Þjóðviljinn - 28.05.1991, Side 4
FEETTIR
A Umsjón: Dagur Þorleifsson
Sjálfsvíg
algeng baráttu-
og mótmæla
aoferð Tamíla
Höfuð konunnar, sem taliö er Ifklegt að hafa oröið Rajiv Gandhi að bana og
sjálfri sér um leið - frelsistígrar á Sri Lanka hafa sent konur sem karfa til sjálfs-
vfgsárása.
Rannsóknalögregla og
leyniþjónustumenn í
Madras, höfuðborg ind-
verska fylkisins Tamílna-
dú, segja að ýmislegt bendi til þess
að banamenn Rajivs Gandhi,
fyrrum forsætisráðherra Ind-
lands, séu tamílskir skæruliðar á
Sri Lanka. Samtök skæruliða
þessara, sem gjarnan eru kallaðir
tamíltígrar eða frelsistígrar, höfðu
þungan hug á Gandhi vegna af-
skipta stjórnar hans af borgara-
stnðinu a Sri Lanka.
Auk Gandhis fórust 15 mann-
eskjur í sprengingunni í Sriperum-
budur skammt frá Madras fyrir viku.
Lögreglan segir að borin hafi verið
kennsl á öll líkin, þótt flest væru
sundurtætt eftir sprenginguna. Þeir
sem fórust voru flestir forustumenn
á staðnum, starfsmenn Þjóðþings-
flokksins og lögreglumenn.
Aðeins einar líkamsleifamar em
enn óþekktar. Þær eru af konu sem
lögregla segir hafa verið 25-30 ára,
smáa vexti og tamílska í útliti. Lög-
reglan telur að hún hafi hafl sprengi-
efnið vafið um mitti sér eða mjaðm-
ir og þannig verið frá því gengið að
það springi er hún hneigði sig fyrir
Gandni. Efri hluti líkama hennar
Fertug kona tamílsk frá Sri
Lanka, nefnd Vasanthi, var hand-
tekin í gær í Cuddalore, borg um
150 km suður af Madras, höfuð-
borg Tamílnadú, að sögn lögreglu.
Mun ekki grunlaust um að nún
hafi átt hlut að sprengjutilræðinu,
sem varð að bana Rajiv Gandhi,
fynum forsætisráðherra Indlands,
og a.m.k. 15 manneskjum öðmm.
hvarf gersamlega við sprenginguna
og höfuðið kastaðist tíu metra frá
bolnum. Andlitið er furðu lítið
skaddað. Innan um það sem eftir var
af líkama konu þessarar fundust leif-
ar af sprengju og er talið að sumt af
því hafi verið framleitt í Bretlandi.
1987, þegar Rajiv Gandhi var
forsætisráðnerra, sendi Indland her-
lið út á Sri Lanka með samþykki
stjómarinnar þar til að stilla til friðar
í borgarastríði hennar og tamílskra
sjálfstæðisflokka. Það gekk ekki
betur en svo að áður en langt um
leið var Indlandsher sjálfur kominn í
stríð við tamílsku skæruliðana. Féllu
margir af báðum og illvirki voru
framin, t.d. kváðu indverskir her-
menn hafa nauðgað fjölmörgum ta-
mílskum konum. Gandhi, sem þótt-
ist sjá fram á að þama væm Indveij-
ar á leiðinni með að koma sér upp
sinu eigin Víetnamstríði, kvaddi her
sinn heim af eynni.
A Sri Lanka em Tamílar næst-
fjölmennasta þjóðin, en þeir em líka
þorri íbúa í Tamílnadú, þar sem mik-
íll meirihluti þeirra byr. Þeir hafa
ekki verið með öllu hressir við þau
umskipti sem urðu er Indland hætti
að vera hluti af Bretaveldi og varð í
staðinn sjálfstætt lýðveldi. Þótti þá
sumum að við, af enskumælandi
Menn sem vom nærstaddir
segjast hafa séð konu í dekkra lagi
yfirlitum hlaupa til móts við Gand-
ni, að því er virtist til að leggja
blómsveig um háls honum. Hafi
hún komið á fundarstaðinn í bíl
með tveimur karlmönnum og ann-
arri konu, í ljósara lagi yfirlitum.
