Þjóðviljinn - 28.05.1991, Page 9
Jón Hjaltalín
endurkj örinn ^
formaður HSI
S 34. ársþingi Handknatt-
leikssambands íslands sem
haldið var í Keflavik um
heigina var Jón Hjaltalín
Magnússon endurkjörinn
formaður sambandsins . Fyrir
þingið var fastlega búist við mót-
framboði gegn Jóni en af þvi varð
ekld.
Fjárhagsáætlun sambandsins er
upp á nær 80 miljónir króna og er
gert ráð fyrir að hagnaður verði af
rekstri sambandsins á næsta ári uppá
13 miljónir króna. En eins og kunn-
ugt er þá nema skuldir þess rúmum
40 miljónum króna. Þar af eru 24
miljónir langtímaskuldir en 17 milj-
ónir króna í víxilskuldum.
Forráðamenn HSI fóru á dögun-
um á fund fjármálaráðherra og
menntamálaráðherra til að kynna
fyrir þeim fjárhag sambandsins þar
sem þeir fóru fram á 10 miljón króna
framlag ffá ríkissjóði. Að sögn for-
manns HSÍ höfðu ráðherramir fullan
skilning á stöðu sambandsins en
báru fyrir sig erfiðri fjárhagsstöðu
hins opinbera. Þó munu þeir hafa
tekið jákvætt í það að í þingbyijun í
haust yrði farið ffam á sérstakan
stuðning Alþingis við Handknatt-
leikssambandið.
En eins og kunnugt er þá verður
Heimsmeistaramótið í handknattleik
haldið hérlendis árið 1995 og bjóst
Jón H. Magnússon við því að fyrsta
skólfustungan að íþróttahúsinu í
Kópavogi verði tekin í sumar eða í
haust.
Þá var á þinginu samþykkt breyt-
ingartillaga frá Fimleikafélagi Hafn-
arfj arðar um breytt fyrirkomulag í
keppni 1. deildar karla á næsta leik-
ári. Samkvæmt því munu liðin tólf í
1. deildinni leika tvöfalda umferð
heiman og heima og það lið sem
sigrar í forkeppninni mun síðan taka
þátt í Evrópukeppni félagsliða. Að
þessari keppni lokinni hefst síðan út-
sláttarkeppni fyrstu átta liðanna sem
fer þannig ffam að efsta liðið keppir
á móti þvi áttunda, lið í öðru sæti
gegn því í sjöunda sæti og svo koll
af kolli. I fyrstu umferð þessarar út-
sláttarkeppni verður leikið þar til
annað liðið hefur náð að sigra and-
stæðing sinn tvisvar og verður leikið
til þrautar í hverjum leik og engin
jafhtefli. I þessari keppni fær það lið
heimaleikinn sem stóð sig betur í
forkeppninni og einnig ef kemur til
oddaleiks.
Að þessu loknu munu síðan tvö
efstu liðin leika til úrslita um sjálfan
Islandsmeistaratitilinn og það lið
vinnur sem nær að sigra í þremur
leikjum.
I forkeppninni fellur neðsta liðið
beint í aðra deild en liðin í 10. og 11.
sæti leika aukaleiki um áffamhald-
andi veru í 1. deildinni. Það lið sem
vinnur fyrst tvo leiki heldur sínu sæti
en hitt fellur. Þannig falla tvö lið í
aðra deild og tvö koma upp úr þeirri
annarri. Jafhffamt var það samþykkt
á ársþinginu að heimaliðið fær allar
tekjur af leiknum þó með þeirri und-
antekningu ef til oddaleiks kemur, þá
skiptast tekjumar þannig að heima-
liðið fær 60% þeirra en mótheijinn
40%.
Tillaga ffá IBV og Fram um að
tveir erlendir ríkisborgarar mættu
leika með sama liði var hinsvegar
felld. En samskonar tillaga hefur áð-
ur séð dagsins ljós á ársþingum HSI,
en ávallt verið felld.
-grh
Brotið blað í
sögu Juventus
/ fyrsta skipti í tuttugu og átta ár
verður ítalska stórliðið Juvent-
us ekki með í Evrópukeppninni
í knattspyrnu eftir að liðinu
mistókst að ávinna sér þátt-
tökurétt þegar það tapaði 2:0 fyrir
liði Genoa í síðustu umferð í fyrstu
deildinni ítölsku sem leikin var á
sunnudag.
