Þjóðviljinn - 28.05.1991, Side 8

Þjóðviljinn - 28.05.1991, Side 8
VlÐTALIÐ Endumýjun er nauðsynleg ▲ Krístján Jóh. Jónsson spyr -w" jóðviljinn hafði tal af Stefáni Baldurssyni, Þjóðleikhús- stjóra, vegna þess óróa sem skapast hefur í kringum hann J eftir að hann tók við því starfi. Blaðinu hafa nýlega borist |«/ stuðningsyfirlýsingar frá Félagi íslenskra leikstjóra og 4. ^ deild Felags ísl. leikara eins og sagt var frá á laugardag og nunefur Aðalfundur Leiklistarsambands íslands lýst því yfir að hann telji eindregið að Þjóðleikhússtjóri eigi að gera þær breytingar á starfsliði leikhússins sem hann telur því fyrir bestu. Stefán sagði að von væri á greinargerð frá Þjóðleikhúsráði sem styður aðgerðir bans. Það sem setur okkur í stjóm leikhússins í þennan vanda, sagði Stefán, er lagagreinin sem ráðnmg mín hjá Þjóðleikhúsinu byggist á. Nýr Þjóðleikhússtjóri skal ráðinn ftá áramótum til að fylgjast með starfinu og semja starfsáætlun fyrir næsta leikár. Hvað þýðir: Að semja starfsáætlun? Það þyðir að ákveða þarf hvað á að sýna og hvaða starfslið leikhúsið þarf til þess að framfylgja þessari áætlun. Þetta hefur t.cT verið samdóma álit okkar Gísla Alfreðssonar frá því að ég kom hér inn. Hann ber ábyrgð á öll- um daglegum rekstri varðandi þetta leikár sem er að ljúka. Ég skipti mér ekkert af því að öðru Teyti en því að ég fylgist með. Allt sem varðar næsta leikár er hins vegar á mína ábyrgð. Hann hefur verið svo samstiga mér í þessum skilningi, t.d. varðandi verkefnaval, fjárhags- áætlanir, kostnaðaráætlanir og ann- að þess háttar, að hann hefúr bók- staflega gengið út af fúndum þar sem þau mál hafa verið til umræou. Hann hefúr semsé ekki tekið þátt í neinu sem varðar starfsemi hússins eftir fyrsta september. En hvers vegna stígur hann þá skyndilega fram á sviðið og dregur uppsagnarbréjin margnefndu til baka? Það má segja aðþað sé kannski rökrétt framhald af því hvemig málin hafa þróast. Hann biður ríkis- lögmann um álitsgerð varðandi þetta ákvæði iaganna um valdsvið okkar og rikislögmaður telur að rétt sé að túlka þessa lagagrein þröngt, sem svo er kallað, og að Gísli eigi að sjá um mannaráðningar, og þar af leiðandi uppsagnir, fram til fyrsta september. Það má þannig segja að þessi ágreiningur sé til kominn vegna þess að þessi grein er alls ekki ótví- ræð. Það finnst öllum sem skoða þetta mál og meðal annars hef ég ég það frá ríkislögmanni siálfúm, því ég hef verið i sambandi við hann útaf þessum uppsögnum allt ffá fyrsta degi, að nonum finnst öll skynsemi mæla með því að skilja þetta eins og við Gísli höfúm gert, en vegna orðalags greinarinnar verður hann að taka þessa afstöðu. Greinin er ekki nógu ótvíræð og ef til málaferla kæmi pá má eins buast við því að vafinn kæmi starfsmönn- um í vil. Fyrir hönd ráðuneytisins er að sjálfsögðu verið að reyna að forða því að þetta endi með mála- ferlum. Að sjálfsögðu virðir leik- húsið þann úrskurð. Þess vegna má segja að það sé rökrétt að hann dragi þetta til baka þó að strangt tekið hefði ekki þurfl að draga neitt til baka fyrst uppsagnimar eru álitn- ar ógildar. Ertu að segja að ráðstafanir Gísla séu að öllu leyti eðlilegar? Nú