Þjóðviljinn - 28.05.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.05.1991, Blaðsíða 1
97. tölublað Þriðjudagur 28. maí 1991 56. árgangur Ögmundur Jónasson formaður BSRB, var haröorður gagnvart þeim vaxtahækkunum sem gengið hafa yfir landsmenn nú undanfarið. Mynd:Kristinn. BSRB boðar aðgerðir gegn vaxtahækkunum S g vil hér með setja fram þá hugmynd að við efnum til al- Emenns fundar á fimmtudag að þinginu ioknu þar sem við sýnum hug okkar í þessu málum og knýjum á um breytta stefnu - hefjum gagnsókn gegn þessu ranglæti," sagði Ög- mundur Jónasson formaður BSRB m.a. í setningarræðu sinni á þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) sem sett var í gær. Ogmundur var þar að vísa til vaxtahækkanna ríkisstjórn- arinnar og segir að þær komi harðast niður á þeim sem lægst hafa launin. 1 setningarræðu sinni á 36. þingi BSRB, sem hófst í gær, gerði Ógmundur Jónasson formaður BSRB, að umtalsefhi sinu vaxta- hækkanir sem komið hafa yfir landsmenn undanfama daga. Og- mundur sagði m.a., „Sérstaklega vil ég nefna hinar forkastanlegu vaxtahækkanir undanfama daga sem eru afturvirkar í þokkabót. Menn segja að eitt skuli yfir alla ganga þess vegna eigi að vera aft- urvirkni. En það gengur ekkert eitt yfir alla. Eða skiTja menn ekki að vegna þess hve lítið lánshlutfallið var um árabil úr opinbera húsnæð- iskerfmu þurfhi fjölskyldumar að leita á náðir fjármagnskerfisins með óheyrilegum vaxtakostnaði. Þetta vom forsendumar á þeim tima. Nú er verið að breyta þeim, bæta við klyfjamar, einmitt á þessu fólki. Setja skrúfu á þá sem þegar vom klemmdir. Finnst mönnum virkilega ekki nóg að gert? Og varðandi framtíðina. Þar er talað um sjálfseignarstefhu. Ég fullyrði hins vegar að með þeim ráðstöfun- um sem nú er verið að gripa til er verið að útiloka þriðjung fjöl- skyldna í landinu frá því að eignast íbúð. I vor var sagt að loka ætti al- menna húsnæðiskerfinu en af- greiða biðröðina. Það var einnig ákveðið að auka lánshlutfall í hús- bréfakerfinu fyrir þá sem em að kaupa í fyrsta skipti og gera þeim þannig kleift að komast inn í hús- bréfakerfið. Þetta á að svíkja og með einu pennastriki er biðröðin þurrkuð út, þvert ofan i gefin lof- orð. Þar með er hætt allri aðstoð við þúsundir fjölskyldna til að komast yfir íbúð í fyrsta skipti. Þeim vísað á hinn fijálsa leigu- markað. Þetta er óskynsamlegt því þetta kemur til með að auka rikis- útgjöld en ekki spara þau eins og markmiðið er sagt vera. Þetta er líka ósanngjamt og við látum ekki bjóða okkur þetta,“ sagði Ögmund- ur. Stjóm BSRB samþykkti á fundi sl. föstudag að vera með al- mennan fund í Háskólabíó nk. fimmtudag þar sem vaxtahækkim- um undanfama daga og vikur yrði mótmælt, og einnig em uppi ráða- gerðir um mótmælastöðu fyrir utan Stjómarráðið sama dag. Fulltrúar á þinginu virtust sammála að eftir vinnu í nefhdum yrði samþykkt harðorð ályktun gagnvart fnim- kvæði stjómvalda í vaxtahækkun- um. Einnig telja hinir ýmsu fulltrú- ar að þetta þing muni verða stefnu- markandi í væntanlegum kjara- samningum í haust. -sþ Jón í Seðla- bankann Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra neitar því ekki að um það hafl verið rætt að hann yrði Seðlabankastjóri upp úr miðju kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar. DV birti frétt þessa efnis í gær og segir í fréttinni að þingmenn Alþýðuflokksins hafi staðfest þetta og að um þetta hafl verið gert heiðursmanna- samkomulag í flokknum fyr- ir kosningar. Jón, sem var í efsta sæti lista Alþýðuflokksins á Reykjanesi, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að þetta væri ekki á dagskrá, að fréttin væri fyrirsögn án fréttar og ekki studd staðreyndum eða vera- leikanum. En þegar gengið var á hann méð hvort um þetta hafi verið talað neitar hann því ekki. Jón var spurður hvort aldrei hafi verið rætt í hans hópi að hann yrði Seðlabanka- stjóri á miðju kjörtímabili: „Það hefur margt verið rætt og skrafað," sagði.Jón. - Þar á meðal þetta? „Ég segi ekkert um það. Þetta mál er ekkert á dagskrá,“ svaraði iðnaðarráð- herra og þegar frekar var á hann gengið spurði hann til baka hvort blaðamaðurinn hefði aldrei drakkið kaffi með öðrum. Rannveig Guðmundsdóttir, sem var í þriðja sæti á lista Al- þýðuflokksins á Reykjanesi, sagðist ekkert þekkja til þessa máls og aldrei hafa handsalað neitt þessu líkt. Jón Baldvin Hannibalsson formaður flokksins vildi ekki annað segja en þetta: ,JEf það er verið með þessu að eigna forystu Alþýðuflokksins eitt- hvað slíkt samkomulag þá hef- ur það farið framhjá mér.“ -gpm stjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.