Þjóðviljinn - 23.03.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.03.1991, Blaðsíða 8
Á BEININU Davíð Á. Gunnarsson Mikla athygli vakti í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um ríkisspítalana sem kom út á dögun- um að sérfræðingur í 75 prósent starfi á spítala hafði auk sinna launa 51 miljón króna í tekjur frá Almanntryggingum. Það kemur í raun for- stjóra ríkisspítalanna ekkert við hvað maðurinn gerir í sinni aukavinnu en í skýrslunni kom fram gagnrýni á ýmsa aðila svo sem heilbrigðis- ráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun. I raun meiri gagnrýni á aðra aðila en ríkisspítalana. Þeir fengu hinsvegar hrós fyrir sparnað, þótt bent væri á að ríkið sjálft sparaði lítið sem ekk- ert. Ekki fór Ríkisendurskoðun þó gagnrýnis- Iausum höndum um spítalana en kvartaði helst um dýr dagheimili og lága húsaleigu. Davíð A. Gunnarsson er forstjóri ríkisspítalanna, en hann telur að sú aukna hagkvæmni sem hann hefur náð fram á spítölunum hafi skilað sér sem aukin útgjöld fyrir ríkissjóð. Hann er á beininu í dag. ▲ G. Pétur Matthíasson spyr Aukin hagkvæmni spítalanna eykur útgjöld ríkisins Er ekki nauðsyniegt fyrir ykkur hjá ríkisspítölunum að taka á sérfræðinga- veldinu utan spítalanna þar sem þið eigið í raun i samkeppni við það um takmarkað fé til heilbrigðismála? Það held ég ekki. Eg held að það sem við þurfum að gera fyrst og fremst sé að tryggja það með einhverjum hætti að þeir sérfræð- ingar sem vinna hjá okkur hafi sambærileg laun fyrir faglega flóknustu störfin og menn hafa kannski fyrir einfaldari störfin út á stof- unum. En það er ekki okkar að taka á því, einsog þú kallar það, heldur íyrst og fremst að okkar fólk vinni vel og hafi fyrir það sambærileg laun. Þú vilt hækka laun sérfræðinga fyrir spítalavinnuna en er ekki borin von að það dugi þegar sérfræðingar geta ávísað endalaust á Tryggingastofnun? Það held ég ekki. Það verður að nást eitt- hvert samkomulag um að það sé í rauninni sanngjamt að best sé borgað fyrir það að sér- fræðingamir séu að vinna erfiðustu störfin. Hverning stendur á því að þeir fá minna borgað fyrir flóknari störfin? Það verður oft lítið um svör þegar stórt er spurt. En ætli þetta sé ekki gömul arfleið einhverrar kjara- og launastefnu sem hefur verið við lýði lengi. Og kannski þurfum við að taka alit launakerfi ríkisins og stokka það upp og skoða uppá nýtt. Ætli það sé ekki sannleikurinn í málinu. Þurfíð þið ekki að sýna frumkvæði í því? Ja, við höfum í rauninni ekki möguleika á kjarasamningum, en ef við getum stendur ekki á okkur. Samt sem áður er í dag takmarkað fé til heilbrigðismála og ef til vill fer of mik- ill hluti fjársins í þessa minniháttar vinnu? Það má vera. Eg veit ekki hvort við get- um kallað þetta meiri eða minni vinnu. Eg held að þetta fjalli aðallega um það að menn greiði að minnsta kosti jafnvel á tímaeiningu fyrir flóknu vinnuna einsog fyrir einfoldu vinnuna. Stjórnsýsluendurskoðun Ríkisendur- skoðunar sýndi að ykkur hefur orðið ágengt I sparnaði, og þá helst með því að loka deildum, en þrátt fyrir það er sparn- aður ríkissjóðs lítill sem enginn. Er ekki tilgangslítið fyrir ykkur að standa í þessu? Það er auðvitað spuming sem á fullan rétt á sér. Ef þú skoðar þessa skýrslu þá kemur þar fram að með ýmisskonar hagræð- ingu, sem