Þjóðviljinn - 23.05.1991, Side 5

Þjóðviljinn - 23.05.1991, Side 5
A Umsjón: Dagur Þorleifsson F1R1KTTI1R Massoud Barzani - Sumir talsmanna útlægra Kúrda telja hann reiða sig um of á orðheldni Saddams. Kúrdar falla frá kröfum sínum um alþjóðlega ábyrgð og olíutekjur Massoud Barzani, formaður samninganefndar Kúrda í Bag- dað, staðfesti í gær fyrri fregnir um að Kúrdar hefðu fallið frá kröfum sínum um alþjóðlega ábyrgð á fyrirhuguðum sjálfstjórnarsamningi þeirra og lraksstjórnar. Einnig hefðu Kúrdar fallið frá kröfum um hlutdeild í tekjum af olíunni frá Kirk- uksvæðinu. Þessar kröfúr hafa verið meðal þeirra helstu af Kúrda hálfú, í samningaviðræðum þeirra og Ir- aksstjómar í Bagdað og er því ljóst af orðum Massouds Barzani að hér hafa þeir gefið mikið eftir. Þá kom fram hjá Barzani að Iraksstjóm hefði ekki enn samþykkt að Kirk- uk og nágrenni heyrði til sjálf- stjómarsvæði Kúrda. Það svæði hefur frá gamalli tíð verið byggt Kúrdum, en Iraksstjóm hefur reynt að gera það arabískt með því að flytja Kúrda þaðan nauðuga og ar- aba inn í staðinn. Ýmsir talsmenn Kúrda og vest- rænir sérffæðingar um Austurlönd nær telja að Barzani og aðrir leið- togar Kúrda hafi ákveðið að ganga enn einu sinni út frá því að íraskir valdhafar standi við gerða samn- inga við þá, þrátt fyrir slæma reynslu af orðheldni Iraka, vegna þess að eftir Persaflóastrið sé ráða- mönnum í Bagdað kappsmál að eyða fjandskap vesturlandaríkja í sinn garð. Eftir þá athygli, sem of- sóknir Iraksstjómar gegn Kúrdum og málstaður þeirra hafa vakið á alþjóðavettvangi sé því líklegt að Iraksstjóm standi við geröan sjálf- stjómarsamning. Saddam Iraksfor- seti vill fyrir sitt leyti samkomulag hið fyrsta, i von um að hann losni þá við vesturlandahersveitir úr landinu og viðskiptabannið gegn írak. I samningaviðræðunum hefúr íraksstjóm verið óspör á loforð um lýðræði, heitið því að valdaeinok- un Baathflokksins skuli afnumin, öðrum flokkum leyft að starfa og lýðræðislegar kosningar haldnar. Þó hafa samningamenn íraks- stjómar verið tregir til að slá nokkm föstu um hvenær lýðræðis- legar kosningar skuli fram fara. Saddam hefur og ekkert sagt um leyniþjónustu íraks, sem er það tæki sem hann og Baathflokkurinn hafa öllum öðrum ffemur beitt til að útrýma allri andstöðu gegn sér. Talsmenn útlægra Kúrda segja að meiningarlítið sé að láta sér detta í hug að nokkru lýðræði verði kom- ið á í Irak meðan leyniþjónustan hafi ekki verið leyst upp. Brestur stjórnmálafræðingur, Philip Robins, segir að erfitt sé að ímynda sér að leyniþjónustan verði lögð niður eða tekin undan stjóm Baathflokksins. „Þeir vita að ef svo verður em þeir búnir að vera,“ segir hann. íraksstjóm hefur nú samþykkt að kveðja her- og lögreglusveitir sínar ffá borginni Dahuk í íraska Kúrdistan, og mun það gert að kröfú foringja vesturlandahersveita þar. Olían réði því að Banda- ríkin fóru í Flóabardaga að var fyrst og fremst ótt- inn vift Irak sem olíustór- veldi sem fékk Bandaríkja- stjórn til að fara í stríð út af Kúveit. Þó var ágreiningur á æðstu stöðum í Washington um það hvort ekki væri betra að beita viðskiptaþvingunum til hins ýtrasta. Þetta og margt fleira kemur ffamm í nýrri bók sem hinn þekkti rannsóknarblaðamaður Bob Wood- ward hefúr saman sett um aðdrag- andann að Flóabardaga. Bókin heitir „The Commanders" - Stjómendumir, og er sögð byggð á mjög traustum heimildum. Helstu spumingum um það hvers vegna stjóm Bush beitti her- styrk gifúrlegum til að reka