Að sama skapi var mikið um
dýrðir í Genoaborg, því fyrir síðustu
umferðina hafbi hitt fyrstudeildarlið
borgarinnar, Sampdoria, tryggt sér
ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn í
sögu félagsins þegar liðið sigraði
Lecce sannfærandi, með þremur
mörkum gegn engu. í öðru sæti í 1.
deildinni var AC Milan og Inter í því
þriðja. Það verða því tvö lið frá
Genoaborg sem keppa í Evrópu-
keppninni á næsta tímabili. Samp-
doria í Evrópukeppni meistaraliða og
Genoa í Evrópukeppni félagsliða.
Áskrifendur að Stöð 2 fengu að
sjá leik Juventus og Genoa í beinni
útsendingu á sunnudag, en Stöðin
hefur í samvinnu við Samvinnuferðir
- Landsýn sýnt beint ffá ítölsku
deildinni allt keppnistímabilið. Von-
andi verður ffamhald á þessum út-
sendingum í haust. Það er skemmst
ffá því að segja að Juventus hafði
ekkert í lið Genoa að segja sem hafði
yfirburði allan leikinn. Fyrsta markið
leit dagsins ljós á 20. mínútu leiksins
þegar Branco, bakvörðurinn snjalli,
skoraði afar glæsilegt mark beint úr
aukaspymu af um 20-30 metra færi.
Rétt áður en aukaspymana var tekin
tók þjálfari Juventus þá ákvörðun að
skipta dýrasta leikmanni heims, Ro-
berto Baggio, sem var sýnilega
meiddur, útaf fyrir Di Canio. Leik-
menn Genoa gerðu síðan út um leik-
inn þegar ekki var liðin heil mínúta
af seinni hálfleik. Þá skoraði tékk-
neski landsliðsmaðurinn Skurahavy
ódýrt mark eftir hrapalleg mistök í
vöm Juventus.
Þetta fyrmm stórveldi i ítalska
boltanum hefur valdið stuðnings-
mönnum miklum vonbrigðum á ný-
afstöðnu keppnistímabili, því margir
bjuggust við því sterku i upphafi
mótsins. Væntingamar voru því
meiri þegar þess er gætt að liðið hef-
ur á að skipa fimasterkum leikmönn-
um, sem einhverra hluta vegna stóð-
ust ekki álagið.
Hinsvegar er deildarsigur Samp-
doria einkar glæsilegur og sannfær-
andi. Til marks um getu liðsins má
geta þess að í síðasta deildarleiknum
náði það að vinna upp tveggja marka
forskot Lazio í Róm, en leiknum
lyktaði með jafhtefli 3:3. Þá má ekki
gleyma stórleik liðsins gegn Inter
Milan á lokasprettinum þegar Samp-
doria vann 2:0 í leik sem lengi verð-
ur í minnum hafður. Þar sýndi mark-
vörður Sampdoria markvörslu eins
og hún gerist best og varði allt sem á
markið kom og meðal annars víta-
spymu ffá Lothar Mattheus. Sam-
kvæmt síðustu fféttum mun kappinn,
sem jafnframt er fyrirliði þýska
landsliðsins, vera á leiðinni frá Inter
Milan til Real Madrid á Spáni, en
hann hefur verið hjá Inter í þijú ár.
Jafhffamt herma fréttir að þjálfari
Inter muni taka við þjálfarastöðu hjá
Juventus fyrir næsta keppnistímabil
og taka með sér þangað þýska bak-
vörðinn Andreas Brehme. En hann
var einnig í þýska landsliðinu sem
varð heimsmeistari í fyrra.
Þá hafa heyrst raddir þess efnis
að kvamast muni úr hollenska trió-
inu hjá AC Milan og að Marco von
Basten sé jafnvel á förum til Barcel-
ona.