Þessi þrjú hafi hraðað ser á brott
þegar efiir sprenginguna.
breskum valdhöfum, hefðu tekið
hindímælandi norðurindverskir.
Stjómvöld lýðveldisins vildu að
enska yrði lögð niður sem opinbert
mál og að hindí yrði helsta opinbera
mál landsins alls. Bmgðust Tamílar
yþá reiðír við, bentu á að hindí væri
índóevrópskt mál eins og enska og
héldu því fram að hún væri Tamíl-
um, sem tala dravídamál, engu síður
framandi en tunga Breta. Var and-
staðan svo römm í Tamílnadú við
þessa breytingu að lndlandsstjóm
sló um síðir undan, ákvað að enska
yrði áfram eitt opinberra mála uns
öll indversku fylkin yrðu sammála
'um að hindí kæmi í hennar stað.
Indverskir stjómmála- og sagn-
fræðingar, sumir þeirra Tamílar,
segja að það sé fom hefð með þeirri
þjoð að beita sjálfsvígum sem bar-
áttuaðferð og í hefndarskyni. Benda
þeir í því sambandi á ýmislegt úr
sögu síðustu áratuga.
Iravatham Mahadevan, tamílsk-
ur sagnfræðingur og ritstjóri, segir
til marks um hversu ódeigir landar
sínir séu að tiltölulega mikið sé um
það meðal þeirra að vaða eld og
stinga nálum gegnum kinnar sér við
vissar helgiathafnir.
Þegar það var á döfinni að láta
hindí taka við af ensku brenndu 27
manns í Tamílnadú sig til bana í
mótmælaskyni. Kváðu þau sjálfsvíg
hafa knúð indversku stjomina til eft-
irgjafar, öðm fremur.
Deilur Tamíla á Sri Lanka og
stjómvalda þar gerðust blóðugar a
síðustu árum áttunda áratugar, m.a.
vegna þess að Tamílar óttuðust að
stjomvöld ætluðu að leggja tamílsku
mður sem skólamál. Tamil Eelam-
frelsistígrar, helstu samtök uppreisn-
armanna þar sem vilja sjálfstætt ríki
fyrir Tamíla á eynni, hafa í áratugs
stríði sínu við Sri Lankastjóm gert
mikið að því að senda fólk, konur
sem karla, til sjálfsvígsárása. Skæm-
liðar frelsistígra em vanir að hafa
hylki með blásýmsalti í bandi um
hálsinn.
Tígramir hófu á sínum tíma
árásir á Indlandsher eftir að 13 for-
ingjar þeirra, sem Indveijar hand-
tóku, höfðu svipt sig lífi.
A.R Venkateswaran, indverskur
stjómmálafræðingur tamílskrar ætt-
ar, segir eðlilegt að allt sem snerti
þjóðtunguna sé viðkvæmt mál svo
fomri þjóð sem Tamílum. Hann hef-
ur og pá kenningu að mótmæli með
sjálfsvígum séu algengust í fomum
menningarlöndum.
Gamsa-
khurdía
kjörinn
með 87%
Zvíad Gamsakhurdía, for-
seti sovéska lýðveldisins Ge-
orgíu, var endurkjörinn í það
embætti með 87 af hundraði at-
kvæða á sunnudag, að sögn
kjörstjómar. Frambjóðendur
vom alls sex. Þetta er í fyrsta
sinn sem forseti sovésks lýð-
veldis er kosinn í beinum kosn-
ingum.
Hringborðsbandalagið,
flokkabandalag undir fomstu
Gamsakhurdía, sigraði komm-
únistaflokk lýðveldisins í þing-
kosningum s.l. haust og hefur
síðan verið við völd. Kaus
þingið Gamsakhurdía forseta í
okt. Hann stefnir að því að Ge-
orgía verði alsjálfstætt ríki og
að miðstjóm í lýðveldinu verði
efld. Þjóðemisminnihlutar,
einkum Ossetar og Abkasar,
vilja ekki að Georgía verði
sjálfstæð og þeir og fleiri and-
stæðingar Gamsakhurdía saka
hann um að vera í þann veginn
að gera lýðveldið að einræðis-
ríki. Georgíuþing afnam sjálf-
stjóm Suður-Ossetíu s.l. ár og
hafa síðan verið viðsjár miklar
með Georgíumönnum og Os-
setum. Tugir manna hafa verið
drepnir í þeim illindum.
