Þjóðviljinn - 23.03.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.03.1991, Blaðsíða 1
 Svavar Gestsson menntamálaráðherra í sal Þjóðleikhússins. Mynd Jim Smart. Nýtt og endurbætt Þjóðleikhús en samt ennþá gamla Þjóðleikhúsið En nú er tími til að gleðjast. Mitt er að þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að láta vinna að þessu verki. Þjóðin á þakkir skilið fyrir þá fjármuni sem hún hefur lagt fram til verksins. Sumir þættir í menningarlífí okkar eru vissu- lega undirstaða og til sannindamerkis um það að hér býr sjáifstæð þjóð. Þannig er Þjóðleikhúsið; það er tákn um menningarlegt sjálfstæði okkar - aðalmusteri leikJistar á íslandi. Megi allir vel njóta og lengi. A þessum orðum lauk Svavar Gestsson menntamálaráðherra ávarpi sínu við opnun Þjóðleik- hússins á fimmtudagskvöld. Vígsluhátíðin á fimmtudag hófst á því að Lúðrasveit Reykja- víkur tók á móti gestum á tröppum Þjóðleikhússins. Áður en gengið var til salar söng Háskólakórinn í Kristalsalnum, sem hefur verið endumýjaður. Athöfnin í salnum hófst á upplestri Róberts Amfínns- sonar leikara á „Öll veröldin er leiksvið" eftir Shakespeare í þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar. Svavar Gestsson flutti þá ávarp sitt og á eftir honum söng Kristján Jóhanns- son þijú lög við undirleik Jónasar Ingimundarsonar á píanó, m.a. Hamraborgina. Gerðu gestir góðan róm að glæsilegum söng Kristjáns. Ámi Johnsen formaður bygg- ingarnefndar ávarpaði því næst gesti og síðan las Herdis Þorvalds- dóttir leikkona ljóð Böðvars Guð- mundssonar „í vor“. Þessum hluta hátíðardagskrárinnar lauk svo á ávarpi Gísla Alfreðssonar þjóð- leikhússtjóra, sem þakkaði öllum er gert höfðu þennan draum að vemleika. „I dag hefur draumurinn ræst, en ffamtíðardraumurinn er að viðgerðum á húsinu öllu ljúki á allra næstu ámm og að hér innan þessara veggja megi leiklistin blómstra um langt árabil,“ sagði Gísli m.a. Gestum var svo boðið upp á viðhafnarsýningu á Pétri Gaut cft- ir Ibsen í leikstjóm Þórhildar Þor- leifsdóttur, en sjálf frumsýning verksins er í kvöld. Laust upp úr miðnætti lauk svo þessari glæsi- legu opnunarhátíð og var leikumm og öðmm aðstandendum sýningar- innar klappað lof í lófa. Endurbygging þess áfanga Þjóðleikhússins, sem vígður var á fimmtudag, hefur tekið mjög skamman tíma, en rúmt ár er síðan verklegar framkvæmdir hófiist. Svavar Gestsson stofnaði byggingamefnd fljótlega eftir að hann tók við embætti menntamála- ráðherra. Þrátt fyrir ýmsan mótbyr og háværar mótmælaraddir, um að með framkvæmdum þessum væri verið að eyðileggja menningar- söguleg verðmæti, tókst Svavari að knýja verkið áfram og var ekki annað að heyra á gestum Þjóðleik- hússins á fimmtudag, en að svo vel hefði tekist til, að þrátt fyrir allar endurbæturnar og breytingamar hafi gestir hússins samt stöðugt á tilfinningunni að þeir séu staddir í gamla Þjóðleikhúsinu. Það má því með sanni segja að allir vildu Lilju kveðið hafa. Stærstu breytingarnar sem gerðar vom í þessum áfanga em að svölunum var fækkað um einar og að gólfinu í sal hússins var lyft upp. Þá vom gerðar endurbætur á Kristalssal. Ný sviðslyfta er í hús- inu og ný hljómsveitargryfja. Þá var ljósabúnaður hússins endumýj- aður. Mikið verk er þó enn óunnið, einkum í aðstöðu leikara og er óvíst hvenær ráðist verður í þær. Sjá miðopnu. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.