samband við
kvennahópa í aðildarlöndum EB?
- Já, mest auðvitað dönsku
konumar. Og þær era langt frá því
ánægðar með stöðu kvenna í EB
og hvemig málefhi þeirra era með-
höndluð þar, bæði af opinberri
hálfu og hvað varðar virkni í
verkalýðsfélögunum. Fólk áttar sig
ekki almennt á því, að ef við ber-
um saman við Norðurlönd, þá er
lögformleg og raunverulega staða
kvenna í EB svipuð og fyrir 30-40
árum á Norðurlöndum. í EB era
80% kvenna efnahagslega háðar
körlum. Þær era að miklu leyti at-
vinnulausar eða í hlutastörfum og
vinnuskilyrði þeirra slæm. Konur
hér eiga á hættu að tapa miklu af
núverandi beinum og óbeinum
réttindum sínum ef gengið verður í
EB.
- Sumir hafa nú þveröfug rök í
þessu máli, sem sé að það sé svo
mikilvægt að fá Norðurlöndin inn í
EB eða til náinnar samvinnu, svo
að þau geti haft jákvæð áhrif innan
bandalagsins og tosað réttindamál-
um upp á við...
- Þetta held ég að sé ósk-
hyggja. Staðreyndin er sú, að innan
Evrópubandalagsins starfa lönd
ekki saman í blokkum, heldur í
pólitiskum hópum, í samræmi við
flokkaskiptingar á þjóðþingum.
Það yrði aldrei neinn sameiginleg-
ur Norðurlanda-þrýstihópur innan
EB, heldur mundu kratamir starfa
saman, miðflokkamir, hægriflokk-
amir osírv., eins og nú tíðkast.
í EB era 15 miljónir atvinnu-
lausra kvenna núna og þar lifa 50
miljónir manna undir fátæktar-
mörkum, meiri hluti þeirra konur.
Norðurlandabúar þekkja þetta bara
ekki af eigin raun.
Margir telja þetta
fomeskjutaut, að
þora ekki starfa í
EB, nútímanum
sjálfum...
- Bandaríkin og Japan era ekki
síðri nútími en EB, hins vegar er
ástandið í réttindamálum og við-
horfum t.d. í Portúgal, á Spáni og
Italíu ekki sá nútími sem ég sækist
eftir. Við viljum ekki fóma því sem
áunnist hefur á Norðurlöndum, í
umhverfísmálapólitík, í velferðar-
kerfinu, almannatryggingum, neyt-
endavemd. Allt er þetta á lægra
stigi í EB. Þar að auki er Evrópu-
bandalaginu stjómað á ólýðræðis-
legan hátt og bilið langt á milli al-
mennings og miðstýrða valdsins.
Þetta veldur því að pólitískur áhugi
fer dvínandi, líka á stjómmálaþátt-
töku og kosningum til þjóðþinga,
segir Myrthel Grödem.
Á fundinum á Hótel Borg kl.
14 á morgun ræðir svo Sigríður
Kristinsdóttir, formaður Starfs-
mannafélags ríkisstofnana, stöðu
íslenskra kvenna á vinnumarkaði
gagnvart evrópskum efnahagssam-
rana, frumflutt verður ljóð og lag
Stellu Hauksdóttur, Palestína, en
kynnir verður Bima Þórðardóttir.
ÓHT
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar,
f.h. Byggingardeildar borgarverkfræðings, óskar eftir
tilboðum [ málun á ýmsum fasteignum II.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama sað miðvikudaginn 27.
mars kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvcgi 3 - Simi 25800
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingar-
deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum I
jarðvinnuframkvæmdir við grunn Árbæjarskóla.
Helstu magntölur:
Gröftur 1260 m3
Fylling 670 m3
Hoiræsi 56 m
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 15.
mars 1991, kl 11.00
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu
Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í smíði gufu- og
rakaskilja, gufuháfs og afloftara fyrir 2. áfanga
Nesjavallavirkjunar.
Samtals er um að ræða smíði úr 70 tonnum af
svörtu stáli og um 14 tonnum af ryðfríu stáli.
Tækin skulu afhent á tímabilinu 1991 til 1993.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavi'k, gegn kr. 15.000, - skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 10.
apríl kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800
68
55
22
HZÐ.
Síða 13
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9.mars 1991