ekki tengist lokunum deilda, og aðhaldsaðgerðum hefur okkur tekist á síð- ustu 4-6 árum að lækka kostnað hér allvem- lega og á sama tíma að auka afköst. En ég hef stundum talað um mótsagnimar í heil- brigðiskerfinu. Ein af þessum mótsögnum er sú að ef auka tekst afköstin á spítalanum, auka hagkvæmnina í rekstri spítalans, þá aukast jafnframt útgjöld ríkissjóðs. Tökum dæmi: Þú eykur gegnumstreymið á skurð- stofunni þinni og afgreiðir kannski 150 fieiri bæklunarsjúklinga. I hvem bæklunarsjúkling fara gervilimir sem kosta svona frá 50 og uppí 150 þúsund krónur stykkið. Þannig að um Ieið og mér finnst ég vera farinn að reka spítalann betur þá er ég jafnframt að auka út- gjöld ríkissjóðs. En sé sjúkrahúsunum sagt að spara umfram þær hagræðingaraðgerðir sem ávallt eru í gangi þá þýðir það einfald- lega að það er verið að segja okkur að draga úr útgjöldum. í rekstri þar sem 70 prósent af útgjöldunum em laun, dregurðu ekkert úr út- gjöldum umffarn þetta daglega amstur, nema með þvi að loka einhverju og fækka fólki. Er þá enginn sparnaðarkostur fyrir ríkið innan spítalanna? Það er staðfest í skýrslu ríkisendurskoð- unar að kostnaður á legudag og kostnaður á sjúkling hefur lækkað á undafomum ámm. En þetta hefur okkur tekist fyrst og fremst með auknum afköstum. Þannig að í heildina tekið þýðir þetta aukin útgjöld fyrir ríkis- sjóð. A sama tíma og þú ert hagkvæmari og ódýrari á framleiðslueiningu - svo notað sé hugtak úr iðnaði - þá ertu að auka útgjöld ríkissjóðs. Það er ekki einfaldur hlutur að reyna að reka spítala vel og hagkvæmt og á sama tíma að draga úr útgjöldum ríkissjóðs. Margir kollegar mínir úti í heimi segja að best rekni hátæknispítalinn sé sá spítali sem er dýrastur af því að þar tekst mönnum að framkvæma mest af flókinni læknisfræði, setja í mest af gerviliðum, græða í flesta hjörtu og lifrar - það er að gera flóknu hlut- ina. Þeir em afar dýrir bestu spítalamir. Ríkisendurskoðun telur sýnt að hag- kvæmt muni vera að fjölga hjartaaðgerð- um hér á iandi þar eð kostnaður við hverja aðgerð sé minni en að senda fólk til Bretlands. En ástæðan fyrir hagkvæmn- inni er að nú þegar er búið að ieggja útí rnikinn kostnað vegna tækjakaupa og húsnæðis. Hefði ekki verið hagkvæmara að láta þetta vera í upphafl. Nei, ég held að hjartaaðgerðimar hér á Mynd: Jim Smart. tslandi séu afar hagkvæmar. Ríkisendur- skoðun skoðar kostnað við einhvem tiltek- inn Qölda, en síðan þeirra athugun fór ffarn höfum við fjölgað þessum aðgerðum þó nokkuð og emm enn að Ijölga þeim og eftir því sem við gerum fleiri aðgerðir á viku þeim mun ódýrari verða þær. Þannig að ég hugsa að kostnaðurinn í dag sé orðinn vem- lega lægri en sá kostnaður sem Ríkisendur- skoðun er með. Þegar við hófum hjartaað- gerðimar bættum við heilmikið þjónustuna á skurðstofunum og gjörgæsludeildinni þannig að okkur tekst í dag eflaust að bjarga ein- hverjum sjúklingum með þeirri tækni, sem hjartaaðgerðimar fluttu inní landið, sem ann- ars hefðu hreinlega ekki lifað nokkmm ámm áður. Þannig að það er spuming hvort reikna eigi allan þennan kostnað bara á hjartaað- gerðimar. Verðið þið ekki að sætta ykkur við, vegna stærðar landsins, að þið getið ekki unnið allar hugsanlegar aðgerðir? Sú aðferð sem við höfum notað við að ákveða hvaða aðgerð á gera hér á landi er býsna