íraks- her ffá Kúveit svarar Bob Wood- ward á þessa leið: - Það vom olíuhagsmunir sem réðu þvi að stjóm Bush ákvað að láta hart mæta hörðu. Á fundum æðstu manna stjómarinnar lét eng- inn í ljós áhyggjur af alþjóðarétti eða mannréttindum í Kúveit. Það sem skipti langmestu var óttinn við að með hemámi Kúveit hefði írak gerst olíustórveldi sem erfitt yrði að tjónka við. - Á þeim þrem mánuðum sem liðu frá þvi að ákveðið var að kveða Saddam Hussein í kútinn og þar til kosið var að nota herafla fremur en viðskiptaþvinganir, fór fram hörð umræða á æðstu stöð- um. Colin Powell, æðsti maður hersins, og James Baker utanríkis- ráðherra vom i flokki þeirra sem vildu ffemur „kyrkja" írak með einangmn og viðskiptabanni en gripa beinlínis til vopna. (Þetta getur verið ffóðlegt þeim sem hafa haldið því fram að viðskiptaþving- analeiðin hafi verið einkauppfmn- ing mglaðra ffiðarvina). - Þeir sem næst stóðu ákvörð- unum töldu sig komast að því, að með skynsamlegri diplómatískum aðferðum og með „réttum skila- boðurn" hefði mátt annaðhvort koma í veg fyrir að Saddam Huss- ein legði í að ráðast inní Kúveit. Eða koma honum í skilning um að hann ætti ekki um neitt annað að velja en hörfa þaðan aftur. Það kemur líka fram í bók Bob Woodwards, þótt með óbeinum , //,. hætti sé, að hugmyndir um „nýja skipan mála“ sem fóm að láta á sér kræla með stríðinu em nokkuð svo úr lausu lofti gripnar. 1 þeim skiln- ingi, að í raun fór aldrei fram nein umræða um það, hvað fælist í slíkri „nýrri skipan mála“. Enginn minntist á Kúrda í Norður-írak eða Shíta í suðurhlutanum. Stjómin bandaríska velti því aldrci fyrir sér í alvöm hvað tæki við á þessu svæði eftir stríðið. ÁB tók saman. Tudjman - Segjum okkur ekki úr Júgóslavlu að svo stöddu. Þorri Króata viU sjáifstæði Þjóðaratkvæðagreiðsla fór á annan í hvítasunnu fram í Króatíu og var leitað álits landsmanna um það, hvort þeir vildu að landið yrði sjálfstætt eður áfram í Júgóslavíu. Um 94 af hundr- aði þeirra sem atkvæði greiddu kusu sjálfstæðið. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, kvað þó ekki koma til greina að svo stöddu að Króa- tía sliti öll tengsl við júgóslav- ncska sambandslýðveldið og kvað stjóm sína enn vilja að því yrði breytt í bandalag full- valda rikja. Sonardóttir Wagners látin Nýlátin er Friedelind Wagn- er, sonardóttir hins heimsfræga þýska tónskálds Richards Wagn- ers. Hún varð 73 ára. Friedelind. sem þótti nokkuð lík afa sínum ásýndum. var á ýms- an hátt uppreisnarmanneskja í fjöl- skyldunni og tók frægð hennar og virðingu ekki mjög hátíðlega. að sumra sögn. Hitler gerði sér sem kunnugt er mjög títt um verk Wagners og ættingja hans. en Frie- delind þoldi hann ekki og fór úr Friedelind Wagner landi til Bandarikjanna í bytjun heimsstyrjaldarinnar síðari. Þar sem hún var sú eina af sinni ætt, sem mótmælti nasisman- um með því að fara utan, höfðu hemámsyfirvöld vesturveldanna í Þýskalandi eflir stríðið hana í há- vegum. Það gerði að verkum að henni var innan handar að stuðla að endurreisn Bayreuth, þar sem Wagner-tónlistarhátíðir hafa verið haldnar árlega síðan 1876. Sögufélag Aðalfundur Sögufélags verður haldinn þriðjudag- inn 28. maí í Skólabæ, Suðurgötu 26 og hefst kl. 20.30. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gunnar Sveinson, skjalavörður flytur erindi: Útgáfa Alþingisbóka íslands. Stjórnin Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mai 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.