Þjóðviljinn - 14.03.1991, Page 3

Þjóðviljinn - 14.03.1991, Page 3
er fimmtudagur. 14. mars. 73. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 7.51 - sólarlag kl. 19.24. Viðburðir Karl Marx látinn 1883. Verkakvennafélagið Fram- tíðin á Eskifirði stofnað 1918. Nóvudeilan á Akureyri hefst 1933. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Islendingar eiga nú líklega um 100 milljónir króna hjá Bretum. Hvað á að halda núverandi verzlunar- og áhættupólitík lengi áfram. Bretar gera loftárás á Berlín og Hamborg með nýjum full- komnum sprengjuflugvélum. fyrir 25 árum Mánudagur. Ekkert blað kom út. Sá spaki Sjaldan eru margar bárur stakar í einu. (Þingeyingur) á ökulagi íslendinga Óli Þ. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs „Islendingar eru upp til hópa góðir ökumenn, það sannast best þegar þeir keyra í öðrum löndum. Ekki hefur komið til neinna vandræða af hálíu Is- lendinga í útlöndum. Hins vegar, í hinu vanabundna ástandi hér heima, þar sem þeir þekkja sig vel gera þeir sig seka um ýmislegt og aka ekki jafhvarlega og þeir gera i öðrum löndum. Ég held að þetta sé kannski því agaleysi, sem ríkir í þjóðfélaginu, um að kenna. Sem dæmi má nefha biðraðamenninguna á Islandi; fúllorðnir troðast fram fyrir böm í bakaríum og verslun- um. Þetta agaleysi endurspegl- ast dálítið í umferðarmenning- unni. En 85 prósent ökumanna em ágætir. Það em 15 prósent- in sem við emm alltaf berjast við.“ Vaxtamál í brennidepli Vaxtamálin hafa ver- ið í brennidepli undanfarna daga vegna bréfaskrifta ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans og umræðna á Alþingi. Þessi um- ræða vekur ýmsar spurningar. Hvað hafa raunvextir hækkað mikið að undanförnu og hverjar eru ástæður þess? Er hægt að lækka raunvexti með aðgerðum í peningamálum? A að lækka raunvexti? Hver á að hafa síð- asta orðið í þeim efnum? Lækkun vaxta í tíð núverandi ríkisstjórnar er staðreynd, hvað sem líður vaxtaþróun undanfarinna vikna. Raunvextir spariskirteina ríkissjóðs voru 8-9% síðsumars 1988, en em nú á bilinu 6-6,75%. Vextir verðtryggðra útlána bank- anna vora 9,4% í ágúst 1988, em 8% nú en fóru niður í 7,4% um mitt ár 1989. Nafnvextir óverð- tryggðra útlána bankanna voru 41% í ágúst 1988 en em 15,5% nú. Lækkun raunvaxta í tíð núver- andi ríkisstjómar á rætur að rekja til aðgerða í ríkisfjármálum og vaxtastefnu ríkissjóðs annars vegar og almenns samdráttar í þjóðarbú- skapnum hins vegar. Ríkissjóður hafði virkt frumkvæði í vaxtalækk- unarferlinu með því að lækka vexti á spariskírteinum og tók þar nokkra áhættu varðandi innlenda lánsfjáröflun. Það gekk þó upp, þar sem samtímis var gripið til aðgerða til að draga úr lánsfjáreftirspurn ríkissjóðs og þar sem aðstæður vom einnig að skapast til vaxta- lækkunar vegna minni lánsfjáreft- irspumar fyrirtækja. Margir fullyrða að mikil láns- fjáreftirspum ríkissjóðs á innlend- um lánsfjármarkaði sé ein helsta skýring hárra raunvaxta hér á landi. Lánsfjárþörf ríkissjóðs hefur lækkað ár frá ári síðan 1988 en á sama tíma jókst innlend fjármögn- un úr 18,4% í 100%. Þessir tveir þættir vega á móti hver öðrum. Niðurstaðan er hins vegar sú að innlend lántaka ríkissjóðs umfram greiddar afborganir innlendra lána sem hlutfall af nýjum peningaleg- um spamaði hækkaði milli áranna 1988 og 1989, en þá lækkuðu raunvextir. Síðan hefur þetta hlut- fall farið lækkandi, eða úr rúmlega 32% 1989, í 20% í fyrra og tæp- iega 20% í ár