skynsamleg. Þetta gerist yfirleitt þannig að það verður til einhver ný þjónusta á stórum spítölum erlendis og Islendingar fara að nota þá þjónustu og þegar útreikn- ingar sýna að það borgar sig að gera þetta hér heima þá gerum við það. En það eru auðvitað sendir sjúklingar til aðgerða erlend- is á ýmsum sviðum ennþá. Er þróunin sú að þetta kemur allt hingað? Það held ég að hljóti að vera. Ég held að það liggi alveg ljóst fyrir að við eigum að stefna að því að taka inn í landið allt sem við getum. En höfum við efni á þessu? Ef við höfúm efni á að senda sjúklingana utan í aðgerð þá hljótum við að hafa eftii á að gera hana hérna heima. Ég er þeirrar skoðunar að góð heilbrigðisþjónusta sé ein af þeim gmndvallarmannréttindum sem við eigum að tryggja okkar íbúum og ég held að fólk vilji það. Samkvæmt skýrslunni hefur kostnað- ur á legudag og sjúlding farið minnkandi á undanfornum árum en einnig er bent á að legutími sé hugsanlega 20 til 25 prósent lengri á ríkisspítölunum en í Bandaríkj- unum. Liggur fólk of lengi inni á spítölun- um hjá ykkur? Við höfum verið að reyna að koma á þessu samanburðarkerfi til þess að skoða legutíma fyrir sjúklinga með ýmsar sjúk- dómsgreiningar og bera okkur saman við Bandarikin, Bretland og Norðurlönd. Og það virðist nokkuð breytilegt eftir sjúkdóms- greiningum hvar Island liggur. En almennt má segja að við séum allt að 25'prósent hærri en í Bandaríkjunum. Stóra skýringin á því er skortur hér á legurými fyrir langlegu- sjúklinga og skortur á heimahjúkrun. Spítal- amir hér geta ekki útskrifað sjúklinga annað. Það má segja að hér á landi sinni bráða- sjúkrahúsin á vissan hátt langleguhlutverki hjúkmnarheimila. Ríkisendurskoðun gagnrýnir ykkur fyrir að leigja starfsmönnum húsnæði fyr- ir of lítið og fyrir að eyða of miklu í dag- heimilin ykkar. Eruð þið ekki með þessu í raun að fela Iaunakostnað? Þetta eru tvö mál sem ekki eru beint skyld. Hvað íbúðimar varðar hefúr þeim far- ið sífellt fækkandi og það var á sínum tíma tekin ákvörðun um að leigja þær á þessum kjömm. Það er mín skoðun að þessar íbúðir einfaldlega hverfi með tímanum. Nema hvað varðar Kristnesspítala en þar em íbúðimar nánast forsenda þess að fólk fáist til starfa. Bamaheimilin em dálitið annars eðlis því það er þjónusta sem við höfum orðið að taka upp til þess að fá meðal annars hjúkmnar- fræðinga, sem mikil vöntun er á, til starfa. Ég er sammála Ríkisendurskoðun að það sé ekki okkar hlutverk að reka bamaheimili en ef við lokuðum þeim í dag væmm við jafn- framt að tala um að loka vemlegum hluta af spítalanum. En þeir gagnrýna kostnaðinn, 400 þúsund krónur á dagheimilispláss. Já, reksturinn hefur verið dýrari og skýr- ingin er fyrst og fremst sú að við höfum þurft, vegna sólarhringsþjónustu, að hafa þessi dagheimili opin lengur og meira en til dæmis Reykjavíkurborg. Þú vilt ekki túlka þetta þannig að um launakostnað sé að ræða? Jú, að sjálfsögðu er þetta launakostnaður og ég túlka þetta oft þannig. Ég bendi mínu starfsfólki oft á að þetta sé hluti af þeirra kjömm. Ein að lokum, Davið, ertu jafnvel haldinn í launum og sérfræðingarnir? Nei, það er ég ekki. Miðað við ríkis- starfsmann hef ég sjálfsagt ágætiskaup. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. mars 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.