Þjóðviljinn - 29.05.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.05.1991, Blaðsíða 1
BSRB vill þjóðaratkvæði um EES Aþingi BSRB i gær urðu miklar umræður um Evrópska efna- hagssvæðið. Sam- þykkt var ályktun um að skora á íslensk stjórnvöld að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Þingið telur aðild íslands i EB komi alls ekki til greina. Þing- fulltrúar skiptust á skoðunum um málið og lagði Ragnar Stef- ánsson m.a. til að öllum sam- þykktum um inngöngu í efna- hagsbandalög yrði hafnað. Aðrir lögðu til að sótt yrði tafarlaust um aðild að EB, en hlaut það ekki mikinn hljómgrunn meðal þingfulltrúa. „36. þing BSRB skorar á ís- lensk stjómvöld að áður en til inn- göngu í EES komi verði viðhöfð þjóðaratkvæðagreiðsla,“ segir í ályktun sem samþykkt var með þorra atkvæða á þinginu í gær. Áð- umefnd tillaga var samþykkt eftir að þingið hafði fjallað um og sam- þykkt ályktun neíhdar um Evrópu- málin. Á þinginu var tillaga nefndar er fjallaði um Evrópumálin á dag- skrá. I ályktun þingsins kemur m.a. ffam að það leggur áherslu á þá afstöðu að innganga i Evrópu- bandalagið af íslands hálfu sé alls ekki á dagskrá og komi ekki til greina. í ályktuninni kemur einnig fram ítrekun, að í viðræðum EFTA ríkjanna við Evrópubandalagið um sameiginlegt evrópskt efnahags- svæði verði ekkj hvikað ffá sjálfs- ákvörðunarrétti Islendinga, né yfir- ráðum þeirra yfir auðlindum lands- ins og efnahagslögsögu þess. Og að í engu verður skertur samningaréttur, reglur um meng- unarvamir, vinnuaðstöðu og um- hverfi, jafnréttismál, réttindi bama og þau réttindamál sem náðst hafa íslensku launafólki til handa. í hví- vetna gildi þær reglur sem bestar þekkjast í þeim ríkjum sem samn- ingar um sameiginleg efhahags- svæði tækju til. Þingið lagði einnig áherslu á að félagsmálin hafa ekki skipað þann sess í umræðunni sem verkalýðs- hreyfingin hefur gert kröfu um. I ályktuninni kemur og ffam hvatning til stjómar BSRB að fylgjast náið með viðræðum sem lúta að samskiptum íslands og Evr- ópubandalagsins, og að Bandalag- ið beiti sér gegn öllum ákvörðun- um sem skaðað gætu íslenska hagsmuni. Einnig leggur þingið til að lagt Tillaga um afnám lífeyrissjóða kolfelld Mikill kurr var meðal þingfulltrúa BSRB, vegna fréttaflutnings Morgunbiaðsins af BSRB-þing- inu. I gær fjallaði Morgunblaðið um tillögur nokkurra þingfull- trúa um að leggja lífeyrissjóði félagsins niður. Þeim þingfull- trúum er Þjóðviljinn ræddi við fannst skrítið að eini fréttaflutn- ingur Morgunblaðsins af þing- inu væri óskhyggja fárra ein- staklinga um að leggja lífeyris- sjóðina niður. Ögmundur Jónasson sagði vegna þessa, - Ég spurði sjálfan mig í morgun hvort þetta gæti ver- ið einhver óskhyggja í Morgun- blaðinu. - Hitt er annað mál að það em margir sem vonast eftir því að geta lagt lífeyrissjóðinn af, og sjá raunar einhverjar ofsjónir yfir honum. Niðurstaða þingsins varð- andi lífeyrissjóðina var almennur stuðningur við þá í núverandi mynd. Samtökin beittu sér i raun gegn því að hann yrði skertur á einhvem hátt. Reyndar var hvatt til þess að lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna yrðu aukin og bætt, sagði Ögmundur. -sþ Hitabylgja á Vopnafirði Um hádegisbilið í gær var um 21 stigs hiti í forsælu í Vopnafirði og áttu margir erfitt með að einbeita sér við vinnu sína innandyra vegna hita. Blankalogn var þar eystra í gær og heiðskírt, og að sögn Ell- erts Árnasonar starfsmanns Vopnafjarðarhrepps er svona veð- ursæld algeng þama á þessum árs- tíma. Ungviðið og aðrir sem það gátu, nutu sólarinnar léttklæddir og undu hag sínum hið besta. Ferðamenn em þegar byijaðir að venja komur sinar til Vopnafjarðar og tjalda á tjaldstæði þorpsins eða gista á hóteli staðarins. -grh skuli ofurkapp á að örva umræðu hagsbandalögum yrði alfarið hafn- ályktim, stjómvöld til að beijast af og fræðslu um þennan málaflokk. að. Tillaga Ragnars var felld alefli gegn innflutningi á eiturlyfj- Ragnar Stefánsson ásamt fleir- naumlega eða með 63 atkvæðum um og vopnum. um lagði til að innganga í Evrópu- gegn 54. bandalagið og hvers kyns efna- Þing BSRB hvetur og í þessari -sþ Þingfulltrúi á þingi BSRB hlustar með athygli á umræður um Evrópumálin. Mynd: Kristinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.