Þjóðviljinn - 28.05.1991, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.05.1991, Qupperneq 6
m Á að leyfa hval- veiðar á ný ? Marta Hilmarsdóttir húsmóðir: Já. Ég tel hann ekkert í útrýmingarhættu. Skapti Jónsson vinnur hjá Rauðakrossi fslands: Já, því ég held að stofn- arnir þoli það alveg. Sigrún Sigurðardóttir sölumaður hjá IMKO: Já, endilega, ég er svo hrædd um að hvalurinn éti annars allan fiskinn. Helga Guðjónsdóttir húsmóðir: Já, því ekki það? Þetta er bara vani hjá okkur ís- lendingum. Christian Rígolett útlendingur á íslandi: Ég veit það ekki. Ég hef ekki fylgst með þessu máli. Glatt á hjalla í lauginni Það voru margir sem tóku þátt í sunddegi aldraðra og hér sjáum við nokkra sundkappa. að var mikið um að vera í Sundhöll Reykjavíkur í gær en þá var haldinn sunddagur aldraðra.Oft ímynda sér margir ellina sem tímabil eymdar og hrörnunar en það var ekki að sjá á þessu hressa fólki sem þarna var mætt. Það var mikil kátína og gleði sem réði rikjum og var andrúmsloft sundhallarinnar mjög gott. Guðrún Nielsen, iþróttakennari, er formaður félags áhugafólks um fþróttir aldraðra, sem stofnað var 1985, en félagið stóð fyrir þessum degi. Hún sagði þáttöku aldraðra hafa verið mjög góða í félaginu al- mennt og að aldraðir væru duglegir við líkamsæfingamar. Hugmyndina að þessu félagi fékk Guðrún frá Dönum og mark- mið þess er að vinna að úlbreiðslu íþróttaiðkana á meðal aldraðra. Þáttakan í þessu félagi er miðuð við ellilaunþega, 67 ára og eldri. „Sundið er kjöríþrótt fyrir þá sem eru á einhvem hátt bæídaðir,“ sagði Guðrún. Hún sagði sundið hjálpa mikið öldmðu fólki sem ætti við slæma gigt að stríða og að það hressti fólk við, bæði á sál og lík- ama. Við tókum nokkra sundkappa tali og fyrst var það Þorbjörg Bjamadóttir húsmóðir. Þorbjörg er 72 ára gömul og hún fer í sund vegna þess að hún er með slæma slitgigt og segir sundið hafa góð áhrif á gigtina. Þorbjörg er að læra að synda og heldur sig því enn í gmnnu laug- inni. ,J3g var svo hrædd við vatnið í byijun að ég gat varla staðið í gmnnu lauginni,“ sagði Þorbjörg. Nú stefhir hún að því að fara í djúpu laugina næsta vetur. Einar Ógmundsson er 74 ára og hann hefur synt ffá því í febrúar s.l. Núna fer hann á hveijum einasta degi í sund. „Mér finnst alveg sér- staklega gott að synda og þetta hressir mig svo mikið við,“ sagði Einar. „Sundið er gott fyrir fólk á öllum aldri og fólk á að nota sér svona góða þjónustu sem er í boði.“ Einar fer stundum í djúpu laug- ina og hann ætlar sér að verða flug- syndur. „Eg hef ekki hugsað mér að taka þátt í neinum mótum, ég geri þetta bara svona fyrir mig,“ sagði Einar að lokum. Emst Bachman er sundkennari aldraðra og hann kennir þeim einn- ig leikfimi sem ffam fer í lauginni. Hann notar tónlist við kennsluna og segir fólk mjög hrifið af þessu. -KMH Einar Ögmundsson fer í sund á hverjum degi og hann segir sundið gera sér mjög gott. Þorbjörg Bjarnadóttir ætlar sér að fara I djúpu laugina næsta vetur. Djassinn dunar að er unaðsleg sveifla í borginni þessa dagana. Blaðamaður Þjóðviljans varð fyrir því láni að líta inn á Púlsinn síðasta sunnudags- kvöld. Þetta var ekki eintóm heppni því eins og allir vita hjálp- ar guð fyrst og fremst þeim sem hjálpa sér sjálfír. Þar léku Guðmundamir tveir, Ing- ólfsson og Steingrimsson, og vom pottþéttir eins og við mátti búast. Það heyrir hins vegar varla til tíð- inda. Ég man ekki lengur hve langt er síðan ég heyrði fyrst í þeim félög- um en mér finnst að þeir sem ekki hafa ánetjast djasstónlist en langar til þess að gefa henni tækifæri ættu að skreppa á Kringlukrána á miðviku- dagskvöldið. Þar verður kvartett Guðmundar Ingólfssonar aftur í sviðsljósinu. Bjami Sveinbjömsson leikur á kontrabassa með kvartettin- um og gerir það léttilega, en þetta kvöld á Púlsinum var það gítarleik- arinn sem skein skærast, að öllum öðrum ólöstuðum. Bjöm Thoroddsen er hreint og beint ffábær gítaristi. Ef einhver efast getur sá hinn sami farið og hlustað. Af dagskrá RUREK í dag er það annars að segja að kl.16.30-17.30 leikur hljómsveitin Kamivala liflega götu- tónlist víðsvegar á svæði Laugavegssamtakanna, kl. 19.00-21.00 er kvöld- verðarsveifla á Hótel Borg, með Kristjáni Magnússyni og Tómasi R. Einarssyni. Á Hótel Borg verður svo haldið áfram kl.21.00-23.00. Þá leikur Bent Jædig kvart- ettinn. Bent Jædig er einn þekktasti tenórsaxo- fónleikari Dana. Hann hefur leikið jazz síðan 1957 og á þeim tíma Trló Bjöms Thoroddsen lék viö útitafliö I gær. Mynd: Kristinn. komið ffam með mörgum helstu stjömum jazzins. í 15 ár var Bent 1. tenórsaxófónleikari í stórsveit danska útvarpsins og leikur nú með Emie Wilkins Almost Big Band. Með Bent leika að þessu sinni: Ey- þór Gunnarsson, píanó, Tómas R. Einarsson, bassi o_g Einar Valur Scheving, trommur. I kvöld er þar að auki lifandi jazz í nokkrum veitinga- húsum ffá kl.22.00 - 00.30. Sche- ving-Lasanen sextettinn spilar í Djúpinu. í Duushúsi gripur hljóm- sveit Eddu Borg niður í ýmsar jazz- tegundir. Auk söngkonunnar koma við sögu: Þórir Baldursson, hljóm- borð, Bjami Sveinbjömsson, bassi, Gunnlaugur Briem, trommur og Friðrik Karlsson leikur á gítar. Á Kringlukránni býður Andrea Gylfa- dóttir upp á jazzprógramm. Þar leik- ur Kjartan Valdimarsson á píanó, Richard Kom á bassa og Marteen Van der Valk á trommur. A Púlsinum verða Carl Möller og Finnur Eydal ásamt færeysku bræðingshljómsveit- inni Plúmm, sem hefur verið fulltrúi Færeyinga víða um Norðurlönd. Á Tveim vinum verður Sveiflusextett- inn ásamt sextett Viðars Alffeðsson- ar. Rúrek virðist ætla að verða ein- staklega glæsileg og vel heppnuð jazzhátíð. Reynið að missa ekki af henni. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. maí1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.