Þjóðviljinn - 23.03.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.03.1991, Blaðsíða 9
I dag verður jarðsungin frá Fossvogskirkju frú Else Figved, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. mars sl. Else var af norskum ættum, fædd í Stavanger þann 27.júlí 1901. Hún var dóttir kaupmannshjónanna Marie og Andreas Figved sem flutt- ust til Eskifjarðar árið 1904. Þar ólst Else upp ásamt þremur systkinum, þeim Lene, Ágústu Maríu og Jens, sem seinna varð einn af aðalstofn- endum KRON. Haustið 1918 ætlaði Else að hefja nám við Menntaskól- ann í Reykjavík en frostaveturinn mikli setti strik í reikninginn. Árið eftir hélt Else til Stavanger og stund- aði þar nám við verslunarskóla í einn vetur. Árið 1923 giftist Else Ei- ríki Bjamasyni verslunarmanni. Þau stoíhuðu heimili á Eskifirði og eign- uðust tvær dætur, þær Höllu og Þór- unni Mariu (Eddu). Árið 1948 flutt- ust þau hjónin til Reykjavíkur og bjuggu lengst af á Sporðagrunni. Ei- ríkur lést árið 1977. Eg var svo lánsöm að kynnast Else þegar ég fór að búa með dóttur- syni hennar, Eiríki, og varð hún mér mín önnur amma. Þær voru ófáar heimsóknimar til ömmu í Ljósheim- unum fyrstu búskaparárin. Amman, eins og ég kallaði hana alltaf, var ákaflega minnisgóð og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja frá liðnum tíma. Hún hafði líka alltaf jafn mikinn áhuga á okkur og því sem við vorum að gera. Else var mikil kvenréttindakona og var mjög ánægð með að nú til dags gætu kon- ur menntað sig til jafns við karlmenn og stundað þau störf sem hugur þeirra stóð til. Mér er minnisstætt eitt sinn er við Else ræddum kosn- ingarétt kvenna í gamla daga. Else sagði mér að í þá daga hefði það nú ekki tiðkast að konur hefðu skoðun á pólitík. Það hefði einfaldlega verið gengið út frá því sem vísu að kon- umar kysu sama flokk og eiginmað- urinn. Eftir smá þögn bætti Else síð- an við: „já, en það vissi nú aldrei neinn hvar maður setti krossinn." Else var sterkur persónuleiki, viljasterk og bráðgáfuð. Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu árin komu þessir eiginleikar fram og unnu henni hylli þeirra sem hana önnuð- ust. Síðustu árin dvaldi Else á hjúkr- unarheimilinu Skjóli. Þar leið henni vel og fyrir hönd aðstandenda vil ég þakka starfsfólki Skjóls góða um- önnun. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Else fyrir allt það sem hún var mér. Við sem áttum hana að erum rikari fyrir bragðið. Sigríður Sigurjónsdóttir Else Andrea Figved fæddist í Stavangri í Noregi 27. júlí 1901. Þriggja ára að aldri, árið 1904, flutt- ist hún með foreldrum sínum, Marie og Andreasi Figved kaupmanni, og yngri systur til Eskifjarðar. Á síðasta ársfjórðungi 19. aldar og fram yfir aldamót námu Norð- menn land á Austfjörðum í ríkum mæli. Þá voru vesturfarir Austfirð- inga tíðar á sama tíma og fjórðungn- um barst nýtt blóð frá ættlandinu foma, Noregi. Margir innflytjendanna voru at- orkufólk sema flutti nýjar hugmynd- ir og ný atvinnutæki með sér og stuðlaði þannig ásamt innfæddum að blómlegu skeiði á Austfjörðum um þó nokkurt árabil. Marie og Andreas Figved voru í hópi landnemanna nýju. Hann gerðist fljótt athafna- maður á Eskifirði, gerði út smábáta og setti á stofn verslun. í fyrstu fékk hann einkum Norðmenn til liðs við sig og sótti aðföng til átthaganna, flutti t.d. inn nokkur einingahús frá Noregi, svo að dæmi sé