Þjóðviljinn - 23.03.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.03.1991, Blaðsíða 2
/ N eytendasamtökin Verðstríð verslana, sem allt í einu geta stór- lækkað vöruverð, nýjar upplýsingar um feiknarlegan kostnað sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfi og önnur umræða um þær hagstærðir sem beint tengjast þeirri vöru og þjónustu sem einstaklingarnir nýta sér, ætti enn að stuðla að þeirri eflingu sterkra Neytendasamtaka sem Þjóðviljinn hefur áður hvatt til. Til viðbótar eftirlits- og aðhaldshlutverki því sem þau hafa sinnt með prýði miðað við stærð sína og bolmagn, eiga þau líka að vera kölluð til sem sjálf- sagður aðili vegna umsagnar og ráðgjafar, jafnt og beinnar þátttöku við stefnumörkun, stjórnun og ákvarðanatöku. Fjarri fer því að rétt sé að öðru jöfnu að draga Neytendasamtökin inn í beina flokkspólitíska um- ræðu. Svo sjálfsagt mál hefur það verið talið að allir stjórnmálaflokkar styddu við bakið á Neytendasam- tökunum. Þjóðviljinn vakti athygli á því um daginn, að þegar skoðaðar eru kosningastefnuskrár Alþýðu- bandalagsins og bandalags Sjálfstæðisflokkanna, sem báðar voru mótaðar nýlega, kemur í Ijós hve ólík stefnumið og áherslur eru þar á ferðinni. í kosningastefnuskrá Alþýðubandalagsins segir orðrétt: „Neytendamál verða æ mikilvægari. í því sambandi ber að leggja áherslu á styrkingu Neyt- endasamtakanna". Sjálfstæðisflokkarnir nefna aftur á móti hvorki samtökin né stefnumið þeirra á nafn. Sá grundvallarmunur er nefnilega á því úr hvaða átt þessar stjórnmálahreyfingar nálgast umræðuna um neytendamál, að Sjálfstæðisflokkunum hættir til að góna með störu á skúffuhreyfingar peningakass- ans, þann verknað einan þegar peningar skipta um hendur. Þetta er eðlilegt með tilliti til hugmyndafræði og drifkraftar Sjálfstæðisflokkanna. Hins vegar átta almennir kjósendur og stuðningsmenn þeirra sig oft ekki á staðsetningu þessarar uppspettu í landareign- um auðhyggjuherranna, og lánast því ekki að skoða vatnakerfið í heild. Af þessum sökum fjalla Sjálfstæð- ismenn ekki um neytendamál í víðari skilningi en hvað varðar bein kaup og sölu á vörum og þjónustu. Alþýðubandalagið skoðar hins vegar ekki viðskipti og neytendamál sem einangruð fyrirbæri verslunar- lífsins, heyrir fleira en skrjáf seðlanna, sér meira en upphæðir á augnabliki sölunnar. Alþýðubandalagið álítur að undir neytendamál, í skilningnum kjaramál, falli opinber þjónusta, lífeyris- mál og lausnir í húsnæðismálum. Þeim sem kíkja á dýptarmæla stjórnmálanna vek- ur það hins vegar enga sérstaka furðu að Sjálfstæð- isflokkamir, sem að öðru leyti útmála sig sem brjóst- vörn frelsis í öllum myndum, gera lítið með frjáls fé- lagasamtök eins og Neytendasamtökin í kosninga- stefnu sinni um viðskipta- og neytendamál. Margar orsakir eru fyrir þessu tómlæti. Ein þeirra er áherslan sem kafbátarnir í Sjálfstæðisflokkunum leggja nú á að komast í flotadeild Evrópubandalagsins. Eins og Þjóðviljinn benti á um daginn og skýrt kom fram hjá fulltrúa dönsku neytendasamtakanna sem hér var á ferð í fyrra, eru neytendasamtök og neytendaréttur víða á mun lægra stigi í Evrópubandalaginu heldur en sjálfsagt þykir á Norðurlöndunum. Neytendamál verða því eitt af allra viðkvæmustu málunum þegar skoðanaskipti hefjast hér fyrir alvöru um það, hversu náið og skuldbindandi á að tengjast lagakerfi og hefðum Evrópubandalagsins. Þá munu íslendingar átta sig á hvaða rétti og vernd þeir þurfa að hafna, samfara innlimun í Evrópumunstur stórfyrirtækjanna. ÓHT Þtóðviuinn Málgagn sósfalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Stmi: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 1100 kr. Loksins lausn Stuttu og snörpu þingi lauk í vikunni og fannst mörgum að sum- ir hefðu talað nóg. Sumir aðrir voru hinsvegar á síðasta snúningi með að láta í sér heyra í þingsöl- um, en einsog menn vita má þar enginn stíga í pontu nema þing- maður sé. A þessum síðustu dögum reyndu ráðherramir hver sem betur gat að koma sínum málum í gegn meðan forsætisráðherrann hristi hausinn og sagðist ekki nenna að standa í þessu lengur — en þá var nú líka álmálið í hnút og mátti ekki á milli sjá hver væri þvermóðsku- fyllstur í því. En loks leið að þing- lausnum og forseti sameinaðs þings þakkaði þingmönnum sam- vinnuna og Halldór Blöndal, sem oft átti leið i stólinn til að ræða þingsköp við forsetann, þakkaði henni og átti handa henni hlý orð. Kristinn ljósmyndari fylgdist með lokahrinunni og festi á filmu breið bros þeirra sem sjálfviljugir hætta. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. mars 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.