kemurðu inn á viðkvæm mál því að í rauninni finnst mér að hann hefði átt að bregðast miklu fyrr við. Vandinn byijar í raun og veru vegna þess að hann neitar að fara að ráðum ríkislögmanns. Þegar ég spyr ráða um það hvor okkar eigi að skrifa undir þessar uppsagn- ir pá er það ríkislögmaður sem telur að Gísli eigi að vera á þessu blaði og ég vissi ffarnan af ekki annað en að hann myndi gera það. Hann kemst hins vegar að þeirri niður- stöðu að hann muni ekki geta skrif- að undir uppsagnimar og á þá frumkvæði að því að leita sjálfur annars lögffæðialits. Hann fékk það hjá mjög virtum aðila, Sigurði Lín- dal lagaprófessor sem ofl er leitað til varðandi mál af þessu tagi. Sig- urður skoðaði þetta vandlega og kvaðst telja nægilegt að ég skrifaði undir uppsagnimar. Það er þannig fyrir milligöngu Gísla að ég ákveð að ganga endanlega ffá þessu eins og raun ber vitni. Ef Gísli hefði haft mjög mikið á móti þessum upp- sögnum þá hefði hann átt að vera búinn að gefa það til kynna miklu fyrr. Hann sat með okkur á þremur fundum í Þjóðleikhúsráði þar sem fjallað var um þessar uppsagnir og ráðið lýstí yfir stuðningi sínum án þess ao hann hreyfði nokkmm mót- mælum eða gerði athugasemd við {iær. Þar af lciðandi kemur það dá- ítið aftan að mér hvemig hann hef- ur bmgðist við í þessu máli síðar. Það er hins vegar rétt að taka það fram til þess að forðast misskilning að hvorki Þjóðleikhúsráði né hon- um var kunnugt um hvaða einstak- linga var um að ræða. Við ræddum um nauðsyn þess að gera breytingar á mannahaldi hér áður en nýr Þjóð- leikhússtjóri kæmi til starfa, þannig að hann hefði visst svigrúm til þess að breyta listrænni áherslu á þann hátt sem hann teldi nauðsynlegt, og Þjóðleikhúsráð færðist undan því að þurfa að taka afstöðu til einstak- linga. Það er fyrst eftir að uppsagnir fóm fram sem þessi nöfn koma í Ijós en jafnvei pá mótmælti Gísli ekki. Það gerðist hálfum mánuði síðar. Það hefur verið nefnt í blöðum að uppsagnir þínar séu árás á at- vinnuöryggi leikara sem Þjóðleik- húsið œtti hins vegar að vemda. Hvað segirðu um það? Mér finnst það rangtúlkun. Það hefúr verið snuið dálitið út úr því sem ég sagði um forsendur upp- sagnanna í upphafi þessa máls. Eg sagði að það gæti reynst listamönn- um hættulegt að búa við ævilangt eða ævarandi öryggi. Þar með er ekki sagt að þeir þurfi ekki að hafa atvinnuöryggi. Eg hef aldrei dregið dul á það hversu nauðsynlegt ég tel atvinnuöryggi hér í leikhúsinu. Mér finnst hins vegar ekki æskilegt að það sé órjúfanlegt. Það gæti ein- ungis gengið ef við væmm svo vel stödd í okkar menningarlífi að allir listamenn gætu notið þess. Auðvit- að eigum við að keppa að því. Þegar leikhússtjóraskipti verða hér í leikhúsinu þá finnst mér nauð- synlegt að leikhússtjóri hafi eitt- hvert svigrúm til þess að móta leik- húsinu þá listrænu stefnu sem hann kýs. Það er kveðið á um það í lög- um. Það ber honum að gera og hann verður að geta gert breytingar á mannahaldi innan vissra marka. Það er ekki þar með sagt að hann eigi að henda út öllum sem fyrir erp og koma með algjörlega nýtt fólk. 1 svona stóm leikhúsi verður að vera fastur kjami sem byggt er á en hann verður