tekið. Fjölskyldan tók ástfóstri við hin nýju heimkynni, óx og dafnaði. MWNING Else Andrea Figved Fædd 27. júlí 1901 - Dáin 15. mars 1991 Auk Else eignuðust Marie og Andreas þrjú böm: Lenu (f. 1903) nuddkonu. Hún er ekkja Hreins Pálssonar (d. 1976) söngvara og fyrrum forstjóra Olíuverslunar Is- lands. Jens (f. 1907 d. 1945) fyrrum kaupfélagsstjóra KRON. Hann átti Önnu Margréti Halldórsdóttur (d. 1973) en þau slitu samvistum. Seinni kona hans var Guðrún Lax- dal. Augustu Marie (f. 1912) hús- móður. Hún er ekkja Amljóts Dav- íðssonar (d. 1980) sem lengst var bókari hjá Olíuverslun Islands. Else óx úr grasi í ömggu skjóli efnaðra foreldra og tók til hendinni við ýmis störf eins og þá var títt um böm. Hún varð fljótt vinnusöm en hugur hennar stóð þó helst til bók- náms. Hún hafði ásamt Ríkarði Beck og Gunnari Ámasyni (síðar presti á Skútustöðum) búið sig undir að hefja nám við Lærða skólann í Reykjavík haustið 1918. Vegna spönsku veikinnar var bagalegt að fá húsnæði í höfuðborginni og venti Else því sínu kvæði í kross og settist á skólabekk í verslunarskóla i Sta- vangri. Að námi loknu árið 1922 lá leið hennar aftur heim til Eskifjarðar. Þar tókust skjótt ástir með henni og Ei- ríki Bjamasyni sem þá var nýkom- inn frá verslunarskólanámi í Kaup- mannahöfn. Eiríkur var sonur hjónanna Þór- unnar Eiríksdóttur frá Vattamesi við Reyðarfjörð og Bjama Sigurðssonar fýirum skólastjóra á Eskifirði en síð- ar skrifstofústjóra Varðarfélagsins í Reykjavík. Bjami lést 1958 og er sjálfsagt mörgum Reykvíkingum minnisstæður af götum borgarinnar fyrir glæsilega vallarsýn. Else og Eiríkur staðfestu ráð sitt 6. október 1923. Eiríkur vann um hrið við verslun tengdafoður síns en gerðist síðar umboðsmaður færeysks útgerðarfélags og gerði út færeyskar skútur frá Eskifírði á stríðsárunum. Eirikur var flokksbundinn Sjálfstæð- ismaður og var umsvifamikill fé- lagsmaður í heimabyggð sinni. Heimili þeirra Else varð sannkallað- ur griðastaður margra, bæði inn- lendra og erlendra, og ekki einungis þeirra sem löðuðust að Eiriki vegna umsvifa hans heldur og frændgarðs- ins alls sem ósjaldan naut aðhlynn- ingar þeirra. Bæði voru þau einstakir öðlingar, gestrisni og öllum viður- gemingi þeirra var við bmgðið. Else stóð vakin og sofin við hlið bónda sins og var fyrirmunað að draga fólk í dilka, jafnvel þó um harðsvíraða íhaldsmenn væri að ræða. Sjálf var hún á öndverðum meiði við bónda sinn í stjómmálaskoðunum, - og fór ekki dult með. Hún var holl í hús- móðurstarfinu; hafði eina kú í fjósi, hænsni, ræktaði matjurtagarðinn sinn, saumaði og sýslaði frá morgni til miðaftans. Hún tók til hendinni við fiskvinnu eða verslunarstörf ef því var að skipta. Hún sótti sér af- þreyingu í heimsbókmenntimar og var liðtæk í leiklistinni. En á stund- um mátti heyra á tali hennar að hún saknaði þess eilítið að hafa ekki „gengið menntaveginn" svokallaða. Þeim Else og Eiríki varð tveggja dætra auðið. Þær em: Halla f. 1924 og Þórann Maria (Edda) f. 1927. Halla er gift Steingrimi Þórðar- syni fyrrum bókara hjá Alþýðubank- anum. Þeirra börn eru: Eiríkur, kvæntur Sigríði Sigurjónsdóttur. Þórður, sambýliskona hans er Guð- björg Eysteinsdóttir. Yngst er dóttir- in Elsa Albína. Þórunn María er gjaldkeri hjá Kassagerð Reykjavíkur. Hún var gift Emil Hjartarsyni kaupmanni. Þau slitu samvistum. Dóttir Þómnnar og Brynjólfs Sandholts