Kosningamar á sunnudag
náðu hvorki til Suður-Ossetíu
né Abkasíu, sem er við Svarta-
haf.
í kosningabaráttunni sakaði
Gamsakhurdía keppinauta sína
um að ganga erinda sovésku
stjómarinnar og segjast þeir þó
allir vilja fullt sjálfstæði eins og
hann.
Gert er ráð fyrir að við sig-
ur Gamsakhurdía færist í auk-
ana togstreitan milli sovésku
stjómariimar annarsvegar og
hinsvegar lýðvelda þeirra sem
stefna að fullu sjálfstæði eða
mjög víðtækri sjálfstjóm.
Srilankísk kona handtekin
Afmæu
Jóhannes J [óhannesson ] iistmálari 70 ára
I huga sjómannssonar er lífseig
sú kennd að finnast allir skipsfé-
lagar föður hans eða bræðra vera
félagar og vinir hans líka og allrar
fjölskyldunnar. Eg held að þessi
kennd hafi gert sig gildandi hjá
mér gagnvart öllum í hópi ungra
listamanna, sem fengu far með
flutningaskipinu Súðinni í febrúar
1949. Þar fóm saman í hópi söngv-
arar og listmálarar og var ferðinni
haldið til Ítalíu. Með í for var Ket-
ill bróðir minn og einn af ferðafé-
lögum hans var Jóhannes Jóhanne-
son listmálari og gullsmiður, sem
var sjötugur í gær, 27. maí.
En það var fýrst seint á árinu
1951 að ég kynntist Jóhannesi,
sem þá var alkominn til landsins
eftir nám við Accademia di Belle
Arti í Flórens á Ítalíu og dvöl hans
í París. Hann, félagar hans og vinir
höfðu það mikið seiðmagn, að ég
varð fljótt eins og grár köttur á
vinnustofu hans í Kamp Knox,
þessu mikla braggahverfl í vestur-
bænum, sem þá var fullt af fjöl-
skrúðugu mannlífi og list: Málara-
list, tónlist og leiklist. Frá þessum
tíma svífur enn í huga mér mynd-
efni af bamaleikvelli hverfisins,
sem Jóhannes tók til rækilegrar
meðferðar í mörgum myndum:
Böm í rólum.
Það ætti sannarlega að vera
mörgum í árgöngum okkar Jó-
hannesar til mikillar gleði að
myndlist, sem fyrir 40 árum var að
skapast í vinnustofum í Kamp
Knox og síðar í misgóðu húsnæði
víða um bæinn, hefur nú verið
fundinn staður í góðum hýbýlum
margra samlanda, og í Iistasöfnum
okkar, opinberum byggingum og
bönkum.
Jóhannes er fæddur undir þeirri
heillastjömu að sjá óskadrauminn
um veglegt hús fyrir Listasafn ls-
lands rætast á þann hátt að öllum
er til sæmdar, sem að því stóðu.
Hann lagði fram mikið starf með
Selmu Jónsdóttur og mörgu öðru
góðu fólki til að láta þennan draum
rætast.
Listasafn Háskóla islands hefur
orðið mikill hvati fyrir þá sem þar
starfa og ganga um garða. Það er
alltaf sérstök ánægja að koma í sal-
arkynni Lögbergs, hús lagadeildar
Háskólans, og sjá þar kraftmikil
myndverk eftir Jóhannes og Krist-
ján Davíðsson. Það er leitt að Dr.
Albert C. Bames hinum hugum-
stóra og moldríka myndlistarfröm-
uði Bandaríkjanna skyldi ekki
auðnast að sjá, hve vel þessum
tveimur íslensku nemendum auðn-
aðist að ávaxta þá listmenntun,
sem þeir sóttu til stofnunar hans í
Fíladeldfiu 1945.