jafnffamt að vera breytileg- ur, í það minnsta þegar skipt er um yfirmann. I því sambandi verður ekki litið framhjá því hve gríðarlega fjöl- menn leikarastéttin er orðin. Það vom allt önnur viðhorf þegar Þjóð- leikhúsið var að opna, 1950, þá var leikarastéttin fámenn og nauðsyn- legt að bjóða upp á rækilegt at- vinnuöryggi til þess að fá fólk til ess að stunda þetta starf. Nú em ins vegar hátt á þriðja hundrað manns Ieikarar. Burtséð frá listræn- um sjónarmiðum er ekki réttlátt að rúmlega 30 þeirra búi við algert ör- yggi hér í husinu meðan allur íjöld- ínn á þess ekki kost. Vinningstölur laugardaginn 25. triaí 1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.433.385 2. 4^5^ 5 84.502 3. 4af 5 134 5.439 4. 3af 5 4.636 366 Heildarvinningsupphæð þessá viku: 5.281.497 í Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó söiustöðum. Hvað leikstjóra varðar hafa þeir auðvitað aðra stöðu. Þeir em mikilvægir starfsmenn sem verða að vera samstíga leikhússtjóra. Annars tekst ekki að móta neina listræna stefnu. Það em ekki til nema tvær fastar leikstjórastöður á öllu landinu og það em þessar við Þjóðleikhúsið. Þeim hafa sömu ein- staklingar haldið í tvo áratugi með- an félagar í leikstjórafélaginu em milli ,60 og 70. I sumu af því sem sagt hefúr verið um uppsagnimar er eins og gert sé ráð fyrir því að ekki séu til aðrir starfandi letkarar og leikstjór- ar en þeir sem em á fostum samn- ingi við Þjóðleikhúsið. Er endumýjun alger nauðsyn fyrir Þjóðleikhúsið? Hun er gmndvöllur þess að leikhúsið geti starfað á eðlilegan hátt. Leikhópurinn við Þjóðleikhús- ið hefúr elst og það vantar inn í hann yngstu árgangana. Það er ekki eðlilegt að alltaf skuli þurfa að leita út fynr húsið eftir yngstu leikumnr um. Samsetning hópsms á að mínu mati að vera þannig að hann geti leikið þau meginhlutverk sem sett em á aagskrá með verkefnavalinu. Auðvitað þarf alltaf að taka inn eitt- hvert fólk utanffá en úr þvi að við erum með fastráðningar eiga þær helst að nýtast húsinu þannig að það geti verið sjálfú sér nægt. Eitt af því sem þú hefur verið gagnrýndur fyrir í blöðum er hrottaskapur við þessar uppsagnir. Hvað finnst þér um þá gagnrýni? Mér finnst hún' mjög ósann- gjöm. Það er ljóst að aðferðimar nafa verið gagnrýndar en það em engar aðferðir góðar þegar þarf að segja fólki upp. Það er mjög óæski- leg aðgerð að þurfa að segja manni upp starfi. Ég nef hins vegar marg- sinnis beðið pá sem hafa fundið að þessum aðferðum að benda mér á einhveijar aðrar og æskilegri og ég hef enn ekki fengið ábendmgu sem hefúr sannfært mig um að hægt hefði verið að standa að þessu, á mildilegri eða mannúðlegri hátt. Ég kallaði þetta fólk á minn fund, eitt og eitt i einu, og útskýrði fyrir mönnum forsendur þessara breyt- inga. Það var ekki síður til þess að geta tjáð hveijum og einum að ég liti ekki svo á að leikhúsið væri að haíha viðkomandi sem listamanni heldur væri það vilji minn fyrir hönd Þjóðleikhússins að þetta fólk gæti starfað hér áffam í einstökum verkefnum, ef það gæfi kost á því þó að samningsformið yrði annað. Hvað verður um þetta fólk eftir að Gtsli sendi út sín bréf. Segir þú þvi upp aftur 