samkvæmt áætlun fjárlaga. Umsvif ríkissjóðs á inn- lendum lánsfjármarkaði fara því minnkandi en ekki vaxandi. Vaxtahækkanir að undanfomu hafa fyrst og fremst falist í hækkun ávöxtunar á húsbréfum annars veg- ar og í hækkun nafnvaxta óverð- tryggðra útlána bankanna hins veg- ar. Avöxtun húsbréfa er nú 7,7% og hefur smám saman hækkað úr 6,95% seinni partinn sl. sumar. Vextir óverðtryggðra útlána bank- anna em nú 15,5% en vom 12,7% í október sl. Hins vegar em verð- tryggðir útlánsvextir bankanna lít- illega lægri en í haust. Vextir spari- skírteina í áskrift hafa hækkað í 6,6% úr 6,2% á síðasta ári. Hins vegar er ekki um að ræða almenna hækkun á vöxtum spariskírteina. Vextir í almennri sölu em 6% eins og allt árið í fyrra og sé tekið tillit til vaxtaálags vegna stórsölu o.fl., em vextir spariskirteina nú líklega lægri á heildina litið en í fyrra, en þá vom þeir 6,78% að meðaltali. Það er því alls ekki hægt að halda því ffam að um verulega almenna hækkun raunvaxta sé að ræða. Ein megin skýring vaxtahækk- ana að undanfömu liggur i mikilli spennu í húsnæðislánakerfinu, enda er hækkun ávöxtunar á hús- bréfum mest. Útlánaþensluna í húsnæðislánakerflnu á undanföm- um ámm má m.a. merkja á því að ný útlán em orðin mun meiri en fjárfesting í íbúðabyggingum, eins og fram kemur í skýrslu Seðla- bankans um vaxtamál. Þetta þýðir að verið er að lána í eitthvað allt annað en íbúðarhúsnæði. Þessu til viðbótar koma svo fæðingarhríðir húsbréfakerfisins og dauðateygjur húsnæðislánakerfisins frá 1986. Hækkun vaxta hjá bankakcrf inu skýrist einkum af tvennu. I fyrsta lagi vemlegu ofmati á verð- bólgunni, eins og nú er komið í ljós, og fljótfæmislegum ákvörð- unum á grundvelli rangra verð- bólguspáa. Frægasta dæmið um þetta er vaxtahækkun íslandsbanka á seinustu vikum ársins. I öðm lagi hefur gætt aukinnar lánsíjáreftir- spumar hjá bankakerflnu og lausa- fjárstaða þess hefúr versnað. Hugs- anlega er lánsfjáreftirspum fyrir- tækja að aukast. Það má deila um hvort ástæða sé til almennrar lækkunar raun- vaxta nú með peningamálaaðgerð- um. Það er hins vegar mögulegt, en krefst peningaþenslu. ísland er liklega eitt af fáum vestrænum löndum þar sem rætt er fram og til baka um það hvort yflrvöld pen- ingamála og Seðlabankinn hafi það á valdi sínu að lækka vexti. I öðr- um löndum snýst umræðan um það hvort það sé æskilegt og hvaða áhrif það hafi. Koma verður um- ræðunni hér á landi í sama far, með þvi m.a. að styrkja Stjórntæki Seðlabankans í peningamálum. Einnig þarf að fást niðurstaða í það hvemig á að stýra vaxtamálum og hver hafl síðasta orðið i því efni. Þess vegna m.a. er nauðsynlegt að breyta stjórnkerfi Seðlabankans, eins og ráðherrar Alþýðubanda- lagsins lögðu nýverið til í ríkis- stjóminni. Hin brýnu verkeíhi i vaxtamál- um felast í því að draga úr þeirri spennu sem húsnæðiskerfið veldur á lánsíjármarkaðnum, koma í veg fyrir frekari hækkun raunvaxta og lækka vexti óverðtryggðra útlána bankanna til samræmis við lægri verðbólgu en reiknað var með þeg- ar þeir vextir vom ákveðnir. Útlánaþensluna í húsnæðislánakerfinu á undanförn- um árum má m.a. merkja á því að ný útlán eru orðin mun meiri en fjárfesting í íbúðabyggingum, eins og fram kemur í skýrslu Seðlabankans um vaxtamál. Þetta þýðir að verið er að lána í eitthvað allt annað en íbúðarhúsnæði Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14.mars 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.