yfirdýralæknis er Elsa. Elsa giftist Trausta Þor- grímssyni. Þau slitu samvistum. Bamabamabömin em fimm. Ég, undirrituð, er ein úr hópi frændgarðsins sem ílentist hjá Else föðursystur og Eiríki í nokkur ár. Nánar tiltekið var ég hjá þeim á ár- unum 1941-1945 á meðan foreldrar mínir dvöldust í Vesturheimi. Þau og dæturnar Halla og Edda reyndust mér sem bestu foreldrar og systur þessi ár og raunar allar götur síðan. Þá nutu og eiginmaður minn og börnin okkar elskusemi þeirra. I huga mínum verður Eskifjarðarkap- ítulinn með sínu stórbrotna mannlífi og athafnafrelsi bamsins ávallt ein tærasta perla bemskuminninganna. Árið 1948 fluttust Else og Eirík- ur búferlum til Reykjavíkur að áeggjan Sigurðar rafvirkjameistara bróður Eiríks til að taka þátt í at- vinnurekstri með honum. Dætumar höfðu hleypt heimdraganum og horfúr vom á að þær yrðu langdvöl- um í höfúðborginni. Síðar vann Ei- ríkur hjá Rikisendurskoðun og þegar lögbundnum starfsdegi hans var lok- ið hóf hann störf hjá Kassagerð Reykjavíkur og vann þar fram til dánardægurs á 83. aldursári. Hann lést 8. september 1977. Mig gmnar að Else hafi aldrei fest almennilega rætur í Reykjavík. Mannfélagið á Eskifirði og tengslin við náttúruna þar vom henni of hug- leikin til að svo mætti verða. Þegar bamabömin komu til sögunnar og fjölskyldan hafði fest kaup á sumar- bústað í Mosfellsdal fór hún að una hag sínum betur. Eins varð heimili þeima Eiríks á Sporðagrunni um þær mundir svipað athvarf stórfjölskyld- unnar og heimilið á Eskifirði forð- um. Dóttirin Þórunn og bamabamið Elsa, augasteinn afa og ömmu, bjuggu á heimilinu við mikið ástríki. Sumarið 1981, er Else stóð á átt- ræðu, hugðist hún heimsækja átthag- ana á Eskifirði hinsta sini en örlögin tóku í taumana daginn fyrir fyrirhug- aða brottfor. Hún varð fyrir alvar- legu umferðarslysi. Henni var ekki hugað líf lengi á eftir en með ótrú- legri seiglu komst hún aftur á stjá og var nú til skiptis í umsjá dætra sinna sem önnuðust hana af einstakri ósér- hlífni. Fyrir um það bil fimm árum fór síðan vemlega að halla undan fæti. Hún átti við mikla vanheilsu að striða en lét engan bilbug á sér finna. Síðustu árin var hún á hjúkrunar- heimilinu Skjóli. kÞar naut hún mik- ils atlætis starfsfólksins og kunni vel að meta. Else fékk hægt andlát að morgni 15. mars á nítugasta aldursári. Að leiðarlokum vil ég fyrir mína hönd og barna minna þakka Elsu ömmu fyrir samfylgdina. Gjöfúl og greind kona er gengin á vit feðra sinna. Veri hún kært kvödd. Unnur María Figved Margrét Ríkarðsdóttir Leifúr Guðjónsson Hörður Bergmann í DAG: Opinn umræðufundur um efnið HVERMG JOFNIIM VH) LIISKJÖR ? Fundurinn verður í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi laugardag 23. mars og hefst kl. 14. Er vonlaust að ætla að auka\ jöfnuð? \ v—— Þrír af frambjóðendum G-listans í Reykjavík opna umræðuna: Guðmundur Þ. Jónsson, formaður IÐJU, félags verksmiðjufólks. Margrét Ríkarðsdóttir, ^— formaður Félags þroskaþjálfa. \ Hvern,9 er réttiát skattla9nln9? Leifur Guðjónsson, forstöðumaður Verðlagseftirlits verkalýðsfélaganna. Aðrar framsögur - Frjáls umræða - Fyrirspurnir. Fundarstjóri: Hörður Bergmann E.t.v. verður fundinum skipt upp og einhver viðfangsefni rædd í hópum. Kaffi og öl er selt á staðnum. G-listinn í Reykjavik SÍOA 9 ÞJ^ÐVILjÍNNTaugarriagu^3^na^^99Í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.