1. september? Eg vil ekki fullyrða um það á Íiessari stundu vegna þess að mér innst ekki rétt að stjóma leikhúsinu gegnum Qölmiðla. Það er hins veg- ar ljóst að eftir þessar síðustu að- gerðir er þetta fólk í starfi hér fyrsta september svo ffemi sem það hefur ekki sjálft sagt upp starfi. Hvaða áhrif hefur þetta á starf Þjóðleikhússins? Eru miklir erfið- leikar framundan? Ég held að það þurfi ekki að verða þannig. Folk hlýtur að sam- einast um að sigrast á þeim erfið- leikum sem þetta veldur. Þetta hef- ur að sjálfsögðu valdið óróa og bitnað a vinnustemmningu hér í húsinu í vor. Það veldur einnig erf- iðleikum að næsta leikár hefúr ver- ið skipulagt og í því skipulagi var ekki gert ráð fyrir því að þetta fólk yrði nér við störf. Það var gert ráð fyrir nýráðningum. Þetta þarf auð- vitað að leysa til þess að við getum haldið okkar striki varðandi skipu- lagningu leikhússins. Verður hœgt að ráða í störfin sem auglýst voru úr þvi að þeir verða áfram sem sagt var upp? Þetta er mál sem ég hef rætt nú egar við Menntamálaráðherra og ann hefúr fúllan vilja á að reyna að leysa þetta í samvinnu við okkur hér í Þjóöleikhúsinu. Takist það fá- um við inn eitthvað af því fólki sem ráð hafði verið fyrir gert þó svo að þessir leikarar yrðu her áfram á sín- um sainningum. Hvað ætlastu fýrir í starfi þinu við Þjóðleikhúsio? Hver er þinn draumaárangur? Draumunnn er náttúrlega að þetta leikhús nái sem bestum og sterkustum tengslum við fólkið í landinu og að nér innan húss ríki einhugur um að standa sig sem best. Þjóðleikhúsið á að vera al- menningseign. Það hefúr verið það en í mismiklum mæli. Okkur sem höfúm starfað við leikhús finnst t.d. unga kynslóðin vera að fjarlægjast það ískyggilega. Það er svo margt annað sem er í framboði. Mitt fyrsta ár hér við leikhúsið er m.a. skipulagt með það í huga að fá þetta unga fólk aftur inn í húsið. Hafa leikhúsin ekki vanrækt ungt fólk á undanfomum árum? Það má vel vera. Það hefúr að vísu verið gerð ein og ein tilraun, í báðum leikhúsunum, til þess að taka verkefni sem hafa átt að skír- skota sérstaklega til unga fólksins en það hafa kannski verið of ein- stakar tilraunir. Þetta þarf að vera stöðugt í gangi. Það er stefnan hér á næsta ári að nafa samfellt og mikið framboð, bæði fyrir böm og ung- linga. Tengist þetta uppsagnamál þörjinni á því að ná til ungu kyn- slóðarinnar? Þetta er angi af því. Leikhúsið verður að gefa ungu fólki, leikur- um, kost á að njóta sín. Ríkið sem rekur þetta hús rekur líka leiklistar- skóla sem útskrifar allt að átta nem- endur á ári. Það er afskaplega mik- ilvægt að við Þjóðleikhúsið starfi að staðaldri leikarar á öllum aldri. Hvemig er þetta í öðrum lönd- um Stefán. Er þetta vandamál Þjóðleikhúsa um víða veröld? Það er misjafnt eftir löndum. í Þýskalandi er t.d. algengt að leik- hússtjórar fari með heilu .flokkana með sér á milli leikhúsa. í Svíþjóð hins vegar er leikari kominn með æviráðningu eftir þrjú ár. Það er af- leitt og hefur leitt til þess að leikhús em hætt að fastráða unga leikara þar í landi. Þar er farið í kringum reglumar með svokölluðum afleys- ingasamningum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.