-grh
ÍÞRÓTTIR
A Umsjón: Guðmundur Rúnar Heiðarsson
(slenska landsliðið I sundi fatlaðra ásamt þjálfara við komuna til Keflavfkur I gaer ásamt þjálfara, þar sem hver og einn
fékk blómvönd. Sigrún Huld, fimmfaldur heimsmeistari er þriðja frá hægri. Mynd: Jim Smart
Frábær árangur
hjá fötluðum
heimsmet
landamet,
Norðurlandamóti fatl-
A aðra í sundi sem fram
/ \ fór í Noregi um siðustu
/"""\ helgi setti Sigrún Huld
JL JL Hrafnsdóttir fimm
og jafnmörg Norður-
en allt í allt setti ís-
lenska landsliðið hvorki fleiri né
færri en tuttugu og átta íslands-
met.
Alls fékk íslenska liðið 13 gull-
verðlaun, 17 silfur og 12 brons og
varð í þriðja sæti á eftir Svíþjóð og
Noregi. Sigrún Huld, sem er þroska-
heft og var valinn íþróttamaður fatl-
aða árið 1989, setti heimsmet og
Norðurlandamet í 100 og 400 metra
skriðsundi, 200 metra fjórsundi, 100
metra baksundi og 100 metra bringu-
sundi. Þá vann Ólafur Eiríksson, sem
var kjörinn íþróttamaður fatlaða i
fyrra, til fimm gullverðlauna en að
auki unnu þau Rut Sverrisdóttir,
Gunnar Þ. Gunnarsson og Bára Er-
lingsdóttir eina grein hvert.
Við heimkomuna í gær sagði
Sigrún Huld að erfiðustu keppnis-
greinamar heföu verið fjórsundið og
50 metra flugsundið en þar lenti hún
i öðru sæti. Hún sagði að keppnis-
iaugin heföi verið góð en keppnin
dálítið hörð. Sigrún Huld æfir fjórum
sinnum í viku sem hún segir alls ekki
vera of mikið.
Erlingur Jóhannsson sundþjálfari
sagði að árangur liðsins hefoi verið
mun betri en hann bjóst við. Hann
sagði að næsta stórverkefni lands-
liðsins væri Evrópumeistaramótið
fyrir hreyfihamlaða og blinda i Barc-
elona í ágúst næstkomandi. Erlingur
sagði að eini munurinn við að þjálfa
fatlaða og heilbrigða væri sá að gefa
þjttffi föltuðum einstaklingi meiri
tima en þjálfun og undirbúningur
fyrir keppni væri sá hinn sami.
Landslið fatlaðra í sundi æfir fimm
daga í viku og meðal annars í Há-
túni, sundlauginni í Kópavogi, Sund-
höll Reykjavíkur og Laugardalslaug-
inni.
Anna K. Vilhjálmsdóttir ffam-
kvæmdastjóri íþróttasambands fatl-
aðra sagði þennan árangur sund-
fólksins vera alveg ótrúlega góðan
og í raun væri erfitt að gera sér grein
fynr þvi hvílíkur árangur þetta væri.
Hún sagði að næsta stórverkefhi hjá
fötluðum væri í Kaupmannahöfh í
lok næsta mánaðar þegar 37 manna
hópur tekur þar þátt í bama- og ung-
lingamóti. Til fararinnar hafa verið
valin 25 ungmenni víðs vegar af
landinu sem eiga það sdoimerkt að
vera byijendur í sinni íþróttagrein.
grh
Námsmanna-
skattkort 1991
send út í byrjun júní
í byrjun júní veröa námsmannaskattkort
vegna ónýtts persónuafsláttar fyrir janúar -
apríl 1991 send til námsmanna í framhalds-
skólum og 10. bekkjum grunnskóla sem rétt
eiga á þeim.
Þessir aðilar þurfa því ekki að sækja um
námsmannaskattkort nema í undantekn-
ingartilvikum. Unnt er að sækja um viðbótar-
námsmannaskattkort frá miðjum júlí nk. ef
persónuafsláttur fyrir maí hefur ekki verið
nýttur. Námsmenn við erlenda skóla þurfa
að sækja sérstaklega um námsmannaskatt-
kort til ríkisskattstjóra.
Vakin er athygli á því að áður útgefin
námsmannaskattkort gilda ekki á árinu 1991.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. mal 1991