Kæri vinur: Þú tókst þannig til
orða einhveiju sinni að „maður
gæti nú verið að mála. þótt maður
væri ekki með pensilinn." Mér hef-
ur alltaf fundist þessi orð lýsa bet-
ur en flest annað, sem ég hef heyrt,
hvað það merkir að gera það hug-
verk úr formum og litum, sem við
köllum málverk. Slík hugsmíð er
dulúðarfull og á sér þróunarferil í
sálarlífinu og áhrifum frá umhverf-
inu, sem oftast er erfitt að henda
reiður á nema þá kannski fyrir
suma innvígða. Nokkru eftir upp-
haf geimflaugaaldar og geimfara,
þóttumst við sjá að þú og Þorvald-
ur Skúlason voru ekki eins jarð-
tengdir í formsköpun og litameð-
ferð og áður. A fietinum fóru að
birtast margskonar lithnettir og
fjölbreytt kerfi af litgeislum. Þú
gafst mér eina Spútnik-mynd til að
gera mér kleyft að fara í andlega
geimferð án þess að taka neina sér-
staka áhættu.
Mikið var að ske á þessum
tíma. Þú rakst skartgripaverslun
með verkstæði við Skólavörðustíg-
inn og sá ég marga gripina verða
til og skoðaði þá vandlega full-
smíðaða: Hringi, armbönd, háls-
men, bókahnífa, kaleika fyrir kirkj-
ur, og silfurhesta fyrir rithöfunda
og skáld, sem valdir voru til verð-
Iauna. I fyrstu hafði ég lítinn
smekk fyrir þessum munum. Smátt
og smátt fóru sumir gripirnir að
vinna sér land í huga mér. Ég hef
fynr löngu gert mér grein fyrir því
að silfur, gull og gimsteinar eru
kröfuharðir efniviðir fyrir lista-
menn.
Þrátt fyrir ýmsar annir varst þú
allt í einu kominn I hálflgildings
geimferð með menningarsendi-
nefnd til Kína.
Ég staldra við bréf frá þér í
september 1961 skrifað á Hótel
Peking. Þú segir: Nefnd frá Vís-
indaakademíunni í Peking á að
gefa okkur staðgóðar upplýsingar
um efnahagsþróun Kína þau 12 ár
sem liðin eru frá frelsun landsins.
Síðan kemur í bréfinu ítarleg lýs-
ing á uppbyggingu kommúnu, sem
stofhuð var 1958 í nágrenni Peking
og þið sendinefndarmenn heim-
sóttuð. Gaman væri að vita hvemig
gengið hefur hjá blessuðu fólkinu.
Vonandi hefur það ekki þurfl að
selja Kron sitt og Samband.
Þegar þú komst úr þessu
merkilega ferðalagi hlaut vinahóp-
urinn að skipa þér, um tíma, sess
með stórmennum eins og Marco
Póló. Þegar ég horfi á líkneskið úr
jaðisteini af fiskimanni, sem þú
færðir mér frá Kína, vakna hjá mér
ýmsar minningar um veiði-
mennsku okkar á liðnum árum.
Það hefur orðið nokkurt hlé á
stangveiði okkar, þótt ég telji okk-
ur ennþá fullfæra við íþróttina. Ég
tel mig þó síður færan núorðið til
að detta i Þingvallavatn, eins og ég
gerði við murtuveiðar fyrir nokkr-
um árum að bestu vinum viðstödd-
um.
Þegar ég hugsa til þess, hve
margt ég hef fengið að sjá hjá þér,
fæ ég stundum dálitla sektarkennd
af því, hvað þú fékkst að sjá af því,
sem ég var að myndgreina í smá-
sjánni. Ég hlýt þó að hafa sýnt þér
ílöngu rauðu blóðkomin.
Kæri vinur, við Erla óskum þér
og Álfheiði, mömmu þinni og allri
fjölskyldunni til hamingju með
daginn.
Ólafur Jensson
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. maí 1991 Síða 4
rtftíi' istn .ös. •wgiíDutpnq Hk'iiLJH/utjm